Hvíldardagurinn og Sola Scriptura?

Sola Scriptura

"Blessed are they that do his commandments, that they may have right to the tree of life, and may enter in through the gates into the city."
-
Revelation 22:14

Á Íslensku:

14Sælir eru þeir sem þvo skikkjur sínar. Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðin inn í borgina.

'And you shall know the truth and the truth shall make you free.''
- John 8:32

Á Íslensku:

32og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa."

''My people are destroyed for lack of knowledge...seeing you have forgotten the law of your God, I will also forget your children.''
- Hosea 4:6

Á Íslensku

þjóð mín mun farast
því að hún hefur enga þekkingu.
Þar sem þú hefur hafnað þekkingunni
hafna ég þér sem presti fyrir mig.
Þú hefur gleymt kenningu Guðs þíns
og þess vegna gleymi ég sonum þínum

 

they that keep the commandments of God, and have the faith of Yeshua.''
- Revelation 14:12

Á Íslensku

12Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er hlýða Guði og trúa á Jesú.

 

Það að virðist sem svo að megin þorri Kristinna einstaklinga nái ekki að koma nálægt því að átta sig á því hversu mikilvægan þátt Guðs boðorð um hvíldardaginn hefur leikið í gegnum söguna. T.d. á tímabili mótmælenda (Marteins Lúthers) var afleiðing gjörða þeirra m.a. sú að þeir neituðu að nota hvíldardaginn sem hluti af mótmælum sínum gegn hinni Kaþólsku kirkju. Þeir einfaldlega neituðu að fara eftir ritningunni þegar það kom að hvíldardags lögmálinu, á sama tíma og þeir kváðu fara einungis eftir orðinu (heilagri ritningu)Sunnudags hefðin er Kaþólk kirkjuhefð og á sér engar stoðir ritningalega séð.

marteinn LutherMarteinn Lúther var ekki alveg eins mikið fyrir Sola Scriptura og mætti ætla. Hann er hafður í hávegum fyrir að fylgja ritningunni einungis, og haft er eftir honum að hann hafnaði öllu hefðum.. Erkibiskupinn af Reggio sagði að alhæfingar mótmælenda væru falskar á meðan þeir héldu Sunndag sem hvíldardag. Þessi höfnun á sjöundadags hvíldardeigi væri einfaldlega hefð sem sett hafi verið á af Kaþólsku kirkjunni og að hvíldardags breytingar væru hvergi að finna í Ritningunni.

Laugardagurinn sannaður, en hafnað af Luther.

CarlstadtAndreas Rudolph B. Carstadt, sem var góð vinur Marteins Lúthers, fæddur í Carlstadt, Bavaria 1480, dáin í Basel, Sviss 25 desember, 1541, er lítt þekktur í mannkynsögunni og trúarbragðafræði mannkynsögunnar. Það sem er m.a. lítt vitað er að hann var gjörsamlega á móti afstöðu Marteins Lúthers til Sunnudags hefðarinnar. Carlstadh, hélt laugardaginn Heilagan og kenndi þá ritninglegu staðreynd. D´Aubigne segir að Luther sjálfur hafi viðurkennt að Carlstadt væri æðri honum í allri menntun (saga Fifields. reference bók tíu, blðs. 315)

Höfnun hvíldardagsins sem átti sér stað í council af Trent lamaði framferð mótmælenda stefnunnar, og mótmælendur munu vera ábyrgir gagnvart þessu á dómsdeigi, þeir höfðu gerst sekir um ritningar svik (unfaithfulness) á þeim tíma sem Rómverska Kaþólska Kirkjan var í raun tilbúin að gefa eftir hefðir.

Docktor Dowling segir þetta í History og Romanism, bók 2 kafla 1.

"Biblían og biblían ein er trú mótmælenda," hann heldur áfram og segir " Er hefðin samkvæmt ritningunni ef hún finnst ekki í heilagri ritningu" (umsögnin er lengri, stytt sakir höfundaréttar). Það skipti Dowling engu máli hef eitthvað fannst í einhverri bók frá 3 eða 4 öld, ef efnið var ekki í heilagri ritningu þá hafði það engan rétt á sér.

Ítalski sagnfræðingurinn Gavassi segir þetta " heiðið flóð flæðir inn í kirkjunna, borið áfram, af hefðum, siðum og fölskum líkneskjum (Gavazzi´s Lectures, pls. 290):

En annar heimildamaður Dr. White, biskupinn af Ely skrifaði " að halda sjöundadaginn heilagan var verið að endurvekja á tímum Lúthers af sjálfum Carlstadt"(Treatise of Sabbath, page 8) og frá Sears´ life of Lúther bls 402 "Carlstadt hafði helgan anda og heimild úr sjálfu Gamla testamentinu"

Jafnvel Lúther sjálfur segir (í bók sinni Against the Celestial Prophet): " sannarlega ef Carstadt ætti eftir að skrifa meira um Sabbatið (Laugardags hvíldardag), sunnudagurinn sem slíkur mun hverfa og Sabbat yrði helgi hvíldardagurinn og honum ber að halda heilögum"

Carlstadt sagði " varðandi hefðirnar innan kirkjunnar, öllum er hafnað sem er ekki að finna í ritnigunni"

Lúther sagði hinsvegar á móti. "það sem er ekki gegn ritningunni hlýtur því að vera með ritningunni"Þannig er það ekki sagði Carlstadt " vith erum bundin við ritninguna (biblían) og engin getur ákveðið annað eftir eigin samvisku (Sears life of Luther, bls 401, 402)

Það er ekki hægt að draga það í efa að Carlstadt hafi í raun verið langt á undan sínum samtíma manni Luther og skuldar mótmæla hreyfingin honum meira en honum hefir nokkru sinni verið gefið heiður af (Macclintok and Strong´s Cyclopedia, Volume 2, bls 123)

Til að lesa þessa grein í heild sinni smellið hér. Hún er lauslega þýdd af bloggara og á engan vegin að koma í stað fyrir lestur á upprunalegri ritgerð.  Upprunalegur titill er eftirfarandi.

 

Why the Protestant Reformation Failed!

by Frank M. Walker

from a tract by

Raymond Clark, DD

Eftirmál bloggara:  Eflaust hafið þið tekið eftir því að sum ritninga versin eru á ensku, ég setti þetta þannig fram með íslensku þýðinguna undir svo fólk gæti áttað sig á muni á milli þýðinga.  Sú Íslenska þýðing sem ég notast við er úr Biblíu 21 aldar, ég mæli með að fólk skoði líka viðeigandi versi í eldri íslensku biblíum. 

Ég datt inn á ofan greinda grein fyrir nokkru löngu síðan og varð mjög áhugasöm um innihald hennar og hún ásamt ótal öðru staðfesti fyrir mér að við erum á rangri hillu með Sunnudags helgi haldið, og það hefur sýnt síg að margir Mótmælendur í dag hafa leiðrétt þetta í sínu lífi og eru farnir að nota hinn rétta dag Laugardaginn sem helgidag samkvæmt beðni Drottins Guðs vors.  Það segir engin að þetta sé auðvelt, en, með vitneskju og samvisku hvers og eins kemur þetta hægt og hægt.  Ég sæki mína kirkju á Sunnudögum og öðrum dögum í framtíðinni ef mig langar til, en Laugardagurinn er Sabbat.

Auk þess vildi ég taka fram að sumt orðalag er dramatískt og ber vitneskju um þann tíma sem þau voru skrifuð upprunalega, ég persónulega er ekki að dæma einn eða annan, heldur þýði þetta eftir bestu getu, en lauslega, lesið alla greinina á ensku til þess að fá allar upplýsingar.

Alltaf að bæta við.  Ég finn mig knúna til að taka það fram að þetta efni er Guðfræðilegs eðlis, og sem slíkt þá eru leikmenn og guðfræðingar að pæla í þessu.  Trúin er ekki flókin, við erum það.  Ef þú ert leitandi þá skaltu einfaldlega halda þig við orðið (ritninguna) og finna þinn veg til Krists, farir þú eftir leiðbeningum NT ferð þú réttan veg.

Með Guðs Blessun og kærleika til allra sem hér skrifa, vinsamlega notið vettvanginn til málefnalegra umræðna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það er virkilega gaman að sjá myndina af þér Linda.

Hafðu það gott. 

Halla Rut , 4.6.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Linda

Takk Halla mín og sömuleiðis, ég meina hafðu það gott hahaha.

knús

Linda, 4.6.2008 kl. 19:06

3 Smámynd: Birgirsm

Sæl Linda.

Takk fyrir fræðandi pistil.  Hef stundum verið að spá í mikilmenninu Lúter og hefur sú hugsun stundum skotið upp kollinum, um það hvort  siðbótarmennirnir og þá helst Lúter hefði komist jafn langt og hann komst, ef hann hefði ætlað sér enn lengra. 

 Þá á ég við það, að ef Lúter hefði sótt það fast að koma Hvíldardeginum aftur á sinn rétta dag (Laugardaginn) hefði hann þá fengið jafnmikinn stuðning manna til þess að skilja við hina mjög svo afvegaleiddu peningamaskínu, Kaþólsku Kirkjuna ?

Það er erfitt og við þekkjum það bæði að reyna að breyta einhverju sem fólk elst upp við og lítur á sem eðlilegan hlut allt sitt líf, á ég þar við helgi Sunnudagsins.

Annars er kominn ferðahugur í mig, er að fara til Þýskalands í júlí og ætla mér að fara til Wittenberg, (á slóðir Lúters.)

Kveðja   

Birgirsm, 4.6.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Linda

Kæri Birgirsm, þakka þér kærlega fyrir þín innsýn á málið, það er margt sem bendir til þess að Luther hafi verið tvístígandi, en hví hann hafi kosið að halda áfram með Sunnudags helgunina þrátt fyrir að vita að laugardagurinn væri sá rétti er mér með öllu óskiljanlegt.

Sumir vilja meina að Carslstatd hafi verið sá eini með rétt hugarfar þegar það kemur að þessu, og ég er því sammála, eins og Marteinn bendir sjalfur á hefði vinur hans (Carlstatd) haft meira fyrir því að koma þessu á framfæri en hann gerði þá væri við sjálfsagt laugardags helgur dagur og Kaþólska kirkjan hefði þegar þá byrjað að sleppa hefðum og siðum, því þeir Lúther og hans fólk var komið með verulega áheyrn.  Þetta er allt mjög fróðlegt.

kv.

Linda, 5.6.2008 kl. 08:16

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Kæru vinir!  Mig langar að vara ykkur við að kópera textan frá nýju biblíunni, hún er bæði illa þýdd og hinir fornu textar hennar túlkaðir svo að merking þeirra þvæst úr þeim.  Notist við biblíuna frá 1981, hún er öllu skárri og hefur þann myndugleika sem henni ber.  Nýja´biblía 21. aldar hefur engan myndugleika.  Tilraun, en annað ekki.

Baldur Gautur Baldursson, 5.6.2008 kl. 09:24

6 Smámynd: Mofi

Mjög fróðleg grein Linda!  Mér finnst eins og mótmælendur skilji ekki hve mikil áhrif þetta hafði að segja ekki skilið við sunnudaginn þegar kom að því að velja því að hlíða bara Biblíunni. Ennþá í dag þá gagnrýnir Kaþólska kirkjan mótmælenda kirkjur fyrir þetta, að þær hlíða þarna henni en ekki Biblíunni og virka bara frekar kjánalegar fyrir vikið. Þarna er um að ræða stórt atriði því að eina opinberlega tilbeiðsla á Guði tengist hvíldardagsboðorðinu svo það getur ekki verið gott að fikta við það.

Líka mjög góðar pælingar hjá Birgir; ég held að þetta sé rétt hjá honum. Mótmælendur hefðu náð lengra ef þeir hefðu ekki hrasað um þetta atriði.

Mofi, 5.6.2008 kl. 09:44

7 Smámynd: Linda

Sæll Baldur,  þakka þér fyrir komuna, og ég er ekki frá því að þú hafir rétt fyrir þér, miðað við þau vers sem koma hér fyrir ofan þá er búið að fjarlægja mikinn kraft úr orðinu.  Værir þú til í að koma með sömu vers úr 81 biblíunni til viðmiðunnar.

kv.

Linda, 5.6.2008 kl. 10:38

8 Smámynd: Linda

Sæll Mófster, ég er þér sammála sem og greinahöfundi í þessu tilfelli, og ég veit að þetta er afar viðkvæmt mál, ég er undir regnhlíf lúthers trúar og kann því bara vel, og ég er samt sem áður sabbat fylgjandi, þó svo að ég sæki mína yndislegu kirkju á Sunnudögum, þá er það hugarfarið sem skiptir líka máli.

Þakka ykkur öllum sem hér hafa skrifað og ég sendi ykkur knús

Linda, 5.6.2008 kl. 10:41

9 Smámynd: Birgirsm

Sæl aftur Linda

Baldur er með bráðnauðsynlega ábendingu. Ég er ekki búinn að kaupa nýju útgáfuna og ætla mér það ekki, ekki fyrr en þeir gefa Biblíuna út án apokrífubókanna.  (þá kannski hugsa ég málið)

Birgirsm, 5.6.2008 kl. 19:45

10 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Karlstadt var bara maður með sínar biblíulegu skoðanir og sína túlkun, sem var kannski ekki með hjartað alveg á réttum stað, ef marka má þátttöku hans í ofsatrúarhreyfingu sem tók einnig þátt í bændauppreisninni. Þessar hreyfingar vildu rífa niður og brenna kaþólskar kirkjur þar sem að þær voru fyri þeim óhreinar. Eins máttu menn ekki óhreinka sig með veraldlegum störfum, eða afskiptum af  hversdagslegum hlutum, því allt slíkt ar vanheilagt. Samhliða þessu fóru síðan róttækar skoðanir á þjómálum er hvöttu til byltingar.

Lúther blöskraði það hvernig þessir hópar höfðu oftúlkað allt það sem hann sjálfur hafði skrifað, og notuðu orð hans sem vopn í baráttunni við allt yfirvald. Lúther vildi sjálfur ekki valda sundrung í kirkjunni. Hann vildi reyna að ná sáttum og halda friði, eins langt og hægt var að tegja það. Honum var hinsvegar ýtt út úr kirkjunni með banni Páfa þess tíma. Siðbót Lúthers snérist um það að bæta þá kirkju sem fyrir var og reyna að hreinsa hana af slæmum siðum. Páfi vildi bara einfaldlega ekki siðbæta kirkjuna, enda á fullu að byggja Péturskirkjuna, með blóði, svita og tárum almúgans.

Þessi æsingsöfl sem Karlstatd var þátttakandi í, urðu ekki til þess að hjálpa Siðbótinni og var auk þess full öfgakennd og ofbeldisfull. 

Mér finnst því persónulega lítil hjálp í því að vera að skýla sér á bak við orð þessa manns í baráttunni við það að verja hvíldardaginn. Ég vel heldur að nota orð Krists sjálfs:

 Mark.2

Drottinn hvíldardagsins

23Svo bar við að Jesús fór um sáðlönd á hvíldardegi og lærisveinar hans tóku að tína kornöx á leiðinni. 24Farísearnir sögðu þá við hann: „Lít á, hví gera þeir það sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?“
25Jesús svaraði þeim: „Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð gerði er honum lá á þegar hann hungraði og menn hans? 26Hann fór inn í Guðs hús þegar Abíatar var æðsti prestur og át skoðunarbrauðin, en þau má enginn eta nema prestarnir, og gaf líka mönnum sínum.“
27Og Jesús sagði við þá: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. 28Því er Mannssonurinn einnig Drottinn hvíldardagsins.“

 Þessi dagur er fyrir okkur, til að við náum að tengja okkur Guði. Hvort sem við því veljum að sækja kirkju og rækja brotningu brauðsins og samfélagsins við systkyni okkar í Kristi á laugardegi eða sunnudegi, er ekki eitthvað sem Guð er að velta sér upp úr. Annarsstaðar stendur:

 Matt.9:

Köllun Matteusar
9Þá er hann gekk þaðan sá hann mann sitja hjá tollbúðinni, Matteus að nafni, og hann segir við hann: „Fylg þú mér!“

Og hann stóð upp og fylgdi honum.
10Nú bar svo við er Jesús sat að borði[2]
Orðrétt: lá til borðs. Á hátíðum og í veislum lágu menn við máltíðir meðal Gyðinga eins og siður var hjá Grikkjum og Rómverjum.
 í húsi hans að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. 11Þegar farísear sáu það sögðu þeir við lærisveinana: „Hvers vegna etur meistari ykkar með tollheimtumönnum og bersyndugum?“

12Jesús heyrði þetta og sagði: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. 13Farið og nemið hvað þetta merkir: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“

Hann vísar þarna í Orð Spámannsins. Helgiathafnir Gyðinga í þá daga höfðu snúist um fórnina. Guð talaði fyrir munn spámannsins að honum væru fórnir þeirra ekki velþóknanlegar því engin miskunnsemi var samhliða í hjörtum þeirra.  Þá sagði hann þetta: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir. Guði er í raun minna í mun að við höldum helgiathafnir okkar og meira í mun afstaða hjartna okkar til hans og náungans.  

Mundu að ekki allir geta haldið hvíldardaginn heilagan hvorki á laugardegi, sunnudegi né nokkurn annan dag vikunnar. Ekki allir eru svo heppnir að búa í svona blessuðu landi.  

Um föstu
14Þá koma til Jesú lærisveinar Jóhannesar og segja: „Hví föstum við og farísear en þínir lærisveinar fasta ekki?“

15Jesús svaraði þeim: „Hvort geta brúðkaupsgestir verið hryggir meðan brúðguminn er hjá þeim? En koma munu þeir dagar er brúðguminn verður frá þeim tekinn. Þá munu þeir fasta.
16Enginn lætur bót af óþæfðum dúk á gamalt fat því þá rífur bótin út frá sér og verður af verri rifa. 17Ekki láta menn heldur nýtt vín á gamla belgi því þá springa belgirnir og vínið fer niður en belgirnir ónýtast. Menn láta nýtt vín á nýja belgi og varðveitist þá hvort tveggja.“

 Semsé, gott og blessað að fasta (hluti af helgiathöfn eins og hvíldardagurinn), en það skipti t.d. ekki megin máli þarna á meðan Kristur var hjá þeim. Þá skipti meira máli að vera með honum. Síðan talar hann um að nýtt vín fari ekki á gamla belgi. Kristur kom til þess að boða nýja hluti. Hann sagði að lögmálið stæði og tók það fram í hverju það var fólgið:

Matt. 22

37Jesús svaraði honum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. 38Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. 39Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. 40Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“

 Áherslan færðist, með frelsisverki Jesú, af lögmálsverkunum og yfir á afstöðu okkar innri mans, kærleika okkar til Guðs og náungans. Kærleikurinn er því veigamestur. Hvíldardagar eru fyrir okkur en ekki við fyrir hvíldardaginn. Við erum ekki þrælar einhverra daga. 

En þú vissir að ég væri ekki sammála þessari ofur áherslu á lögmálsverkin. Kristur kom efnilega með frelsi handa okkur sem hann keypti dýrum dómi á krossi. Við eigum ekki að búa til nýja fjötra og lögmálsverk sem binda fólk og dæma, hvað sem öllum kærleika líður. Kristur vill í reynd helst að allir dagar okkar séu eins og hvíldardagur, í þeim skilningi að við nálægjum okkur honum. Við þurfum engan milligöngulið, hvorki Prest, Kirkjubyggingar, eða daga til þess að nálægja okkur Guði.

Kærleiks kveðja

Bryndís Böðvarsdóttir, 5.6.2008 kl. 23:44

11 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég tek það samt fram að ég er hlynnt því að rækja samfélag einhvern einn dag í viku, vegna þess að við erum eins og limir á líkama Krists og því eitt í honum. Við eigum að starfa saman í heild og bæta hvort annað upp með þjónustu og kærleiksgjöfum okkar til hvors annars.

Einnig er gott fyrir okkur að koma saman í bróðurelsku og iðrun vegna synda okkar er við meðtökum ,,náðarmeðölin" eða sakramamentið, þar sem við mætum fyrirgefningu og kærleika Krists.

Sé samfélagið heilt á okkur að líða betur eftir að hafa komið á samkomu. Endurnærð. Eins og eftir samkomu í Kristskirkjunni.

Bryndís Böðvarsdóttir, 5.6.2008 kl. 23:53

12 Smámynd: Jóhann Helgason

Frábær grein Linda mín sorry hvað ég var lengi að svara ég vara koma saman kommóðu úr íkea og bakið á mér í klessu á eftir,'eg tel vera mótmælanda kristinn er samála mörgu sem Lúter gerði en ég geri mér fulla grein fyrir því hann vara bara maður eða kaþólskur munkur  og gerði mistók til dæmis tók hann fjórar bækur út úr nýja testamentinu sem fóru inn aftur sem betur fer , en eftir hans tíð , margar af apokrífubókanna voru  afar mikilvægar heimildalega séð t,d dæmis makkabeabækunar Musterisvígsluhátíðin (Hanukkah, ljósahátíðin)  sagfræðilega eru þær bækur afar mikilvægar . 'Eg stunda kirkju á sunnudögum í fínu lagi með það , en ég tel að Guð hafi ekki breitt um skoðun sambandi við hvíldardaginn sem er Laugardagurinn réttur en ég tel það ekki endilega eitthvað sem allir verða gera en fyrst að leita Drottins með það , eins og með allt í þessu lífi laugardagurinn fyrir mér er réttur .

Guð Blessi Þig Linda Mín

Jói

Jóhann Helgason, 6.6.2008 kl. 00:00

13 Smámynd: Linda

Sæll Birgir, ég er aftur að vera fráhverf hinni nyju ritningu,enda sjáum við hvernig hún er túlkuð miðað við þá ensku sem ég er með sem hluti af ritningagreinum höfundar, munurinn er gífanlegaur.

kv og knús

Linda, 6.6.2008 kl. 08:44

14 Smámynd: Linda

Sæl Bryndís mín, þakka þér þína athugasemd, en, greinin fjallar að visu um hvíldardaginn ekki uppreisn mans sem heitir Karlstatd. Þó kemur þú með fróðlegar upplýsingar eins og þér er vant, engin bylting verður nema til uppreisnar komi, það mætti jafnvel deila um það að Karlstatd hafi ýtt Luther fram með sínum látum.  Hinsvegar er sá sem höfundurinn talar um og  sem ég þýði hér, Carlstadt að nafni, og hann, trúði mjög svo svo að við yrðum að fara eftir Sola Scriptura varðandi hvíldardaginn m.a. sem Martein átti að hafa gert, en gerði greinilega ekki, og Marteinn sjálfur sá að vinur sinn hafði á réttu á standa varðandi þetta "hvíldardags spurninguna, ". 

Svo mætti spyrja sig núllar sola Scriptura alla mannalega skinsemi, svo sem að skilja ritninguna í sögulegu samhengi o.s.f.v. ég tel að svo þurfi ekki að vera, en hún leyfir okkur ekki að víkja frá þeim helga grunni sem ritningin kennir og það er að fylgja Jesú og þeim boðum sem hann gaf okkur, frá Guði sjálfum. Ritningin segir m.a. að dagurinn sé í Jesú og Jesú sé í deginum, og að hann afi komið til að uppfylla lögmálið ekki afnema það.

Það er engin hér sé getur með réttu afneitað Sabbat sem hinum eina sanna hvíldardeigi, æðstu kirkjunnar menn, bæði innan Kaþólsku kirkjunnar sem og hinnar luthersku hafa tekið undir slíkt, en, meðan kirkjan breytir ekki um ham, verður slíkt að koma frá okkur sjálfum, og margir mótmælendur hafa þegar tekið upp laugardag sem hvíldardag, en sakir Kirkjunnar sækja þeir messur eða samkomu á Sunnudeigi, og ég get ekki séð að það sé neitt að því, lengir bara hina helgina sem tileinkun til Guðs okkar og það er bara dásamlegt í mínum huga.

knús

Linda, 6.6.2008 kl. 08:58

15 Smámynd: Linda

Sæll Jói minn, þakka þér fyrir þína innsýn inn í bæði ritninguna sem heldur Apokrífubækurnar sem og hvíldardaginn, ég er sjálf að lesa Síraksbók (þökk sé þér) og hún er frábær, ég á eftir að lesa aðrar, og það kemur hægt og rólega.  Hvíldardagurinn, er dásamlegur og ég er þér svo innilega sammála.

knús

Linda, 6.6.2008 kl. 09:01

16 Smámynd: halkatla

ég var að lesa um sola scriptura um daginn, en ég hef aldrei pælt neitt í þessu með hvíldardaginn, þetta er örugglega þess virði að spá í en það er ekki mikið sem ég hef til málanna að leggja, kannski skiptir hvíldardagurinn máli, kannski ekki (ég veit það amk ekki)

halkatla, 6.6.2008 kl. 14:19

17 Smámynd: Linda

Takk Anna mín, þetta er allt svo merkilega fróðlegt, og ég vil meina sem og aðrir að það sé ekkert í ritningunni sem bendir til þess að hvíldardeginum hafi verið breytt, en, aðrir eru ekki á sama  máli.  Ég er sabbat sinna Lúthers safnaðar meðlimur ef svo má að orði komst, ég upplifi slíkt ekki sem neitt conflict sem slíkt, en það væri frábært að hafa aðgang að samkomum á laugardagskvöldum, hver veit hver framtíðin er.

knús

Linda, 6.6.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband