Er að skrá mig úr Þjóðkirkjunni.

WhistlingEftir laaaaaangt umhugsunar tímabil hef ég ákveðið að yfirgefa þá stofnun og sækja í Íslensku Kristkirkjuna, sem ég hef mikið dálæti á, fyrir að vera með góðan forstöðumann, sem hefur mikla þekkingu og sem er sterkur í orðinu, það hefur ekki farið fram hjá neinum að ég hef sótt þessa kirkju heim sem og Fíló, en stefna Íslensku Kristkirkjunnar talar meira til mín.  Ég mun því kveðja þjóðkirkjuna frá og með deginum í dag og ég vona að Friðrik og frú verði ánægð með að fá einn sauð til viðbótar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Jón Valgarðsson

Þau taka þér með pomp og prakt! Flott hjá þér!

Kv Steini

Steingrímur Jón Valgarðsson, 8.5.2008 kl. 20:45

2 identicon

Gott þú fannst það sem hentar þér.

Jakob (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:48

3 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég sá þig alldrei í Aðvent kirkjunni....Það er alltaf plás þar.

Má ekki bjóða þér að hugsa þig um...og skoða kenningar. nei ég seigi bara svona

Til hamingju, þetta er ganga ekki endastöð

eii

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 8.5.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Linda

Takk allir.  Ég er rosalega ánægð með þessa ákvörðun. 

knús

Linda, 8.5.2008 kl. 22:09

5 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Takk Linda Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 8.5.2008 kl. 22:19

6 Smámynd: Linda

Ekki málið Gulli.

knús

Linda, 8.5.2008 kl. 22:44

7 identicon

Er Biblían sem gamalt skran, og býsna vont að lesa ? Þá skaltu finna Friðrik Schram, og fá hjá honum pésa .

conwoy (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Linda reit;"....og með deginum í dag og ég vona að Friðrik og frú verði ánægð með að fá einn sauð til viðbótar."

Soldið dæmigert Linda fyrir sauð úr sundraðri hjörð Krists. Aðalmálið er að þóknast fólkinu (Friðrik og frú) og ekki minnst á að þóknast Guði. Aðalmálið að predikarinn sé "sterkur í orðinu" eins og reyndar farísearnir voru til forna, þótt orðin séu hans og ekki Guðs. (Hann réttlætir það örugglega í einni svipan með að segjast lesa bara heilagt orð. Það getur þú reyndar gert sjálf) Til hamingju með ákvörðunina.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.5.2008 kl. 23:02

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju, Linda! Ég mæli með þeim Friðriki, Vilborgu og þeirra söfnuði, og nú safnast að þeim fleira gott fólk að verðleikum.

Jón Valur Jensson, 8.5.2008 kl. 23:10

10 Smámynd: Linda

Conni - skil ekki alveg

Svanur - Guð varðveiti þig og blessi.

Sæll Jón Valur - þakka þér þín orð, ég er sammála, þau eru frábær

Linda, 9.5.2008 kl. 01:36

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já Linda mín,auðvitað er þetta alfarið þitt mál.Ég hef sjálfur mikið hugsað um að koma mér úr þjóðkirkjunni,en ég er ekki sjálfur búinn að finna út hvert ég fer í staðin.

Ætli ég verði ekki bara sóló eitthvað,það virðist bara henta mér best að hafa engann millilið milli mín og Jesú.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 9.5.2008 kl. 07:13

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég segi það en og aftur ... til hamingju!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.5.2008 kl. 08:35

13 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Til hamingju Linda, nú ert þú komin inn í sauðabyrgið þar sem hirðirinn gætir þín fyrir óvininum, en hann kemur aðeins til að stela, slátra og eyða. Það er ekki gott að vera fyrir utan sauðabyrgið því hver á þá að gæta manns?

Ps. Ég er bjöllusauður! Ef ég villist af leið þá nær hirðirinn í mig, vert þú þannig sauður líka, hlýðinn og meðtaktu aga. Be blessed not stressed.

Aðalbjörn Leifsson, 9.5.2008 kl. 08:46

14 Smámynd: halkatla

góða skemmtun segi ég bara mér lýst rosalega vel á þetta hjá þér.

halkatla, 9.5.2008 kl. 10:19

15 identicon

Auðvitað tek ég heilshugar undir með þér í að segja þig úr ríkiskirkjunni, næstum allt er betra en ríkiskirkja/stofnun.
Til hamingju með þetta!!

DoctorE (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 10:33

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Oft hefur verið sagt um hinn fullkomna eiginmann að hann reyki ekki, drekki ekki, daðri ekki og finnist ekki.

Svipað má segja um kristna söfnuði. Það er enginn einn alréttur söfnuður. Ég er persónulega ekki hrifinn af söfnuðum með miklar karísmatískar áherslur. Ég hef þó farið 2-3svar á samkomur hjá Kristskirkjunni og fundist vera afskaplega ljúft fólk þar.

Gangi þér vel, Linda. Aðalatriðið að vera þar sem Guð setur mann og með þeim sem taka trú sína alvarlega.

Theódór Norðkvist, 9.5.2008 kl. 10:41

17 Smámynd: Sævar Einarsson

Hæhæ systa, innlitskvitt og hvenær fæ ég kökuna ! og þetta líst mér vel á, gangi þér vel að finna þig þarna, verðum í bandi.

Sævar Einarsson, 9.5.2008 kl. 11:46

18 Smámynd: Mofi

Til hamingju Linda :)     þú ættir nú samt að kíkja í heimsókn til mín; ég verð meira að segja með lexíu á morgun klukkan tíu í kirkjunni á Ingólfsstræti. Endilega kíktu í heimsókn.

Mofi, 9.5.2008 kl. 12:24

19 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Í hvert sinn sem manneskja leiðréttir trúfélagaskráningu sína samkvæmt eigin sannfæringu, gleðjast vantrúarsinnar.

Til hamingju með þetta. 

Ari Björn Sigurðsson, 9.5.2008 kl. 13:17

20 Smámynd: Linda

Ég ætla að byrja á því að fara í öfuga átt að þakka fyrir stuðninginn.

Sæll Ari Björn  já þjóðkirkjan hefur ekki þjónað til mín í mörg ár.

Sæll Mófi - heyrðu  ég á eftir að kíkja til þín á fund, ekki spurning, verður afar fróðlegt

Sævar bróðir - kakan er svo dýrmædd að það tekur laaaaaaaangan tíma að undirbúa hana, en ég held að þetta sé að koma. Takk fyrir stuðninginn

Sæll Teddi - já þessi söfnuður er yndislegur þakka þér fyrir stuðninginn

Diddi minn - þakka þér fyrir það veit að þú styður þessa tilfærslu heilshugar.

Anna mín- takk æðislega, þú kíkir sem og allir hér sem ekki hafa komið  við, að kíkja næst þegar þið eigið ferð hjá

Alli minn - þakka þér kærlega fyrir stuðninginn

Haukur minn - mikið er gott að vera búin að taka ákvörðun, dæs, ég er búin að vera allt of lengi að þessu.

Andrés - Takk kærlega fyrir.

Úlfar minn - þú ert yndislegur og ég veit að þú munt kíkja á okkur við tækifæri, þú ert að gera góða hluti þar sem þú ert í dag og það sem þú gerir er dýrmæddar en gull.

Knús til allra sem hér skirfa og ég bið inn í ykkar líf Guðs blessun

Linda, 9.5.2008 kl. 13:35

21 Smámynd: Linda

Andrés - verðum við semsagt sóknarsystkini líka, kewls.

kv.

Linda, 9.5.2008 kl. 13:41

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er mín reynsla að fólk segi sig þjóðkirkjunni vegna þess að þeim finnst hún ekki nógu lifandi, vera fjarlæg meðlimum og prestar hugsi fyrst og fremst um eigin hag, en skeyti lítið sem ekkert um skjólstæðinga sína.

Frjálsu söfnuðirnir eru oft á tíðum miklu virkari og afkastameiri, vegna þess að þar er yfirleitt lögð áhersla á að hver og einn sé virkur og bíði ekki eftir því að presturinn eða leiðtoginn geri allt fyrir sig.

Theódór Norðkvist, 9.5.2008 kl. 13:45

23 Smámynd: Flower

Það er alltaf gott þegar fólk finnur söfnuð sem það getur hugsað sér að vera í. Ég persónulega er ánægð í hvítasunnukirkjunni og ætla ekkert að vera að færa mig, enda er ég ekki hrifin af of miklu safnaðarflakki. Ég segi það ekki að ég sé sammála mínum söfnuði í einu og öllu, eins og hann Theódór sagði er hin fullkomna kirkja ekki til.

Flower, 9.5.2008 kl. 13:50

24 Smámynd: Linda

Sæll Teddi - ég held einmitt að það sé aðal ástæðan, og hversu föst hún er í einhverju fornaldra messuformi.  En, maður vonar að hún fari að snúa sér að þóknast Guði ekki mönnum.  Ég óska henni alls hins best og bið þess líka.

Sæl Flower - það er gott að þér líði vel hjá Hvító, og þar áttu að vera.  Ég hugsa að fæstir flakki, en þó svo að ég sé skráð í ÍKK þá þýðir það ekki að ég muni ekki heimsækja aðra söfnuði, eins og t.d. Kefas, þau eru frábær þar.  Það er bara svo mikið um að vera í Kirkju Krists sem er fjölbreytileg en ein heild, systkini í trú, hver gæti óskað sér meira.

knús

Linda, 9.5.2008 kl. 13:58

25 identicon

Er hin fullkomna kirkja ekki til, eruð þið búin að leita lengi lengi... hin fullkomna kirkja getur ekki verið nema þið sjálf.
Þar eru engir svikulir prestar, þar er ekkert peningaplokk, engir milliliðir eða falsspámenn ...

Svona ef ég reyni rökhugsun á órökræna hluti

DoctorE (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 15:47

26 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er allsstaðar gott hjá Guði.

Friðrik er heiðarlegur og trúaður.

Gangi þér vel Linda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.5.2008 kl. 16:06

27 Smámynd: Linda

Hæ Diddi, já Guð á að vera innra með okkur og við eigum að sækjast eftir því að vera mjög tengd honum og í stanslausu samfélagi með honum sem við gerum með nánu tengslum.  En söfnuðurinn, er þar sem maður hittir fólk og lærir, e.t.v. kennir líka.  Þar sem fólk kemur sama í trú bara yndislegt samfélag.  Mig (Mér)(æi) jæja ...hlakkar til að stunda þetta samfélag og kynnast nýju fólki, vertu ávalt velkominn.

Sæll Heimir, þakka þér rosalega vel  fyrir.

Knús

Linda, 9.5.2008 kl. 17:47

28 identicon

Þetta vísubrot setti ég bara inn í gamni . Engin skilaboð til þín í þeim, en kannski til annara sem eru í vandræðum með lestur bókarinnar . Friðrik hefur gefið út mörg smáritin er leiðbeina fólki í ymsum málum .

conwoy (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 20:19

29 identicon

 Sæl Linda mín.

Ég er ekki í nokkrum vafa,að þú ert að gera rétt.

Þau eru góð saman hjónin Fririk og Vilborg,

Ég hef litið inn til þeirra.Stutt að fara þangað  heiman frá mér  Þetta er fjölskyldu og einstaklingsvænn söfnuður .

Ég óska þess að þér  líði vel í þessum söfnuði.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 20:36

30 Smámynd: Sigurður Rósant

Til hamingju Linda.  Ég geymi svo sannleikann handa þér - þegar þú ert tilbúinn að taka við honum.

Njóttu nærveru góðra manna.

Sigurður Rósant, 9.5.2008 kl. 20:42

31 Smámynd: Linda

Conni  stundum get ég verið svo mikil platnum ljóska  en sem betur fer er það sjaldan

Sæll Sigurður - Takk fyrir fallega kveðju, það sama gyldir um þig.

Andrés  - heyrðu, hér er ég búin að segja systur þinni að mér skildist á þér að þú værir að koma yfir hahahha, en heyrðu Salt er frábær félagsskapur þú ert á góðum stað hvað þá varðar.

knús

Linda, 9.5.2008 kl. 22:27

32 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Innilega til hamingju. Rétt hjá einum bloggaranum, lífið er löng ganga, ekki endastöð. Eða eins og ég segi þegar ég hef pílgrímsgöngur: "Herra, vísaðu mér veginn, og gerðu mig viljugan að feta hann" (Hl. Birgitta) Mér finnst gott að vitna í orð heilagrar Birgittu. Sönn, góð og hvetjandi til góðra hluta.  Gangi þér allt í haginn og gleðilega hvítasunnuhátíð.

Baldur Gautur Baldursson, 10.5.2008 kl. 06:51

33 Smámynd: Birgirsm

UM ÁRABIL GLEÐILAUS GÉKK ÉG,

OG GRÉT ÞÁ AF ANGIST OG NEYÐ,

EN NÚ HEF ÉG FÖGNUÐINN FUNDIÐ,

OG FRELSANDI BLESSAÐA LEIÐ.

NÚ VEIT ÉG AÐ GUÐDÓMLEG GLEÐIN,

ER GJÖF TIL MÍN HIMNUNUM FRÁ,

OG LÍF MITT ER LIFANDI KRISTUR,

OG LOFGJÖRÐ OG FAGNANDI ÞRÁ.

Til hamingju Linda,  

Ég þekki lítið til þessa safnaðar en haltu áfram með glósubókina þína, og mundu eftir Postulasögunni 17:11.                                               Þeir voru veglyndari þar en í Þessaloniku.  Þeir tóku við orðinu með allri góðfýsi og rannsökuðu daglega ritningarnar, hvort þessu væri þannig farið.,,,,,,,, er það ekki nákvæmlega það sem við eigum að gera,    að RANNSAKA Ritninguna.   

Guð blessi þig

Birgirsm, 10.5.2008 kl. 10:39

34 Smámynd: Óskar Þorkelsson

allir í stuði með guði...

Óskar Þorkelsson, 10.5.2008 kl. 11:23

35 Smámynd: Linda

Sæll Baldur Gautur þakka þér fyrir þín uppörvandi og hvetjandi orð.  Gleðilega Hvítasunnu Hátíð.

Kæri Birgir - það sama á við þig yndisleg og uppörvandi orð, og jú alltaf að rannsaka ritningarnar og sannreyna orðið og þeirra sem tala það til okkar. 

Sæll Óskar - Það vona ég svo sannarlega og ef ekki í dag þá verði allir í stuði með Guði mjög fljótlega

Knús og ég bið að Guð blessi og varðveiti sérhvern sem hér skrifar.

Linda, 10.5.2008 kl. 13:53

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef ég á að verða trúaður í staðin fyrir að vera ólæknandi efasemdarmaður Linda! þá verður að henda þjóðkirkjunni og setja þig og Rósu í staðinn. það er eina vonin mín um að kristni sé til í alvörunni..

Óskar Arnórsson, 10.5.2008 kl. 15:11

37 Smámynd: Óskar Arnórsson

..bara mín skoðun eftir lestur 1/3 úr Biblíunni og ég skil ekki 10% af þessu. Enn ég skil það sem þú segir...er ég fallin á prófinu?

Óskar Arnórsson, 10.5.2008 kl. 15:13

38 Smámynd: Linda

Sæl Kæri Óskar minn, nei þú ert ekki fallinn á neinu prófiþað er erfitt að skilja Gt sem mig grunar að þú sért enn að lesa.  Þetta tekur tíma og það er engin keppni hér bara að anda og lesa, þetta kemur allt.  það er svo margt sem er erfitt að skilja, það eru allir sammála um.  Hafðu það sem allra best og kíktu í Kristkirkju við tækifæri, þar er ljúft að koma, kyrrð og friður,sem endurskapar manninn innra frá fyrst.

ps.  Ég hef ekki farið í messu í þjóðkirkjunni síðan 1999, Jólamessa, ég gekk út í tárum mig blöskraði svo sýndarmennskan og allt glysið, þetta var Hallgrímskirkjan, í stað þess að finna nærveru fann ég bara sorg, hef ekki gengið þar inn í messu hald síðan.  Það þýðir samt ekki að það séu ekki aðrar kirkjur innan þjóðkirkjunnar sem eru heilar, en ég fann mig ekki þar svo málið er því afgreitt og ég kvaddi hana.

Hafðu það sem allra best Óskar minn, þú stendur þig vel, ekki gefast upp og sendu mér línu ef þú hefur einhverjar vangaveltur.

knús

Linda, 10.5.2008 kl. 15:25

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

WOW Linda! Ég át jarðarfararmat í veislusal Hallgrískirkju fyrir mörgum árum. samtalið eftir jarðarförinna sem var fyrsta eiginkona mín sem dó og presturinn laug í ræðunni, ættingjar lugu og ALLIR lugu!

