13.6.2008 | 10:45
Boðun fagnaðarerindis, er það kvöð?
Stundum er eins og að tala um trú sína sé eitthvað sem er bannað í Íslensku samfélagi, það tíðkaðist lengi vel að segja að trúmál væru prívat reynsla eða upplifun hvers og eins og viðkomandi ætti að hafa slíkt út af fyrir sig. Hljómar þetta ekki kunnuglega? Er þetta ekki nákvæmlega sem fámennur hópur á Íslandi ætlast til að verði farmfylgt nánast með lögum.
Staðreyndin er hinsvegar sú að tímarnir eru að breytast, í stað þess að kveða trúaða niður rísa þeir upp hver á fætur öðrum, og tjá sig um sína trú, boða hana eins og hún virkar fyrir sig persónulega. Sem Jesúa trúar sem er trúin á Guð almáttugan skapara himins og jarðar, er okkur ætlað hlutverk, og það hlutverk er að vinna á akrinum, þessi akur er marbreytilegur eins og akrar geta verið, þeir líta út eins fljótt á litið, en þegar betur er að gáð þá kemur í ljós að mismunandi hveiti, korn sem og aðrir afurðir eru ræktaðir á þessum ökrum.
þannig er það með trúakurinn, við höfum öll möguleika á eigin akri, sérstaklega með komu bloggsins, og kjósi einstaklingur að nota þennan vettvang er best að gera slíkt vandlega, að leyfa boðskapnum að sitja eftir í minni fólks, jákvæðar og uppbyggjandi umræður geta komið þar að, en þrætur þjóna engum tilgangi, nema að draga frá því sem gott er. Í bókinni Daglegt Brauð eftir Carl Fr. Wislöff á blaðs 170, stendur eftirfarandi fyrir daginn i dag.
Bréf Páls til Rómverja 1:14-15
15Svo er ég og fyrir mitt leyti fús til að boða fagnaðarerindið, einnig yður, sem eruð í Róm
Kvöð hvílir á þeim sem er í skuld. Honum ber að borga skuldina. Því er öðruvísi farið ef einhver kemur til mín og vill fá lán hjá mér. þá get ég velt því fyrir mér hvers konar mann hann hefur að geyma, ég get íhugað hvernig hagur minn er og ég ræð því sjálfur hvort ég lán honum eða ekki.
En sé komið með reikning til mín er ég ekki frjáls. Páll vissi að honum var skylt að boða fagnaðarerindið. Þeirri kvöð gat hann ekki tekið að eigin geðþótta. Nei, á honum hvíldi skuld og þá var ekki um nema eitt að ræða: Hann varð að komast til Rómar, Hann varð að boða fagnaðarerindið bæði Grikkjum og útlendingum, jafnt menntamönnum sem fáfróðri, ólæsri alþýðunni. Þannig eigum við að hugsa um kristniboðið.
Kristniboðið - það er verkefni Jesú Krists, verkefnið sem hann lagði söfnuði sínum á herðar. Hann hefur sagt að okkur beri að fara út um allan heim og prédika fagnaðarerindið gjörvöllu mankyni. Þess vegna er kristniboðið ekki tómstundaiðja eða skemmtistarf sem menn sinna þegar þeir hafa tíma og tækifæri. nei, það er lífsnauðsyn. Páll segir meira að segja "Vei mér ef ég boðaði ekki fagnaðarerindið" (1 Kór:9-16)
Höfum við í raun og veru áttað okkur á þessu - þannig að það setji mark sitt á líf okkar? Það liggur á að kunngjöra gleðiboðskapinn meðal þjóðanna. Þeir eru svo margir sem eru í myrkrinu.
Það liggur á. Við erum í skuld.....
Íhugun - Ég spyr sjálfa mig er ég að gera nóg, og iðulega fæ ég svarið nei, staðreyndin er sú að ég hugsa að það sé meiri þörf núna á íslandi en nokkurn tíman áður fyrir fólk að heyra boðskap Krists, að það fái að lesa um hann og leiðbeiningar um hvað málið snýst, margir eru svo leitandi og hafa svo mikla þörf, en skiltin sem vísa vegin eru oft svo óljós, þess vegna, hvet ég fólk til þess að sækja námskeið eins og t.d. Alpha, eða jafnvel bara ræða og spjalla við trúaða, langflestir eru tilbúnir til að aðstoða til að svara, þeir sem hafa valið bloggið sem akur, verða að vera tilbúnir til að svara, þó er kvöðin aldrei til þess gerð að draga eigi boðskapin niður á svínstíu plan. Trúaðir eru réttlátir fyrir trú, en þeir þurfa ekki að réttlæta trú sína.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt 15.6.2008 kl. 23:46 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Góð færsla.Guð blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:19
Takk Birna mín - vona að þú hafir það gott.
knús
Linda, 13.6.2008 kl. 11:21
Nei, þetta hljómar ekki kunnuglega. Þetta eru einhverjar ofsóknarfantasíur hjá þér.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.6.2008 kl. 12:13
Takk fyrir innlitið Hjalti Rúnar.
Linda, 13.6.2008 kl. 12:21
En í alvöru Linda, heldurðu að einhver vilji banna þér að tala um trúna þína?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.6.2008 kl. 14:13
Góð færsla Linda, fínar hugleiðingar. Ég held samt að boðun verður að vera líka í persónulegum samskiptum. Að bara að blogga er ekki nóg ( tala hérna aðalega fyrir sjálfan mig af minni eigin reynslu )
Hjalti, þú hlýtur að kannast við það að margir hafa mikla andstöðu við þá sem tala um trú opinskátt og hvað þá stunda trúboð? Sammála að ekki er um að ræða opinbera stefna, hvorki stjórnvalda eða einhverra samtaka sem ég þekki til en góður slatti af þannig einstaklingum og það er kannski það sem Linda er að vísa til. Það er merkilega algeng skoðun í samfélaginu að fólk að halda sinni trú fyrir sig og sumir verða alveg foj ef einhver hlíðir þeim ekki í þessu atriði.
Mofi, 13.6.2008 kl. 14:34
Sæll Halldór - nákvæmlega.
Sæll aftur Hjalti - Ég er vissulega að tala um fólk almennt, stjórnvöld koma ekki að þessu að neinu leiti.
Linda, 13.6.2008 kl. 15:50
Hjalti! Ég er nýbyrjaður að skoða kristna trú og lesa mér um þær góðu leiðbeiningar sem eru í allskonar bókum um kristni. það kannski bannar manni engin opinber stofnun að tala um trú sína og tala ég ekki dagsdaglega um mín trúmál við hvern sem er.
En ég fæ nú samt háðsglósur frá fólki sem spyr mig hvort ég virkilega orðin alvöru geggjaður að blanda mér í "svona þvælu" eins og einn af vinum mínum sagði við mig.
Eiginlega er hann að segja það sama við mig í dag, og ég lét út úr mér gagnvart fólki í mörg ár.
Ofsóknarfantasíur Hjalti, eru stundum kallaðar "paranoja" og er stundum geðveila ogstundum fylgifiskur ofneyslu sterkra fíkniefna.
Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja samhengið í kommenti þínu Hjalti minn. það vill svo til að ég hef unnið á sjúkradeildum við aðstoð við fólk sem líður af "paranoju" af mismunandi styrkleika. kann ég þau fræði miklu betur enn kristni eða trúmál. Þar er ég algjör grænjaxl.
Enn ég hlusta gjarna á mér fróðara fólk um málefni sem ég sjálfur hef lítið vit á.
Ég veit bara að krítik mín á trúuðu fálki hér áður fyrr, var byggð á slæmri reynslu af t.d. prestum, kæfandi lestri passíusálma yfir mér sem barni og svo kom hvert atvikið á fætur öðru sem gerði það að verkum að ég var bókstaflega talað, viss um að lestur og grúsk í trúmálum væri ávísun á vist á geðspítala.
Ég hef tekið ákvörðun eftir öll þessi ár, eftir alla mína fordóma og slæmri reynslu, að nota kristni eins skynsamlega og ég get mér til hjálpar. Ég ætla að taka þá áhættu sem fylgir því að lifa eftir kristnum gildum, og taka krítik frá fólki sem var náævæmlega eins og ég var.
Ég hef gert svo mörg alvarleg mistök um æfina að þó þessi nýji áhugi minn verði til þess að einhverjir vinir mínir fari um bæin og úrskurði mig endanlega ruglaðan og geðveikan, þá líst mér samt þannig á ekta kristindóm og því sem ég hef þegar fengið út úr því, áhættunnar virði.
þess vegna er það ný reynsla fyrir mig að verja málstað sem ég réðist á með slíkri heift, að DoktorE er raunverulega eins og kórdrengur við hliðinna.
Þess vegna er það athyglisvert Hjalti Rúnar, að horfa á gamla spegilmynd af sjálfum sér, í þér. Þú ert bara mikli gætnari og kurteisari í orðavali enn ég var. Að öðru leyti var engin munur.
Takk Linda mín! Þú ert einn af mínum bestu kennurum mínum og þakka þér þolinmæðina gagnvart mér, sérstaklega í byrjun, og við hlæjum mikið ég og Rósa þegar ég reyndi að espa hana til reiði og hún svaraði alltaf vingjarnlega.
Hún kom aftur í heimsókn, með fleiri gjafir handa mér að lesa og heilsaði ég upp á föður hennar í leiðinni. Ég er einlægur aðdáandi þinn þó ég skilji ekki eina og eina færslu. Ég hef bara ekki lært þetta enn.Óskar Arnórsson, 13.6.2008 kl. 17:42
Sæll Óskar minn, mikið gleður það mig sem þú skrifar hér, ég táraðist bara þegar ég las að þú ætlaðir að fara stunda trúna og lesa þig til um hana. Hún er yndisleg og blíð og umvefur mann í kærleika í orði sem og viðveru trúsystkina, eins og þú hefur þegar fengið að reyna með henni Rósu okkar yndislegu. Ég þakka Guði fyrir þig Óskar minn og þín orð, ekki síst já JF.
Hjalti er í einskonar uppáhaldi hjá mér, hann er framúrskarandi kurteis, stundum kýs ég að vera ekki að blanda mér í hans spurningar aðallega vegna þess að við erum ekki sammála og ég kýs friðinn yfir ófrið, og vinsemd yfir vansemd. Þrætur eiga ekki vel við mig og mína trú. Þannig er það nú.
Sendi þér knús kæri Óskar til þín og þinnar frú með bæn um að Guð blessi ykkur og leiði á þessu ferðalagi ykkar í dag sem og alltaf.
Linda, 13.6.2008 kl. 18:02
Já Linda! Ég ætla að stunda trúnna! Þú átt þinn þátt í því og ég er þér þakklátur fyrir það. Konan mín er búddisti og hún er búin að rembast við að koma mér af stað í þetta í mörg ár. Ég hef ekkert hlustað á hana. Hún er að lesa um kristni og er búin að fá Biblíunna á Ensku. hún lærði meira í skóla og hjá Búddamunkum um Kristni, enn ég í sunnudagaskóla og þegar ég var fermdur. Aldrei hefur það komið fyrir að hún fari að sofa án þess að fara með bænir fyrst. Mér fannst þetta lengi vel afar óþægilegt, enn mér finnst það ekki núna. Knús á þig Linda..
Óskar Arnórsson, 13.6.2008 kl. 18:24
Flott hjá þér Linda mín, halt þú áfram. Eigum við ekki að biðja Hjalta Rúnar inn í Himnaríkið? Guð blessi þig
Aðalbjörn Leifsson, 13.6.2008 kl. 18:26
Sælir strákar mínir mikið er ég þakklát ykkur og ykkar viðveru, ég bið ykkur blessunar á þessu fagra kvöldi á suðvestur horni landsins.
knús
Linda, 13.6.2008 kl. 18:33
Sæl Linda mín.
Að boða fagnaðarerindið af festu en hógværð er góð blanda í framsetningu fagnaðarerindisins fyrir mína parta.Síðan ég tók þá ákvörðun að fylgja Jesu hefur mér liðið betur og betur,þrátt fyrir mikil veikindi ,eitt og annað,mig þyrstir alltaf meira og meira í fræðandi efni úr Ritningunn.Stundum er ég ekki nógu duglegur að lesa hana en allt er þetta til góðs fyrir mig .Þannig upplifi ég það.Og Óskar vinur minn kallar nú ekki allt ömmu sína,en hann hefur tekið sömu ákvörðun og ég (nýgræðingar ). Og ég get tekið undir svo margt sem hann er að segja með fólkið í kring um okkur. En Hvað er að fást um það.
Góður Guð vaki yfir þér alla daga Linda mín.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 08:56
Sæll Andrés, nákvæmlega.
Sæll þórarinn, takk innilega fyrir þinn vitnisburð, þú og Óskar eruð frábærir, ég skil vel þess þörf til að lesa að fræðast, á náttborðinu mínu eru 3 bækur sem tengjast trú minni, fyrir utan Biblíuna og Apókrífuritin, svo samtals 5 Þorstin eykst, ég mæli með að skoða hvað útgáfufélagið Salt á, það er hægt að kaupa beint frá þeim.
knús til ykkar beggja sem hér skrifa
ps. er líka með annað lesefni galore en það tengist ekki trúmálum. hehe.
Linda, 14.6.2008 kl. 09:15
Þetta er vissulega umhugsunarvert.
Jakob (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 14:03
Óskar, ég er að tala um að sumt kristið fólk virðist beinlínis langa að trúa því að allir séu á móti þeim af því að það er kristið og vilji banna alla trú. Linda virðist til dæmis trúa því að "fámennur hópur" vilji banna alla hópmyndum trúaðra. Þetta er hugarórar um ofsóknir.
Nei, Óskar, ég er klárlega ekki spegilmynd af gamla þér, vegna þess að þegar þú skrifar:
Ég hef nefnilega lesið mér heilmikið til um kristna trú og er ekki bara einhver "reiður ungur maður með stæla og fordóma" eins og mér sýnist þú segja að þú hafir verið.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.6.2008 kl. 14:07
Sæll Pax - takk fyrir innlitið
Linda, 14.6.2008 kl. 14:38
Sæll Hjalti!
Nei Hjalti! Ég var reiður maður og var að bera saman krítik á Lindu saman við mína. Vona að þú misskiljir ekki mig. (Yrðir ekki sá fyrst sem gerðir það) Númer 1, þá er Það er krítik á báða bóga um trúmál almennt eins og stjórnmál. Reyndar stórmál um allan heim.
Mér fannst þú segja kurteisislega við Lindu að hún hefði paranoju. Það er í mínum huga eins og að segja við einhvern að hann / hún sé fáviti og viti ekki hvað hann / hún er að tala um. Eiginlega meira spurning um orðaval enn spurning um hvað sé rétt eða rangt.
Þegar skoðanskipti eru í einhverju málefni þá VAR ég svoleiðis að ég STAÐHÆFÐI alltaf að það væri ákveðin geðbilun að blanda sér í trúmál yfirleitt.
Segi reyndar frá því á höfundarlýsingu minni, sem er faktíkst gerð eftir bestuvitund minni um mig sjálfan.
Síðan verð ég fyrir ákveðnum áföllum, fer í afneitun á þau í nokkur ár, hlusta ekki á einn eða neinn, vil gera allt eftir eigin höfði og þræti við sérfræðinga um t.d. að ég sé óvinnufær. 'eg gerði það virkilega ogtrúði því sjálfur!
Ég fór að blogga til að drepa tíman, fannst allt vera óréttlátt og allt það. Fór að "læðast" til að lesa um kristni hjá fullt af fólki.
Allsskonar skoðanir og sumir pistlar um kristni minnti mig frekar á lagabækur enn andleg mál. Botnaði þara f leiðandi ekkert í sumu fólki og mörgum pistlum þeirra.
Ég er áhugamaður um að vinna gegn fordómum á allskonar sjókdómum. Líkamlegri og tilfinningalegri fötlun og jafnvel á sumum viðurkenndum sjúkdómum.
Það er mín eigin mistök að vera að segjast berjast gegn fordómum, enn þegar ég sjálfur er uppfullur af þeim sjálfur, er ég sjálfsagt ekki rétti maðurinn í það.
Alla vega er ég komin það langt með að samþykkja að ég hef haft alveg hroðalega rangt fyrir mér í hverju málinu á fætur öðru, sem ég TR'UÐI virkilega að væri afgreidd hjá mér fyrir lífstíð.
Áhugi fyrir trúmálum hjá mér kemur beint í gegn um mína eigin vanlíðan. Tala bara fyrir mig. Veit ekki á hvaða forsendum aðrir fá áhuga fyrir þessum málum, enn svo var það alla vega í mínu tilfelli.
Ég sé á skrifum þínum að þú segir beint út hvað þér finnst og ert með góð og gild rök fyrir því sem þú segir.
Fannst mér þú krítisera Lindu með ásökunum um "paranoju" sem fæstir vita eiginlega hvað þýðir. Feimni getur verið afleit og getur sumt fólk ruglað saman feimni og paranoju, eða bara fólk sem er með sterka hræðslu við álit annarra t.d...sem er óþægilegt enn ekkert hættulegt ástand.
það er svo alvarlegt ástand að vera haldin "paranoju" að flestir sem eru raunverulega með hana, eru á sjúkrahúsum. Þurfa hreint og beint aðstoð fagfólks, sálfræðinga og lækna a.m.k.
Ég sé oft fólk nota orð sem svipu á hvern annann í skoðannaskiptum sem eru skammaryrði, enn eru í raun læknisfræðileg heiti á viðurkenndum vandamálum.
Ég var ekki lengi að fá heiftarlega krítik og hæðnisglott, ásamt því að vera ásakaður um beina lýgi, þegar ég jánkaði því að ég væri farin að lesa bækur um kristni.
Þá er ég að sjálfsögðu orðin geðveikur o.s.f. og það hefur engin áhrif á mig, enn samskonar ásakanir geta sært aðra mjög mikið. Ásakanir mínar hafa oft sært aðra og hef égstundum ekki haft hugmynd um það, fyrr enn eftir á.
Suma hef ég sært svo illa að ég hef skilning á því að mér sé ekki fyrirgefið sumt af því sem ég hef sagt.
Fólk er misjafnlega viðkvæmt fyrir krítik, eða jafnvel þaðsem það tekur sem krítik, enn kannski sagt í bestu meiningu.
Ég held að ég sjálfur hafi verið á meðal dómharðari manna á fólksem var innblandað í trúmál, og buggði það á alvarlegum atvikum úr minni æsku.
Minnist á það líka í höfundarlýsingu. Ég er mikið fyrir staðreyndir og mikið af trúarskoðunum eru þess eðlis að hvorki er hægt að sanna eða afsanna eitt eða neitt.
Mér fannst þú vera með "kurteisa reiði" út í Lindu, enn ef þú segir að þú sért það ekki, sé ég enga ástæðu tilað rengja þig í því. 'eg var það aftur á móti.
Takk fyrir greinagott svar og vona að ég hafi ekki valdið misskilningi eina ferðinna enn, því það er ekki ætluninn. Eiginlega langaði mig bara að verja Lindu og ekkert annað.
Fannst hún ekki eiga skilið að vera ásökuð um Paranoju eða neitt í þá áttina. Það er næstum eins og að segja við manneskju sem er á göngu, að hann sé með lamaðar fætur.
Ef maður rekst á fólk með vandamál sem er með paranoju eins og hún er í alvörunni, hef ég samband við lækni samstundis, og í vissum tilfellum hef ég þurft að kalla til bæði skjúkrabíl og lögreglu. þar er svo alvarlegt mál raunverulega.
Vona að viðgetum skipst á skoðunum og ef það kemur upp misskilningur, þá líst mér þannig á þig að þú sért fljótur til sátta eða leiðréttingar.
Mér fannst bara næstum kómiskt að ÉG skyldi einhverntíma eftir að verja fólk sem er í trúmálum! það eru margir sem myndi aldrei trúa því upp á mig sem þekkja mig best.
Enn svoa breytist maður og vona ég mín vegna að það sé í rétta átt.
Ég biðst bara afsökunar Hjalti ef ég hef sagt eitthvað sem er alveg út í bláinn eða hreinlega rangt, því það var ekki ætluninn.
Kv,Óskar Arnórsson, 14.6.2008 kl. 15:11
Óskar, ég er einfaldlega að segja að hugmyndir hennar um að "fámennur hópur" vilji banna henni að stunda trúna sína (ofsóknir) séu hugarórar. Þetta eru sem sagt hugarórar um ofsóknir. Ég er ekki að koma með neina sjúkdómagreiningu. Hefurðu eitthvað við þetta að athuga?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.6.2008 kl. 16:05
Sæll Hjalti, ég vild ítreka eina ferðina enn að ég er að tala um lítinn háværan hóp í samfélaginu ekki samfélagi sem heild, ennþá, sem betur fer. Ég hef verið lítilsvirt og svívirt sakir trúar minnar, sakir þess að ég skrifi um hana og það hér á blogginu af aðilum sem telja sig til vantrúar (ekki endilega í innan vantrúar) samkvæmt stöðlum sem ég hef lesið bæði í dagblöðum og hér á mbl er talað um að trúaðir skuli hafa sína trú út af fyrir sig að þeir eigi ekki að stunda trúboð í neinu formi og ef þeir tala út frá eigin reynslu þá sé hið slíkt trúboð o.s.f.v allt eftir þessum götum.
Ég er hvorki paranoid eða með ofsóknaræði sakir þess að ég les um slíkt heldur er þetta upplifun nánast upp á hvern einasta dag, og tölum ekki um háðið og rangfærslurnar sem sumir koma með varðandi trúaða og kirkjuna almennt. Ég ætla að biðja þig um að gera mér ekki upp tilfinningar, slíkt er afar óréttlátt Hjalti. Ég bið þig um að skoða færslu sem ég skrifa á 3 eða 4 á undan þessari, í þeirri grein fjalla ég um Síma auglýsinguna og over the top viðbrögð frá sumum fólki innan kaþólsku kirkjunnar, en það er það sem kemur í athugasemdum sem sýnir nákvæmlega í hnotskurn hvert álit sumra innan samfélagsins er á okkur sem trúum, ég held að þú munt skilja betur eftir þann lestur. þessi einstaklingur er ekki sá eini sem hefur skrifað eitthvað þessu líkt, heldur sá fyrsti sem ég hef bara yfir höfuð ekki tekið út athugsemdina sakir orðabragð og svívirðingar.
Linda, 14.6.2008 kl. 19:38
Kæri Óskar minn, hver er engill hvers núna, elsku vinur, það gleður mig að þú skilur hvað ég átti við og kærleikur þinn er mér ómetanlegur. Ég sendi þér STÓRT KNÚS.
Kæri Andrés, mikið erum við í takt núna, þakka þér fyrir að skilja líka hvað ég á við.
Linda, 14.6.2008 kl. 19:41
Nei, Linda, þú upplifir þetta ekki á hverjum degi, heldur eru eþtta ímyndanir hjá þér. Hvar hefurðu t.d. rekist á það í blöðunum að það eigi að banna trúmönnum að stunda trúboð? Málið er einfaldlega það að fólk vill ekki að trúboð sé stundað t.d. í grunnskólum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.6.2008 kl. 23:12
Hjalti bara vegna þess að þú segir "nei" þýðir það ekki að það dragi úr upplifun trúaðra í þessum málum, þú vilt ekki trúa þessu frekar en öðru þegar það kemur að trú eða trúmálum, það er þitt mál, en ég ætla ekki að ræða þetta við þig frekar, það þýðir ekki, þú vilt ekki sjá hvað við/ég á við, það er aftur þitt mál. Ég sóa ekki mínum tíma í þrætur. Hafðu það sem allra best.
kv.
Linda, 14.6.2008 kl. 23:28
Ég er einn þeirra sem skrifa gegn trúboði í skólum og segi alveg blákalt að öll trúarleg innræting þar eigi ekkert erindi við fólk undir sjálfræðisaldri. Ekkert réttlætir trúboð í skólum, hvorki dulið né opinbert. Hins vegar geri ég ekki neinar athugasemdir við það hvað fólk gerir í sínum frítíma. Fólk getur vel iðkað sína trú og á vitanlega að gera það.
Það er að sumu leyti skiljanlegt að stundum sé hægt að túlka orð sumra skoðanasystkina minna þannig að allt trúboð, og jafnvel trúariðkun, skuli bannað enda er fólki oft mikið niðri fyrir. En fólk fer offari beggja vegna striksins; sumir trúaðra eru líka alveg jafn óbilgjarnir í sinni sannfæringu. Þeir væru t.d. alveg til í að hafa alvöru messur í skólum og munstra börnin inn í sínar kirkjur hægri og vinstri! Þá er skylduskráning hvítvoðungs í trúfélag móður síður en svo hófstillt ráðstöfun. Hófsemdarfólk beggja vegna víglínunnar er hins vegar verið sammála í meginatriðum. Trú er persónulegt mál og skal hún iðkuð á þeim grunni.
Trúlausir og vantrúaðir eru því ekki á móti trúboði eða trúariðkun almennt, síður en svo. Við leggjumst hins vegar gegn henni þar sem hún á ekki við, eins og t.d. í skólum.
Óli Jón, 15.6.2008 kl. 02:07
Sæll Hjalti! Nei, ég sé ekki neitt athugavert við að tala um skoðun eins og hvort trúboð í skólum eigi að vera eða ekki. Ég er persónulega á móti því og tel að skólar eigi að vera hlutlaus kennslustofnun og hægt er að kenna kristni utan skóla þess vegna fyrir þá sem hafa áhuga.
Ég var sjálfur fyrir barðinu á fullorðnu ofsatrúarfólki og þar á meðal prestum, þegar ég var barn. Það "frelsaði" mig frá öllum áhuga þar til nú.
Ég veit ekki betur enn það sé heil sjónvarpsstöðá Íslandi sem býður upp á trúboð. Er það ekki nóg? Mér finnst það bara flókið mál að sortera þá sem kunna að fara með sín trúmál á réttann hátt.
Trú fólks getur verið virkilega áhugavekjandi hjá einum einstaklingi, eins og aðrir eru oft fráhrindandi málsvarar kristni sem t.d. Dalai Lama leiðtogi Tíbet sagði í beinni útsendingu í sænsku sjónvarði að væri fallegasta og þróuðustu trúarbrögð í heimi.
Enn hann ætla samt að halda áfram að vera Búddisti. hann sagði líka að hann þyrfti að velja sér trú í dag, myndi hann velja kristni. Mér fannst storkostlegt að heyra þennann mann tala svona um kristni, enn hann bætti því jafnframt við, að sér þætti sorglegt hvað fáir í hinum kristna heimi skildu sína eigin trú illa.
Ég held að ég sé alveg búin að ná því sem þú meinar Hjalti, og ég vona að þú skiljir hvað ég er að fara. það er til fólk sem vill banna kristið trúboð, enn því mun ekkert verða ágent í þeim málum.
Það er fólk sem vil stýra öllu landinu með boðum og bönnum og ég hlusta ekkert á svoleiðis. Kristni er skynsemistrúarbrögð og verða þar af leiðandi heilög við það eitt.
Síðan verða alltaf til fólk sem fer út í öfgar og úr úr henni aftur þegar þeir átta sig um hvað þetta snýst raunverulega um.
Ef mér líður vel með mína útgáfu af skilningi á trú, þá er það ágætt fyrir mig. Enn ég er ekkert að troða minni útgáfu upp á aðra. Það er ekki rétt samkv. mínum skilningi sem reyndar er mjög takmarkaður.
Enn ég átti ekki von á þessum aulabröndur frá "kunningjum" mínum bara af því að fór að glugga í kristnar bækur. Nú ef ég verð geðveikur af að lesa þessar bækur, og biðja bænir, þá það.
Takk fyrir gott svar Hjalti.
Óskar Arnórsson, 15.6.2008 kl. 04:10
Kæra Guðrún Guðsdóttir, mikið þakka ég þér þína athugasemd, hún var yndisleg og ég tek undir með þér að biðja Hjalta að taka skrefið lengra og fara að stunda kirkju og finna það sem við erum að tala um "Heilagan Anda"
Ágæti Óli, þakka þér líka kærlega fyrir komuna og þann skilning og kurteisi sem þú hefur sýnt mér bæði í þínu svar og í þína athugasemd almennt, ég met mikil þá útskýringu sem þú gefur varðandi þetta mál.
Kæri Andrés, það má ekki taka trú úr skólanum, eins og þú bendir á, við verðum að finna jafnvægi fyrir alla, sem hugsandi og velgefið fólk hljótum við að geta fundið það :)
Kæri Óskar, Þakka þér þitt fína svar til Hjalta sem er drengur góður, þið getið haldið þessu spjalli áfram í góðum anda og málefnalega eins og þið hafið gert hingað til.
Til allra sem hér skrifa, ég gæti ekki verið meira ánægð með hversu málefnalega þessi umræða hefur farið fram, það gleður mig að sjá fólk með mismunandi skoðanir geta rætt saman án fúkyrða og leiðinda.
Ég bið að Guð blessi hver og eitt ykkar í dag sem og alla daga.
Með því að smella hér farið þið á grein og síðan athugasemdir þar er að finna fullkomið dæmi um það sem ég tala um á þessum þræði.
Linda, 15.6.2008 kl. 11:17
..'eg fór bara í vörn smá stund út af þér Linda mín, smáveigis..ég er virkilega að reyna að vanda mig..
Óskar Arnórsson, 15.6.2008 kl. 15:20
Sæll Óskar minn, þú stóðst þig eins og hetja flottur og mjög málefnalegur, ég bara gæti knúsað þig
Linda, 15.6.2008 kl. 16:00
Það sem Egill skrifar í kommentunum sem þú vísar á, Linda, er ekki allt út í hött, þótt dónalegt sé.
Það þykir "í lagi" að gera grín að grænmetisætum "Hva? Bara að bíta gras?" og annað í þeim dúr en flestir hlaupa upp til handa og fóta þegar trúarbrögð fá svipaða meðferð.
Auðvitað er ég ekki að mæla dónaskap neinni bót. Þó eru trúarbrögð ekkert merkilegri en aðrar lífsskoðanir fólks þegar kemur að hvað má gagnrýna og gera gys að.
Í annan stað þá hef ég ekki orðið var við neinn sem vill hreinlega banna trúarbrögð á almannafæri (nema DrE og það tekur hann enginn alvarlega).
Flestir okkar guðlausu heiðingjanna erum sammála um að vera andsnúnir trúboði í skólum. Þó er ég persónulega fylgjandi trúarbragðafræðslu. Kenna börnum helstu inntök helstu trúarbragða, um áhrif þeirra á menningu okkar og sögu. Þó vil ég helst ekkert dregið undan, sýna líka skítinn undir teppinu, ef svo má að orði komast.
Annað sem að mér er hugfangið er hversu miklu almannafé er varið í tilbeiðslu og trúariðkun. Ef litið er til stórabróður í Ameríku þá skil ég ekki að kristnir vilji ekki ólmir einkavæðast, enda kirkjur þarlendis sumar að gera gríðarlegan bisness.
Með von um að ég sé ekki of fámennur og hávær,
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 20:34
Sæll Jóhannes, fólk má alveg hér hafa sínar skoðanir svo framarlega sem slíkt fari fram af heillindum og heiðarleika. Ég verð þó að vera gjörsamlega ósammála þér varðandi þann sem skrifaði, hann fór langt yfir almennt siðferðisstrik í almennum samskiptum.
Þakka þér fyrir málefnalegt svar Jóhannes.
m.k.
Linda, 15.6.2008 kl. 23:45
Mér þótti hann sannarlega dónalegur, en þó var þetta ekki alrangt sem hann sagði. Svona til að skýra mál mitt, önnur efnisgreinin var ætluð til að skýra það aðeins frekar.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 00:04
Sæll Jóhannes, ég er þér fyllilega sammála þegar það kemur að því að trúarbrögð eru eru ekki yfir gagnrýni hafin, eða að það sé smá húmor hafur í trúarlegu samhengi, svo framarlega sem slíkt sé ekki gert á svívirðilegan hátt, að uppnefna, eða með fúkyrði. "Varúðar skal gætt í nærveru sálar" þetta er eitthvað sem við ættum öll að tileinka okkur, þetta er eitthvað sem ég reyni að tileinka mér...
Hér hafa umræðurnar farið mjög málefnalega fram, ég tel að það sé okkur öllum til sóma og framdráttar, þannig á það líka að vera.
M.k.
Linda, 16.6.2008 kl. 00:12
Alveg vissi ég það Jóhannes!!
Hjalti - ert þú þá að segja mér að banna eigi trúboð í skólum og ykkur hleypt inn? Ég veit ekki betur til þess en að þið séu oft á tíðum í framhaldsskólum að kynna ykkar málstað. Og eru þið alveg ótrúlegir þevrsagnarkenndir, talið gegn einhverju svo gerið þið sjálfir slíkt hið sama en kallið því bara öðrum nöfnnum til þess að hvítþvo ykkur. pfff ...
Linda - ég er algjörlega sammála þessari grein uppá bókstaf! Vel gert krúttið mitt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.6.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.