Gleðilega Hvítasunnu - ritningin og lofgjörðartónlist

Hér fyrir neðan ætla ég að setja in ritninguna sem útskýir hvað skeði á þessum deigi fyrir rúmum 2000 árum síðan, þegar kirkja Jesú samfélag hinna trúuðu var stofnað.  Endilega lesið, því Jesú sagði við lærisveina sína "

Jóhannesarguðspjall 14:16
16Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara sem verður hjá yður að eilífu,"

Postulasagan 2

 1Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir.

    2Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru.

    3Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra.

    4Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.

    5Í Jerúsalem dvöldust Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum.

    6Er þetta hljóð heyrðist, dreif að fjölda manns. Þeim brá mjög við, því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu.

    7Þeir voru frá sér af undrun og sögðu: "Eru þetta ekki allt Galíleumenn, sem hér eru að tala?

    8Hvernig má það vera, að vér, hver og einn, heyrum þá tala vort eigið móðurmál?

    9Vér erum Partar, Medar og Elamítar, vér erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu,

    10frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene, og vér, sem hingað erum fluttir frá Róm.

    11Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Vér heyrum þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs."

    12Þeir voru allir furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: "Hvað getur þetta verið?"

Lesa meira hér.   það að tala tungum er hluti af því að upplifa heilagan anda, ekki allir sækjast í þá náð, en margir gera það.  Ég vil benda á bókina "Þau tala tungum" þar er að finna frábara frásögu/r af upplifun rithöfundar og annarra af þessu kraftaverki sem fólk upplifir enn þann dag í dag. 

Svona í lokin þá set ég inn 2 dásamleg myndbönd í tilefni dagsins, njótið söngsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Þakka þér fyrir Linda, myndböndin skoða ég seinna.  Gleðilega Hvítasunnu núna.

Ragnar Kristján Gestsson, 12.5.2008 kl. 10:13

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Kæra Linda mín. Gleðilega hátíð.

Við erum lánsamar að tilheyra Heilagri Þrenningu.

Guð er kúl

Jesús er kúl

Heilagur Andi er kúl

Jesús var skírður niðurdýfingarskírn:

"Er allur lýðurinn lét skírast, var Jesús einnig skírður. Þá bar svo við, er hann gjörði bæn sína, að himinninn opnaðist, og heilagur andi steig niður yfir hann í líkamlegri mynd, eins og dúfa, og rödd kom af himni: ,,Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun." Lúk. 3: 21.-22.

Fólk heldur að við sjáum Dúfu þegar við tökum skírn og að við þurfum að hrópa á meðan við erum niðri í vatninu að við séum búin að sjá Dúfu. fyrr fáum við ekki að koma uppúr vatninu.  Þetta er algjör misskilningur. Í Hvítasunnukirkjunni -Fíladelfíu sjá skírnþegar aftur á móti Svan. það er Svanur Magnússon sem hefur gegnt sama embætti fyrir Guð og Jóhannes Sakaríason gerði á dögum Jesú Krists.

þegar Tóti föðurbróðir minn tók niðurdýfingarskírn þá kom sú saga á kreik að hann hefði séð Kola í stað Dúfu en hann var skírður í Lóninu sem er fyrir norðan tangann sem þorpið okkar stendur á. ég gæti alveg trúað að Tóti hafi sjálfur komið þessari bullsögu á kreik því hann var virkilega skemmtilegur.  Hann og afi þinn voru miklir vinir og nú njóta þeir lífsins saman í himnesku Jerúsalem.

Guð blessi þig Linda mín og gefi þér vonarríka framtíð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Need a hug

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.5.2008 kl. 01:39

4 identicon

Sæl Linda mín.

Þakka þér fyrir birtinguna og tónlistina(ég á eftir að hlusta en ég er öruggur um að hún er líka góð).

Góður Guð veri með þér og þínum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 02:24

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gleðilega hátið Linda mín, við komum í gær og ég afar sólobrenndur eftir sæluna fyrir norðan!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 09:23

6 Smámynd: Linda

Sæl öll sömul, ég hef ekki verið við og er rétt í þessu að kíkja á bloggið mitt.  Ég verð eitthvað frá áfram, en ég vildi bara segja þúsund þakkir og knús fyrir allar kveðjurnar.

Linda, 13.5.2008 kl. 15:03

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð.

Sendi þér sætan hund til að passa fyrir mig. Hann er algjört krútt og hann ætlar að færa þér fáein blóm. Sjáðu bara hvað hann er mikið krútt núna þegar hann er að horfa á þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband