Sunnudags íhugun

Jesú, Elía og Móse Kæru vinir, þegar ég vaknaði í morgun var mikil værð yfir mér, hugsaði um hitt og þetta og ekkert sem gæti talist háalvarlegt.  Mér var litið á bókahilluna við rúmið og þar sá ég bókina "Úr heimi bænarinnar" eftir höfundinn Ole Hallesby,útgefandi "Salt" . Mig langar að deila með ykkur nokkrum atriðum úr þessari bók fyrir ykkur sem vilja, til að íhuga fyrir daginn í dag, ég bið að Guð blessi hvert ykkar og varðveiti og gefi ykkur blessaðan dag.

Eðli Bænarinnar

"Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans (þeirra) og neyta kvöldverðar með honum (þeim) og hann (þau)með mér.

   Ég Held varla að ég þekki nokkur orð í allri ritningunni sem varpa skærara ljósi á bænina en þessi. Mér virðast þau vera lykillinn sem opnar dyrnar inn í heilagan og sæluríkan heim bænarinnar.

   Bæn er að ljúka upp fyrir Jesú.

   Hér fáúm við fyrst og fremst að heyra að það er ekki bæn okkar sem knýr Jesú heldur er það Jesús sem knýr okkur til þess að biðja; Hann ber að dyrum.  Með því lætur hann í ljós að hann vill komast inn til okkar.  Bæn okkar er ávallt afleiðing af því að Jesús knýr á dyr okkar.

   Og nú bregður nýju ljósi yfir  spámannsorðið forna: "Áður en þeir kalla mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra."Jes. 65.24.

   Bænin hefur frá fornu fari verið kölluð andardráttur sálarinnar.   Andrúmsloftið, sem líkami okkar þarfnast, umlykur okkur á allar hliðar.  Og það leitar sjálft inn í okkur og þrýstir á, enda er  erfiðara að halda niðri í sér andanum en að anda.  Við þurfum aðeins að opna öndunarfærin, þá leitar loftið inn í lungu okkar og vinnur lífgandi verk sitt fyrir allan líkama okkar.

  Og nú er bænin andardráttur sálarinnar sem hleypir Kristi inn í visna og þurra sál okkar.

  Hann segir: "Ef einhver lýkur upp dyrunum , þá mun ég fara inn" Taktu  nákvæmlega eftir hverju þessara orða: það er ekki bæn okkar sem dregur Jesú inn í sál okkar. Það er ekki heldur bæn okkar sem knýr Jesú til þess að koma  inn til okkar.

   Hann þarf aðeins aðgang. Þá gengur hann sjálfur inn því að hann vill komast inn. Og hann fer inn allstaðar þar sem honum er ekki meinaður aðgangur.

   Eins og andrúmsloftið fer hljóðlega inn, þegar við öndum og vinnur reglubundið verk sitt í lungum okkar, þannig fer Jesús hljóðlega inn í hjarta okkar og vinnur hið góða verk sitt þar inni.

****************  Kallar hann þig til kvöldverðar****************

Mín íhugun: Það er svo margt meira sem ég vildi deila með ykkur úr þessari bók sem ég er að lesa, en e.t.v. er bara best að koma með smá úrdrátt og láta það duga, því þessi úrdráttur sem er hér fyrir ofan segir það sem segja þarf.  Þó mun ég í framhaldi af þessu, koma með frekari úrdrátt um bænina og okkar mátt og vanmátt þegar það kemur að henni, stundum erum við einfaldlega að flækja það sem er hreint og beint, Jesú knýr og við opnum, eitthvað til að hugsa um þessa helgi.

Andaðu  Yod, hei wah hei jafnvel nafn Guðs er eins og andardráttur bænarinnar, Anda inn, anda út, anda in, anda út.......

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er prýðisgóð bók um bænina. Hún var endurútgefin fyrir nokkrum árum af bókaútgáfunni Salti, eins og þú segir.

Ég fékk það hlutverk að prófarkalesa hana og laga málfar og stafsetningu til nútímans. Bókin var nefnilega síðast gefin út á fyrri hluta síðustu aldar, en málfar og stafsetning hefur töluvert breyst á áttatíu árum.

Bókin stendur samt fyrir sínu og er sígild á sinn hátt. Trúin á Jesú Krist og líferni í guðhræðslu fellur aldrei úr tísku, eða ætti a.m.k. aldrei að gera það. 

Theódór Norðkvist, 18.5.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Linda

Sæll Teddi - vá nú segir þú mér fréttir, en gaman að vita að þú komst að uppfærslu hennar.  Ég er á fyrsta kaflanum og ég verð bara að segja eins og er að þarna er bara talað beint til okkar í dag, og eins og þú segir þá er "trúin á Jesú Krist og líferni í guðhræðslu fellur aldrei úr tísku og ætti a.m.k aldrei að gera það"  Nákvæmlega Teddi, þess vegna er svo mikil vægt að við vinnum hörðum höndum á akrinum fyrir Guð almáttugan.

knús og kv.

Linda, 18.5.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín. Dásamlegt að við eigum árnaðarmann hjá föðurnum sem ber umhyggju fyrir okkur.

Magnað vers: "Áður en þeir kalla mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra."Jes. 65.24.

Drottinn blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 20:34

4 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín, já mér þótti þetta líka svo yndislegt vers, ég ætla að muna þetta, því það er svo lýsandi fyrir Heilagan anda, því hann kunngjörir Guði það sem er í hjarta okkar betur en okkar eigin orð gera. 

Knús

Linda, 18.5.2008 kl. 20:37

5 Smámynd: Linda

Sæl Gréta mín og takk sömuleiðis

Linda, 18.5.2008 kl. 21:41

6 Smámynd: Jóhann Helgason

Æðisleg bæn , og bænin virkar líka

Guð blessi þig

Jóhann Helgason, 18.5.2008 kl. 21:49

7 Smámynd: Linda

Takk Jói minn, mér þykir leiðinlegt að ég komst ekki í kirkju í kvöld, varð aftur veik,   Það gleður mig að þér hafi þótt þessi hugleiðing góð, ég er að lesa bókina og verð að segja að mér þykir mikið til hennar koma.

knús

Linda, 18.5.2008 kl. 21:52

8 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Linda!

Bókin úr heimi bænarinnar er ein þeirra bóka sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá mér, og vel þess virði að vera lesin.Hún fæst örugglega í KFUM húsinu við Holtaveg.Kvet fólk vtil að lesa hana,það verður enginn svikinn!

Guð blessi þig bak og fyrir,mín kæra. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 19.5.2008 kl. 12:13

9 Smámynd: Linda

Sæl Halldóra, takk æðislega fyrir innlitið, og ég er þér svo innilega sammála, ég er ekki komin langt, en ég varð uppörvuð í andanum við að lesa hana.  Hafðu það sem allra best Halldóra, ég kemst vonandi í kirkju fyrr en seinna.

 Hafðu það sem allra best og Guð blessi þig bak og fyrir líka.

knús

ps. Svo getur fólk líka hringt beint í Salt útgáfufélagið og keypt hana þar.

Linda, 19.5.2008 kl. 12:25

10 Smámynd: Linda

Skelli hér inn addressunni og símanúmerinu hjá Salt ehf.

 
Salt ehf útgáfufélag
Grensásvegi 7
108 Reykjavík

Linda, 19.5.2008 kl. 12:28

11 Smámynd: Jóhann Helgason

Já það var fínu lagi Linda mín ég var líka veikur , var drepast í bakinu en við förum bara næsta sunnudag

Jóhann Helgason, 19.5.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband