Frá öðru sjónarhorni...

 

Glitter Graphics


Ung kona kona spurði Guð, hvað eru milljón ár fyrir þér. Guð svaraði  "milljón ár fyrir mér er eins og eitt augnablik fyrir þér."

Næst spurði hún Guð hvað væru 100 milljónir krónur fyrir honum.  Guð svaraði " 100 milljónir króna fyrir mér  er eins og ein króna fyrir þér".

Þá dró unga kona djúpt andann og teygði sig í hugrekkið sitt og spurði Guð. "Guð, get ég fengið eina krónu hjá þér"?

Guð brosti og sagði "vissulega bara eitt augnablik."

 

Mattheusarguðspjall 6:19-21

19Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.

    20Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela.

    21Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.

 

Íhugun-stundum fæ ég ekki skilið þann kærleika sem Jesú kom með  í náðinni sem við eigum í honum, stundum er ég gjörsamlega orðlaus og vanmáttug þegar ég íhuga það sem er svo miklu stærra en ég get nokkurn tíman gert mér hugarlund um.  Það þýðir samt ekki að ég hætti að reyna...

Glitter Graphics

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.3.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Elsku Linda mín. Skemmtilegar spurningar hjá ungu konunni.  

Biblíuversin góð áminning. "Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera."

Guð blessi þig Linda mín.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.3.2008 kl. 13:17

3 Smámynd: Linda

Sæl Svandís - já ég held einmitt að við verðum að læra smá hógværð þegar það kemur að náðinni, vera dugleg að þakka fyrir okkur.

Sæl Rósa mín - veistu ég pældi í þessu versi í nótt, pínulítið, og mér datt í hug að vissulega væri það fyllilega í lagi að fólk notaði skynsemina þegar það kemur að fjármálum, eins og t.d. með því að spara, slíkt kemur sér bara að góðu í þessu lífi, þó eigum við ekki að gera peningar að öðrum Guði, um leið og þeir taka stjórn, þá erum við ekki lengur á réttri braut. Æi skilur þú hvað ég er að fara.

Hæ Guðsteinn - já mér þótti mikill sannleikur í þessum

Ég er frekar slöpp og ég veit ekki hvað ég mun koma mikið inn á morgun, líður bara ekki vel, en það líður hjá, eins og vont veður gerir. 

Knús elsku vinir.

Linda, 11.3.2008 kl. 01:22

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú hefur fallegar myndir á blogginu þínu og þú ert alltaf svo jákvæð. Það er alltaf þægilegt að lesa bloggin þín Linda. Hafðu það sem best og auðvita líður þessi vanlíðan hjá, eins og vonda veðrið...

Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 04:13

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hæ Guðsteinn - já mér þótti mikill sannleikur í þessum

Mín bara háfleyg? Guðsteinn ? hehehe ...  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2008 kl. 09:04

6 identicon

Yndislegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 09:18

7 Smámynd: Aida.

Takk fyrir þetta Linda.

Guð blessi þig og bæti líðan þinni, þess bið ég og ákalla fyrir þig í Jesú nafni. Amen.

Aida., 11.3.2008 kl. 11:01

8 Smámynd: Linda

Sæll Óskar - þakka þér fyrir það, já ég reyni að koma með jákvætt og sérstaklega er þörf á slíku í dag, þar sem land og þjóð virðist vera að kikna undan áhyggjum, við fáum engum breytt nema með jákvæðni og taka Guði inn í dæmið.

Sæll Haukur minn - "dæs" ég er greinilega mikið slöpp

Sæl Birna  mín - takk fyrir heimsóknina, hún er mér mikils virðið.

Sæl Arabína mín -   Sömuleiðis kæra vina og ég þakka þér innilega fyrir því ekki veitir af.

Knús og ég bið Guð um að blessa ykkur og varðveita í einu og öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur í dag.

Linda, 11.3.2008 kl. 11:56

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Elsku Linda mín.
Jesús er besti læknirinn

Bæn Jaebesar
En Jabebes hrópaði til Guðs Ísraels og sagði:
"Blessaðu mig.
Auktu við land mitt.
Hönd þín sé með mér
og bægðu frá mér böli
svo að ég þurfi ekki að líða kvalir."

Og Guð veitti honum það
sem hann bað um.
1. Kroníkubók 4:10

Guð blessi þig Linda mín
Kær kveðja frá hjara veraldar
Þín vinkona Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 12:49

10 Smámynd: Linda

Knús til þín Rósa mín og knús til þín Skúli minn þakka ykkur báðum fyrir innlitið.

Linda, 12.3.2008 kl. 01:52

11 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, Guð veitir okkur svo sannarlega allt það sem við þörfnumst, en varar okkur eins við því að fara að upphefja peninga og allt sem þeir gefa af sér. Við megum ekki tilbiðja Mammón. Það er aðeins vont fyrir sálina og fær fólk til þess að gleyma náungakærleikanum. Við eigum nefnilega að gefa með okkur af því sem Guð hefur blessað okkur með.

Guð blessi þig Linda mín 

Bryndís Böðvarsdóttir, 12.3.2008 kl. 22:25

12 Smámynd: Linda

Hæ Bryndís mín - þú ert yndisleg vinkona takk fyrir að vera til

Knús.

Linda, 13.3.2008 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband