Ráðherrar vor og einkaþotur

Stéttaskiptin Íslendinga er orðin hrópandi augljós, þetta vitum við flest sem höfum eitthvað smá vit í kollinumWink Þegar höfðingjar þessa lands eru farnir að fjarlægjast það sem er nægilega gott fyrir almenning, eins og t.d. "Saga Class" (ok in my dreams) ég sé fyrir mér að þeir munu innan skamms ganga með vasaklút fyrir vitum sér, svo að almúga lyktin verði þeim ekki ofviðaWhistling

En, hvað, að fljúga í einkaþotu er bara svalt, þar að segja ef stór hluti þjóðarinnar berðist ekki bökkunum þessa dagana, ef stór hluti öryrkja geta ekki séð fjölskildum sínum farboða, ef stór hluti eldri borgar hafa ekki efni að kaupa lyf eða þarf að fórna matar venjum svo hægt sé að kaupa lyf, ef stór hluti þjóðarinnar þyrfti ekki að telja hverja krónu ofan í sig og sína.  þetta er vissulega bara ekkert tiltöku mál, því eins og fyrridaginn virðist þetta fara eitthvað fram hjá okkar "ekki svo höfðingjalegu" ráðherrum.

Smella hér á raunkostnað við þessa einkaþotu ráðherra, frétt er af Vísi.is

Animated-Gifs
Animated Gifs

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

já en Linda, sko, það er svo hræðileg tímasóun fyrir alla heimsbyggðina ef jafn vinnusamir forráðamenn þjóða einsog Imba og Geiri þurfa að bíða heillengi inná flugstöðvum () ég er líka búin að "skemmta" mér við að lesa fréttir af þessu inná visi.is í dag, Ögmundur er náttlega brjálaður en Vilhjálmur Egilsson hélt því fram að einkaþotuósóminn væri betri en að láta svona merkilegt fólk sóa tíma sínum inná flugstöðvum. Spáið í klikkun og siðferðislegri þroskahömlun hjá flestu þessu valdamikla fólki

og í fúlustu alvöru talað, þetta er þeim til ævarandi skammar og þau geta ekki talað sig útúr þessu  

halkatla, 2.4.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Linda

Nákvæmlega, maður hlær af bullinu, grætur af heimskunni ef svo má að orði komast.  ætla smella inn 49 Davíðssálmi að hluta til hér og svo smellið hér til að lesa hann allan.

6Hví skyldi ég óttast á neyðartímum
þegar heift svikara ógnar úr öllum áttum?
7Þeir reiða sig á auð sinn
og stæra sig af ríkidæmi sínu.
8En enginn fær keypt bróður sinn lausan
eða greitt Guði lausnargjald fyrir hann,

Linda, 2.4.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gaaaaaarg! Í tilvísun þinni stendur:

Samkvæmt upplýsingum Vísis er 10 manna föruneyti frá forsætis- og utanríkisráðuneytinu á leiðinni til Búkarest og samanlagður kostnaður vegna ferðar af þessu tagi ætti því að vera rúmar 1300 þúsund krónur, ef skynsamlega væri haldið utan um budduna það er að segja.

Og spurningin er; er þetta 1.3 milljónir á mann eða á línuna? Hvernig sem það er, þá er hægt að fæða margar fjölskyldur fyrir þessa upphæð, og eins og Anna Karen segir hér ofar þá er þetta þeim til ævarandi skammar!

Svona svipað og ríki Kóngurinn sem svelti lýðinn og lumskraði útúr þeim háa skatta. Hann lifir í vellystingum á meðan þjóðin hans sveltur.

Vei þessu spillta fólki!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2008 kl. 16:42

4 Smámynd: Linda

Einmitt!!!, er peningum skattgreiðanda ekki betur varið? Þetta er bara enn annað dæmi um þessa þingvalla stjórn og hvernig hún ofbíður fólki daginn út og daginn inn.  Þeir ættu einfaldlega að skammast sín þetta er misnotkun og ekkert annað.  Ég vona svo sannarlega að þeir hætti þessu bruðli.

kv.

Linda, 2.4.2008 kl. 16:48

5 Smámynd: Linda

Það virðist vera þeim eitthvað torskilið að þeir eru ekki æðri okkur, þeir eru að vinna fyrir okkur, ekki öfugt, þeir eru þjónar þessa lands ekki konungar þess. Kannski er kominn tími til að þeir átti sig á þessu, svona ef það er ekki heilafrumum þeirra ofaukið.

Linda, 2.4.2008 kl. 16:50

6 Smámynd: halkatla

ég hefði haldið að ISG væri aðeins klárari í kollinum en þetta, hún lítur nefninlega út fyrir að vita lengra en nef sitt nær ólíkt Geira, en neibb...

frábær samlíking þetta með spillta kónginn og þegnana! 

halkatla, 2.4.2008 kl. 17:19

7 identicon

Það kom einhverskonar "útskýring "á þessu hjá þeim.Ekki þýkir mér þetta flottur gjörningur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:25

8 Smámynd: Flower

Nei látið ekki svona, þetta er allt of merkilegt fólk til að ferðast með almúganum. Segir það sig ekki eiginlega sjálft. Svona eða þannig

Flower, 2.4.2008 kl. 22:53

9 Smámynd: Linda

Sæl Anna, veistu ég verð bara að viðurkenna það að ég hef aldrei haft neitt hátt álit á ISG, hún hefur farið rosalega í mína síðustu, hef aldrei treyst henni....svo þetta kemur mér ekkert á óvart, gæti gert það hjá þeim sem hafa sett hana á stall.og það er engin gleði í því...

Sæl Birna, já ég heyrði þá útskýringu, I´m not impressed Það er alltaf erfitt að fá peninga til þess að leiðrétta misrétti í samfélaginu, en það er alltaf svo auðvelt að fá peninga til þess að eyða í vitleysu..pólitík er einfaldlega spillt.

Sæl Flower,nákvæmlega, en við almúginn erum víst of vitlaus til þess að taka eftir svona bruðliÉg vona svo sannarlega að þeir hafa meira vit í kollinu en að halda slíkt, e.t.v. er það þó langsótt von (dæs)

knús og kv

Linda, 2.4.2008 kl. 23:22

10 Smámynd: halkatla

hún hefur aldrei virkað á mig sem næs heldur Linda, alltaf litið út fyrir að vera köld, en það bara skín í gegn hvað þetta er greind kona, og hún getur alltaf svarað fyrir sig og haldið kúlinu.... þetta verður hinsvegar hennar banabiti því fólkið sem hefur stutt hana hefur haldið í vonina um að það væri innihald í henni - þú hefur bara séð hið rétta mun fyrr.

Æ jámm, þetta mál er mjög leiðinlegt og svekkjandi, en það er hægt að líta á björtu hliðarnar - við vitum þó núna hverskonar durgar það eru sem eru í valdamestu embættunum hér og hvernig það þýðir ekkert fyrir venjulegt fólk að taka þátt í þessari vitleysu. Það er tímasóun að kjósa og fólk á bara að hætta því. Í virðulegasta embættinu situr líka algjör durgur sem hugsar bara um einkahagsmuni sína - ég myndi frekar vilja fá algjöran jólasvein á Bessastaði heldur en þann durt (ég var sko mesti forsetaaðdáandinn þartil ég heyrði viðtal við hann fyrir nokkrum mánuðum síðan þarsem hann missti óvart útúr sér mjög kaldranalegt freudian slip sem sýndi inní hans köldu og sjálfhverfu sál) 

Kassí og Karí biðja að heilsa

halkatla, 2.4.2008 kl. 23:45

11 Smámynd: Linda

Oh man oh man, Anna segðu mér hvað hann sagði, sendu mér það bara á meili, svo við gosipum ekki hér

Knús frá Pipp og Snúði

Linda, 2.4.2008 kl. 23:49

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Þessum peningum hefði betur verið varið í þarfari málefni. Það má gera ýmislegt fyrir 7.2 milljónir. Það er kominn tími til að almenningur sýni samstöðu og segi hingað og ekki lengra.

Baráttukveðjur fyrir réttlætinu/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.4.2008 kl. 01:21

13 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Ég á einkabíl er að spara fyrir þotu! En hvar fær maður svona bumbuhaldara? (Sjá mýsnar sem halda uppi bumbu Grettis)

Aðalbjörn Leifsson, 3.4.2008 kl. 19:24

14 Smámynd: Linda

heyrðu þú þarft að gerast ráðherra, svona heldur almúginn þinni mikilmensku á floti, muahahahahha

Linda, 3.4.2008 kl. 19:39

15 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Eigum við ekki bara að senda þau með hestvagni...

Hverslags öfund er þetta. Ég treysti þessum mönnum fullkomlega til að gera þetta rétt.

Hvað með það að menn fljúgi með einkaþotu... Þetta er smáborgara háttur af verstu sort.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 3.4.2008 kl. 20:00

16 Smámynd: Linda

Sæll Eiríkur - þetta bruðl og ekkert annað, þegar almenningi er sagt að herða sultarólina, því fjárhaglega erfiðir tímar eru framundan, þá er lágmark að ráðherrar þessa lands framfylgi orðum sínum í verki. Einkaflugvél er bruðl og ekkert annað. Hér er hvergi að finna smáborgara, hér finnur þú Íslendinga sem láta ekki vaða yfir sig á óhreinum skónum sættu þig við það.

Takk fyrir heimsóknina.

Linda, 3.4.2008 kl. 20:06

17 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

"Bruðl" er slagorð án innihalds...hvar er bruðlið og hvers er að meta?

Hver er að segja almenningi að herða sultarólarnar???Ég kveiki á Speglinum á ruv og heyri um þessa kreppu...Það eru ekki fjárhagslega erfiðir tímar framundan...nema þú eigir hlutabréf eða eitt um efni fram og skuldar. Það eru svoleiðis bullandi kauptækifæri á markaði... Linda ef þú villt auðgast þá er tíminn í dag, ekki láta tala þig í kreppu. Stattu upp og taktu þér nú dugandi stöðu og vertu í vinningsliðinu. Það eru æðislegir tímar framundan.

Framundan er eitt mesta framfaraskeið íslandssögunar vertu með Linda! Spilaðu Sókn, ekki missa af þessu tækifæri.

Nema auðvita að þú viljir hitt.

Mitt blogg heitir Velur. Er það vegna þess að ég vel á hverjum degi hvort ég sé Guðs eða ekki, fari með Bænir eða ekki, haldi Hvíldardag eða ekki. Við erum alltaf að velja. Núna þegar ég fór út að ganga með konunni minni þá hafði ég val um að horfa á þessa ógeðfeldu verksmiðju í hverfinu eða í fögur augu konunnar minnar. Ég valdi fegurð og kyrrð og sá ekki annað.

Veldu

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 3.4.2008 kl. 21:29

18 Smámynd: Linda

Eiríkur, ég ætla að biðja þig um að hætta þessu bulli, þetta er bruðl, ekkert annað, það gengur kannski vel hjá þér og allt litað bleikum roða í kringum þig, en það er bara ekki þannig hjá öllum, og á meðan ráðamenn þessa lands segja eitt og gera annað, þá vinna þeir gegn samfélaginu, það er óásættanlegt.  Hvort sem mín fjárhagsaðstaða er betri eða verri en næsta mans er ekki einu sinni inn í þessu dæmi, heldur er það að það er fólk í okkar landi, sem eiga ekkert, þeim er haldið niðri, aðstæður þar á baki geta verið margvíslegar, og á meðan þannig ástand er í þessu þjóðfélagi, þá mun ég ekki láta kveða mig niður þegar ég tala um "Bruðl" ráðherra vor, þeir er þjónar okkar, ekki konungar okkar, og meðan ég er að skrifa þetta, þá þykir mér tími komin að einka bifreiðar ráðherra, verði notaðar, einungis við valin tækifæri, þeir geta vel keyrt sjálfir til vinnu, vel á minnst þeir ættu e.t.v. að fara keyra saman í vinnu, sína fórdæmi til sparnaðar á bensín kostnaði sem og minni mengun, ég get haldið endalust áfram og ég kaupi ekki velmegunar kjaftæðið sem kemur frá þér, og ég bið þig um að predika það ekki hér.

Takk fyrir innlitið.

Linda, 3.4.2008 kl. 23:08

19 Smámynd: Linda

Ég var kannski full harðorða þarna í síðasta innleggi mínu, en, ég skrifaði það og því stendur það áfram. Þessi umræða er lokið að minni hálfur Eiríkur, við erum öndverðu megin í þessu sem og öðru, og það þjónar engum tilgangi að ræða það neitt frekar. Ég styð "fólkið" þú styður kapitalisman, slíkt á ekki samleið, þannig er það nú.   

Takk fyrir innlitið.

Linda, 3.4.2008 kl. 23:26

20 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég styð ekki neitt, ég bara asni sem vel.

Það er engin harðorður og eingin ástæða fyrir afsökun mín kæra Linda. Ég er ekki einausinni kapítalisti...

Með einlægri vinsemd og virðingu

Eiríkur Ingvarsson

PS. Með þessu áframhaldi verður þér boðið í Kaffi...

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 3.4.2008 kl. 23:45

21 Smámynd: Linda

 Góður, ég tek það gott og gilt að þú sért ekki kapítalisti, það er mikill léttir Svo framarlega sem kaffi sé ekki decafinated þá er aldrei að vita nema að ég þiggi boðið

Takk aftur fyrir innlitið

Með vinsemd.

L.

Linda, 3.4.2008 kl. 23:55

22 identicon

Komdu sæl Linda mín og þið öll.  Í dag er aðalmálið  að UPPHEFJA og TAKA á því máli sem Öryrkjar og fleiri hafa verið neyddir til að þola.Það er langur vegur frá að Öryrkinn sé með tærnar þar sem VORU  skóför láglaunafólksins.þess vegna er beinlínis verið að storka beiningafólkinu,með því að sýna því og öðrum.          Sko við flúgum á meðan við ljúgum..og ekkert minna en privatos JET for us.       En hvað lengi ? Og svo þetta. Haldið þið ekki að það kæmi sér vel fyrir FÁTÆKRAHJÁLPINA og mæðrastyrksnefnd og fleiri AÐ FÁ ÞESSA MILLJÓN Á DAG, SEM FJÁRMÁLARÁÐHERRA ER AÐ BORGA Í DRÁTTARVEXTI ÚT AF  af HÆSTARÉTTADÓMI....OG HANN MAN  EKKI af hverju Ríkið þarf að Greiða Þetta. Er þetta NANO alzheimer.?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 01:45

23 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Linda þú átt hrós skilið frá mér og stendur vaktina vel og lætur ekkert bull viðgangast.Eiríkur með hvaða peningum á venjulegt fólk sem á ekki fyrir nauðsynjum að kaupa í þessu sanna uppgangi þínum og tækifærum,

Ég veit ekki betur en þitt lið sem þú lítur svona upp til og dáir svo mikið sé meira og minna búin að stela eignum almúans og deila því á milli sín fyrir slikk.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.4.2008 kl. 06:54

24 Smámynd: Linda

Sæll Þórarinn, nákvæmlega, þetta er baráttu mál fyrir alla þegna landsins, takk kærlega fyrir að benda á þetta.

Úlafar minn, góði vinur, þakka þér fyrir þín fallegu orð.

knús

Linda, 4.4.2008 kl. 15:23

25 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Nei Linda það er ekki decafinated...Hvað get ég sagt ég lifi á brúninni.

Varðandi Öryrkja, Linda hvar er þú, hér vantar leiðtoga....tak þér stöðu og vert þú leiðtogin. Hér vantar hæfileikaríka konu sem er tilbúin að láta til sín taka. Núverandi leiðtogar hafa til langs tíma náð að kæfa alla nýliðun í nefndum og ráðum öryrkja. Vinstri eða Hægri....Hér vantar baráttukonu.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 4.4.2008 kl. 18:16

26 Smámynd: Linda

Þú segir nokkuð Eiríkur ég er ekki svo sterk, tek svo margt inn á mig, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér, nema moi og stjórnmál, now thats just plain scary

Mk.

Linda, 4.4.2008 kl. 19:39

27 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Linda...það eru tómir #$%$$$## þarna fyrir og þú er ekki verri en steingrímur eða ögmundur...

Get a grip...veistu smokkurinn veitir ekki einu sinni fullkomið öryggi. Vinur minn hafði einn í vasanum og varð fyrir strætó.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 4.4.2008 kl. 23:11

28 Smámynd: Linda

 ok ok, ég vona samt að ég sé engan vegin lík þeim aðilum sem þú nefnir sem eru eins og blót á minni síðu, ahemm..Góður húmor. 

kv.

Linda, 5.4.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband