20.4.2008 | 14:07
Málfrelsi, hux og meira til
Mikil umræða hefur verið í gangi vegna lokunnar á vef Skúla Skúlasonar, þessi umræða hefur farið fram á mismunandi bloggum, með mismunandi fáguðu orðabragði, þetta var og er allt í nafni frelsis og tjáningarfrelsis sem ég og aðrir eru á að hafi verið traðkað á.
En nóg um það, þessi færsla er í raun ekki um málfrelsið, heldur miklu frekar um að þegar stríðandi heimar mætast, sem hér hefur gerst og ég efast um að nokkur maður hafni því, þá kemur fyrir að fólk mætir öðru fólki sem heillar mann með framkomu sinni og hreinskilni, stundum er erfitt að sjá þetta fólk í fyrstu sakir ástríðu umræðunnar, en smátt og smátt heyrist rödd þeirra í gegnum allan kliðinn og maður sér að þarna er loksins komið ljós sem maður vill að fái að skína og njóta sín, þrátt fyrir að vera öndverðu megin í erfiðri umræðu.
Stundum er erfitt að taka skerf út frá því sem maður veit eða telur sig vita, til að sjá hvað maður veit ekki, hér á ég við að þegar hófsamir Múslímar láta heyra í sér, þegar þögnin var ærandi frá þeim hópi áður, að svo virðist, þá verðum við að að kalla á þögn í okkur sjálfum svo rödd þeirra fái heyrst. Hvernig heyrum við í þeim ef við kveðum þá niður strax í byrjun? Það er bara ekki nálægt því að vera réttlátt. Hvernig fáum við svör ef við spyrjum ekki spurninga?
Við sem lásum skrif Skúla að staðaldri höfum heyrt um öfgar og menningarheim sem er svo ólíkur okkar að það virðist sem hann komi frá annarri plánetu, en á sama tíma hef ég gert mér grein fyrir því að það er hinn almenni Múslími sem ég vildi fá að heyra í, og ég sagði oft að þögnin úr þeirra röðum væri ærandi og kannski ekki svo óskiljanlegt þegar maður skoðar t.d. England þar sem hófsamir hafa fengið hótannir frá öfgamönnum innan Íslam. en við erum ekki í Englandi og því er þögnin en meira ærandi fyrir vikið.
Þýðir þetta að ég mun hætta að skrifa um þessi mál, þegar það kemur að óréttlætinu sem Kristnir þurfa að sæta í þeirra menningar heimi sem og annarra, vitanlega ekki. Þessir hlutir gerast og þeir eiga vissulega að fá sinn hljómgrunn áfram. Mun ég hætta að skrifa um óréttlátar kröfur úr viðjum öfgamanna í Evrópu sem ætlast til þess að við aðlögumst þeirra menningarheimi í stað þess að þeir aðlagist okkar heimi, vitanlega ekki. En, e.t.v. núna þegar ég skrifa þær greinar (þýði) þá fáum við kannski sjónarmið hófsama inn í dæmið sem þekkja þennan menningarheim betur en við.
Það verður líka að gæta réttlætis í þeirri kröfu til hófsamra að við krefjum þá ekki um meiri vitneskju en þeir þekkja, þá á ég við út frá þeirra upplifun og skilningin þegar það kemur að málum öfga og stríðandi fylkinga innan Íslam. Ég get ekki vitað um allt sem tengist minni trú, ég þekki kaþólikka en ég skil ekki allt sem gengur á þar og sögu þeirra, ég geri mér grein fyrir því að saga þeirra er mun meiri en það sem ég sé út á við. Þetta á líka við þá sem stunda Íslam. Þetta dregur hinsvegar ekki úr þeirri þörf að við verðum að reyna að læra að setja saman flókið púsl til þess að reyna fá rétta mynd, og hún er hjá einstaklingnum, ekki trúarleiðtoga eða stjórnmálaleiðtoga.
Þetta er hinsvegar ekki allt það sem bloggið mitt gengur út á, þó það ku e.t.v. virðast þannig, ég skrifa um mína trú og mína upplifun, ég mun skrifa áfram um mál sem vekja athygli mína sem tengjast ekki trú minni eða annarra, og íhugun verður áfram á sínum stað.
Trúin mín er í eðli sínu fögur og friðelskandi, en ég ber ekki ábyrgð á því sem forfeður gerðu gegn vilja ritninganna (Nt)augljóslega. Lúther var einn af mörgum kristnum mönnum (ekki fullkomin) sem kom á breytingu til hins betra og þó margir halda áfram að traðka á trú minni þá fá þeir engu breytt um þá miklu og jákvæðu arfleið sem trúin á Jesú hefur haft í för með sér. En ef að Kristnir gera eitthvað sem er ekki samkvæmt ritningunni, ber mér og öðrum innan trúarinn að hafna slíku og ekki með þögninni, veljum við þögnina verðum við um leið samábyrg gjörðum svikula og rangláta manna.
Nú hafið þið náð að lesa allt þetta og náð einhverju samhengi þá eruð þið einfaldlega hetjur. Ég þakka lesturinn og viðurkenni fúslega að ég er gjörsamlega andlega úrvinda og læt þessa færslu af stað án frekari pælninga..sheesh hvað maður getur skrifað.
************************************************
Smá viðbótar hux ég bið forláts- Þegar frelsi er í hávegum haft, verðum við að verja það með öllum krafti, það var dýrkeypt fyrir okkar menningarheim, það er ekki fullkomið það á sínar ljótu hliðar, en slíkt er hluti af flórunni, ég þarf ekki að láta þá sem hata trú mína eða alla trú fá að tjá sig þeygjandi og hljóðalaust af minni hálfu, ég get og mun mótmæla þegar þess er þörf enda er slíkt bara minn réttur sem og allra þegna í íslensku samfélagi. (Ég bið ykkur ekki að lesa úr þessu að ég styðji núna ritskoðun) Núna er ég búin, lofa...
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 127051
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Já það góða við þessa umræðu núna er að loks fær maður álit frá stökum múslimum. Finnst mér það nauðsynlegt og virðingarvert. Þó hef ég ekki ennþá séð það hvernig þeirra svörum getur verið púslað saman við það sem stendur í Kóraninn, en gott að vita að þau eru friðsamleg og virðast ekki fara eftir því illa sem þar er boðað.
Bryndís Böðvarsdóttir, 20.4.2008 kl. 15:19
Góð færsla
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 15:29
Kæra Linda. Þakka þér þessi orð. Hér talar sannkristin kona.
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 16:03
Sælar Linda og Bryndís,
Þið tvær eru að gefa mér heimaverkefni sko hérna..! Ég er búin að taka afrit af ykkar spurningum. Nú þurfið þið bara að gefa mér smá tíma til að svara (er í prófaturn sko..). Þetta kemur smátt og smátt.
Kveðjur
Julie, 20.4.2008 kl. 18:06
Sæl Bryndís mín - Þakka þér fyrir innlitið
Sæl Birna mína - þakkir fyrir þín orð
Sæll Svanur - æ ég get ekki tekið undir það að ég sé sannkristinn, frekar er ég verk í vinnslu í þá átt, sem þarf að fínpussa, lagfæra, breyta og byrja upp á nýtt ef þess er þörf. Þakka þér samt þessi fallegur orð.
Sæl Júlía - þú hefur þetta eins og þú vilt, mig grunaði einmitt að þú værir í undirbúnings lestri fyrir prófin þín, enda að nema sálfræði. Gangi þér vel í því, þú skoðar allt annað, þegar þér gefst væri á. Þín innsýn verður fróðlega þegar að henni kemur.
knús og kv til ykkar allra.
Linda, 20.4.2008 kl. 18:51
Sæl Linda mín.
Morgunblaðsmenn gerðu mikil mistök að ritskoða og eyða blogginu hans Skúla. Auðvita var ekki allt fallegt sem þar var en það var ekki við Skúla að sakast í þeim efnum heldur Öfga-múslímum sjálfum sem vinna myrkraverk. Ef á að ritskoða á annað borð sem er ógn við lýðræði þá af hverju bara að ritskoða það sem sagt er um voðaverk Öfga-múslíma??
Frábært hjá Óskari að fá lögfræðilegt álit. Samkvæmt því er spurning hvort Öfga-múslímar mega búa hér því þeir hika ekki við að hóta, ógna og drepa ef þeim þóknast. Heiðursmorð ef dóttir verður ástfangin af innfæddum. Það sæmir ekki þeirra trú og þá er þessi yndislega stúlka myrt af föður eða bróður sínum.
Ég vona að íslenskar konur láti í sér heyra og sendi skýr skilaboð til hins Múslímsíkaheims og mótmæla hvernig er komið fram við kynsystur okkar. Það er borin minni virðing fyrir þeim en húsdýrunum. Þær eru umskornar, kúgaðar, misþyrmt og nauðgað. Við eigum ekki að þegja.
Megi Guð almáttugur vernda lýðræðið hér og málfrelsi.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.4.2008 kl. 23:48
Sæl Linda mín.
Frábær Pistill hjá þér og ég ætla að styðja þig í einu og öllu,hvað viðvíkur þessu frumhlaupi að loka síðunni hans Skúla,ég segi eins og fleiri ,ég var ekki hrifinn af öllu SEM ÞAR STÓÐ,en ég hef séð margt ljótara og er tilbúinn að senda það við tækifæri,ég nefnilega geymdi þennan viðbjóð til betri tíma(ónefndur ennþá).
Jæja Linda mín þú skalt halda áfram að ganga KEIK Á GUÐS VEGUM OG ÞÁ MUN ÞÉR VEL FARNAST,svo mikið veit ég" lærlingurinn".OG GLEYMDU ÞVÍ EKKI ÞÚ ERT EINN ALBESTI PENNINN OKKAR,ÁSAMT RÓSU AÐALSTEINS,GUÐSTEINI OG NOKKRUM ÖÐRUM,OG vonandi fer þeim fjölgandi.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 04:13
Innlitskvitt mín kæra. Er kominn heim. Með beztu kveðju.
Bumba, 21.4.2008 kl. 08:38
Mikil blessun að losna við hatursáróður Skúla svo ekki sé meira sagt. Hatursáróður særir og kemur engu frelsi við.
Ekki heyrist nú mikið í sannkristnum sem eru að mótmæla voðaverkum kristinna manna hér og þar um heiminn, hver er munurinn? Ja hérna hér,,,,, get bara ekki lengur orða bundist.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.4.2008 kl. 14:52
Sæl frænka er það hatur áróður þegar skrifn eru það sem Múslimar skrifuðu sjálfir gegn öfgum innan þeirra raða, hvenær er þýðandi ábyrgur fyrir orðum annarra?
Já endilega segðu mér meira um öfgarnar sem Kristnir gera, sem sprengja sig upp vegna þess að þú trúir ekki eins og þeir, sem myrða dætur sínar vegna þess að þær urðu ásfangnar af mönnum sem eru ekki innan trúarinnar, eða já hengja samkynhneigða á götum úti og segja svo við heimspressuna það eru ekki til samkynhneigðir í mínu landi.
Svo er það annað Frænka -nefndu voðaverk kristinna manna á okkar tímum og vinsamleg ekki leggjast svo lágt að nefna Bush og Írak. Nefndu hryðjuverk nefndu hvað það er sem fær þig til að sækja slíkt um sannkristna. Sýndu fram á hvernig þú réttlætir orðið sannkristinn yfir slík voðaverk, eða ertu e.t.v að misskilja út á hvað "þín" trú á að ganga frænka.
Linda, 21.4.2008 kl. 14:59
Elskan mín, veistu ekki að menn eru að fremja glæpi út um allt og þeir tilheyra allskonar trúarflokkum, þar eru góðir menn líka langflestir sem betur fer. Þeir sem drepa börnin sín eru geðveikir. Hvað er eiginlega í gangi? Maður bara spyr sig....
Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.4.2008 kl. 15:12
Sjáðu til Bára þeir sem eru "sannkristnir" fremja ekki þjóðarmorð, eða morð á börnum sínum, eða hóta að myrða, þetta heitir öfgar, rétt eins og Skúli skrifaði um varðandi íslam öfgar innan Íslam. Það sem er svo sorglega skondið við þessa ritskoðun moggans er það, að það sem hann skrifaði var skrifað af öðrum Múslímum sem höfðu yfirgefið trúna, miðað við þau rök sem mogginn kom með þá er hægt að krefjast þess að allir sem þýða bækur og rit, sama hvað sem það ku vera verða kallaðir til ábyrgðar um orðinn og látnir sæta dómi sakir orða annarra manna. Málfrelsið er ekki til þess að skerða, hvernig getum við verið óssammála eða reynt að leiðrétta hugsunarhátt sem við erum óssamála ef það eru sett höft á allt sem við segjum, við getum ekki barist við það sem er ósýnilegt. Þú ert óssammála skrifum Skúla, þú mátt vera það fyrir mér, en það sýnir líka að þú vilt ekki vita hvað er í gangi í heimi öfga Íslam, en þú ert tilbúin að sjá hvað er í gangi innan þinnar eigin trúar og traðka á því, samt kemur þú ekki með nein almennileg dæmi.
hér er eitt "godhatefags.com" þessi viðbjóðslega síða er varin sakir málfrelsis í bna mundir þú nota orð "sannkristinn" yfir þá? Þetta heita öfgar og er skelfilegt, ég veit um þessi mál, en ég berst fyrir rétti þeirra til þess að fá að hafa sína skoðun, á meðan er fólk sem talar gegn þeim og því er hægt að ræða þessa hluti.
En ég er öfga lýðræðissinna sjálfsagt vegna trúar minnar, sjáðu til ég vil fá að tilbiðja Guð minn í friði, sem og hófsamir Múslímar vilja fá að gera, en staðreyndin er sú að vegna öfga í báðum hópum eru háværar raddir þarna úti sem vilja skerða trúfrelsi. Ég hinsvegar sé engan mun á trúfrelsi og málfrelsi, þessu verðum við að berjast fyrir og vernda, annars verður frelsið að engu.
Salmann formaður Múslíma á Íslandi segir eftirfarandi (coperað af Salmann.blog.is)
Það hefur tiðkast á siðustu árum að ráðast á Islam og Múslima og flokka fólk milli ofgamenn og ekki öfgamenn. Menn sem stunda trú sína eru kallaðir öfgamenn og réttlætanlegt er að þeir missi sín borgarlegu réttindi.
Sérðu hvað maðurinn segir, þá má semsagt ekki gera mun á þeim sem stunda ofbeldi og hryðjuverk og hinum almenna Múslíma, þetta er rétt samkvæmt Qur'an það er bara til Múslími og allir eiga að vera Múslímar. En vá, Bára, vilt þú að sú yndislega persóna sem við elskum í okkar fjölskildu sé bendluð við öfga bara vegna trúar hennar, er það ekki í eðli sínu óréttlát sök þegar það kemur að henni og öðrum. Skilur þú núna hvað ég á við. Ég vona það, ég mun ekki skilgreina alla Múslíma undir sama hatt og Salmann vill að við gerum, ekki meðan ég lifi.
Bæ
Linda, 21.4.2008 kl. 15:33
Sæll Þórarinn takk fyrir innlitið og hrósið
Sæll Bumba - enn frábært að vita af þér á landinu aftur, hafðu það sem allra best.
knús
Linda, 21.4.2008 kl. 18:40
Æi Linda mikið dómadags rugl er þetta. Ég nenni ekki að þrasa þetta. Það er svipað vonlaust og að tala við fullar manneskjur.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.4.2008 kl. 20:07
Æi Linda mikið dómadags rugl er þetta. Ég nenni ekki að þrasa þetta. Það er svipað vonlaust og að tala við fullar manneskjur. Rökræða við fullar manneskjur ætlaði ég að segja.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.4.2008 kl. 20:09
Heyrðu nú mig Bára - hér er hvorki verð að ræða dómsdag eða neitt því tengt hafir þú lesið þráðinn þá hefðir þú séð hvað ég er að tala um, en í staðin kemur þú hér með einhverja krítík á efni sem þú hefur greinilega ekki lesið, enda hefur þú sjálf haft orð um það að þú nennir ekki að lesa langar færslur. Þessi þráður er ekkert nema uppbyggjandi hux um samskipti mín við fólk sem mig hlakkar til að eiga samskipti við, það ættir þú að vita, ef þú hefðir lesið þennan þráð.
Ég veit ekki hvaða rétt þú hefur á því að lýsa því og að tala við mig frænku þína eins og að ræða við þá sem eru fullir, ertu með þessu að gefa eitthvað í skin, eða er þetta bara argasti dónaskapur af þinni hálfu. Ég hef mjög málefnalega komið með rök inn í þínar athugasemdir sem þú svo kýst að drulla yfir með orðum sem ert gerð til þess að stuða og gera lítið úr einstaklingnum sem og þeim sem hér skrifa athugasemdir. Ég bið þig um að sína stillingu, þó svo þú sért komin í rökþrot enda svona skítkast ekkert annað. Ert þú ekki Félagsráðgjafi lærðir þú þessa framkomu í því námi eða er svona dónaskapur þér meðfæddur. Ég er farin að hallast að því síðara.
Ég held að það sé langbest að þú haldir þig frá mínu bloggi, og mínu lífi´. Ég einfaldlega ekkert meira við þig að segja þar til þú biður mig afsökunar þar til eigum við ekkert vantalað.
kv.
Linda, 21.4.2008 kl. 20:37
Það er naumast
Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.4.2008 kl. 20:52
Þórdís segir:Ekki heyrist nú mikið í sannkristnum sem eru að mótmæla voðaverkum kristinna manna hér og þar um heiminn, hver er munurinn? Ja hérna hér,,,,, get bara ekki lengur orða bundist. Elskan mín, veistu ekki að menn eru að fremja glæpi út um allt og þeir tilheyra allskonar trúarflokkum, þar eru góðir menn líka langflestir sem betur fer. Mitt svar: Ef einhver kæmi fram sem kallaði sig Kristinn og gerði ódæðisverk í nafni þeirrar trúar, mundi ég sko sannalega fordæma það. Því þegar gerð eru ódæðisverk í nafni einhverrar trúar sverta þeir sömu, eða koma óorði á þau trúarbrögð með athæfi sínu og grimmd.
Linda segir:
staðreyndin er sú að vegna öfga í báðum hópum eru háværar raddir þarna úti sem vilja skerða trúfrelsi. Ég hinsvegar sé engan mun á trúfrelsi og málfrelsi, þessu verðum við að berjast fyrir og vernda, annars verður frelsið að engu. Mitt svar til Lindu: Er þér hjartanlega sammála. Þórdís svarar Lindu (afsaplega málefnalega telur hún líklega): Æi Linda mikið dómadags rugl er þetta. Ég nenni ekki að þrasa þetta. Það er svipað vonlaust og að tala við fullar manneskjur. Rökræða við fullar manneskjur ætlaði ég að segja.Svar mitt:
Ég skil vel þessi svokölluðu dómsdags-rök hennar Lindu (sem fjalla reyndar lítið um dómsdag), enda höfða þau vel til almennrar skynsemi. Ég segi því bara: Maður þarf að vera vel í staupi ef maður á ekki að skilja það sem hún er að segja. Ef maður ætti því að velja hér á milli hvor aðilinn væri drukknari, tja, þá er nú nokkuð ljóst hver yrði frekar fyrir valinu.... Get allavega ekki séð hvernig Linda á að teljast röflandi fylliraftur fyrir að koma með skýrar og greinagóðar röksemdir fyrir sínu máli. En þegar manni þrýtur sjálfum rökin á móti og kann því afar illa að viðurkenna það (er kannski pínu tapsár), þá verður maður auðvitað að segja einhver uppnefni. Það gera allavega börnin í grunnskólunum.....Bryndís Böðvarsdóttir, 21.4.2008 kl. 21:22
Takk Bryndís Ég veit samt ekki hvar ég talaði um dómsdag kannski er ég ekki lengur læs á mín eigin skrif Ég er nokkuð viss um að hafi ekki verið að hugsa um dómsdags efni í þessari færslu eða athugasemdum, kannsk var hún frænka mín að lesa annað blogg og skrifaði athugasemd á vitlausum stað..kemur fyrir besta fólk.
knús
Linda, 21.4.2008 kl. 21:28
Linda Dómdagsspámaður!
Svona setningar:
Æi Linda mikið dómadags rugl er þetta. Ég nenni ekki að þrasa þetta. Það er svipað vonlaust og að tala við fullar manneskjur. Rökræða við fullar manneskjur ætlaði ég að segja.
Þykir mér klár dónaskapur, og það frá félagsfræðingi. En það er bara ég.
Því ekki get ég lesið neinn "dómsdagsboðskap" í þínum skrifum, mér er það algjörlega óskiljanlegt að sjá það ...
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2008 kl. 21:35
hæ Haukur, nákvæmlega, ég er sem sagt ekki með ófsjónir eða ólæs á mín eigin skrif
knús
Linda, 21.4.2008 kl. 22:53
Jahérna, mér sýnist Báran blá nú bara vera búin að fá sér smá "í tána", hehe. Svona getur nú tásutárið stundum farið í frændsemina á besta fólki.
"If you can´t beat them, make fun of them"!
Knús á þig, yndislega Lindudúllan mín!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.4.2008 kl. 01:01
Æi Takk Helga mín, það verður að segjast alveg eins og er að þeir sem standa næst manni eru oft þeir sem skilja mann síst. En, svona fer það nú. Ég þakka þér vinskapinn Helga og þú átt yfir höfði þínu heimsókn frá moi
Knús
Linda, 22.4.2008 kl. 01:07
Hlakka til!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.4.2008 kl. 01:32
Getur þú skýrt þetta nánar "
"Svo er það annað Frænka -nefndu voðaverk kristinna manna á okkar tímum og vinsamleg ekki leggjast svo lágt að nefna Bush og Írak. Nefndu hryðjuverk nefndu hvað það er sem fær þig til að sækja slíkt um sannkristna. Sýndu fram á hvernig þú réttlætir orðið sannkristinn yfir slík voðaverk, eða ertu e.t.v að misskilja út á hvað "þín" trú á að ganga frænka. "
Skil ég þetta rétt að þú teljir kristna ekki fremja voðaverk. "Og ekki leggjast svo lágt að nefna Bush og Írak. "
Ég hef verið að lesa Bloggið þitt. En skil þetta líklega ekki. Getur þú skýsrt þetta aðeins nánar???
Baldinn, 22.4.2008 kl. 10:27
Sæll Baldur, Bush og Íraq er stríðsástand, hvort sem maður er sammála slíku eður ei, þá er þetta þjóð í stríð við aðra þjóð. Bush segist vera kristinnar trúar, gott og vel, ég hinsvegar hef aldrei keypt þá afsökun að Guð segi okkur að fara í stríð. Bush hefur executive decision í BNA hann þarf hinsvegar stuðning þingmanna til þess að fá vilja sínum framgegnt, þetta er það sem skeði með Írak, Þingmennirnir samþykktu þetta stríð út frá lygi sem Bush og félagar komu með, eða varð það failure to disclose all information. Þessi hlutur hefur ekkert með það að vera trúaður(pff)ég vissi þegar Bush var kosin að BNA mundi fara í stríð, það var margt óklárað frá tíma eldri runnans, t.d. að stúta Sadam, matter of pride er hugsunin þar á bak við. Ég var því miður sannspá. Ég hef ekki kunnað við Reppa síðan Regan sem manni þátti vænt um, (bjó úti)ég held að demmar séu skárri kostur þegar það kemur að leiða til friðar, ekki eins miklir kúrekar. Það virðist vera óréttlát samansem merki á milli að vera trúaður og þá er maður sjálfgefin stuðnings maður Bush, eitt orð yfir þá hugmynd "nobe" Ég nefni dæmi hér fyrir ofan um öfga Kristni, slíkt er sambærilegt við öfga íSLAM.
Ég vona að þetta hafi svarað einhverju og þú lesir bloggið mitt áfram. Sendu mér meil viljir þú fá frekari upplýsingar, þar sem þessi þráður er hvorki um Bush eða Iraq.
mk.
L.
Linda, 22.4.2008 kl. 13:56
Sæl Linda. Þakka þér svarið, ég skil innihaldið betur núna og óska þér alls hins besta.
BB
Baldinn, 22.4.2008 kl. 15:06
Hollara að fá sér ,,í tána" öðru hverju heldur en að festast og rykfalla í gömlum trúarritum alla daga og ólíkt skemmtilegra.
Friðarkveðjur
Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.4.2008 kl. 10:35
Já er það, þú segir fréttir En það er engin Biblía rikfallinn á minu heimili, svo kannski er komin tími til að þú takir á þeim málum heima hjá
Linda, 23.4.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.