25.5.2008 | 09:58
Sunnudags íhugun fyrir 25.5.08
Því er nú þannig farið þessa daganna að manni liður stundum eins og allt sé að fara norður og niður, allt er svo neikvætt, verð á olíu og matvöru rís upp úr öll valdi, stýrivextir og verðbólga er orðið eitthvað sem maður þorir vart að pæla í, bara til þess að komast í gegn um daginn.
Áhyggjur virðast vera að buga okkur, stjórnmála menn í ósmekklegu kapphlaupi til þess að komast í sítt árlega bændafrí (langflestir þeirra sinna ekki lengur slíkum störfum) og renna í gegnum þingið lögum og reglum sem eiga e.t.v. að vera til að bæta hitt og þetta og maður spyr sig eru slík vinnubrögð viðeigandi á þingi landsmanna, er fljótfærni í málefnum landsmanna yfir höfuð æskileg.
Svona mætti endalaust telja, og með því grá hár og hrukkur sem koma með áhyggjum eins og þeim sé borgað fyrir það. Svo hver er lausnin, hvað getum við gert til þess að geta lifað í okkar samfélagi tekið þátt í því án þess að láta, amstrið og öngvitið draga okkur niður á vald áhyggna og vanlíðan?
Kæru vinir svarið fyrir mig og marga aðra er einfaldlega trúin á Jesú Krist frelsara okkar. Það er merkilegt hvað trúin ber mann áfram í ólgunnar sjó. Vissulega er maður ekki alltaf í einhverri trúarvímu hvað þá að maður gangi um í bleiku skýi og áhyggjur veraldarinnar snerta okkur ekki, við sem trúum erum ekki veruleikafirrt. Við eigum okkar dökku og björtu daga einso og hver annar þrátt fyrir trú, en hún "trúin" er samt klettur sem við stöndum á þrátt fyrir það.
Hér fyrir neðan eru nokkrar ritninga greinar sem tala gegn áhyggjum.
Matteusarguðspjall 6:34 | |
34Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning |
Matteusarguðspjall 13:22 | |
22Það er sáð var meðal þyrna merkir þann sem heyrir orðið en áhyggjur heimsins og tál auðæfanna kefja orðið svo það ber engan ávöxt |
Síraksbók 30:24 | |
24 Öfund og reiði stytta ævina, áhyggjur gera mann gamlan um aldur fram. |
| ||||
|
Já, við þurfum ekki að kaupa dýrar bækur um einhver "Leyndarmál" til þess að öðlast frið inn í líf okkar eða gefa okkur áhyggnum á vald. Ritningin er og hefur alltaf verið með svörin, viljir þú finna þau. Er því ekki þannig farið með allt í lífinu? Jesú er griðastaður í lífsins ólgusjó, en þú verður að taka í hönd hans til að finna friðinn....
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Íhugun, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:55 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 127003
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Það er eimitt svo Linda mín,þetta er allt að finna í orðinu,og síðan orðið í þér.
Ekki ónýtt að byrja daginn á þessum fína lestri.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.5.2008 kl. 10:48
Sæl Linda mín.
Takk fyrir þennan pistill. Langar að gefa þér og okkur öllum orð.
"Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá." Sálm. 37: 5.
Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur." Jós. 1: 9.
Guð gefi þér góðan dag.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.5.2008 kl. 11:00
Takk Úlfar og Rósa ég vona að dagurinn ykkar verð ykkur til blessunar og gleði
Linda, 25.5.2008 kl. 12:44
Sæl Linda!
Góður og uppörfandi pistill hjá þér!
Takk og Guð geymi þig!
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 25.5.2008 kl. 17:51
Sæl Halldóra, þakka þér fyrir þín orð.
Knús og blessunar kveðjur.
Linda, 25.5.2008 kl. 17:58
Sæl Linda engillinn minn! þó ég fengi bara góðan svefn og losnaði við beraldlegar áhyggjur með kennslu þinni um þessi flóknu fræði sem Biblían er fyrir mér, yrði ég strax hæstánægður með árangurinn. Var einmitt að kommentera og minnast á þig á blogginu hennar Rósu. Eitt af því sem ég var bara að uppgvöta í einni sveflausri nótt var nokkuð sem ég tók varla eftir sjálfur. Ég er farin að elta síður sem fjalla um andleg mál! Og áhugi minn fyrir að argast og vera reiur yfir stórmálum og öllu því sem er að gerast í óréttlæti á Íslandi fer minnkandi. Og það er bara mér sjálfum til góðs. Þú átt alla vega stóran þátt í þessari breytingu Linda! Og Rósa að sjálfsögðu. Er enn að þrjóskast við alla tölustafina í Biblíunni sem mér finnst óþægilegir og tefur lesturinn. Og er enn að skvíkja mín eigin loforð um lesturinn. Ætla að senda þér mynd sem á víst að vera frægt málveræ af jésú Kristi sem málari málaði sem segir að hann hafi birts sér. Man ekkert hvað málarinn heitir enn minnir að hann sé með Hoffman sem eftirnafn. Þýskur kannski. Kannski kannast þú við þessa mund. Kann ekki að setja myndir inn á komment svo ég sendi þér þessa mynd bara á maili. þakk fyrir að vera til Linda. Ég trúi ekki á tilviljannir og það getur ekki verið að það sé tilviljun að ég sé að byrja á að fá alvöruáhuga á þessum málum...Knús..
Óskar Arnórsson, 25.5.2008 kl. 18:56
Sæll Óskar minn, þú gefur mér og mikinn heiður, Jesú á dýrðina, ég er bara verkfæri hans, en sem slíkt þá gleður það mig óneitanlega að vera þér til uppörvunar og handleiðslu. Mér þykir afskaplega vænt um þig kæri vinur og ekki efast neitt þó þú lesir ekki Biblíuna eftir eigin reglum, Biblían er ávalt til staðar til að grípa í þannig er það hjá mér, hún er ekki kvöð, hún er frekar gjöf þegar á henni er þörf sem getur verið oft eins og í mínu tilviki. Mig hlakkar rosalega mikið til að sjá myndina sem þú ætlar að senda, ég á eflaust eftir að verða hrifin, og ég mun að sjálfsögðu skella henni hérna inn við fyrsta tækifæri.
Ég bið að algóður faðir okkar blessi þig og varðveiti, og ég sendi þér knús og vinarkveðjur.
Linda, 25.5.2008 kl. 23:38
Búin að senda myndina Linda! Væri gaman að vita hvort þú kannist við þessa mynd..
Óskar Arnórsson, 25.5.2008 kl. 23:40
Guð blessi þig Linda mín og þakka þessa góðu hugvekju.
Mikið var gaman að sjá þig í kvöld, þetta var frábær samkoma. Guð er góður og meira en það Hann er raunverulegur, þótt ósýnilegur sé, ég er alltaf þakklátur fyrir frelsið í Kristi.
Kristinn Ásgrímsson, 25.5.2008 kl. 23:57
Komdu sæl Linda mín.
Takk fyrir mjög góða grein og allt sem á eftir fylgdi,en ég eins og stundum áður fór ekki yfir BRÚNA,en það var svolítið sem stóð í vegi fyrir því og gat ég ekki veriða að stressa mig yfir því. Én ég hugsaði aðeins til ykkar.
Góður Guð sé nærri þér.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 02:44
Komdu sæl Linda mín.
Takk fyrir mjög góða grein og allt sem á eftir fylgdi,en ég eins og stundum áður fór ekki yfir BRÚNA í kvöld,en það var svolítið sem stóð í vegi fyrir því og gat ég ekki veriða að stressa mig yfir því. Én ég hugsaði aðeins til ykkar.
Góður Guð sé nærri þér.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 02:56
Kæri Kristinn, mikið afsakalega var gaman að sjá þig líka, já samkoman var hreint frábær, yndisleg lofgjörð og frábærir ræðumenn, þó vissulega vakti frændi minn sérstaka athygli fyrir mig hahah. Guð blessi þig og varðveiti, og ég vona að við hittumst aftur við tækifæri.
knús kv.
Linda, 26.5.2008 kl. 09:30
Kæri Þórarinn, mikið rosalega hefði verið yndislegt að hafa þig með okkur hinum megin við brúnna, en, ég veit að ástæðan sem kom í veg fyrir viðveru þína var einfaldlega sú sem hún var, og við biðjum bara fyrir því að þú komist um næstu helgi. Kvöldið var yndislegt frábærir ræðumenn, frábærar stúlkur frá Kóreu sem eru trúboðað úr" Young youth with a mission" það var rosalega gaman að hitta þig við í Bónus eins og þú sást vorum við að undirbúa Eurovisions kvöldið sem var bara skemmtilegt.
Hafðu það sem allra best og ég vona að það sem hrjáði í gær sé liðið hjá í dag.
Knús og ég bið að Guð blessi þig sem og allra skrifara hér inni í dag sem og alla daga.
Linda, 26.5.2008 kl. 09:36
Takk fyrir þessa íhugun Linda. Hún minnir mann á að gefa sér tíma fyrir eitthvað annað en allar þessar daglegu áhyggjur sem maður hefur svo oft.
Mama G, 26.5.2008 kl. 10:08
Amen.Takk þessi lesning var svo góð
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 10:18
Kæra Mama G, ekkert að þakka, það er mín ánægja að deila með ykkur mínum pælingum og að þær hjálpi, þá hef ég gert góðverk og það er það sem skiptir máli, að hjálpa.
Kæra Birna mín, takk vina, gleymi ekki hjólafrásögninni inni, jemin eini hún var svo fyndin, sé enn þá fyrir mér svona "jókers" bros hhahah.
knús til ykkar beggja.
Linda, 26.5.2008 kl. 10:21
Takk fyrir þennan æðislegan pistil hjá þér Linda mín æðislegt tilvitnun í Síraksbók sem ég er mikið stúdera hanna , svo mikil speki í henni hún er æði ""Mattheusarguðspjall alltaf frábært .
Guð Blessi Þig
Jóhann Helgason, 26.5.2008 kl. 13:31
ekkert að þakka Jói, þetta er bara einföld pæling af minni hálfur og ég þakka Guði fyrir hana, því hún er að blessa út frá sér, því er Dýrðin guðs.
knús
Linda, 26.5.2008 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.