Góðir dagar eða slæmir dagar

rosec1Staðreyndin er sú að á endanum höfum við oftast stjórn yfir því hvernig dagurinn okkar verður, í flestum tilfellum, sérstaklega þegar við eigum ekki við langvarandi sjúkdóma að ræða, líkamlega eða andlega.  Stundum er hægt að líta framhjá því hvernig náunganum líður, vegna þess að hann eða hún eru ekki inn i okkar daglega lífi eða sá sem situr á götuhorninu er bara einhver sem kemur þér ekki við, ókunnugur náungi sem kom sjálfinu í sjálfsheldu vegna neyslu.  Eða þá persónan sem á við andlegt stríð á hverjum deigi sem talar við sjálfið upphátt þegar þú labbar framhjá. Lítur þú í hina áttina?, því innst inni er þessi persóna að valda þér óþægindum.  Þannig erum við bara, það gerir okkur hvorki betri eða verri en næsta persóna þér við hlið, en öll eigum við okkar góðu eða slæmu daga og ef við erum lánsöm þá vara þeir slæmu stutt. 

Stundum þurfum við að staldra við og sjá virkilega sjá þá sem ganga með okkur í þessu lífshlaupi, engill í bænþað fólk sem gengur kannski ekki alveg þér við hlið á þínum göngustíg, það er e.t.v. á næsta sem er steinum  hlaðinn og erfitt er að ganga þar. Þegar slíkt er þá kemur fyrir að við viljum horfa bara beint fram fyrir okkur, láta sem við sjáum ekki veikleika annarra, en, mín pæling er þessi, hvað ef hvert okkar sem gengur á stíg lífsins sem er fullur af heilbrigði og lífsgleði, hvað ef við stoppuðum aðeins og réttum út hönd okkar til að styðja við þann sem kemst ekki eins auðveldlega í gegnum sína göngu......

Ég sá mynd sem heitir "Pay it forward" þarna er mynd sem allir ættu að horfa á, þessi mynd er eins og Guðsgjöf, svo einfaldur boðskapur sem gæti leitt svo dásamlega hluti af sér.

Efas. 2:10

10Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau.

Heb 4:6-7

6Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. 7Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.


 

 

Photobucket

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

takk fyrir ábendinguna Linda...myndirnar og að þú sért til..

Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 05:28

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Það held ég nú.Eðal færsla Linda.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 10.4.2008 kl. 07:20

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Lýsandi fyrir þitt gullhjarta.

Takk fyrir síðast.

Bryndís Böðvarsdóttir, 10.4.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Linda

Takk kæru vinir fyrir ykkar hvatningar orð, mikið er gaman að geta gefið eitthvað af sér hér á blogginu.

Með kveðju og Knús.

Gleymum ekki að biðja fyrir Alla, hann er mikið slasaður á gjörgæslu landsa eftir alvarlegt bílslýs, ég veit að hann hvílir í trú sinni og Guð er með honum, en bænin hjálpar líka þeim sem standa honum nær.

knús

Linda, 10.4.2008 kl. 14:50

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Lord, make my life a window for Your light to shine through and a mirror to reflect Your love to all I meet.

The soul would have no rainbow if the eyes had no tears.
Knús til þín skotta mín

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.4.2008 kl. 15:08

6 Smámynd: Linda

En æðislega athugasemd Helga mín, takk fyrir hana.

knús

Linda, 10.4.2008 kl. 23:17

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flowers - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæl Linda mín. Drottinn blessi þig. Takk fyrir mig. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2008 kl. 11:27

8 Smámynd: Linda

Sömuleiðist Rósa min

kv.

Linda, 12.4.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband