19.3.2008 | 14:49
Fyrirgefning: bréf frá föður til morðingja sonar síns.
Eftirfarandi bréf var skrifað til mans sem er dauðadæmdur fyrir að valda dauða mans, sá sem skrifar það er faðir hins látna.
Þú er sjálfsagt hissa á því að ég skuli yfir höfuð skrifa þér þetta bréf. En ég bið þig um að lesa hvert einasta orð og íhuga beiðni mína mjög alvarlega. Sem faðir unga mannsins sem þú tókst þátt í að deyða, þetta er mér afar mikilvægt.
Ég fyrirgef þér. Af öllu mínu hjarta, ég fyrirgef þér. Vissulega geri ég mér grein fyrir því að þetta er erfitt fyrir þig að trúa, en staðreyndin er samt sú að ég fyrirgef þér. Þegar þú játaðir aðild þína að atvikinu sem leiddi til dauða sonar míns og baðst mig um að fyrirgefa þér, þá gerði ég það um leið. Ég vona bara að þú trúir mér og sért tilbúin að taka á móti þessari fyrirgefningu.
Þetta er ekki það eina sem ég vildi koma á framfæri til þín með þessum skrifum. Ég vildi gera þér tilboð... Ég vil fá að ættleiða þig, sjáðu til sonur minn sem dó var minn einkasonur og mig langar svo að deila lífi mínu með þér og gera þig að erfingja af öllu því sem ég hef. Ég veit að þetta er þér og öðrum gjörsamlega óskiljanlegt, en ég tel einfaldlega að þú sért þess virði. Ég hef komið því í kring að þú munt hljóta fullkomna fyrirgefningu og sýknun af gjörðum þínum, þú munt líka verða frjáls maður. Dauðdómur þinn er afnuminn. Kjósir þú að taka þessu tilboðið mínu munt þú verða ættleitt barn minn og erfingi alls sem ég á.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta er ólíklegast tilboð sem þú hefur fengið, og þú er íhugar jafnvel að hafna því algjörlega, en, þú getur treyst mér fullkomlega. Þú hugsar kannski að ég sé heimskur fyrir það að bjóða þér þetta, sérstaklega í ljósi þess að sonur minn dó vegna gjörða þinna, en ég hef einfaldlega óendanlegan kærleika og fyrirgefningu í hjarta mínu handa þér.
Í lokin, sem sonur minn og erfingi þá þarft þú aldrei að hafa áhyggjur af því að ég muni hafna þér eða taka frá þér arfinn sem ég hef lofað þér, þó svo að þú gerir mistök. Slíkt er af og frá, því ef ég get fyrirgefið þér þína hlutdeild í dauða sonar míns, þá get ég fyrirgefið þér hvað sem er. Þú ert ekki fullkomin, þú þarft ekki að vera fullkomin til þess að samþykkja tilboð mitt. Raunin er sú að þegar þú sérð hvað ég get gefið þér þá mun þú sína þakklæti þitt og tryggð alltaf. (Næstum því alltaf)
Sumir munu eflaust telja mig vera flón fyrir að bjóða þér þetta, en mín heitasta bón er sú að þú kallir mig föður þinn.
Af einlægni,
Faðir hans Jesú.
Íhugun - Núna á næstu dögum fer fram helgasta hátíð Kristinna manna, og það er svo auðvelt að gleyma því sakir anna hvers vegna næstu dagar eru frídagar hvers vegna þeir eru háhelgir. Ég vil biðja ykkur að íhuga með mér hvers vegna við höldum þessa helgu hátíð, munið að Jesú tók á sig okkar misgjörðir okkar syndir og hvað bað hann okkur um í staðinn að sækjast með honum í faðm föðurins að treysta Guði í einu og öllu að ganga fram í trú og kærleika og þakka fyrir það sem okkur er gefið. Hefur einhver annar elskað þig svo mikið að hann var tilbúin að deyja fyrir þig svo þú yrðir með honum hjá föður hans, föður okkar. Enginn annar hefur dáið fyrir mig. Páskarnir eru ekki súkkulaði og ferðalög, þó svo að slíkt sé gaman, Páskarnir eru von um líf og sigur yfir dauða, Gyðingarnir muna Páskana líka, þegar blóð lambsins var sett á hurðir hýbýla þeirra, svo dauðinn mundi ganga þar framhjá. Jesú er lamb lífsins hann er blóðið sem var úthelt fyrir okkur mennina, hvílík náð sem við eigum í Jesú. Kæru vinir njótið Páskanna, en ekki gleyma ástæðu þeirra.Vegna áskorunnar frá trúbræðrum þá hef ég tekið út orðið myrða í greininni, (þó svo að frumbréfið noti orðið Murder)Ég vil benda fólki á að þetta er dæmisaga, um fyrirgefningu, fyrirgefningu sem er svo fullkomin að jafnvel dauði hefur ekkert vald yfir henni, okkar eigin vankantar og miskunnleysi getur ekki barist gegn henni. Fullkomin fyrirgefning fullkomin kærleikur í okkar garð.
**Allar athugasemdir sem gera lítið úr trú minni og annarra á Jesú munu vera fjarlægðar, allur dónaskapur mun vera fjarlægður.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt 21.3.2008 kl. 00:48 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
hver er viðtakandi bréfsins?
Brjánn Guðjónsson, 19.3.2008 kl. 15:21
Hver heldur þú að sé viðtakandi bréfsins.? En, ég skal svara þér, við erum viðtakandi bréfsins.
Mk.
Linda, 19.3.2008 kl. 15:24
við? ertu að halda því fram að ég beri ábyrgð á dauða manns sem ég hvorki hef séð, heyrt, né komið nærri og það tæpum 2000 árum áður en ég fæðist. ó nei. ég fyrirbýð mér þesslags talsmáta.
Brjánn Guðjónsson, 19.3.2008 kl. 15:33
Þú hefur fullan rétt á því að hafna boðinu frá Guði.
kv.
Linda, 19.3.2008 kl. 15:35
Flott bréf Linda, takk :)
Brjánn, ég myndi frekar líta á þetta sem útskýringu á eðli fagnaðar erindisins. Þú berð ekki ábyrgð á dauða Krists, því er ég alveg sammála. Þú berð ábyrgð á eigin gjörðum og hugsunum, ef þú hefur logið, stolið, gerst sekur um græðgi, hatað eða öfundað þá ertu sekur um illsku og átt ekki skilið eilíft líf. Það mun koma sá tími er Guð eyðir allri illsku úr heiminum og þá munu þeir sem eru sekir verða eytt.
Mofi, 19.3.2008 kl. 15:46
Þetta er táknrænt. Þarna er verið að meina að við mennirnir, í allri okkar mannvonsku (sum okkar bókstaflega morðingjar, en til eru andleg morð eins og þegar við segjum eitthvað ljótt við fólk), við erum syndug upp til hópa og morðingi er hér notað sem táknmynd fyrir það. Samt fáum við fyrirgefningu Guðs, þrátt fyrir að við séum sek um að brjóta boðorðið gegn náunganum um að elska hann.
Hvert sinn sem við brjótum á náunga okkar erum við að brjóta gegn Guði. Hvert sinn sem við gerum eitthvað gott fyrir náungann erum við að gera eitthvað fyrir Guð. Þar sem að okkur brestur öll kærleika upp að vissu marki, þá á þetta bréf á sinn táknræna hátt, vel við okkur. Ekki satt?
Bryndís Böðvarsdóttir, 19.3.2008 kl. 15:47
Ég ætla ekki að móðga þig en allt þetta dæmi með jesus stuðar mig rosalega. Að hans þjáningar skuli vera settar hærra en börn sem kveljast þusund sinnum meir en hann gerði, algjörlega saklaus. Ekki eru þau sett á stall. Jesus dó ekki fyrir mig, hann yfirgaf okkur, gafst upp á okkur, fór bara því við vorum ekki nógu góð fyrir hann.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.3.2008 kl. 15:48
Hver segir að þjáning Jesú sé sett á hærri stall en þjáningar barna?
Bryndís Böðvarsdóttir, 19.3.2008 kl. 15:51
Sæl Halldór minn ég sé að skilur þetta.
Sæl Byrndís mín - nákvæmlega, þetta er nákvæmlega málið og það er í þessu sem við eigum von.
Sæl Nanna mín ég er alls ekki móðguð, þetta er þín skoðun. Mér þykir leitt að þú haldir að Jesú hafi yfirgefið þig, hann hefur aldrei gert það, það erum við sem yfirgefum hann.
Linda, 19.3.2008 kl. 15:54
Nanna, ef það er satt að þegar þú deyrð að þá mun Guð dæma þig, heldurðu að þú ættir skilið að komast til himna?
Mofi, 19.3.2008 kl. 15:56
Flott bréf,ég þigg boðið með þökkum.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.3.2008 kl. 16:00
Sæll Ólafur takk fyrir innlitið. Já ef ég gæti svarað þinni spurningu væri ég ótrúlega rík. En ég skal reyna að svara þér út frá minni sannfæringu og ég vona að þú takir hana góða og gilda.
Guð er kletturinn sem ég stend á, hann er loftið sem ég anda, hann er barnið sem ég held á, hann er ´smáblóm vorsins, hann er allt sem er í okkar umhverfi, hann er innrisannfæring og félagi, hann er sá sem ég get talað við um allt, hann leiðbeinir þeim sem hans leita. Hann bíður þolinmóður eftir þeim sem sjá hann ekki. Hann er ríki er innra með okkur í þessu lífi og þegar við loksins sjáum hann þá erum við komin inn í það ríki sem Jesú boðaði....
Eins og sagði þá er þetta mín sannfæring, og engin þarf að vera sammála, en það er allt í lagi að virða hana
Linda, 19.3.2008 kl. 16:02
Takk Úlli minn þú skildir, þúsund þakkir fyrir það.
Ég bið fólk um að íhuga bréfið sem dæmisögu, eins og Bryndís bendir á þá erum við öll sek um vangjörðir, hatur er andlegt morð t.d. Jesú dó fyrir syndir okkar, hann vissi að við gætum aldrei nálgast Guð á þeim forsendum sem t.d. GT leiðbeinir til um, slíkt er venjulegum manni ógerandlegt. Þess vegna dó hann þess vegna leyfði Guð að hann yrði myrtur (deyddur) vegna þess að við erum svo ófullkomin og getum verið svo grimm við hvort annað. Stundum þarf sterk orð til að koma einhverju til skila, en, ég skal með fússum vilja breyta orðinu morð (þó frumbréfið noti orðið murderer) og skrifa deytt, ef það breytir einhverju. Munið að hver og einn sem tekur afstöðu til Guðs til Jesú er hólpin, fyrirgefningin er fullkomin og dásamleg, það er kjarni bréfsins.
Ég bið að Guð blessi ykkur og varveiti.
Linda, 19.3.2008 kl. 16:15
"Ég þekki leiðina út úr helvíti" sagði Ghandi við hindúann sem kom til hans grátandi og í öng eftir að hafa drepið ungan múslímadreng í bræðikasti vegna þess að herskáir múslímar höfðu drepið fjölskyldu hans. "Finndu munaðarlausan múslímadreng" hélt Ghandi áfram, " taktu hann að þér og vertu honum sem faðir. En gættu þess að ala hann upp sem múslíma"
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2008 kl. 16:44
Sæll Svanur, takk fyrir innlitið. Ég þekki líka leiðina frá eylífum dauða og fjarveru frá Guði. Að sýna kærleika, miskunn og fyrirgefningu að reyna eftir bestu getu að muna Jesú í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur, þá verður það ekki lengur spurning um hvort við verðum dæmd til "helvítis" . Góð spurning sem við getum notað þegar það kemur að okkur sjálfur er "hvað mundi Jesú gera" í þeim aðstæðum sem við erum í á þessari stundu. Ég er viss um að heimurinn væri mun betri en hann er í dag.
kv.
Linda, 19.3.2008 kl. 16:55
Svanur, það er auðvitað gott að gera góð verk en þetta góðverk vakti ekki upp drenginn sem var drepinn. Þetta er eins og maður frammi fyrir dómstólum, sekur um morð og vill að honum sé sleppt því að hann ættleiddi munarleysingja. Það er gott og blessað að ættleiða en hann er samt sem áður sekur um morð og ekkert sem hann getur gert getur tekið það til baka.
Mofi, 19.3.2008 kl. 16:58
Mófi skrifar:morð og ekkert sem hann getur gert getur tekið það til baka.
Moi:þetta er vissulega rétt þegar það kemur að mannlegum dómi, sá sem myrðir er sekur um morð og þarf að sitja sinn dóm. Hinsvegar getur sá sami iðrast gjörða sinna og fengið fyrirgefningu bæði frá Guði og mönnum, þó svo að hann þurfi að afplána sinn veraldlega dóm áfram. Ritningin er skýr á þessu þeir sem fyrirgefa misgjörðir annarra munu fyrirgefningu hljóta. Þetta er eitthvað sem við verðum að hafa í huga og spyrja okkur svo "hvað mundi Jesú gera", ef við gerðum í því að íhuga hvað hann mundi gera þá væri það mun auðveldara að syndga ekki upp á náðina. (sú synd gæti verið reiði, afbrýðissemi, hatur, os.f.v. svo dæmi sé tekið.)
Ég verð að ítreka það aftur að bréfið er dæmisaga, hver og einn verður að skoða ritninguna fyrir sig, ég þýddi þetta bréf af því mér þótti kærleikurinn í því svo yndislegur og það er svo mikil von í Guði, en hver og einn verður skoða þetta í þeim anda sem það er sett fram ekki til að koma á deilum heldur bara til þess að minna á hvað við eigum í Jesú í Guði sjálfum bara ef við viljum sækjast eftir því.
Knús.
Linda, 19.3.2008 kl. 17:20
ps. hér er engin dómur, bara kærleikur og friður, virðum hvort annað þó svo við séum ekki sammála.
Linda, 19.3.2008 kl. 18:05
Góð líking á kærleika Guðs föður í gegnum Jesúm Krist...
kærleikur föðurins í Jesús er slíkur að í rauninni tók engin líf Jesús, hann gaf það sjálviljuglega okkur til handa svo við ættum líf í stað dauða.
Árni þór, 19.3.2008 kl. 18:46
Með því fallegra sem ég hef lesið. Takk Linda. Drottinn blessi þig og varðveiti.
Aida., 19.3.2008 kl. 18:54
Frábær færsla Linda! Og orð í tíma töluð er okkar helgasta hátíð gengur í garð. GBÞ!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2008 kl. 18:59
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:12
TVK vertu velkomin hingað og mikið er ég sammála þér.
Arabína krútt - já ég táraðist þegar ég las þetta og ég er svo þakklát fyrir Guð og kærleika og gæsku hans til okkar.
Sæll kæri Haukur - þakka þér fyrir, mér þykir vænt um hana, ég á samt lítið í henni, þar sem ég einfaldlega þýddi þetta fyrir okkur öll. Guð á dýrðina.
Sæl Birna mín - segðu, ég hafna henni sko ekki heldur, mér þótti svo yndislegt fá svona bréf.
Knús til ykkar allar og Gleðilega Páska.
Linda, 19.3.2008 kl. 19:49
Moffi, leitt ad heyra ad tu truir ekki a fyrirgefningu eda yfirbot. Hvorutveggja er hluti af minni tru. Helviti er hugarastand sem allt of margir eru i vegna tess ad teir finna ekki leidina ad Gudi. Eilifur daudi eda logar vitis eftir jardvistina og mistokin sem henni tilheyra, finnast teim litt ahugaverdur kostur. Gefdu teim leid ut i tessu lifi og heimurinn verdur betri stadur. Truarjatning er bara ord og sem slik einskis virdi ef ekki fylgja gofugar gjordir i kjolfarid.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2008 kl. 20:17
Sæl Linda.
Mikið er ég sammála því að heimurinn væri betri ef fólk myndi hafa fyrirgefninguna að leiðarljósi og efnislega finnst mér bréfið fallegt.
En þrátt fyrir að þið viljið láta það líta út sem dæmisögu er staðreyndin nú samt sem áður sú að það fjallar um það hvernig faðirinn (Guð) tekur á móti morðingja sonar síns (okkur) með fyrirgefninu og kærleika. Að líta á þetta sem dæmisögu er svolítið erfitt vegna þess að þetta er nú einu sinni það sem kristin trú gengur út á; Jesús dó á krossinum fyrir okkur syndarana sem drápum hann. Dæmisagan er því eiginlega fallin um sjálfa sig.
Ég á svolítið erfitt með að samþykkja þetta af þínum vörum Linda, ekki vegna þess að mér finnist óþægilegt að þetta stangist á við mína sannfæringu (to each his own and all that), heldur vegna þess að á blogginu hans Aðalbjörns Leifssonar þá talaðirðu í umræðunum um vantru.is og kaþólsku kirkjuna um það hversu hvimleitt það væri og ósanngjarnt að draga alltaf upp syndir forfeðranna í umræðuna um kirkjuna. Mér finnst ákveðin ósamkvæmni í þessu hjá þér, eins og við mennirnir höfum ekki sama rétt og kirkjan til að vera metin á eigin verðleikum...
Evil monkey, 19.3.2008 kl. 20:35
Ég trúi á fyrirgefningu en þú virðist þarna trúa að þú getur unnið þér hana inn með því að gera góð verk. Ef þú kemur til Guðs og ætlar að reyna að láta eins og þú eigir náð og fyrirgefningu skilið þá færðu þín verk metin og vonandi ertu þá ekki sekur um illsku.
Mofi, 19.3.2008 kl. 21:08
Sæll E-monkey - þakka þér fyrir þín orð, staðreyndin er sú að ég setti þetta ekki fram sem dæmi sögu til að byrja með, og set það hvergi þannig fram í færslunni, þar til ég set in viðbót, sú viðbót kom vegna þess að fólk tók illa í að það væri morðingi Jesú einhvern vegin tókst sumum að misskilja þetta bréf svo ég var að reyna útskýra þetta, en mér hefur sjálfsagt mistekist þar og ég vona að mér verði fyrirgefið sú mistök, hefði bara átt að láta þetta vera óbreytt eins og ég skrifaði þetta upprunalega, en svona fór það nú og þetta verður því að fá að vera svona. Ég er alveg sammála þér því þannig skildi ég þetta eins og þú setur þetta fram sem og Bryndís svo dæmi sé tekið.
Vissulega á hver og einn að verða dæmdur í samræmi við eigin veruleika og syndarbrot. ég mundi ekki vilja að það sé hægt að skilja orð mín þannigþ.a.s. að við eigum ekki sama rétt og kirkjan varðandi fordæmingu vegna forfeðra syndabrota og fyrirgefningu etc. Ég vil taka það fram að ég á mér þá von að hver og einn og þar á meðal ég, gerum einlæga iðrun fyrir Guði hvað sem við höfum gert, og breytum út af venjum og gjörðum sem kallast syndir og hræsni t.d. og að við syndgum ekki upp á náðina. Tökum á móti fyrirgefningu sem var gefin með kross dauða og upprisu Jesú. Ég vona að þetta hafi svarað því sem þú lagðir hér fram. Þú fyrirgefur ef ég hef eitthvað misskilið þig.
með vinsemd og kærleika.
Linda, 19.3.2008 kl. 21:36
Sæll Svanur - ég ætla ekki að svara fyrir minn ágæta vin Mófi, en mig grunar að þín afstaða sem mjög svo í samræmi við Jakobs bréfið (ep of James brother of Jesus)hann talar mikið um að verk eigi líka að fylgja náðinni að þetta tvennt sé í raun óaðskiljanlegt, þó verðum við að muna að við erum ekki hólpin vegna verka heldur fyrir náð.
Með vinsemd.
Linda, 19.3.2008 kl. 21:41
Sæl elsku Linda mín. Yndislegt bréf. Þú átt miklar þakkir skildar fyrir að þýða þetta yndislega bréf og setja þetta það á vefinn.
,,Sjá, Guðs lamb, sem ber synd heimsins." Jóh. 1.29.a.
"Hann afmáði skuldabréfið, sem þjakaði oss með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn." Kól. 2: 14.
Mikið finnst mér leiðinlegt að það þurfi altaf að koma inn fólk á skítugum skónum og drulla út síðuna þína - heimilið þitt. hvers vegna í ósköpunum getur þetta fólk ekki litið framhjá blogginu hjá okkar fyrst að þetta fer svona í taugarnar á þeim? spyr sá sem ekki veit né skilur????
Guð blessi þig kæra vinkona.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 01:45
Takk Rósa mín þú ert ávalt kærkomin í heimsókn hér til mín sem og allir sem eru ekki að gera lítið úr trú minni sem og annarra sem trúa á Jesú. Það vill svo til að fólk á það til að flækja trúna of mikið sumir skarfa mikið um að fólk trúi í blindi, en það er einfaldlega vanskilningur á því hvað það er að trúa. Sumir flækja hina einföldustu hluti með því að reyna að vera öllum þóknanlegur. En Jesú gaf okkur skír fyrirmæli og þau liggja tilbúin fyrir alla þá sem vilja taka á móti þeim. Þetta er svo einfalt "Jesú dó fyrir alla og allir hafa fengið tækifæri til að taka við því sem hann gaf okkur, eða hafna honum" ég vona að sem flestir velji hann og bjóði hann velkomin inn í sitt líf.
Nú sumir eru trúboðar á rangri hillu og sannfæring þeirra er ekki síður merkileg en sannfæring trúaðra. En hér er talað um trú ekki vantrú þannig verður það áfram.
Knús vinkona.
Linda, 20.3.2008 kl. 02:08
Moffi. Hvað annað en góð verk koma að einhverju haldi þegar upp er staðið? Ekki dugar frómur ásetningur eða fögur orð. Hvað annað en VON um að þú hljótir náð Guðs og fyrirgefningu er mark um TRÚ þína? Hvað annað en kærleikur í verki getur borið vitni um trú þína?
Orð þín kæri Moffi eru svo á skjön við ritninguna að mér er nær að ætla að þú hafir hreinlega ekki lesið Biblíuna.
Rétt til getið Linda mín. Ég er forfallið Jakops fan enda var hann bróðir Krists og þekkti hann og kenningar hans manna best.
Ef við hugsum um það augnablik er hægt að segja að alheimurinn sé einungis til vegna náðar Guðs. Allt sem gerist, gerist vegna náðar Guðs. En ef við viljum reynast á einhvern hátt verðug , verðum við að láta verkin tala. Annað verður ekki tekið tillit til frammi fyrir Guði. Orð og trúarjátningar hversu einlægar sem þær kunna að vera, gagnast okkur ekki þegar spurt verður um gjörðir okkar.
Náð Guðs er óendanleg og öllum mönnum aðgengileg sem betur fer því ekki vildum við þurfa að mæta réttlætinu. En það sem á milli skilur eru verkin og ef að þau eru ekki Guði Þóknanleg og í samræmi við boðorð hans, erum við undir réttlætið seld.
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 02:24
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl Linda mín.
Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Matteusarguðspjall 11:28
Guð blessi þig
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 02:27
Sæll Svanur minn ég þakka þér fyrir einlægni þina og sannfæringu, hún er yndisleg. Ég var ekki mikill fan Jakobs bréfsins fyrst þegar ég las það, fannst það andstætt öllu því sem mér hafði verið kennt, en það er í raun eitt mikilvægasta bréf til trúaðra, ég er vel sátt við það, svo má ekki heldur gleyma því að öll verk sem við vinnum gerðum við bara Guði til dýrðar og ekki til að auglýsa okkar eigin gæsku eða sækjast eftir hrósi fyrir þau verk, með leynd því ekki eigum við að sækjast eftir hrósi frá mönnum
Mófi verður að svara fyrir sig í vegna athugasemda sem þú beinir til hans. Ég verð þó að segja að ég efast engan vegin heillindi hans eða trú afskaplega yndisleg sál þarna á ferð, ég held að hér sé einfaldlega misskilning að ræða.
Rósa yndi, þetta er ÆÐISLEG MYND hún er komin í safnið mitt, vá!!! Takk fyrir fallegu kveðjuna kæra vina.
Knús til allra sem hér skrifa.
Linda, 20.3.2008 kl. 02:41
Hann getur fengið fyrirgefningu af því að það er búið að borga gjaldið fyrir glæpi hans, það er það sem krossinn snýst um. Að tala um fyrirgefningu án þess að tala um afhverju hún er möguleg gengur ekki upp.
Það má líkja þessu við það að þú ert fyrir rétti og ert augljóslega sekur. Dómarinn dæmir þig til að borga 50 miljónir eða 15 ár í fangelsi. Þú hefur engann pening svo þú ert leiddur í fangelsið en þegar er verið að leiða þig út kemur einhver inn og segist ætla að borga 50 miljónirnar svo þú getir verið látinn laus. Það er það sem krossinn gengur út á. Án þess að trúa og treysta á það sem Jesús gerði fyrir þig þá verður þú að borga gjaldið fyrir þína glæpi sjálfur. Biblían er alveg skýr, án borgunar er engin fyrirgefning fáanleg.
Mofi, 20.3.2008 kl. 13:02
Sæll Mofi takk fyrir þitt svar vissulega er Krossfestingin launin sem voru greidd fyrir okkur. Ég hef ekki orðið var við að neinn segi annað, þá má kannski frekar segja að það hefði mátt betur koma fram í umræðunni sakir þeirra sem ekki skilja bréfið og hver dauðinn sem þar er fjallað um að hluta til hafi verið semsagt maður krossfestur. Hinsvegar fjallar bréfið um fyrirgefningu Guðs fólk verður að fá að vita og skilja að hún er fullkomin í kærleika til okkar, hann sté niður og dó fyrir okkur, launin greidd. Þess vegna tala Kristnir menn um að iðrast og sýna iðrun, því þess er krafist af okkur.
Linda, 20.3.2008 kl. 13:31
------------------------------------------------------------------------------------
Jesús er semsé vegurinn til Guðs. Sá sem hefur séð Jesú hefur séð Guð. Leitum því til hans og höfum hann sem fyrirmynd til góðra verka. Munum samt að við getum aldrei unnið okkur inn náðina og eilífa lífið, heldur er hún sönn náð og gjöf Guðs til okkar. Guð gefur þeim sem trúa á hann fyrirgefninguna og eilífa lífið.
Bryndís Böðvarsdóttir, 20.3.2008 kl. 14:09
HÆ Bryndís mín þakka þér fyrir að birta þessa ritningu, hún er svo yndisleg hún svarar svo mörgu sem vefst fyrir fólki. Þúsund þakkir, og svo er það þessi ritningagrein sem maðurinn þinn benti á, á blogginu sínu.
Bréf Páls til Filippímanna 2:6-8
Linda, 20.3.2008 kl. 14:34
Takk fyrir útskýringuna Linda Og gleðilega páska!
Evil monkey, 20.3.2008 kl. 15:24
Takk Einar það var yndislegt að geta þýtt það fyrir alla, og bestu Páskakveðjur til þín líka.
E-monkey - Þakka þér innilega fyrir heimsóknina, mín var ánægjan að geta svarað þér Guð gefi þér og þínum Gleðilega Páska
Því miður neyddist ég að fjarlægja athugasemd frá "D" hann eða hún var með dónaskap og blótsyrði. Vinsamlega virðið beiðni mína um að gera slíkt ekki.
Linda, 20.3.2008 kl. 15:46
Mannfórnir .... sweet but no thanks
DoctorE (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 16:34
Þér er frjálst að velja eða hafna.
Linda, 20.3.2008 kl. 16:39
Kæri Moffi
Mér er vel kunnugt um þetta "get out of jail card" sem sumir kristnir menn telja sig hafa fyrir það eitt að hafa játað trú á Krist. Kaþólska kirkjan seldi fyrrum slík aflausnarkort og fjármagnaði framkvæmdir sínar víða í Evrópu með þeim.
Ég er þér einfaldlega ekki sammála um að trúarjátningin ein, vitnisburður þíns sjálfs um trú þína eða að þú tilheyrir ákveðnum kristnum söfnuði, tryggi þér einhverja aflausn. Þú verður dæmdur af verkum þínum og þeim anda sem þú framkvæmir þau í.
Ég held að við ættum að láta staðar numið hér Moffi svo við gerum þetta blogg hennar Lindu ekki að almennum trúarspjallþræði. Ef þú villt halda þessari umræðu áfram þá skulum við finna annan vettvang, t.d. á þínu eigin bloggi. Gleðilega Páska
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 19:45
Þá er komið að því að loka fyrir athugasemdir hér á þessum þræði, þar sem Föstudagurin langi er gengin í garð, mun ég ekki vera á netinu að ráði.
það sem kom mér á óvart, þegar það kemur að þessum þræði eru viðbrögð þeirra sem ekki trúa, þau einblíndu á dauðan í stað fyrirgefninguna, fórnin var þeim ofviða og öll höfnuðu þau boðinu sem Kristur bauð okkur með dauða sínum og upprisu. En, það sem þykir afskaplega athugunarvert er líka þetta, þau tóku ekki heldur á móti fyrirgefningunni, þau sáu ekki að bréfið var gott, þau sáu allt annað.
Þetta gefur manni meiri innsýn en orð fá lýst.
Ég bið þess að Guð blessi hvert ykkar og varðveiti. Munið að þessi Páskahátíð er líf og fyrirgefning.
Knús.
Linda, 21.3.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.