Ofsótta Íranska Kirkjan - Margmiðlunarefni

Nú ætla ég að nota tækifærið og þakka ykkur fyrir,  sem tókuð þátt í bænarstund á föstudagskvöldið fyrir hina ofsóttu kirkju, og hina Írönsku flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum við landamæri Jórdan og Sýrlands.

Ég hafði sent ráðamönnum bréf þess efnis að ég legði fram þá tillögu að þeir flóttamenn sem kæmu til landsins í sumar frá Írak yrðu skipt þannig niður að 15 væru Kristnir Írakar og 15 Palestínu Írakar/Arabar, einn þingmaður sá sér fært um að svara. 

Núna langar mig að setja inn margmiðlunarefni um þetta málefni, sem ég ætla að biðja ykkur að horfa á og íhuga vandlega, og spyrjið sjálf ykkur aftur, er það ekki réttlætanlegt að 15 Kristnir komi með hópnum í sumar og 15 komi með hópnum 2010? Þarf hópurinn að vera eins einsleitur og hann virðist eiga vera eins og staðan er í dag?  Ég segi, nei!  Hvað segir þú?

Með því að smella hér getið þið lesið greinina sem ég setti inn til ráðamanna hér á blogginu sem og annarra þegna þessa lands. Neðangreind ritning er úr Síraksbók 4 kafla.

Ver mildur við fátæka

1Barnið mitt, sviptu ekki bágstaddan björg,
lát eigi þurfandi augu lengi mæna.
2 Særðu ekki þann sem sveltur,
skaprauna þeim eigi sem líður skort.
3 Auk ekki angur þess sem þegar er bitur
og drag ekki nauðstaddan á gjöf þinni.
4 Synja ei bón aðþrengds manns
og snú eigi baki við fátækum.
5 Bein eigi sjónum frá þurfandi manni
og gef honum ekki ástæðu til að formæla þér.
6 Biðji hann þér bölbæna í nístandi biturð
mun sá sem hann skóp heyra bæn hans.
7 Gjör þig kæran söfnuðinum,
auðsýn valdsmönnum virðingu.
8 Hlýð á orð fátæks manns,
svara ávarpi hans vingjarnlega.
9 Bjarga ofsóttum frá ofsækjendum
og ver fastur fyrir þegar þú dæmir.
10 Vertu munaðarlausum sem faðir
og ekkjum stoð í makans stað.
Þá munt þú verða Hinum hæsta sem sonur,
hann mun elska þig meir en móðir þín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo skelfilegar ofsóknir.Já af hverju má ekki blanda hópinn eins og þú talar um svo það sé hægt að hjálpa öllum.Guð blessi þig Linda mín.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Linda

Takk Kæra Birna mín, ég vona að við fáum áheyrn í þessum málum, ég bið til Guð um það.  Takk fyrir stuðninginn.

knús

Linda, 27.5.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: halkatla

eitthvað annað bæjarfélag en Akranes ætti að fara frammá að fá að taka við amk 15 kristnum til viðbótar við hina 60, þannig væri hægt að framkvæma þetta alveg deilulaust... ég sárvorkenni öllu þessu fólki sem býr á svona hryllilegum svæðum og er hatað fyrir svo margt. Þakka þér fyrir að berjast fyrir þetta fólk Linda

halkatla, 28.5.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Linda

Takk Anna fyrir að sjá, stundum er eins og fáir vilja sjá, og ég skil það svo sem, en það þýðir ekki að hlutirnir hverfi bara, langbest að horfast beint í augu við þetta, svona eins og eigin vandamál.

Knús

Linda, 28.5.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband