Á vængjum Arnarins - Íhugun

Ég fékk sendan póst í dag sem talaði um það hvernig smáfuglar bregðast við stormi og hvernig örninn bregst við stormi.  Smáfuglarnir leita sér skjóls til þess að bíða í öryggi þar til að óveðrið er yfirstaðið en örninn flýgur eins hátt og hann getur þar sem hann tekur á móti vindum, þenur út vængi sína og leyfir rokinu að lyfta sér jafnvel hærra en hann getur venjulega flogið, hann svífur í rokinu og það flytur hann áfram ...

Í Jesaja 40:31 kemur eftirfarandi fram

trú og traust31en þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft,
þeir fljúga upp á vængjum sem ernir,
þeir hlaupa og lýjast ekki,
þeir ganga og þreytast ekki.

Mér þykir þessi orð lýsandi fyrir hvernig við sem trúum finnum fyrir Guði, hann gefur okkur kraft þegar við þurfum á því að halda, þegar allt virðist vera ómögulegt setur hann fólk í farveg okkar sem getur hjálpað og stutt okkur í erfiðum aðstæðum, hann lyftir okkur upp hærra en við héldum að við gætum farið, hann ber okkur áfram þegar áföllin ætla að buga okkur og stundum sjáum við ekki kraft hans í lífi okkar fyrr en við lítum til baka, þá sjáum við spor hans í lífi okkar, stundum er Guð svo hljóðlátur að við höldum að hann heyri ekki í  okkur, þar til við lítum til baka og sjáum hvernig hann svaraði okkur.  Trúin er svo mörgum óskiljanleg en fyrir þá sem trúa eru hún einfaldlega áþreifanleg.

Kannski til þess að finna Guð, þurfum við að ganga fram í trú og til þess að sjá hann að líta til baka yfir liðið líf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband