4.4.2008 | 15:18
Varúðar skal gætt í nærveru sálar!! (til trúaðra sem og annarra)
Ég ætla skrifa hér nokkur orð um framkomu, okkar við annað fólk, eftirfarandi er skrifað með það að leiðarljósi að leiðrétta trúbræður að setja fram mína skoðun og framþróun hennar síðan ég byrjaði að blogga, ég set mig ekki á neinn stall, ég hef gert mistök hér sem og annar staðar og þannig er það nú með flest okkar, þá er best að hrista af sér alla sjálfsréttlætingu, sækja í réttlæti og halda áfram sem betri persóna hafi maður misstigið sig í framkomu við aðra.
Svo ég haldi áfram, það er vist þroskunar ferli sem hefst þegar maður byrjar að blogga, maður sér það ekki fyrr en maður lítur til baka. Nýverið missti ég vin af blogginu, ekki vegna orða minna, heldur vegna orða einstaklings sem er innan trúarinnar. Þessi orð voru skrifuð í samhengi við skoðun einstaklings, sem hafði mjög sterk orð um "Kristna trú" þó ekki til að byrjar með, snérist út í það.
Mér brá þegar ég sá þessi orð og ég vona að sá sem skrifaði þau, hafi beðist afsökunar, ég get ekki svarað því, þar sem ég sæki ekki síður þar sem vegið er að trú minni öllu jafnan, það þjónar engum tilgangi að stofan til deilna við fólk sem er öndverðumegin þegar það kemur að trú og pólitík svo dæmi séu tekin.
Svo ég snúi mér aftur að þroskaferli bloggarans, viss málefni sem eru honum eða henni kær er allt það sem kemst að til að byrja með, skiljanlega, því annars væri það ekki skemmtilegt áhugamál. Það kemur fyrir að þessi sama persóna, bíti frá sér og úr því verða hatramar deilur, sem særir út frá sér, ef svo má að orði komast. En með tímanum þá fer bloggarin að venjast siðaboðskap bloggsins, sem er mjög sérstakt fyrirbæri, bloggarin ku hafa sömu áhugamál og hefur ekki vikið frá skoðun sinni eða trú þegar það kemur að þessu öllu saman, en hann er farin að sjá lengra, hann er farin að skilja að ef maður skrifar eitthvað þá verður maður að hafa það í huga hvort maður mundi segja það sama við einstaklingin ef maður sæti á móti þeim, t.d. á kaffihúsi. Þetta hef ég reynt að temja mér, en ekki alltaf gengið eins og vel og ég hefði getað óskað
Nú svo ég taki dæmi, DrE hefur stundað það að vera með yfirlýsingar sem eru særandi fyrir marga trúaða, og það hefur komið fyrir að mér finnst að minni trú vegið vegna skrifa hans, en, og hérna kemur bloggþroskinn inn í dæmið, "en" hann er að tala um málefni sem hann telur vera mikilvægt að deila með öðrum, ég þarf ekki að vera sammála honum, en ég þarf að virða hans skoðun og sína honum kurteisi, það hefur ekki alltaf tekist, enda er ég ekki neitt gróðurhúsa blóm, stundum eru erfiðustu skrefin að skoða sjónarhorn sem maður skilur ekki, og læra að virða þau, ræða málin málefnalega og koma sinni skoðun á framfæri við þann bloggara, án þess að gera lítið úr því sem viðkomandi er að reyna koma á framfæri. Þetta þroskaskref er erfitt, en vel gerandlegt.
"Varúðar skal gætt í nærveru sálar", þetta eru ekki innantóm orð, þetta eru orð sem við ættum öll að lifa eftir hvort sem við trúum eða erum vantrúuð, það er ekkert sem réttlætir persónuníð eða vanvirðingu, þetta gengur jafnt yfir alla. Það er fátt dýrmætara í þessum heimi en framkoma okkar við annað fólk, og sem trúuð persóna, þá geri ég mér fyllilega grein fyrir því að ég bý ekki í heimi sem er byggður upp af sykurpúðum og baðmull, orð mína hafa áhrif, þessi áhrif geta verið neikvæð þau geta verið jákvæð, en þau hafa áhrif og skilja eftir sig spor.
Orð ritningarinnar eru ekki vopn, þau eru til íhugunar, fræðslu og leiðbeininga, vissulega geta þau verið beitt og vissulega er í lagi að nota þau, en ekki til þess að særa eða gera lítið úr náunganum, við verðum að átta okkar á því að það sem við skiljum sem áminning eða leiðbeining, er öðrum sem árás og lítilsvirðing sakir vantrúar eða trúleysis viðkomandi.
Við sem trúum, erum trúuð ekki vegna þess að okkur er það meðfætt, heldur vegna þess að við upplifum trú á mjög persónulegan hátt, þessi trú er oft svo áþreifanleg að fólk sem er ekki á sama stað trúarlega fær það ekki skilið, og gera lítið úr þessum einstaklings trú sæmd og andlegu heilbrigði. Þetta er rangt, þetta er ljótt og þetta er engum til sæmdar. Ég skil háð, ég skil beitt háð sem er tekin með húmorinn að sjónarhorni, en ég fæ seint skilið grimmt háð, ég fæ seint skilið neina grimmd.
Kæru vinir og trúbræður, sækjumst eftir því að vera full af kærleika, og skilning, sækjumst eftir því að virða alla, sama hvar þeir eru í þjóðfélaginu, sama hversu ósammála við erum hinu og þessu, umvefjum hvern einasta aðila í blíðu og umhyggju, notum aldrei niðrandi orð, tölum aldrei niður til eins eða annars, sækjumst ávalt eftir friði, skiljum eftir spor sem eru Jesú til gleði og Guði til blessunar, ef það sem við skrifum eða segjum gerir það ekki, þá erum við að gera eitthvað sem við verðum að bæta úr. Tökum ekki þátt í deilum, stöndum vörð um sálu okkar og heillindi, látum skoðun okkar standa eða falla án þess að gera lítið úr orðum annarra og þeirra skilningi. Ræðum um málin sem eru okkur kær út frá okkar sjónarhorni, með það í huga að ekki allir munu skilja og ekki allir verða sammála og að það sé bara allt í lagi.
Hafi ég nokkurn tíman sært þig sem hér les með orðum mínum, bið ég þig að fyrirgefa mér, því sannleikurinn er sá að ég fæ ekki afborðið að særa neinn.
Nú svo ef þið hafið lesið alla þessa færslu þá fáið þið bónus, og þið getið treyst mér, ég tala helst ekki um þetta, en í tilefni dagsins og þá læt ég vaða, kæru vinir sem og aðrir netverjar, ég á afmæli í dag, ég er 42 ára, á þessum deigi fyrir 42 árum síðan, kl 8:05 að morgni fæddist ég inn í þennan heim, móður minni til gleði þó svo að ég hafi komið með miklum látum og hún hafi þurft súrefni, þá er ég hin rólegast í dag, kannski allt of róleg, en þannig er það nú. Hafið það sem allar best, Guð blessi ykkur og varðveiti í dag sem og allar daga.
Knús.
|
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Íhugun, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:42 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Falleg grein. Við þurfum ætíð að hafa þetta í huga og vera ávalt tilbúin að biðjast fyrirgefningar þegar við særum aðra.
Mofi, 4.4.2008 kl. 15:25
Ég er mjög sammála þér. Það er svo mismunandi hvað fer í fólk. Ef það er eitthvað sem særir fólk, er best að biðjast afsökunar. Auðvita getur haft ólíkar skoðanir og maður þarf ekkert að taka þær til baka, en almenn kurteisi og virðing er eitthvað sem allir ættu að temja sér.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 15:26
Takk Mófi, mér varð leiðinlega brugði við vinarmissinn, og vona að viðkomandi komi til baka, þó svo að það voru ekki orð mín sem ráku hann í burtu.
Linda, 4.4.2008 kl. 15:31
Sæl Nanna mín og vertu ávalt velkomin hér, já, við lifum og lærum eins og sagt er, og vonandi skiljum við eftir jákvæð spor.
Knús og kveðja til þín og Mófs líka til þín.
Linda, 4.4.2008 kl. 15:34
Ég tel mig ekki vera að gera neitt nema að benda á öfga sem eru skaðsamir fyrir allt fólk, meira að segja skaðsamir fyrir þína trú.
Manneskjan er mikilvægust í mínum huga, hún er svo langtum mikilvægari en trú getur nokkurn tímann verið, thats all im talking about.
Mestu óvinir trúarinnar eru þeir öfgatrúuðu.
DoctorE (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:42
Sæll DrE (ætla að kalla þig Diddi ;) ) þakka þér fyrir innlitið, já, ég skil hvað þú ert að gera, ég sé ekki alltaf nákvæmlega hvað þú ert að gera strax, þó aðallega vegna hvernig þú tekur stundum á málinu, en eins og með allt þegar betur er að gáð verður allt ljóst. Það má segja að í trúnni er líka vist þroskaferli, og oft í byrjun koma öfgar, en á endanum í flestum tilfellum nær sá trúaði jafnvægi, þó eins og þú bentir réttilega á, eru hardcore öfgamenn sem valda manni sorg, þeir eru sem betur fer ekki yfir það hafnir að vera ámynntir frekar en næsti maður.
Með vinarkveðju Diddi minn heheh.
Linda, 4.4.2008 kl. 15:57
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 17:27
en dásamlegur pistill Linda það er alltaf plús að minnast á Dokksa
takk fyrir þetta, má segja að séu orð í tíma töluð sem allt siðað fólk reynir að tileinka sér - og til hamingju með afmælið þetta er ekkert smá flottur dagur til að eiga afmæli á!
p.s falleg komment frá öllum
halkatla, 4.4.2008 kl. 17:28
Sæl Anna mín - þakka þér fyrir kveðjuna, já þetta er rosalegar fallegur dagur fyrir afmæli og ekki síst þar sem Reykjavík er í sól á blíðu þessa stundina.
Sæl Birna mín takk fyrir innlitið og sömuleiðis
Linda, 4.4.2008 kl. 17:32
úps, til hamingju með afmælið!
DoctorE (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 18:09
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com
Sæl Linda mín.
Nauðsynlegur pistill.
Til hamingju með afmælið.
"Hefi ég ekki boðið þér: Ver þú hughraustur og öruggur? Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." Jósúa 1: 9.
Megi almáttugur Guð blessa þig og framtíð þína.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.4.2008 kl. 18:59
Sæll Diddi (DrE) þakka þér fyrir kveðjuna
Hæhæ Einar - takk fyrir innlitið og kveðjuna
Sæl Rósa mín -En yndislega falleg Rós, takk fyrir það, fékk fallegar Rósir frá m og P og gæti ekki verið ánægðari, elska að fá blóm.
Knús og blessun til ykkar allra, já líka þín Diddi
Linda, 4.4.2008 kl. 19:23
Til hamingju með afmælið
Árni þór, 4.4.2008 kl. 19:23
Takk Árni
Linda, 4.4.2008 kl. 19:26
Hvað er að vera trúaður ?. Er það að kunna trúarjátninguna utanað eða er það að trúa vegna þess að maður veit að eitthvað er satt. Ég er trúaður nema þegar ég efast. Hvað er ég þá ?
Annars-- Til hamingju með afmælið og góð grein hjá þér.
kv. Mr. Hyde.
Diddi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 20:42
Besta grein sem ég hef nokkurn tíma séð koma frá þinni hendi. Takk Linda mín og er þetta AFAR þörf áminning! Guð blessi þig krútt!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.4.2008 kl. 20:43
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!!!!!!!!!!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.4.2008 kl. 20:44
Sæl Linda mín og þakka þér fyrir þessa áminningu hún er þörf. Ég vil óska þér til hamingju með daginn og ég bið Drottinn Guð að blessa þig í Jesú nafni Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 4.4.2008 kl. 20:44
Sæll Jekyl - þakka þér fyrir hrósið og afmæliskveðjuna
Hæ Haukur minn - vá þakka þér fyrir þínar kveðjur, ég bara roðna og er hálf upp með mér, enda afmælisdagurinn minn, svo það er örugglega í lagi
Sæll Alli - takk fyrir afmælis kveðjuna
Knús til ykkar allra
Linda, 4.4.2008 kl. 21:12
Til Hamingju með dag elsku Linda megi guð þig geyma.Þinn vinur Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.4.2008 kl. 21:45
Hæ Úlli minn þakka þér fyrir það, er bara í rólegheitum eins og fyrridaginn fer út að borða á morgun, það verður næs. Svo reyni ég að hugsa að ég sé eins og gott vín, verð bara betri og æðilegri með aldrinum
Knús
Linda, 4.4.2008 kl. 21:51
Komdu sæl Linda litla. Og til hamingju með daginn. Hugsa sér að eiga afmæli á 4/4 = 1 heill, hehehehe var þetta ekki svona í brotabrotum í stærfræðinni í gamla daga? Frábært. Og vertu velkomin í minn fámenna en þó góða bloggvinahóp. 42 ára, næstum því alveg eins gömul og hann Guðsteinn minn Haukur 32 ára. Er mér farið að förlast? jæja, það býttar engu, talan endar á tveimur. Það er alltaf gaman að eiga afmæli. Hugsa sér, ég verð tólf ára í haust. Sjáðu til, eftir að ég varð 50, þá legg ég bara saman þversummuna og sem sagt í haust verð ég 57 það er að segja 12. Er þetta ekki rétt hjá mér?
Þakka þér innilega fyrir pistilinn, hann er þarfur okkur öllum sém hér viljum skrifa. Þá sérstaklega okkur sem köllum okkur kristin. Okkur ber að hafa vaðið fyrir neðan okkur. Dæmið þér ekki svo þér verðið eigi sjálfir dæmdir sagði frelsarinn, þau orð ættum við að hafa að leiðarljósi sem trúað fólk. Veitist manni oft erfitt. Ég er nú svoddan fúría að ég má líka passa mig. Svo áminningin var þörf. Vopnið okkar er bænin, hún mun aldrei bresta. Oft hef ég mátt upplifa kraft hennar og styrk í gegnum lífið undanfarin 42 ár sem liðin eru síðan ég gafst Drottni. Bíddu, það er einmitt árið sem þú fæddist. ER ekki svo? 1966? Ja hérna, en fyndið. Það er svo spennandi að ganga á vegum trúarinnar, þó efinn nagi oft. En hver efast ekki? Engan trúaðan þekki ég sem ekki hefur einhverntímann efast.
Gangi þér allt í haginn nýja bloggvinkona mín, líði þér sem bezt. Með beztu kveðju.
Bumba, 4.4.2008 kl. 23:10
Til að byrja með til hamingju með afmælið
Þetta er alveg mögnuð grein hjá þér og sönn. Þetta er vandmeðfarið verkfæri bloggið og sérstaklega þegar maður er að skrifa um trúmál. Það verður að passa að vera ekki að skrifa eitthvað sem aðrir kunna að taka sem fordæmingu. Ég er mjög dugleg á útþurkunartakkanum þegar ég skrifa, og er stundum í vafa hvort ég á að setja inn eða ekki. Best væri ef allir hugsuðu jafn mikið um orð sín þá væri friðsælla í netheimum.
Flower, 4.4.2008 kl. 23:42
Vertu innilega velkomin hér inn Bumba, ég þakka þér fyrir skemmtilega athugasemd, ég verð þó að viðurkenna að þegar þú fórst að reikna þá hringsnerist heilinn á mér og augun í takt við það ekki falleg sjón Ég hef fylgst með athugasemdum þínum hjá bloggvini mínum og ég varð bara heilluð af þér og þínu hjarta.
Já þessi færsla var þörf í dag, bara fyrir hvern og einn sem bloggar, stundum verður fólk svo hatramt og árásargjarnt að manni bregður, og ég get ekki ímyndað mér að fólk almennt mundi koma svona fram við hvort annað, sæti það á móti hvort öðru á kaffihúsi, ég hef haft það að leiðarljós að spyrja sjálfa mig, mundi ég segja þetta við viðkomandi sætum við á móti hvort öðru, og svo líka, hvað mundi Jesú gera? Þetta hefur mun betri og jákvæðari áhrif, þó svo að það læðist frá mér af og til smá hæðni samanber færslu minni um vantrú og fyrsta apríl...obbósí.
Jú Bumba það koma dagar sem ég og við öll sem trúum stígum dans við efa, það er bara mjög eðlilegt, og það líður hjá eftir einhvern tíma, það gerir okkur ekkert minna einlæg í trú, bara ósköp venjulegar persónur með breyskleika.
Þúsund þakkir fyrir að gerast bloggvinur minn.
knús.
Linda, 4.4.2008 kl. 23:46
Sæl Flower mín þakka þér hrósið og kveðjuna þessi grein rann fram úr fingurgómum mínum í dag, eftir að ég frétti um afleiðingar atviks sem var því miður mjög leiðinlegt. Ég skrifaði þetta ekki til þess að dæma heldur til að minna sjálfa mig á að íhuga orð mín og skrif Þó svo að ég hafi ekki átt sök á neinu sem kom þessu máli við, ég vonaði líka á sama tíma að fólk fyndi samkennd með þessari færslu. Það eru skerf sem eru jákvæð og ég skil eftir mig með glöðu geði.
knús
Linda, 4.4.2008 kl. 23:51
Sæl aftur afmælisbarn. Ætla að koma þvi að, að ég var svo lélegur í stærðfræði þegar ég var í skóla, hæzta einkunn sem ég fékk var 6.9 í margföldunartöflunni, hehehehehe. Svo það er ekki furða þó allt hringsnérist í kringum höfuðið á þér áðan. Nóg um og góða nótt. Með beztu kveðju.
Bumba, 4.4.2008 kl. 23:52
Ég vona Linda að þú hafir ekki tekið innleggi mínu sem gagnrýni eða ábendingu um fordæmingu á aðra Þetta var nú bara svona framlenging á þínum hugleiðingum svo að það sé á hreinu.
Flower, 5.4.2008 kl. 00:02
Elsku Flower, engan vegin, mér þótti einmitt mikið til orða þinna koma, ég er svo innilega sammála þér ég gleymdi hinsvegar að segja að ég kannast mjög vel við "back" eða delete takkan á lyklaborðinu, hann hefur verið óspart notaður af minni hálfu. Ég er bara orðin þreytt og því hef ég ekki komið því sem ég vildi til skila, nægilega vel.
Knús vina
Jemin eini Bumba þú náðir þó 6.5 hehe, ég man ekki hverju ég náði, ég hlýt bara hafa vilja gleyma því, þannig er það nú með miður skemmtilega hluti
Linda, 5.4.2008 kl. 00:07
Sæl Linda mín.
Innilega frá hjartanu,TIL hamingju með afmælisdaginn þinn.
Þessi grein þín er frábær,hnitmiðuð,málefnaleg og þér til sóma.
Algóður Guð blessi þig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 03:31
Sæll þórarinn - þakka þér fyrir kveðjuna og hrósið.
Knús
Linda, 5.4.2008 kl. 10:24
Til hamingju með daginn og megir þú eiga marga góða framundan :)
Hressandi að lesa færslu sem lýsir þroskaferli bloggarans, þetta er eitthvað sem flestir ættu að nýta sér, sérstaklega til þess að við getum rætt málin saman þó fólk hafi sitthvorar skoðanir, og án þess að allt endi í sandkassa-skítkasti :P
Góða helgi og njóttu dagsins, flott veður sem þú fékkst
kiza, 5.4.2008 kl. 11:52
Frábær grein. Manni blöskrar nefnilega oft virðingarleysið á blogginu og stóru orðin sem þar eru látin fjúka.
Ef til vill hefur maður sagt eitthvað sjálfur sem aðrir hafa tekið illa, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því hvernig t.t. orð yrðu túlkuð. Oftar en ekki skiptir orðalagið einfaldlega miklu máli á blogginu, þar sem að erfitt er að sýna með líkamlegri tjáningu (eins og brosi) að maður meini vel. (líklega til þess sem broskallarnir eru hugsaðir ). En ég segi eins og þú, að ég vil helst ekki særa neinn.
Og ég var búin að óska þér til hamingju með afmælið í gærkveldi, en geri það aftur núna.
Bryndís Böðvarsdóttir, 5.4.2008 kl. 13:47
Sæl Jóna Svala, takk fyrir að lesa þessa færslu, þúsund þakkir fyrir afmælis kveðjuna, bara yndislegt að fá heillaóskir.
Sæl Bryndís mín - tvöföld kveðja frá þér er bara yndislegt. Takk fyrir að skrifa álit á greininni, ég met það mikils og ég met það reyndar mikils við ykkur öll sem hér skrifa.
Knús
Linda, 5.4.2008 kl. 14:11
Va hvad tetta var falleg bloggfaersla. Svo sonn.
Og ad lesa kommentin - tetta minnir mann bara a jolasoguna ur fyrri heimsstyjoldinni - tegar allir somdu vopnahle og gloddust saman Vonandi bara fer folk ekki aftur ofan i skotgrafirnar
Evil monkey, 5.4.2008 kl. 17:37
HÆ E-monkey - hehe, ég er svo vongóð fyrir okkur öll, það gleður mig svo að sjá svona samskipti, Takk kærlega fyrir innlitið.
knús
Linda, 6.4.2008 kl. 00:37
Frábær færsla.
Síðbúin afmæliskvðaja
Sigurður Þórðarson, 6.4.2008 kl. 08:56
Til hamingju með afmælið,þó seint sé
Elsku Linda,ég fæ mikla uppörvun að lesa bloggið þitt og er svo þakklát fyrir þig hér
Þetta voru góð orð og áminning fyrir okkur öll
Guð blessi þig
Ruth, 6.4.2008 kl. 10:00
Takk Sigurður
Sæl kæra Ruth það er gaman að vita að það sé gott að koma hingað inn, það er það eina sem skiptir máli með þetta blogg. Ég ætla reyna að hafa meiri íhuganir og svoddan, svo að fólk geti farið beint þar inn, ef það vill ekki lesa um eitthvað sem er bundið erfiðleikum annarra, þar sem ég mun halda áfram að taka á, svona af og til, málefnum hinnar ofsóttu kirkju út í heimi. Ég held að það sé gott fyrir okkur að vita um þau mál, eins og ég segi í greininni við erum ekki vafin í sykurpúða og baðmull þó við höfum okkar trú. Mér þykir bara stundum erfitt að finna jafnvægið, svo ég held áfram að þreyfa mig í rétta átt, vonandi
knús
Linda, 6.4.2008 kl. 14:01
linda, guð er svo sannarlega í skrifum þínum
Adda bloggar, 6.4.2008 kl. 18:29
Til hamingju með afmælið og lika sannleiksorðin hrein.
Aida., 6.4.2008 kl. 18:38
Sælar Adda og Arabína - þið eruð svo yndislegar báðar tvær, og það er svo innilega gaman fá heimsókn frá ykkur. Guð á dýrðina, ég skrifaði bara það sem mér lá á hjarta og það gleður mig að sjá viðtökurnar.
knús
Linda, 7.4.2008 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.