Tvíeggjasverð?

Því er nú vissulega þannig farið að okkur ber að virða trú fólks, eða réttara sagt þeirra rétti til að trúa eins og það kýs, svo framarlega sem slíkt er ekki að valda einstaklingi, kúgun, ofbeldi, þrælkun eins og það er skilgreint samkvæmt mannréttinda sáttmála.

Þessi hugsjón um að það sé leyfilegt að hæða trú, veldur mér ekki neinni sérstakri angst, ég hef nægilega mikið traust til Guðs míns og orðsins til þess að líta á slíkt, "háð", sem aumkunarverð tilraun til að rífa niður það sem maður skilur ekki.

Við hér á Íslandi höfum upplifað það að höft séu sett á tjáningu einstaklings með stjórnaskránni að vopni, slíkt var með öllu óásættanlegt.  Í raun ættum þið (við ) að hafa þá reglu "ef þér líkar ekki sem ég skrifa vertu þá ekkert að lesa það".  En sumum virðist þessi hugsjón eitthvað torskilin...

 

Þráðurinn er ekki geður til þess að stofna til deilna milli trúaðra og vantrúaðra. Virðið það.


mbl.is Megum hæða trúarbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já þetta er vissulega erfið umræða.  Ég bjó áratug í Þýskalandi (flutti til baka fyrir 3 árum) í hverfi þar sem tyrkir voru í meirihluta og fylgdist vel með þeirri þróun sem varð á búsetu þeirra allar götur frá því að Guenther Walraff skrifað um aðbúnað þeirra í denn.  Í dag er ég mjög (!!!) skeptískur á sambúð islam og kristni og byggi það m.a. á þeirri reynslu sem ég eignaðist þarna.  Mér hefur nefninlega sýnst að húmameðstrúfólk hafi minnst allra einhvern áhuga á aðlögun, samlögun eða samvinnu í samfélagi.  Þarna er minni virðingu ákv. takmörk sett en ég byggi það einmitt á því að þeirra trú setur rétti mínum (okkar) ákv. takmörk til samvinnu. 

Að aðrir hæði mig fyrir mína trú er mér hinsvegar lítil nýlunda og hef séð mörg dæmi þess einmitt á Moggablogginu (og án þess að síðum þeirra háðfugla sé lokað). 

Ragnar Kristján Gestsson, 25.5.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Linda

Sæll Ragnar og þakka þér kærlega fyrir þína athugasemd og þína innsýn inn í þetta mál.  Ég er þér vissulega sammála, því það fer ekki á milli mála að viss minnihlutahópur hefur þegar notað stjórnaskrána sér í hag, og hlakkað yfir þeirra atlögu að frelsinu o.s.f.v. við þekkjum flest hér á þessu bloggi hvað er átt við.

Því er ég orðin hlynntari því að Guðlasts lögin verða fjarlægð eða breytt svo ekki sé hægt að misnota þau til skerðingar á frelsi þeirra sem tjá sig á einn eða annan máta.

Svo ég kallaði þráðinn minn tvíeggjasverð, sakir þess að slíkt gæti líka haft slæmar afleiðingar fyrir okkur í framtíðinni, ef við tökum tillit til þess sem ritningin okkar skrifar um. 

Háð og vanvirðingu er maður vanur hér á blogginu og er í raun það sem koma skal, og stjórnarskráin mun ekki vernda okkar rétt til að trúa á Jesú Krist, að tjá okkur um hann, að boða hann.  Þau atriði í henni sem voru notuð gegn bloggar hér á mbl hafa ekki þótt ástæða til þess að hefta hatursfullskrif sumra til okkar hóps, samt vil ég segja svona í lokin, ég vil frekar að þeir fái að skrifa, frekar en ekki, því um leið og við setjum höft á þá setjum við höft á okkur, og þar með er þetta orðið eina ferðina enn, tvíeggjað sverð.

kv

Linda, 25.5.2008 kl. 17:52

3 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæl Linda  hvernig er hægt að virða trú  sem byggir á kúgun, ofbeldi, þrælkun , dauða,og að drepa annað fólk , þá erum við að skrifa undir ofbeldi, og erum meðvirk ofbeldinu eins og 'Islams trú .

Góð grein hjá þér

Guð Blessi þig

Jóhann Helgason, 26.5.2008 kl. 13:45

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Linda mín við virðum Drottinn Guð og hann einan. Við getum ekki virt fals trú. Við virðum menn, því þeir eru skapaðir í Guðs mynd. Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 26.5.2008 kl. 15:59

5 Smámynd: Linda

Sæll Jóhann minn, já hver sem trúin er sem veldur slíku er ekki virðingarinnar  virði.

Sæll Alli minn,  Vissulega gerum við það, að virða Drottin Guð einan, en við getum heldur ekki neitt aðra til þess að virða okkar trú, slíkt verður hver og einn að finna hjá sjálfum sér, með bæn og einlægri leit. 

Knús og Guðs blessun til ykkar beggja.

Linda, 26.5.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband