Uppgjöf eða jákvæðni til sóknar?

Fyrir nokkrum árum í Seattle voru haldnir Ólimpíu leikar fatlaða, þar tóku 9 einstaklingar þátt í 100 metra sprett hlaupi, öll voru  þau misjafnlega mikið fötluðu, líkamlega og andlega. Þau voru komin í start holurnar og  biðu í ofvæni eftir hvellinum frá  byssunni. Þegar hann kom hlupu þau af stað, kannski ekki rosalega hratt en af einbeitingu og miklum dug.

Öll þ.a.s. nema einn drengur, sem skeikaði fótur á blautri brautinni, datt illa og rúllaði nokkra hringi , hann byrjar að gráta, hjartað hans virtist brostið og bugað. Þau átta heyrðu í honum, hægðu á sér og litu til baka, þegar allt í einu þau snéru sér við öll sem eitt, hlupu til baka og umkringdu drenginn, ein stúlkan sem var með Downs einkenni kyssti hann og sagði " núna batnar þetta". Eftir smá stund og hönd í hönd, gengu þau saman 100 metrana og í  gegnum sigurvegara borðann.  Áhorfendur risu og fætur hrópuð af gleði klöppuðu af hrifningu yfir þessu dássamlega samspili keppenda í langan tíma eftir á.

þeir sem voru á vellinu þennan dag, segja ennþá frá þessari sögu, hvers vegna, kannski vegna þess að innst inni veit það, að það er ekki sigur einstaklingsins sem skiptir máli, heldur hvernig við getum hjálpað öðrum að sigra í lífinu, jafnvel þótt við þurfum að hægja á okkur og breyta stefnu í okkar eigin lífi.jákvæni í sókn

Íhugun - Við erum á stað í þjóðfélaginu, sem grátur og gnístur tanna er áþreifanlegur í öllum miðlum landsins, neikvæðni og svartsýnis tal heldur landanum í gíslingu áhyggna.  En staðreyndin er sú að áhyggjur breyta engu, tréð sem er höggvið niður mun falla sama hversu mikið við reynum að koma í veg fyrir það.  Eigum við ekki frekar að taka höndum saman eins og krakkarnir í frásögninni, og sigrast á neikvæðni með því að taka afstöðu með sókn í stað uppgjöf.

Mattheusarguðspjall 6:34  
34Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.

 

   Orðskv. 3: 5-6

Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. 6Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Miðað við það svartamyrkur sem gengið hefur yfir bloggheima, í formi svartsýnis og annari neikvæðni, þá er þessi hugljúfa grein þín einmitt það sem við þurftum til þess að rífa okkur uppúr volæðinu sem gengur yfir landann.

Takk fyrir að ylja mér um hjartarætur Linda mín! GBÞ!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: Linda

Sælir strákar þakka ykkur báðum fyrir fallegar uppörvandi kveðjur.

knús.

Linda, 5.3.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Elsku Linda mín. Þetta var falleg frásögn og frábær íhugun.

Bomban er komin á netið eftir erfiða fæðingu.

Kærar þakkir og Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 18:26

4 Smámynd: Linda

Takk Rósa mín, set mig í rettan gír. 

knús.

Linda, 5.3.2008 kl. 18:31

5 Smámynd: Linda

Sæll Skúli minn - vertu velkomin heim á fróna aftur, þú virðist hafa komið með vorið með þér  Ég þakka hlýlegar kveðjur ég met þær mikils.

Knús.

Linda, 5.3.2008 kl. 20:47

6 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

vel gert.

eii

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 6.3.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband