Kristnir Írakar þarfnast hjálpar sakir ofsókna

Bréfið sem þið sjáið hér fyrir neðan var sent af minni hálfu á nokkra ráðherra og þingmenn, einn þingmaður sá sér fært um að svara þessu og ég þakka honum fyrir kurteisina.  Ég legg hér með fram þá kröfu að okkar utanríkisráðherra sem og aðrir ráðherrar og þingmenn skoði alvarlega að koma þessum einstaklingum til hjálpar í sumar og 2010. 

Ég hef skrifað um aðstæður Kristna manna í hinum mismunandi löndum, en Kristnir Írakar hafa fengið mikið af athygli mínum í eldri skrifum, ég mun hlekkja á þá þræði í lok færslunnar. Lesið neðangreint bréf fyrir mig um þetta fólk, og spyrjið ykkur svo, væri ekki fyllilega réttlætanlegt að taka 15 Kristna Íraka á móti 15 Palestínu Aröbum?  

Eftirfarandi er bréf er af netmiðlinum "The Herald"

Á meðan endalaus illska og óhugnaður herjar á saklausa borgara í Írak, þá eru Kristnir Írakar í skelfilegri aðstöðu.

Kristnir eru minnihluta hópur í Írak og hafa setið undir auknum ofsóknum og ofbeldi frá Íslamistum í heimalandi sínu. Allt frá árinu 1990 en með meiri hörku síðan 2003.

Þetta samfélag sem áður taldi 1.5 milljóna manna í kringum 1990, hefur hrapað niður í 400.000. Aðallega vegna ofbeldis og þjóðernishreinsunar af hálfu Íslamsista innan hópa Súnníta og Shía sem sækjast eftir því að Írak verið með öllu Íslams vætt. Þeir sem stunda ekki Íslam og þeir sem eru ekki Arabar, sem og Kristnir eru fyrirlitnir af fyrrgreindum hópi og eru grunaðir um að vera sérstaklega hliðhollir vestrænum herjum.

Það er af þessari ástæðu sem svona margir Kristnir eru á meðal þeirra Íraka sem sækjast eftir flóttamanna aðstoð í nálægum ríkjum, eins og Jórdan og Sýrland. Tala þeir hefur aukist með ógnvænlegum hraða á síðustu mánuðum. Matarverð og leiga hefur aukist stórlega og Kristnir Írakar geta ekki unnið, sakir þess að þeir fá ekki og mega ekki vinna.

Kristnir Írakar hafa sumir hverjir unnið sem túlkar hjá vestrænum bandamönnum sem hafa þrátt fyrir það gjörsamlega vanrækt öryggi þessara starfsmanna frá Íslömskum skæruliðum, sem ganga erindum hefndarinnar. Mörg vestræn samfélög draga fæturna við að opna landamæri sín Íröskum flóttamönnum.

Þessi tregða vestrænna ríkja er mikið áhyggjuefni, þar sem þeir neita að horfast í augu við þarfir hinn ofsóttu Kristnu minnihluta hópa frá Írak.

Vestræn ríki ættu að sjá þjáningu þessa hóps, ættu að sjá sér fært um að veita þeim hjálpar og úræði sem flóttamenn og ofsóttum Kristnum minnihlutahóp frá Írak.

Höf: Charles Knox, Arbroath.

Frétt þýdd og endursögð af bloggara með góðfúslegu leyfi  Charles Knox, höfundar bréfsins.

 Kall til Bænar

Á föstudagskvöldið 23 maí, 2008 frá 23:45 til 00:15.

Bænarefnið er hin ofsótta kirkja, í 50 löndum víðsvegar um heim, þó sérstaklega bið ég ykkur um að láta þetta ganga með hraði um netið, með sérstaka áherslu á þá Kristnu Íraka í flóttamannabúðum; Jórdans og Sýrlands.  Ég vil þakka ykkur fyrirfram fyrir þátttökuna. Hugmyndina átti Guðni Már Henningsson og ég þakka honum innilega fyrir tillöguna. 

Ég bið að Guð blessi ykkur og varðveiti, að hann gefur ykkur hjarta fyrir þessu mikilvæga málefni að þið ákallið fyrir hönd okkar Kristnu fjölskyldu hjálp og lausnar inn í þeirra aðstæður.

Hlekkirnir á eldir fréttir um hin þöglu hróp Kristna Íraka.

Smella hér, þráður 1

Smella hér þráður 2

smella hér þráður 3

Hér er flokkurinn á síðunni minn Ofsótta Kirkjan  sem fæst við ofsóknir gegn Kristnum út um allan heim, nýjasta efnið sem þar að finna og fjallar um Indland.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Elsku Linda mín.

Frábært framtak að vekja athygli á ofsóknum sem trúsystkinin okkar verða fyrir. Það er hræðilegt að vita um trúsystkini okkar sem þurfa að þjáðst vegna ofsóknar aðeins vegna þess að þau trúa á Jesú Krist og hann upprisinn.

Ef fólk hér á Íslandi aðeins vissi um allar þær pyntingar sem þau þurfa að ganga í gegnum þá yrðu þau hissa. Þessar pyntingar eru margar hverjar eins og fangar verða fyrir og eru þær svo viðbjóðslegar að ég get ekki hugsað mér að lýsa þeim.

Endilega lesið bókina "Himnamaðurinn" sem Fíladelfía forlag gaf út. Linda hefur oft bent fólki á að lesa þessa bók.

Guð blessi þig, varðveiti og gefi þér styrk.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.5.2008 kl. 08:15

2 Smámynd: Linda

Takk Rósa mín, ég met það mikils að þú gangir þennan veg með mér.

knús

Linda, 23.5.2008 kl. 08:30

3 Smámynd: Mofi

Frábært framtak Linda

Mofi, 23.5.2008 kl. 09:29

4 identicon

Sæl Linda mín.

Frábært hjá þér að vekja athyggli á þessu,og láta á það reyna hvort þetta snýst        UM JÓN og SÉRA JÓN!             Nú skulum við fylgjast með viðbrögðunum 

Hörmungar okkar trúbæðra eru miklar og ekki, síðri en annarra.

Hafðu það sem best og Góður Guð geymi þig.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 09:32

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Alveg er þetta frábært framtak Linda, og ekki vanþörf á að einhver fjalli um þetta mál. Ég vona svo sannarlega að þess grein breiðist sem hraðast út og fólk vakni !

Btw. frábær mynd Linda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.5.2008 kl. 09:38

6 Smámynd: Linda

Kæri Haukur, þakka þér fyrir, allt er þetta Guði til dýrðar og vonandi hluta af þessu fólki til hjálpar, Guð gefi að svo verði.

knús

Linda, 23.5.2008 kl. 09:41

7 Smámynd: Linda

Sæll Mófs, Nákvæmlega, ég vona að þú takir þátt í bænarkallinu i kvöld.

Kæri Þórarinn, já margt mun koma í ljós, Guð gefi að þetta fá lestur og áheyrn.

knús

Linda, 23.5.2008 kl. 09:44

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Múslimar virðast ofsækja alla sem ekki aðhyllast þeirra eigin trú. Svo eiga þeir í deilum innbyrðis. Ég veit ekki hvað ég á að segja um greinina. Veit bara að í Asíu, sérstaklega Vítnam, Laos og sér í lagi Thailandi, eru griðastaðir fyrir Kristna sem fá leyfi og HJ'ALP til að byggja bænahús og kirkjur. Búddistar bera mikla virðingu fyrir Kristni og börnum í Búddistaskólum er kennt það frá því að þau byrja að fá einhvern skilning. Búddamúnkar og Prestar eru vinir í Thailandi og trúbræður. Mér finnts það alla vega flott. Knús á þig Linda! Þú ert eina manneskjan á blogginu sem ég þori að knúsa. Ef Rósa kemur til Reykjavíkur og heimsækir mig, ætla ég að knúsa hana í alvörunni! Takk fyrir allt. Kv.

Óskar Arnórsson, 23.5.2008 kl. 12:48

9 Smámynd: halkatla

þú ert að gera rosalega hluti Linda

ég er stolt af því að þekkja þig 

halkatla, 23.5.2008 kl. 12:55

10 Smámynd: Jóhann Helgason

Linda æðisleg myndin af þér   þú ert að gera rosalega góða hluti Linda ég er virkilega stoltur af þér æðisleg góð greinin hjá þér

Guð Blessi þig

Jói

Jóhann Helgason, 23.5.2008 kl. 15:24

11 identicon

Ég verð meðMyndin fín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:07

12 Smámynd: Linda

Kæri Óskar, mikið þakka ég þér fyrir að benda á þessi lönd, það er svo mikilvægt að gæta réttlætis í allri umræðu, ég veit samt að Malasýa eða hluti af Malasýu hefur fallið undir Sharía og wahaabisma.  Við biðjum fyrir öllum Kristnum innan ofsóttu kirkjunnar, ég hef ekki heyrt nema góða hluti him Búddista það er vissulega jákvætt.  Þú mátt sko alveg senda mér knús, ég er svo Amerísk að það er í eðli mínu að knúsa fólk

Linda, 23.5.2008 kl. 17:51

13 Smámynd: Linda

Elsku Anna mín - ég vona það, þakka þér fyrir hvatningar orðin.

Elsku Jói minn - takk vinur og sömuleiðis

Kæra Birna mín - Takk fyrir hrósið ert óttalega myndafælin.

Ég er hinsvegar ófeimin við að senda knús í allar áttir, og sendi hér með eitt risa KNÚS á ykkur öll

Linda, 23.5.2008 kl. 17:54

14 Smámynd: Flower

Linda ég sendi þér póst á netfangið sem þú birtir þarna.

Flower, 23.5.2008 kl. 18:22

15 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Linda frábært framtak,þú átt heiður skilið fyrir verk þín.

Kærara kveðjur héðan úr roskinu.Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.5.2008 kl. 18:25

16 Smámynd: Linda

Hæ Flower, já takk sá það og er búin að svara, æðislegt að kynnast þér þar.

Kæri Úlfar í "roskinu" hahaha, þakka þér fyrir, en ég á engan heiður skilið, það eina sem ég vildi sjá er að þetta verður að veruleika, að við getum veitt þeim hjálparhönd.

Knús til ykkar beggja.

Linda, 23.5.2008 kl. 18:38

17 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sorry Linda var að flýta mér rokinu átti þetta að vera og vissulega kærar ekki kærara.

Svo bregðast krosstré sem og önnur eða þannig hehehe.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.5.2008 kl. 20:50

18 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Frábært framtak af þinni hálfu. Enda ert þú ávalt með hjarað á réttum stað.

Segðu mér, hvaða þingmaður var það sem svaraði þér?

P.s. Sæt myndin af þér. Er þetta smá Monu Lísu-glott sem ég sé á þér...? hí hí.

Bryndís Böðvarsdóttir, 23.5.2008 kl. 22:00

19 Smámynd: Linda

Sæll Ulli minn, mér fanst þetta með roskinu bara snilld, ég hugsaði vitanlega rokra.. heheh þú varst mjög clever að mínu mati.  Tók ekkert  eftir hinum

Sæl Bryndís mín, takk fyrir það, ég vona að sem flestir taki þátt í bænarkallinu það er það eina sem skiptir máli, að biðja fyrir þessu hrjáða fólki.

Móna Lísu bros ég man ekki hvað ég var að hugsa en það var örugglega eitthvað duló og djúpt og þar með brosið, tíhí.

Þingmanninn nefni ég ekki hér inni, en, ég get sagt þér það á morgun þegar við hittumst.  BTW er að baka sælkerabrauðið fyrir annað kvöld, deigið er meira að segja gott, en, ég er stillt og prúð og ætla ekki að smakka fyrr en með ykkur annað kvöld.

knús

Linda, 23.5.2008 kl. 22:13

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir þetta Linda, frábært framtak. Ætla að reyna að finna tíma til að leggjast yfir þessa tengla og aðra sem þú vísar til á síðunni þinni.

Ég hef einmitt lesið Himnamanninn (á ensku áður en hún var þýdd, The heavenly man.) Hún var mjög áhugaverð frásögn þess manns.

Við þurfum að biðja fyrir kristnum sem eru ofsóttir úti í heimi. Ég held við gleymum voðalega oft hvað við höfum það gott hér og mikinn skilning (ennþá) gagnvart því að rækja okkar trú. 

Theódór Norðkvist, 23.5.2008 kl. 22:22

21 Smámynd: Linda

Sæll Teddi minn, ég las Himnamanninn og hún skildi eftir sig spor bæði jákvæð og neikvæð.  Ég vona sem flestir  lesi þessa bók fæst í jótunni Hátúni 2 ef einhver skildi hafa áhuga.  Þakka þér fyrir að taká þátt í þessu með mér.

knús

Linda, 23.5.2008 kl. 23:19

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekkert að þakka, Linda. Á þetta að vera þögul bænastund, eða er ætlunin að skiptast á bænum á blogginu, eða í tölvupóstum?

Theódór Norðkvist, 23.5.2008 kl. 23:43

23 Smámynd: Linda

Kæri Teddi, ég er búin að svara þér á meili, var búin að slökkva á tölvunni þegar ég fékk s-boðin frá þér.

Kæru vinir, það er mín og von og bæn að sem flestir hafi tekið þátt í þessari þögul  bænastund heimavið eða hvar sem þið voruð, ég er viss um að það hafi verið mikil blessun yfir þessu, og það væri ekki svo galið að stunda bænastundir með þessu formi reglulega fyrir hin ýmsu málefni sem skekur hjarta bloggara einu sinni til 2x í  mánuði, eða hvað finnst ykkur.  Því fleiri sem biðja....

Ég bið að Guð blessi ykkur öll sem hér lesa og hér skrifa, að náð og friður sé í hverfim andardrætti og hugsun í dag og alla daga. Í Jesú nafni, Amen.

knús

Linda, 24.5.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband