Suðuþvottur og Biblía 21 aldar

Hvað getur þetta tvennt haft sameignlegt?  Ég er með suðuþvott í gangi, þurrkarann í gangi, þvott þvottarkonantil að brjóta saman, þá datt mér í huga að  íhuga  nýju Biblíu landsmanna, ég hef verið að skoða þá bók og verð bara að segja alveg eins og er að eins og staðan er núna þá er hún skemmtilega auðlesin og ég var að pæla í því að leggja drög að því að kaupa hana bara, sjáið til ég nota nefnilega enska þýðingu af King James version sem ég elska. Ég á eina Íslenska 1981 útgáfan sem mér þykir rosalega vænt um, en, letrið er óþægilega smátt og því nota ég hana ekki neitt, nema til að bera saman þýðingar.  Hvað hefur þetta svo sem að gera við suðuþvott, ekki neitt svo sem, nema að því leitinu til að ég var að hugsa um orðin úr síðara Pétursbréfi á meðan ég býð eftir þvottinum að klárast og ég fæ ekki 3 kaflann úr huga mér, frekar en ég fæ Matt 23 frá 13 versi úr huga mér og það segir mér að þarna eru orð sem mér ber að íhuga og e.t.v. öðrum líka, hver veit.  En, mig langar að setja hér inn hluta af  S.Pét 3 kafla og læt það duga, þar sem ég þarf að sinna þvottinum og öðru. Knús.

biblia 21 aldar3 kafli vers 3-4 (viðeigandi orð í samtíman)Þetta skuluð þið þá fyrst vita, að á síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum 4og segja með spotti: „Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að síðan feðurnir sofnuðu stendur allt við hið sama eins og frá upphafi veraldar.“

3 kafli, vers 8-9 (erum við ekki lánsöm)8En þetta eitt má ykkur ekki gleymast, þið elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. 9Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við ykkur þar eð hann vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar

3 kafli, 15 vers (eitthvað til að hugsa um)Álítið langlyndi Drottins vors vera hjálpræðisleið.

3 kafli, vers 16-17 (þung orð en þyngri þeim sem falla frá)Það gerir hann líka í öllum bréfum sínum þegar hann talar um þetta. En í þeim er sumt þungskilið er fáfróðir og staðfestulausir menn rangtúlka, eins og aðrar ritningar, sjálfum sér til tortímingar.
17Fyrst þið vitið þetta fyrir fram, þið elskuðu, þá hafið gát á ykkur að þið látið eigi dragast með af villu þverbrotinna manna og fallið frá staðfestu ykkar. 18Vaxið í náð og þekkingu Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Honum sé dýrðin nú og til eilífðardags. Amen

*****það sem skrifað er innan sviga og með rauðu letri eru mín orð, ég held að það sé bara engu við að bæta, engin íhugun eða afsökun fyrir orðið, það stendur í dag eins og það hefur alltaf gert, öllum tl áminningar og leiðbeiningar sérstaklega þó þeirra sem trúa, því orðið er þeim sem lifandi andi, og í því er byrjunin að skilningi.  Ég vona að þið hafið það sem allra best, lesið orðið ekki sem dóm heldur sem kennsla og íhugun. Notið Jesú sem túlkunarlykil orðsins, Nýja testamentið er bók þeirra sem trúa á Jesú/Yashua/Jasúa, í honum, í orðum hans er sannleikurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu búin að lesa Lord of the rings, nokkuð skemmtileg sko ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:40

2 identicon

Fróðleg og góð færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:40

3 Smámynd: Linda

Sæll Diddi, ég hef séð hana í bíó, læt það duga

Takk Birna mín, heyrðu varstu að vinna í gær, ég var á bóksafninu svona kl 2 og ég var ekki viss hvenær þú værir upp í kirkju.  Æi ég hefði bara átt að leita af þér...sé þig þar næst, langar að koma við í litlu kapellunni, þar er gott að vera með Guði.

knús

Linda, 11.4.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Aida.

Sæl og blessuð Linda mín og takk fyrir sannleiksorðin.

Takk líka fyrir innlitið i dag, hélt þú værir barasta búinn að gleyma mér.

Drottinn blessi þig og varðveiti í dag og alla daga í Jesú nafni.Amen.

Aida., 11.4.2008 kl. 18:54

5 Smámynd: Linda

Hæ hæ Arabína, ég mun aldrei gleyma þér, hef bara verið föst í bókum og þá er ég ekki eins mikið á tölvunni. :)

knús

Linda, 11.4.2008 kl. 18:57

6 Smámynd: Ruth

Yndislega áminning og uppörvun Guð blessi þig

Ruth, 12.4.2008 kl. 11:11

7 Smámynd: Linda

Takk Ruth mín, já Guð er góður, og hann á dýrðina, merkilegt hvað ég fæ innblástur oft til að skrifa, ég er bara þakklát fyrir það.

knús

Linda, 12.4.2008 kl. 12:38

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Elsku Linda mín - trúirðu því að eftirfarandi orð í Síðari bréfi Péturs 3:7 eigi við um okkur trúleysingjana hér á blogginu? "En þeir himnar, sem nú eru ásamt jörðinni, geymast eldinum fyrir hið sama orð og varðveitast til þess dags, er óguðlegir menn munu dæmdir verða og tortímast."

Sigurður Rósant, 14.4.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband