Týnd með Guði

Drottinn minn, Guð ég hef enga hugmynd um hvert ég er að fara. Ég sé ekki veginn sem er framtíð mín. Ég get ekki vitað með fullri vissu hvar þessi vegur mun enda. Svo er því nú þannig farið að ég þekki varla sjálfa(n) mig, og sú staðreynd að ég held að ég sé að fylgja þér, en það þýðir ekki að ég sé í raun að fylgja þér.  En ég trúi því að ástríða mín til þessa að gera vilja þinn, veldur þér gleði. Ég vona líka að ég mun aldrei gera neitt sem mun gera mig  fráhverfa frá þeirri ástríðu.  Auk þess veit ég að ég geri þetta fyrir þig, þá munt þú leiða mig á réttan veg, jafnvel þó ég viti ekkert um það. Þess vegna mun ég treysta á þig alltaf, jafnvel þó svo að ég virðist vera týnd og fari um dimman dal veit ég að ég hef ekkert að óttast, því þú skilur mig aldrei aleina(n) þegar erfiðleikar steðja að.

-Thomas Merton.

 ***********************************

Íhugun - Ég veit að ég get aldrei fyllilega gert þessum orðum Thomas Merton fyllilega skil, og ég vona að mér verði fyrirgefið mín þýðing á þeim, en ég mátti til með að reyna, því þau hreyfðu við mér þegar ég las þau og ég vildi svo fá að deila þeim með ykkur og það á íslensku svo að allir gætu skilið.  stundum þegar maður er í stormi og maður veit varla í hvern fótinn að stíga fyrst þá er oft langbest að anda rólega íhuga það sem gefur okkur frið eins og þessi orða Thomas Mertons og orð Guðs fyrir okkur,  sem eru einfaldlega aldrei úr tísku. 23 Davíðs sálmur er oftast notaður þegar dauða steðjar að, en mér þykir hann frekar vera um lífið sjálft og handleiðslu Guðs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Linda mín.

Mér finnst þessi Íhugun eiga mjög vel við mig.Hún kemur allveg á réttum tíma.takk fyrir.

Algóður Guð geymi þig.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Linda

Takk Þórarinn og sömuleiðis.

knús

Linda, 19.4.2008 kl. 01:41

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Mikið rétt Linda,það er mikið til í þessum orðum Thomasar.

Ég segi oft við sjálfan og auðvitað stundum upphátt líka svo aðrir heiri,ég fæ ekki alltaf það sem ég vil en ég fæ svo sannarlega það sem mig vantar.Stundum bara skil ég ekki fyrr en löngu seinna gjafir guðs til mín.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.4.2008 kl. 07:17

4 identicon

Frábær lesning.Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 10:04

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín. Frábær bæn og frábær íhugun.

Dró orð fyrir þig: "Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér?" Hebr. 13: 6.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.4.2008 kl. 13:03

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góð bæn og hugleðing Linda!

Ekki veitir mér af mitt í stressinu sem ég er í núna. Reyni að slappa af með því að lesa blogg og svara e-mailum.

Óskar Arnórsson, 19.4.2008 kl. 17:26

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

fairyKnús! x

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 19:08

8 Smámynd: Linda

Hey  vá takk allir

KNÚS

Linda, 19.4.2008 kl. 19:49

9 Smámynd: Linda

Eitthvað voru tenglarnir inn í færslunni að stríða mér, ég er búin að laga þá núna. Ef ekki látið mig vita.

kv..

Linda, 19.4.2008 kl. 19:57

10 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Falleg og djúp pæling. Snertir við manni.

Bryndís Böðvarsdóttir, 25.4.2008 kl. 14:45

11 Smámynd: Linda

Takk Bryndís mín.

knús.

Linda, 25.4.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband