19.5.2008 | 22:01
Ofsóknir og ofbeldi gegn Kristnum eykst á Indlandi!
Hræðilegar árásir gegn kirkjum og trúuðum hafa aukist ógnvænlega í þessu stóra Asíska landi, á meðan ríkir hávær þögn frá veröldinni.
Ógnvænleg þróun með síauknu ofbeldi í þessi yndislega fallega landi þar sem einn af lærisveinum Krists boðaði trúna, öfgasinna Hindu trúar standa að bak við ódæðin.
ROMA (Chiesa) - Á meðan auga veraldarinnar snýr allri sinni athygli til Kína og mannréttindabrota þeirra, er Indland ekki síður sek um hræðilega brot sem eiga sér stað á meðan áhugaleysi heimsins neitar að horfast í augu við fórnalömbin, Kristna einstaklinga.
Staðurinn er Órissa, fylki sem snýr að Bay of Bengal sunnan við Calcutta. Frá því eftir jól til dagsins í dag hafa 6 mans dáið, 5.000 gerðir heimilislausir, 70, kirkjur, 600 heimili, 6 klaustur og 3 prestaskólar verið gjörsamlega eyðilagt.
"Stærðar öskuhrúga er það eina sem er eftir" sagði Kardínáli Telesphore Toppo, erkibiskup af Ranchi eftir að hann heimsótti þau svæði sem ráðist var á sakir trúar á Krist.
Svona hræðilega fréttir eru að koma frá fleiri stöðum á Indlandi
Í Maharashtra fylkinu, í höfuðborginni Mumbai, síðast liðin mars voru tvær Carmelite systur sem höfðu þjónað svæðinu í 13 ár, teknar og settar út með útskúfuðum ættflokkum sem ráðist hafði verið á af öfga Hindúum. "hróp þeirra ásökuðu nunnurnar um að vera neyða fólk til trúar" þetta er haft eftir vitnum.
Madhya Pradesh, Páskarnir, ríkisstjórnin þurfti að senda herlið til að vernda kirkjur: þessi ákvörðun var tekin eftir að meira en 100 árásir höfðu verið gerðar síðan frá því í desember 2003, eða eftir að PJP "Hindu Nationalist Party" fékk meiri hluta kosningu á svæðinu.
Á sama tíma, hafði þingið í öðru Indversku fylki, Rajasthan, samþykkt lög þess efnis að þeir sem sinna trúboði og "neyða", "svíkja" fólk til að skipta um trú mundu þurfa sitja í fangelsi í allt að 5 ár og 50.000 rúpína sekt, sem er um 140.000 Isk. Rajasthan og núna 6 önnur Indversk fylki hafa tekið upp þessi lög sem eru gagngerð gerð til þessa að vinna gegn Kristniboði.
Staðreyndin er samt ennþá sú að ástandið er verst í Órissu, þar sem helmingur þeirra 36 milljóna manna sem þar búa og eru hluti ættaflokkum og Dalits, samfélagshópar sem eru þegar undir í þessu stranga "caste" kerfi. Í Órissu þar sem skelfilega fáttækt og gamaldagsíhalds hugsunarháttur haldast í hendur við nútímavæðingu þjóðfélagsins verður þetta eins og tímasprengja.
Og það er í þessu umhverfi sem andkristið ofbeldi er að brjótast út, og vesturheimurinn sínir þessum engan gaum þar sem þeir einblína á nýjan og ríkan efnahagsrisa sem er í Asíu. (Kína)
Þögnin er sorgleg og er hér með rofin vegna frétta efnis sem var gefið út maí 2008 í blaðinu "Mondo e Missione".
Hlekkurinn á Madhya Pradesh er eitthvað að hrekkja mig set hann því inn með því að smella hér
Höf: Sandro Magister 5/19/2008 Chiesa (chiesa.espresso. repubblica.it)upprunaleg frétt Growing persecutions of Christians in India on the webside www.catholic.org . Þýdd og endursögð af bloggara með góðfúslegu leyfi catholic online, kort og tenglar í frétt viðbætur frá bloggara.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Ofsótta kirkjan! | Breytt 21.5.2008 kl. 22:40 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Steina á afmæli á morgun (þriðjudag) fædd 20. 05. 1960. Láttu það ganga.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 03:33
Góður pistill Linda. Maður verður að láta rödd sína heyrast þegar níðst er á saklausu fólki, hvort sem það er kristið eða ekki. Ef stjórnvöld þarna eru að mismuna fólki eftir trú þá er það skylda Íslands að mótmæla því og láta alla vita að þetta er rangt og brot á grundvallar mannréttindum.
Mofi, 20.5.2008 kl. 12:30
Nákvæmlega Mofi, og ég vona að sem flestir fari að sjá staðreyndirnar sem tengjast þessu máli sem og öðrum álíkum málum.
knús
Linda, 20.5.2008 kl. 12:34
Glæsileg lesning var þetta Linda mín, og afar mikilvægt er að átta sig á einföldum staðreyndum. Í dag er það orðið þannig að ekki er hlustað á allt tal um "ofsóknir" eða "ofbeldi" gegn kristnum. Það vegna þess að við erum svo "fjölmennt" trúarbragð og þarf enga vorkunn að sýna.
Ég hálf vorkenni því fólki sem hugsar þannig, því öll eru þetta mannslíf, ekki síður en þau líf sem eru tekinn í Palestínu og annars staðar. En vegna einhliða málflutnings Al Jeezera fréttastöðvarinnar og annarra, þá erum við mötuð af annarri hlið málsins.
Sú grein sem þú birtir núna er ákaflega sjaldséð, og margir trúa því ekki að það eru virkilega til ofsóknir gegn kristnum. En á tímum svo kallað "umburðarlyndis" og pólitískrar rétthugsunar er ekki hjá því komist að vorkenna smáhópunum á kostnað þeirra stærri.
Takk fyrir að birta þessa grein Linda, og sýnir hún að mikla þor og hugreki sem þú hefur að geyma. Eða eins og Moffinn sagði hér ofar þá er það háalavarlegt þegar fólki er mismunað eftir skoðunum eins og í þessu tilfelli. Gaman væri að heyra frá þeim mestu talsmönnum "umburðarlyndis" um það, og sjá hvort þeir séu jafn hræsnafullir og fyrri daginn.
God bless.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.5.2008 kl. 13:12
Hæ Haukur, minn þakka þér innilega fyrir þessa frábæru athugasemd, ég er þér fullkomlega sammála, skiljanlega, það sem fólk áttir sig heldur ekki á er það að stærsti hópurinn í heiminum sem sætir ofbeldi sakir trúar eru þeir sem er trúaðir á Jesú. Svo, ef þeir sem hafa ekki rödd fá ekki áheyrn hjá þeim sem hafa rödd og í framhaldi af því umtal, hver erum við þá sem á Jesú trúum, við höfum gleymt og lokað á minnsta bróðir og systur í trú og vissulega þvertrúarlega líka. Við verðum að vinna saman og koma á réttlæti og berjast með þeim, því við höfum vettvanginn til þess. Jóhannesar guðspjallið 15:4-5 segir m.a.
Verið í mér, þá verð ég í yður. Greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér nema hún sé á vínviðnum. Eins getið þér ekki heldur borið ávöxt nema þér séuð í mér. 5Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt sem er í mér og ég í honum en án mín getið þér alls ekkert gert.
Kannski ágætt að muna að fela Jesú bæn okkar í þessum málum, því hann mun leiða okkur áfram þegar það kemur að þessu máli sem og öðrum þessu tengt.
Knús og blessunar kveðja.
Linda, 20.5.2008 kl. 14:43
Sorglegt þetta ástand og ofsóknir.En fróðleg lesning.Við hjónin erum enn að brosa og skæla yfir fyrri fæslu þinni um feðgana.Þvílíkur kærleikur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:50
Sæl Birna mín, já þetta er hið skelfilegasta ástand, ég held áfram að koma með þessar fréttir, því það er svo mikilvægt að við sem búum í okkar frjálsa landi eru svo mikið blessuð að geta tilbeðið Jesú án þess að verða fyrir ofbeldi.
Ég skil þig vel Birna mín að þíð horfið á færsluna með feðgunum og upplifið kærleikann sem þar er að finna, ég grét mikið þegar ég horfið á það, yndislegt alveg, þvílíkur kærleikur!
knús
Linda, 20.5.2008 kl. 17:55
Sæl Linda þetta er hræðilegt ástand þarna og miklar ofsóknir.Rosa fróðleg lesning og góð grein hjá þér Linda Takk fyrir að birta þessa grein .
Guð Blessi þig
Jóhann Helgason, 20.5.2008 kl. 23:48
Það er svo undarlegt að hugsa til þess að kristnir verði fyrir aðkasti vegna trúar sinnar. Við lifum hér í vernduðu umhverfi innan í bómullarhnoðra og sjáum oftast ekki út fyrir girðinguna. Við fáum fréttir af stríðsátökum í Palestínu og fyrir botni Miðjarðarhafs, mannréttindabrotum í Tíbet og hryllingnum í Írak en heyrum ekki af slíku. Hvar eru hinar frjálsu fréttastofur? Hvar eru mótmæli ríkisstjórnarinnar og hvar eru mótmæli þjóðkirkjunnar? Hvar eru mótmæli hins kristna heims? Reynum að láta þessar fréttir berast sem víðast og sameinumst í bæn fyrir þessu fólki sem er að láta lífið og missa eigur sínar vegna trúar á frelsara mannkyns. Ég skora á alla kristna sem lesa þetta að finna einhvern sameiginlegan tíma til bæna fyrir þessu fólki. Hvaða tími er bestur?
Guðni Már Henningsson, 20.5.2008 kl. 23:54
Sæl Linda! Jahérna! Þú ert engin skræfa að að bjóða þessu morðóða fólki byrgin! Ótrúleg lesning! Það ganga predikarar Nýnasista með fyrirlestra um allan heim og eru einmitt að segja þetta sama. Að helförinn hafi ekki verið til. Þessi þróun í heiminum endar líklegast með risa trúarbragðastríði!
Annars er ég bara svo þreittur núna eftir ferðalagið að ég get ekki sofnað...
Óskar Arnórsson, 21.5.2008 kl. 05:59
Sæll Guðni, ég sé að þú hefur hjartað fyrir þessu eins og ég, og mér lýst rosalega vel á bænarkall fyrir þetta fólk og alla sem er ofsóttir sakir trúar á Jesú Krist. Ég skal skoða með tíma, það hentar mér svo sem hvenær sem er, en, ég þarf svo að fá hugmyndir frá fólki og reyna að koma sem flestum á sama dag. Hvernig væri að við tækjum þetta fyrir á föstudags kvöldinu rétt fyrir miðnætti, er það ekki viðeigandi. Ætla sendi dreifi póst frá mér um leið og ég hugsa þetta allt svo það henti sem flestum. FrÁBÆR HUGMYND Guðni!
Þúsund þakkir og Knús
Linda, 21.5.2008 kl. 10:46
Sæll Óskar minn, ég hef hvorki þor og dug, en ég hef Jesú og það er nóg, þetta fólk þjáist meira en nokkrum gæti grunað um, Indland, Iraq, Iran, Tyrkland, S.arabíu, jafnvel í Columbíu. Svo það er svo mikilvægt að við sem búum í umhverfi sem umræða er leyfð og trúin er varin með lögum (trúfrelsi) þá eigum við að nota þessi forréttindi til að biðja fyrir þeim og koma þessu í umræðuna.
Mér þykir leitt að þú sért þreyttur vinur, slíkt hefur áhrif á jákvæðis hormónin eins og ég kalla það, og kannast sjálf við slíkt. Við biðjum að maðurinn sé betri en svo að fara í trúarbragðastríð, slíkt er gjörsamlega andstætt Kristni hugsjón.
Knús vinur
Linda, 21.5.2008 kl. 10:51
Þetta stríð er þegar hafið, ekki endilega með vopnum en hugmyndafræðlega séð og með orðum og athöfnum.
Flower, 21.5.2008 kl. 12:25
Sæl Flower mín, já því miður þá er þetta rétt hjá þér. Þetta á ekki eftir að batna, og á eftir að hreinsa burt hveitið frá illgresinu. Flower ertu búin að fá póst sem ég sendi út í dag, ég er ekki með netfangið þitt en ég vonaði að þú værir búin að fá það í áframsendingu.
Knús.
Linda, 21.5.2008 kl. 12:29
þakka þér innilega fyrir Linda að skrifa um þetta, hér eru líka mörg afar góð komment!
ég hef engu við þetta að bæta þó að ég gæti farið að tala um ofstækið sem er víða við lýði á Indlandi á hinum ýmsustu sviðum, ekki síst gegn konum og stéttlausum...
ég held að það þurfi virkilega að fara að athuga með að skipta upp á milli hugmyndafræði sem gerir útá eða leyfir ofbeldi og kúgun, og svo hugmyndafræði sem kann að vera mjög fordómafull en lætur aðra samt að mestu leyti vera. Held að ef það yrði gert meira af því að segja frá hlutunum einsog þeir raunverulega eru þá myndi fólki líða miklu betur og heimurinn gæti byrjað að skána. Fáfræðin er okkar versti og hættulegasti óvinur
Ég endurtek bara hvað ég er þakklát, við getum staðið saman og sent þeim sem á þurfa að halda stuðning.
Ég ætla að byrja á því að setja link inná þessa fínu grein á nýja dramatíska blogginu mínu
halkatla, 21.5.2008 kl. 15:47
Sæl Anna mín, vá takk segi ég bara. Þakka þér fyrir að hjálpa mér að vekja athygli á þessu málefni það er svo hræðilega margir sem þjást, en þögnin er hæst þegar að kemur að Kristnum, og mér þykir það óásættanlegt. Íraskir Kristnir hafa hrunið úr 1.5 milljónum í 400.000, (grein í bígerð) og eru í flóttamannabúðum í Jórdan og Sýrlandi. Svona mætti endalaust telja.
knús
Linda, 21.5.2008 kl. 16:40
Takk fyrir þennan góða pistil, Linda. Það er eins og enginn vilji vita af því, að kristið fólk er ofsótt enn þann dag í dag. Kirkjur brenndar og fólk rekið á flótta frá heimilum sínum. Sjáum litla sem enga umfjöllun um þetta í fjölmiðlum, en því meira um "ofsóknir" kristinna í garð annarra trúarbragða.
Vekur til umhugsunar.
Sigríður Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 20:18
Sæl Linda mín.
Frábært hjá þér að vekja athygli á þjáð trúsystkini sem við eigum víða um heim vegna ofsókna múslíma, hindúa o. fl.
Þegar ég var í Kanada sumarið 1988 þá fór ég í ferðalag með vinum mínum sem ég bjó hjá lengst af á meðan ég dvaldi þar. Við fórum á æskustöðvar þeirra í Regina í Saskatchewan. (Vinir mínir bjuggu í Cranbrook BC)
Þau fóru að segja mér frá Hvítasunnukirkju sem hafði verið brennd þar af fólki sem var andsnúið kristinni trú.
Langar að vitna í rit sem ég er með: "Því kröftug bæn réttláts manns megnar mikið" Jak 5:7. "Þeir sem komast til lifandi trúar á Jesú Krist þrá mest af öllu að eignast einn hlut - Biblíuna. Þeir vita að hún er uppspretta sannleikans sem hjálpar þeim að vaxa í trúnni á Krist. En hið sorglega er að Biblíur eru afar fágætar og nánast ófáanlegar á þeim slóðum þar sem kristnir verða hvað harðast úti vegna ofsókna. Þetta á t.d. við um Kína og þjóðríki vítt og breitt í heimi Íslams eða Múslímaheiminum."
Langar að vitna í annað rit sem ég er með: "Á undanförnum árum hafa fjölmargar kirkjur á Bretlandi, á meginlandi Evrópu, Norður- Ameríku og víðar á Vesturlöndum minnst ofsóttra kristinna trúbræðra og trúsystra með árlegum bænadegi. Einhverjir kunna að halda að ofsóknir á kristnum tilheyri aðeins tímum hins forna Rómaveldis. Því fer víðsfjarri. Einn virtasti fræðimaður á sviði trúarofsókna í dag, Dr. Paul Marshall, sem starfar við Kristna fræðasetrið í Toronto Kanada, lýsir trúarofsóknum í samtíð okkar með svofelldum orðum: "Þessi plága herjar á 200 milljónir manna og 400 milljónir að auki sem líða sökum misréttis, löggiltra þvingana og hindrana."
Kristnir sæta hvað mestu harðræði og ofsóknum í dag í 50 ríkjum heims.""
Bendi á Trúboðssamtökin Opnar Dyr í Englandi. Netfang: www.opendoorsuk.org
"Minnist bandingjanna, sem væruð þér sambandingjar þeirra. Minnist þeirra er illt líða, þar sem þér sjálfir eruð einnig með líkama." Hebr. 13:3
Shalom Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.5.2008 kl. 21:54
Sæl Sigríður og takk sömuleiðis fyrir komuna. Ég mun vekja frekari athygli í framtíðinni, endilega fylgstu með ef þú getur.
Kveðja.
Linda, 21.5.2008 kl. 22:35
Elsku Rósa mín, þakka þér fyrir þína athugasemd, hún er fullkomið dæmi um ástandið og það gleður mig að fá þessar upplýsingar, því þær eru svo mikilvægar okkur í baráttunni gegn ofsóknum á Kristnum einstaklingum, kirkjum, samfélögum og heimilum.
Ég bið Guð að blessa alla sem hafa skrifað hér.
knús
Linda, 21.5.2008 kl. 22:39
Nei Linda man það nú ekki. Ég eyði nú miklu spammi þannig að það er möguleiki að ég hafi óvart eitt einhverju. En varðandi netfangið mitt þá blasir það við á vísi þegar ég skrifa þar og er því ekkert leyndarmál. Það er bara flower79@visir.is.
Ég fékk nú reyndar um daginn spamm þar sem mér var sagt að ég hefði náðst nakin í sturtu Shower flower rímar alveg, þvílíkir snillingar Afsakaðu að ég fer svona út fyrir efnið
Flower, 21.5.2008 kl. 23:46
Sæl, ég rakst á bloggið þitt í gegn um hana Önnu Karen, þetta er hræðilegt ástand þarna og ég segi fyrir mig, ekki hafði ég hugmynd um að svona væri komið fyrir kristnum þarna og víðar. Einmitt heyrir maður ekki af slíku í umræðunni af neinu tagi, umræðan undanfarið snýst eingöngu um Íslam. Öll trúarbragðastríð eru hreinn hryllingur og manni hrís hugur við því hvað verður á endanum, eitt allsherjar hryllingsstríð. Ég er orðin smeyk, það segi ég.
Takk fyrir að vekja athygli á þessu.
alva (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:49
Kæra Flower, ok sendi þér póstinn, um hæl. Já ég er með gmail og hotmail og báðir eru frábærir með að sortera út spammið. Takk fyrir áhugann á þessum málefni flower mín, ekkert mál að fara út fyrir efnið í þessu tilfelli enda var það ég sé spurði um netfangið þitt o.s.f.v.
knús
Linda, 22.5.2008 kl. 06:55
Kæra Alva, Þakka þér kærlega fyrir að líta inn til mín, ég hef alltaf gaman af því að fá nýja lesendur eða innlit.
Þú ert ekki ein um að vita ekki um þessi ofbeldi gegn Kristnum, enda fer bara lítið fyrir þessu efni í fréttum almennt, ástæðan ku vera sú, að mínu mati að við höldum að Kristni sé svo sterk að hún sé óhult og að fólk geti almennt valið eða hafnað henni að vild, eins og hér í okkar frjálsa hluta heimsins. En í 50 löndum, hugsaðu þér 50 löndum eru kristnir fangelsaðir, pyntaðir, heimili þeirra brennd, myrtir og konum nauðgað sem og neyddar í burku sakir trúar ef þær búa í ríkjum Íslams þar sem wahaabismin hefur náð tökum.
Hindúa ofbeldi gegn Kristnum virðist vera sækja í sig veðrið, sem er furðulegt, því þeir hafa sjálfir þurft að lúta í sama pokann í Pakistan þar sem þeir sæta skelfilegu ofbeldi frá Íslam, og hafa gert frá því Pakistan varð til ef svo má að orði komast.
Málið með Kristna, þeir taka þessu og fyrirgefa, eins og Jesú kveður á um, en, við hin sem búum í hinum frjálsa heimi getum talað fyrir þeirra hönd, beðið fyrir þeim og styrkt samtök sem ganga út á að gæta hagsmuna þeirra og koma til þeirra hjálp ef mögulega er hægt.
Ég vona svo sannarlega að það verði ekki trúarbragða stríð, slíkt er með öllu óásættanlegt, við verðum að læra að vera örugg í því sem við trúum, hverju sem við trúum. Það er í lagi að vera ósammála, en, aldrei, aldrei nota slíkt sem réttlæti til kúgunnar, haturs og ofbeldis, ef trú þín boðar slíkt (með þín þá á ég við almennt) þá er best að skoða það frekar og sjá hvort slíkt sé ásættanlegt.
Ég veit að þetta er allt skuggalegt, en, meðan við stöndum vörð um lýðræði, trúfrelsi þá eigum við mikla von, en um leið og við förum að fórna gyldum okkar að altari sérþarfa hópa, þá erum við leið komin á þann stað sem byrjar að grassera óánægja og reiði, slíkt getur alið af sér það sem þú t.d. óttast. Svo við stöndum vörð og biðjum fyrir réttlæti og öllum þeim sem sæta ofbeldi sakir trúar á Jesú Krist, því sá hópur er hlutfallslega stærsti hópurinn, vissulega sakir fjölda þeirra sem trúa á Drottinn, en, það er engin réttlæting á ofbeldi og vanmiskunn í garð þeirra.
Afsk., hvað þetta var langt, ég mun halda áfram að skrifa um þessi mál, og hvet fólk til að kíkja hér til vinstri, þar undir flokkun er flokkur sem heitir ofsótta kirkjan og þar er hægt að finna meiri efni um málið.
Með kveðju og vinsemd.
Linda, 22.5.2008 kl. 07:15
Mig langaði bara að kvitta fyrir innlit. Guð blessi þig.
kv Sirry
Sigríður Jónsdóttir, 22.5.2008 kl. 12:40
Takk fyri rþað Sirry. Ég bið að Guð blessi þig og varðveiti.
knús
Linda, 22.5.2008 kl. 13:12
Það er flott hjá þér Linda að tala um þetta. Það er aldrei of mikið af málsvörum fyrir fólk sem þarf að deyja fyrir trú sína hver sem hún nú er.
Flower, 22.5.2008 kl. 15:38
Takk Flower mín, ég vona sem flestir fari að tala um þetta, því fleiri því betri.
knús og Gleðilegt Eruotrash forkosningarkvöld
Linda, 22.5.2008 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.