Ég sagði eina sanna setnningu af því ég var löglegur að vera viðstaddur jarðarför minnar eigin konu sem eigum eina dóttir saman, fyrsta barnið mitt..

Mér hefur aldrei verið fyrirgefið að segja það sem ég sagði um sóðaskapinn í jarðarförinni...ég sagði þetta ekki viljandi, heldur óvart.

Aldrei hefur einn talað við mig úr fjölskyldu fyrstu stóru ástar minnar eftir það.

Af hverju er fólk hengt fyrir að segja það sem er satt???? 

Óskar Arnórsson, 10.5.2008 kl. 15:47

40 Smámynd: Linda

Sæll Valli minn,  þakka þér fyrir, ég vona að allt gangi vel hjá þér.

Sæll Óskar, sannleikurinn er oft sár, það má segja það sama í ritningalegu samhengi, ritningin er ekki fyrir þá sem þola illa sannleikann, og núna hef ég eflaust náð að móðga einhvern, þannig þú sérð hvað ég á við

Knús

Linda, 10.5.2008 kl. 20:20

41 identicon

Ég get ekki skilið fullorðið fólk sem hefur þörf fyrir að tilheyra einhverjum söfnuði fólks sem trúir á himnadrauga. Mikið voðalega getur fólk átt bágt, að vera gætt þvílíkum baksleikjuhætti að finna hjá sér þörf til að leggjast flatur undir vilja einhvers himnadraugs, sem samkv. bókinni mun fylgjast með öllu sem þú gerir og ef þú ekki gerir eins og hið heilaga þríhöfða skrýmsli vill þá muntu brenna í helvíti til eilífðar. Þetta kalla ég undirlægjuhátt og ekkert annað. Ég vorkenni fólki sem hefur þessa þörf.

Valsól (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 23:59

42 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

TIL HAMINGJU MEРÞESSA ÁKVÖRÐUN. VONA AÐ ÞÚ VERÐIR DUGLEG AÐ FARA Í KIRKJU OG ENDILEGA HAFÐU SAMEIGINLEGAN VIN OKKAR MEÐ SEM ÞARF Á HJÁLP AÐ HALDA. 

Við erum svo lánsöm hér á Vopnafirði að eiga trúsystkini á Eyjólfsstöðum á Héraði. Þau eru í Kristskirkju. Unnar hefur heimsótt okkur hingað í Hvítasunnukirkjuna. Hann er sannur vinur og trúbróðir. Við höfum einnig farið á samkomur hjá þeim en því miður alltof sjaldan og aðalástæðan er samgöngur en við á Vopnafirði búum ennþá við lélegan malarveg sem núna var sundurskorinn, blautur, sleipur og holóttur. Þegar við komum heim hafði bíllinn breytt um lit, hann var hvítur en varð brúnn Þegar við erum komin uppá Burstafellið þá erum við komin í 400 metra hæð frá sjó. Þarna er oft brjálað veður.

Við pabbi fórum frá Vopnafirði yfir á Neskaupsstað á fimmtudaginn og komum aftur heim í kvöld. Þar sem við  vorum var ekki netsamband og við þurftum að hafa farsímana okkar í eldhúsglugganum ef einhver vildi hringja í okkur. Við náðum fínu samband ef við vorum úti. Þetta var alveg ágæt hvíld frá neti og farsímagauli. Í gær var slæmt veður á Neskaupsstað og hér líka. Það þurfti að setja inn fé og í morgunn var búið að snjóa meira. Það var alhvítt í Norðfirði en allt annað ástand þegar við komum yfir á Eskifjörð, Reyðarfjörð og Egilsstaði. Á meðan ég var hjá frændfólkinu mínu í Norðfirði fórum við Ragnar frændi minn sem er  12 ára á fjórhjóli í fjárhúsið og ég fékk að halda á tveimur heimalningum. Teknar voru magnaðar myndir. 

Við fórum yfir á Eskifjörð í dag í jarðarför Aðalsteins Jónssonar - Alla vinar okkar. Ég hélt að ég væri að fara í lúterska þulu jarðaför með söngvum eins og um sláttumanninn en það var nú aldeilis annað. Þetta var dásamleg stund. Óskar Einarsson, Hrönn Svansdóttir, Páll Rósinkrans, Íris Guðmundsdóttir, Edgar Smári, Þóra, Fanney Tryggvadóttir og fleiri komu frá Reykjavík og sáu um sönginn. Ég naut mín að syngja með. Svo var prédikunin mögnuð og þegar presturinn bað þá voru bænirnar frá hjartanu en ekki þulur. Ég talaði við prestinn á eftir. Ég lýsti ánægju minni yfir ræðunni hans og sagði honum að það væri frábært að eiga góða trúbræður. Frábært að það eru margir prestar í Lúterskukirkjunni sem hafa tekið afstöðu með Jesú.

Gleðilega hátíð Linda mín.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.5.2008 kl. 00:19

43 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Innilega til hamingju..Ég sjálfur var að segja mig úr þjóðkirkjunni, gekk í Hvítasunnukirkjuna Mózaik. Gangi þér vel og blessun Guðs sé alltaf yfir þér.

Guðni Már Henningsson, 11.5.2008 kl. 01:57

44 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ætli DoktorE og Valsól sé sami maðurinn eða kannski kona? Alla vega er Valsól með fulla ástæðu til að fá áverkavottorð eftir höfuðhögg eða trauma þerapíu. Valsól minnir mig á sjálfan mig fyrir 20 árum. Mér finnst vænt um svona fólk og veit ekkert af hverju...

Óskar Arnórsson, 11.5.2008 kl. 04:52

45 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Til hamingju með ákvörðunina Linda mín og gaktu svo á Guðs vegum; sem ávallt.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 11:41

46 Smámynd: Linda

Yndislega Rósa - þvílíkt ævintýri þessir dagar hafa verið, mér var hugsað til þín þegar ég sá úr Jarðaför Alla (megi hann hvíla í friði) að þarna værir þú örugglega og Pabbi þinn.  Þú ert svo heppin að fá að halda á heimalningum, ég hef ekki upplifað það frá því ég var barn og vona að ég geri það aftur. 

Yndislegt með Prestinn, það er einmitt svo mikilvægt að við heyrum um yndislega Guðs menn, það er orðið fátítt að maður trúi því að Prestar gangi almennt á Guðsvegum og í orðinu, sem er vissulega röng hugsun að hálfu skrifanda. 

Þjóðkirkjan þarf presta sem hafa þor og dug að koma kirkjunni inn í nútíma samfélag án þess að fórna orðinu fyrir álit manna.

Kæri Guðni - Til hamingju með nýja söfnuðinn, ég ætla einmitt að kíkja þangað á miðvikudögum, mér þykir það svo frábært að geta sótt lifandi söfnuði heim hvenær sem er í vikunni, það er svo mikilvægt að vera í lifandi samfélagi alla vikuna eða nokkrum sinnum í viku ef fólk getur. 

Sæll Óskar - Nei ég á ekki von á því að Diddi og valsol sé einn og sami maðurinn, Diddi hefur lært að virða mína trú þó hann sé óssammála henni, alla veganna hér á mínum bloggi  þú ert góður maður Óskar minn, og hefur komið langt í lífsbaráttu þinni, sigur þinn er  innan seilingar.

Sæll Gunni - þakka þér fyrir og sömuleiðis.

Knús til ykkar sem hér skrifa, og Guð blessi hvern einasta skrifar í dag sem og alla daga.  Til hamingju með daginn Kirkja Jesú er rúmlega 2000 ára í dag.

Linda, 11.5.2008 kl. 15:34

47 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er farinn að hallast að því að DoctorE sé dr. Steindór J. Erlingsson. Doctor Erlingsson.

Það bar mikið á Steindóri í fyrrasumar og haust þegar hann skrifaði mikið gegn kristinni trú.

Það heyrist ekkert frá honum núna. Gæti verið að hann feli sig á bak við DoctorE(rlingsson?) 

Theódór Norðkvist, 11.5.2008 kl. 16:36

48 Smámynd: Linda

Sæll Teddi minn - Ég veit ekki hver  Diddi er, hann verður að hafa sín leyndarmál. 

Sæll Andrés - Vona að þú eigir yndislegan Hvítasunnudag.

knús

Linda, 11.5.2008 kl. 17:43

49 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jú, hann verður að hafa sín leyndarmál. Langaði bara að varpa þessu fram og sjá hvernig viðbrögðin yrðu.

Theódór Norðkvist, 11.5.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband