Eru Páskarnir okkar samkvæmt ritningu?(Margmiðlunar efni)

Ég bið ykkur að íhuga með mér eftirfarandi myndband og skoða ritninguna ef þið þurfið þess með, og smella svo á þennan hlekktil að fá frekari upplýsingar. Þessi færsla er mér rosalega erfið, ekki vegna þess að ég tel þetta vera rangt heldur vegna þess að ég veit þetta er satt og ef ég deili þessu ekki með ykkur þá er ég að taka þátt í blekkingu sem hefur viðgengist í margar aldir.

Opið verður fyrir athugasemdir, varúðar skal gætt í nærveru sálar, ég mun hiklaust henda út athugasemdum sem niðurlægja eða svívirða trúna á Jesú Krists og upprisu hans.

 

Opinberun Jóhannesar 18:3-5  

3Því að hún hefur byrlað öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns, og konungar jarðarinnar drýgðu saurlifnað með henni og kaupmenn jarðarinnar auðguðust af gnóttum munaðar hennar."

    4Og ég heyrði aðra rödd af himni, sem sagði: "Gangið út, mitt fólk, út úr henni, svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar og hreppið ekki plágur hennar.

    5Því að syndir hennar hlóðust allt upp til himins og Guð minntist ranglætis hennar.

Eigum við þegar hlut í blekkingu, erum við þegar það fólk sem þarf að ganga út úr kirkjum okkar ef engin breyting veður gerð innan samfélaganna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Mjög athyglisvert Linda,það eru ýmsar hefðir sem tíðkast sem erfitt að gera nokkuð í.Margt heiðið hefur verið sett inn hér og hvar.

Mitt ráð er að taka það ekki of nærri mér og bara fylgja mínu eins og mér best tekst til hverju sinni.

Ef ég færi nú að taka allt sem Ritningin segir og er rétt,þá enda ég sennilega sem einfari í kofa einhverstaðar í fjallahéruðum,að rembast við að rækta minn mat sjálfur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 2.3.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: Linda

Hæ, Úlli - ummmm þarna get ég bara ekki verið sammála, sama hvernig ég reyni, ég er búin að skoða þetta fram og til baka, og það verður að segjast alveg eins og er, Kirkjan er í stórum vanda. Við getum ekki réttlætt sama hvernig við snúum eða lesum það aftur og bak eða upp og svo niður, þá eru okkar páskar villan uppmáluð, hugsaður þér þar er falsguð inn í myndinni og líkneski (Egg) honum til heiðurs..mér verður flökurt og ég er engan vegin sátt. Upprisan er ekki í efa að aðdragandinn, heldur dagsetningin og hin heiðna hefð sem þar kemur inn.

Knús krútt takk fyrir að pæla .

Linda, 2.3.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Elsku Linda mín.
Ég hef ekkert sett mig inní þetta mál.
Ef ætti að breyta þessu með jólin, páskana og hvíldardaginn þyfti að breyta íslenskum lögum.
Drífðu þig upp á hæðina sem þú sagðir mér að þú ætlaðir að fara uppá í dag.
Bið að heilsa vinum mínum þar.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.3.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Linda

hvaða Hæð?

Linda, 2.3.2008 kl. 12:05

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó. Vatnsendahæð

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.3.2008 kl. 12:10

6 identicon

 

Fróðlegt.En ég er ekkert að flækja tetta fyrir mér.Ég trúi á Jesú og tað dugar mér fínt.Knús

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 12:55

7 Smámynd: Linda

Sæl Rósa, nei, enda er ég ekki mæla með því að lögum verður breytt, ég er einfaldlega að benda á að við sem teljumst til Kristinnar trúar verðum að hafna heiðnum siðum, , heldur er hugarfarsbreytingin undir okkur komin, að taka ekki þátt í heiðnum athöfnum eins og t.d. með páskaeggin, ég veit ekki af hverju en ég var aldrei sátt við hvernig dagarnir náðu engu samhengi ritningalega séð, mér þótti þetta bara furðulegt allt saman.  Þetta er flókið en samt ekki, en ég veit að þetta er rétt.  

Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar (matt 15.:9)

29Þegar Drottinn Guð þinn upprætir þær þjóðir fyrir þér, er þú heldur nú til, til þess að leggja þær undir þig, og er þú hefir lagt þær undir þig og ert sestur að í landi þeirra,

    30þá gæt þín, að þú freistist ekki til þess að taka upp siðu þeirra, eftir að þeir eru eyddir burt frá þér, og að þú farir ekki að spyrjast fyrir um guði þeirra og segja: "Hvernig dýrkuðu þessar þjóðir guði sína, svo að ég geti og farið eins að?" (hin rómverska kirkja, tók upp siði heiðingjanna til þess að friðþægja þá og samlaga þá kirkjunni)

    31Þú skalt eigi breyta svo við Drottin Guð þinn, því að allt sem andstyggilegt er Drottni, það er hann hatar, hafa þær gjört til heiðurs guðum sínum, því að jafnvel sonu sína og dætur hafa þær brennt í eldi til heiðurs guðum sínum.

    32Þér skuluð gæta þess að halda öll þau boðorð, sem ég legg fyrir yður. Þú skalt engu auka við þau né heldur draga nokkuð undan. (obinberunarbókin tekur þetta líka mjög skírt fram, síðasti kaffli og síðastavers)(5 Móse 12)

21Þeir þekktu Guð, en hafa samt ekki vegsamað hann eins og Guð né þakkað honum, heldur hafa þeir gjörst hégómlegir í hugsunum sínum, og hið skynlausa hjarta þeirra hefur hjúpast myrkri.

    22Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar.

    23Þeir skiptu á vegsemd hins ódauðlega Guðs og myndum, sem líktust dauðlegum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum.(róm 1) (Þarna er verið að tala um heiðingjanna samkv. NIV study bible og viðvörun að gera ekki eins og þeir)

Ég veit, ég veit, þetta eru rosalega miklar pælingar hjá mér, en,  þrátt fyrir það eiga þær rétt á sér.

Sæl Birna, knús til baka.

Linda, 2.3.2008 kl. 13:32

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín. Að sjálfsögðu eiga þessar pælingar fullan rétt á sér. Er að fara á samkomu. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.3.2008 kl. 13:45

9 Smámynd: Linda

það er nokkuð merkileg upplifunin sem ég hafði áður en ég sendi þessa færslu, þegar ég var að pussla þessu saman var ég alveg með ógeðslegan efa, hvort ég ætti að vara að þessu, en það var annað vægi í dæminum sem knúðu mig áfram, það var ekki fyrr en ég ýtti á "Senda" sem ég fann fyrir ró og frið.  ´Mig langar samt rosalega í Góu hrísegg" (dæs) 

Linda, 2.3.2008 kl. 14:01

10 identicon

Gott blogg, nákvæmt, einlægt og málefnalegt svo langt sem það nær.

Eftirfarandi lagði ég eftirfarandi inn á aðra bloggsíðu þar sem þetta var til umfjöllunar.  Langar að leggja það inn hér einnig.  Þg hljóðar svo: 

========= 

Ég er ekki kristinn maður, trúi ekki á Guð, vegna þess að mér hefur ekki tekist að staðsetja hann í rökréttri hugsun, en honum er margt þakkað, en fátt kennt um. 

Jesú er minn maður. Sannlega einn mesti friðarboði mannkynsins.  Hann fæddist og var til, það er áreiðanlegt.   En hann fæddist ekki um jólaleytið, það hefur verið trúverðuglega hrakið, en kristnu fólki er velkomið mín vegna að halda upp á afmælið hans á jólunum.  Ég er sjáfur mikið jólabarn, ef svo má að orði komast.  Jólin eru þó fyrst og fremst hátíð ljóss og friðar, og voru til löngu fyrir daga Jesú.  A.m.k. 2000 árum fyrr.   Hækkandi sól þú veist.  

Mér er sagt að það hafi verið tekið saman og lesið inn á segulband allt sem beint er eftir Jesú Jósefssyni haft og tekur 2 klst og 15 mínútur í flutningi.  Ekki mikið, en kjarnyrt og til eftirbreytni að flestu leyti.  Undantekningin er þetta með Guð.

Ég skil  ekki enn þetta með brauðin, vínið og 5000 manns, hlýtur mestmegnis að vera á sviði sálarinnar og hvatningar.  Gott samt.

Ég trúi því sem augljóst er, og þarf ekki langskólagenginn rannsóknarlögreglumann til að finna út, að Jesú lést aldeilis ekki á krossinum, heldur náði hans fólk honum þaðan með lífi og græddi hann eins og sagan góða staðfestir  þegar hann hitti fylgismenn sína og sýndi þeim grædd sárin 40 dögum eftir krossfestinguna. Það var þess tíma "trikk" sem svínvirkaði.   Það varð að bjarga manninum frá kvölurunum og hann slapp vonandi.  En hvert fór hann?.  Það er seinni tíma sagnfræðinga að finna út.  Seinni verka hans hefur ábyggilega gætt, þvílíks manns. Einhversstaðar.   Kannski fór hann aftur til Indlands, þaðan kom hann.  Þar voru búddistar.  Kannski komu vitringarnir þrír þaðan.

======== 

Það þarf samt ekkert að breyta lögum um jól, páska og uppstigningardag.  Við getum öll haldið upp á fæðingu þessa merkismanns á jólum, þó sannað sé að hann hafi ekki fæðst þá, og björgun hans frá kvölurum sínum af krossinum um páska, og svo síðast björgun hans til útlegðar á þeim degi sem kristnir kalla uppstigningardag.

Ég bíð eftir raunhæfum vísbendingum úr sagnfræðingasamfélaginu um hvert hann fór.

Með kveðju 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 14:29

11 Smámynd: Flower

Já nútíminn okkar er svona Linda og ég veit alveg hvað þú ert að meina því að ég hef sjálf pælt í ýmsu, ekki þessu tiltekna en nútímanum og heiminum.

Það má hafa í huga að vorið og egg og ungar sem páskarnir snúast um núorðið er auðvitað allt skapað af Guði. Í mínum huga er upprisan og páskaegg algjörlega aðskilið fyrirbæri. Páskaegg er bara einu sinni á ári en upprisan fyllir mig þakklæti alla daga ársins.

En hver einn fylgir auðvitað því sem samviskan býður honum og ekki ætla ég að dæma þessa ákvörðun þína. Svona er svo persónubundið. Ég held samt að þú þurfir ekkert að skammast þín fyrir að fá þér páskaegg og þú getur þá bara borðað það fyrir páska eins og hvert annað nammi (Sorry að ég er að freista þín Linda mín.)

Flower, 2.3.2008 kl. 14:43

12 Smámynd: Linda

Sæll Óli, þakka þér þína færslu, ég mun ekki fjarlægja hana, en hún er alveg á mörkunum, því upprisan er ekki álitamál hér inni, hún einfaldlega "er".

Sæl Flower - Takk vina, ég er að reyna að átta mig á þessu öllu saman og vona að ég hafði það af, því það er jú Jesú sem leggur okkur reglurnar bæði þegar það kemur að GT og boðorðunum og svo því sem kemur fram í NT.  Gott ráð með páskaeggið  Hvað með fyrir páska, það er ágætt líka..hmmm  Hin rómverska kirkja hefur gert öllum mikinn óskunda með þessu og mig hryllir við að boðskapur frumkirkjunnar hafi verð kaffært af hræsnurum. Þetta er sjálfsagt einföldun á flóknu máli, en ég efast um að Kaþólikkar og Mótmælendur í dag , geta réttlætt þetta.

Knús.

Linda, 2.3.2008 kl. 14:56

13 identicon

Linda mín, trúsystir og vinkona. Mig vantar orð til að þakka þér fyrir að vekja athygli á helgihaldi hinna "svokölluðu, kristnu páska". Það eru nú nokkur ár síðan þessi nýju sannindi opinberuðust mér.

Það var í ísrael, þegar ég tók þátt í hinum Biblíulegu Páskum, sem eru 7 dagar og alltaf á sama tíma. Ég sannfærðist, eftir oft langar stundir í bæn og lestri Orðsins ásamt mörgum samtalsstundum meðal Messíanskra guðfræðinga og forstöðumanna í Jerúsalem, (Messíanskir gyðingar eru þeir sem trúa á Jeshua=Jesús).

Mér varð ljóst, eins og kemur mjög skirt fram í myndbandinu hér að ofan að Jesús var 3 daga og 3 nætur í gröfinni, samkvæmt hans eigi orðum (Matt:12:40 Jónas 1:17)

"Kristnit Páskar" eru því byggðir m.a. á heiðnum siðum. Páskaegg og Sunnudagshelgi + Jól eru ekki Biblíulegar hátíðir. Auðvitað má spyrja, skiptir þetta nokkru máli. Er ekki aðal atriðið að Jesús kom á réttum tíma, hann var krossfestur og dó fyrir syndir okkar, reis upp á þriðja degi og lifir í dag.

Jú sannarlega er það þungamiðjan og sá boðskapur sem gefur okkur líf. Það er þó athyglivert og til umhugsunar, sá ritningarstaður sem þú nefnir í svari þínu til hennar Rósu. þar sem Jesús segir: Til einskins dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem mannasetningar eru. (Matt.15.9) Sumir vilja nú ekki flækja þetta og segjast bara trúa á Jesú, það dugi þeim.

Já, ég er sammála að trúa á Jesú er það mesta og besta, en það var nú Jesús sem sagði þessi orð...

Að endingu Linda! Hafðu mikla þökk fyrir að vekja okkur úr dvala og leysa okkur úr viðjum mannasetninga og erfikenninga hinn ýmsu kirkjudeilda.

Ég er á leið til Jerúsalem, seinna í þessum mánuði og mun ásamt trúsystkinum mínum þar, halda Biblíulega Páska 14. Nisan mánaðar.

Drottinn blessi þig og gefi þér styrk fyrir hvern dag.

Shalom kveðja
Ólafur

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:08

14 Smámynd: Árni þór

Aðalatriðið er ekki hátíðisdagar heldur hvernig maður lifir í samfélaginu við frelsarann, takið eftir ég sagði hvernig samfélagið við frelsarann er, það eitt skiptir öllu máli að lifa í samfélagi við hann.
Ef maður á ekki samfélag við frelsarann Jesús Krist þá er það að halda hátíðisdaga trúrækni og er hún stein dauð ein og sér, ef maður á samfélag við frelsarann þá er hátíðisdagurinn helgaður af honum innra með manni hvernig sem allt hið ytra er, því að við lifum jú í þessum heimi eins og hann er.

Árni þór, 2.3.2008 kl. 15:23

15 Smámynd: Aida.

Váv.Þetta var magnað. Eg þarf að hlusta á þetta aftur

.Eg vil að fjölskylda min geri vilja Guðs.

Þó það kosti grátur og gnystanna tanna hjá 7 ára prinsinum minum.

Takk,takk,og aftur takk. I Jesú heilaga nafni.

Aida., 2.3.2008 kl. 16:37

16 Smámynd: Linda

Sæll Óli gaman að sjá þig vinur, já, það er merkilegt hvert Guð leiðir mann þegar maður hrópar eftir honum, ný og hreinni sýn á ritningunni opnast og og veitir svörin við öllu sem vekur mann til umhugsunar þegar að henni kemur.  Það er til bókstafs skilningur og svo er til skilningur sálarinnar, í þessu hefur sál mín fengið svör, ritningin er skír, þú skalt enga aðra Guði hafa , í neinni mynd.  Flower bendir réttilega á að muna upprisuna á hverjum deigi, og (Trú,von ogk) bendir réttilega á að við eigum að sækjast eftir samfélagi við Krist óháð helgi dögum og að aðalatriðið sé ekki þessir dagar. Alveg sammála þessu. En, við getum samt sem áður hætt að taka þátt í heiðnum siðum eins og með eggin og sólarupprásarsamkomur, og þetta með páskaeggin? Verðum við ekki mun bættari að fylgja vilja Guðs í þessu, að stíga út úr villunni og mannasetningum að verða heiðarleg og slíta okkur úr viðjum hefðar sem er ekki skaparanum þóknanleg. 

Ég hef pantað bæklinginn og blaðið sem fylgir þessu myndbandi og mig hlakkar mjög mikið til að geta lesið mig til um þetta. 

Villi yndislegi vinur, mikið er ég þakklát fyrir þitt einlæga og yndislegu athugasemd, ég vona að heilsan þín sé betri í dag, það er mín bæn fyrir þig.

Svo vildi ég nota tækifærði að uppáhalds eggið mitt er frá Freyju og heitir Freyju Rís,  Sorry Góa rétt skal vera rétt. 

Linda, 2.3.2008 kl. 16:45

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Linda, þetta er mjög áhugavert myndband og efni. Ég prófaði að fletta upp þessum söfnuði, sem stendur fyrir þessu myndbandi, en hann heitir United Church of God.

Samkvæmt Wikipedia fellur þessi kirkja undir oneness Pentecostals, eða í minni lauslegu þýðingu einleika hvítasunnumenn! Þeir afneita heilagri þrenningu og segja að Guð Faðir, Sonur og Heilagur Andi sé í raun sama persónan og nafn Hans sé Jesús Kristur.

Þetta er sama spurningin um hvort ákveðnir dagar skipti máli, t.d. hvort sé rétt að halda hvíldardag á sunnudegi eða laugardegi og hvort Jesús reis upp á sunnudegi eða ekki.

Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum. Rómv.br. 14:5

En nú, eftir að þér þekkið Guð, eða réttara sagt, eftir að Guð þekkir yður, hvernig getið þér snúið aftur til hinna veiku og fátæklegu vætta? Viljið þér þræla undir þeim að nýju? Þér hafið gætur á dögum og mánuðum, vissum tíðum og árum. Ég er hræddur um yður, að ég kunni að hafa haft erfiði fyrir yður til ónýtis.

Galatabr. 4:9-11

Þetta eru einmitt hlutir sem aðventistar hafa lagt mikla áherslu á. Gaman væri að fá álit Mofa/Halldórs á þessu máli.

Mofi við köllum á þig!

Theódór Norðkvist, 2.3.2008 kl. 17:07

18 Smámynd: Linda

Sæll Teddi, gaman að fá þig í heimsókn og ég hef farið að beiðni þinni og sent Mófster e-mail að hans viðveru væri óskað hér á þessu bloggi.  Hér eru upplýsingar um kirkjuna og allt það sem henni tengist, mér þykir mikið til hennar koma, þarna er hreinn boðskapur, en ég þarf vissulega að læra meira, og að gefnu tilefni gerst áskrifandi af tölublaðinu þeirra, og mig hlakkar mjög mikið til að fá það í hendur.  Smelltu hér 

Linda, 2.3.2008 kl. 17:24

19 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég verð og er knúinn til að leggja aftur orð í munn eða skrif í þessu tilviki.

Og það er þessi umræða sem á sér stað hérna hún er hreint og beint til fyrirmyndar og mjög svo fróðleg,mál er auðvitað að þetta hefur mér fundist vanta svolítið undanfarið þegar rædd eru trúmálefni og við hreinlega förum oft í skítkast okkar á millum.

Þið afsakið orðbragðið þarna í setningunni á undan fann bara ekki betra orð til að segja meiningu mína.

Meðan ég man frábær færsla hjá þér Linda og enn ein skrautfjöður í hatt þitt.Guð veri með ykkur öllum kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 2.3.2008 kl. 17:34

20 Smámynd: Linda

Já hér hafa allir verið til fyrirmyndar og ég er svo þakklát fyrir þessa umræðu og mismunandi skoðanir og hvernig fólk almennt útilokar ekki á þessa íhugun mína, það er mikil náð í því. Knús Úlli minn, og þakka þér fyrir fallegt hrós.

Linda, 2.3.2008 kl. 17:39

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir þetta, Mofi hlýtur þá að mæta, ef hann er ekki að lesa þetta. Hingað til lands kom trúboði frá að ég held þessari kirkju, eða hliðstæðri, ég man ekki nafnið á honum, en ég hitti hann og talaði mikið við hann. Þetta hefur verið árið 1993 eða 1994.

Ég man ekki hvort hann kom á eigin vegum eða á vegum einhvers safnaðar, en ég og annar maður, sem var í Veginum hittum hann nokkrum sinnum og hann reyndi að boða okkur sinn sannleika.

Hann mætti a.m.k. á eina samkomu í Fíladelfíu og ég veit að hann talaði við marga þar, t.d. Dögg og Fjalar.

Ég minnist þess sérstaklega að amerískur prédikari, sem þá var staddur í heimsókn á vegum Fíladelfíu, leit á hann með miklum fyrirlitningarsvip og það fór ekkert fram hjá mér að forráðamönnum Fíladelfíu var mjög illa við hann.

Kannski ekki skrýtið þar sem hvítasunnusöfnuðurinn í Bandaríkjunum klofnaði skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina einmitt út af þessum kenningum um "einsleitni" Guðs.

Theódór Norðkvist, 2.3.2008 kl. 17:41

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvítasunnuhreyfingin klofnaði, átti þetta að vera, þar sem margir hvítasunnusöfnuðir eru til.

Theódór Norðkvist, 2.3.2008 kl. 17:45

23 Smámynd: Linda

ég veit að það var til söfnuður sem hét og heitir World Church of God þessi söfnuður sem ég hér nota sem heimild er United Church of God og það gæti einmitt verið þessi pólitík sem þú varst var við, merkilegt hvað fólk á bágt.  Ég las stefnuskrá þeirra UCG og ég gat ekki séð neitt sem ég er óssammála og nú er ég mjög svo hrifin af Hvítasunnu boðskapnum, en segi alveg eins og er, ég fatta ekki svona deilur, kannski er ég bara svona innilega græn eða naív, en, hvað sem það er þá er ég sammála þeim með Páskahaldið og boðskapurinn er hreinn og beinn..  Takk aftur Teddi fyrir þitt innsæi.

Linda, 2.3.2008 kl. 17:48

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk sömuleiðis, Linda. Nú man ég hvað söfnuðurinn heitir: United Pentecostal Church (UPC). Ekki alveg sami hluturinn. Eflaust hægt að fletta þeim upp.

Theódór Norðkvist, 2.3.2008 kl. 17:52

25 Smámynd: Mofi

Ég tók þessu alltaf sem svo að undirbúningsdagurinn hefði verið föstudagur og þótt þetta hefðu ekki verið heilir þrír dagar þá skipti það ekki máli því að þannig var algeng málvenja, sjá: http://apocalipsis.org/difficulties/jonah.htm

Samt athyglisvert að þetta gæti hafa verið einn af hinum sjö auka hvíldardögum sem gyðingarnir höfðu sem tilheyrðu fórnarlögmálinu og musterisþjónustunni. Þeir samt grípa það dáldið úr lausu lofti til að reyna að leiðrétta mótsögn sem ég held að sé ekki mótsögn.

Annars mjög sammála þeim að við sem kristnir ættum ekki að vera með heiðna siði, sérstaklega ef það bitnar á skilningi kristinna um hvað hátíðin sjálf þýðir fyrir þá. Annars er ég miklu meira fyrir góðann skilning á því sem Biblían er að tala um eins og páskunum og óþarfi að láta sleppa saklausum hefðum eins og jólatré og páskaeggjum. Finnst mér að minnsta kosti.

Varðandi að halda dagana heilaga þá veit ég hreinlega ekki til þess að við sem kristnir höfum einhverja daga sem Biblían tekur fram að eiga að vera heilagir fyrir okkur nema náttúrulega hvíldardags boðorðið. Er það möguleiki að ég er vaðandi í villu í þeim efnum? 

Vonandi er ég ekki að misskilja eitthvað hérna, horfði á videóið en hef ekki lesið öll innleggin...  

Mofi, 2.3.2008 kl. 18:27

26 Smámynd: Linda

Blessaður Mofi, 

  • undirbúningsdaguirnn var á miðvikudeigi, ekki föstudeigi, Jesú var tekin niður af krossinum á miðvikudags kvöldi, reis upp 3 heilum dögum eftir það. 
  • það sem er átt við með 7 auka hvíldardögum er í raun "passover" hátíð gyðinga, 7 dagar saman.  sem er alltaf á sama deigi ár eftir ár, semsagt Jesú var krossfestur á undirbúinings deigi "passover".
  • það er því miður fátt saklaust við páskaegg, enda hluti af tilbeiðslu á Esther eða Istor, börnum var fórnað henni til heiðurs og ég veit ekki hvað og hvað, endilega kíktu á hlekkin sem er líka í færslunni. 

Ég er pínu hissa á svari þínu, og er kannski ekki alveg að skilja það. Hinsvegar er málið þetta, Jesú var ekki krossfestur á tímabili heiðinnar hátíðar heldur á hinni Gyðinglegu helgu hátíð, væri þá ekki æskilegt að ef við ætlum að minnast upprisunnar formlega að slíkt væri gert á réttum deigi þ.a.s. því þegar Jesú var krossfestur og reis upp var "passover" .

Endilega lestu athugasemdirnar, þær er flestar mjög góðar og hafa sitt til marks.

kv. í bili

Linda, 2.3.2008 kl. 18:49

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mig langar aðeins að víkja umræðunni að einu atriði í kenningum United Church of God, sem gæti verið súrdeigið (villukenningin) sem sýrir allt þeirra deig:

Þeir afneita Heilögum Anda sem sérstakri persónu, en viðurkenna að Guð Faðir og Guð Sonur séu tvær persónur. Hvað segir í Postulasögunni 13:2:

Eitt sinn er þeir voru að þjóna Drottni og föstuðu sagði heilagur andi: ,,Skiljið frá mér til handa þá Barnabas og Sál til þess verks, sem ég hef kallað þá til.``

Af þessu versi er ljóst að Heilagur andi hugsar, skipuleggur og gefur skipanir. Getur skynlaus kraftur gert það?

Eða Efesus 4:30:

Hryggið ekki Guðs heilaga anda, sem þér eruð innsiglaðir með til endurlausnardagsins.

Við getum einungis hryggt þann sem er persóna og hefur tilfinningar.

Það er rétt hjá Lindu, að páskaegg og -kanínan eru að uppruna til heiðnir siðir, en það er kannski ekkert að því að borða páskaegg, ef maður lítur bara á það sem sælgæti. Hugarfarið skiptir máli.

Theódór Norðkvist, 2.3.2008 kl. 19:10

28 Smámynd: Linda

ég sé að ég mun hafa í nógu að snúast og grensalst um vegna Mófster og Teddster, sem er bara fínt mál og gaman, við eigum einmitt að nota ritninguna til að reyna mannana orð Ég þaf að þýða viðbætur vegna Mófster og senda fyrirspurn vegna Teddster (tíhí sorry, en ég er svo ánægð með ykkur og þessi viðbrögð að ég er í nett flippuðu stuði.)

ok, kem inn aftur aðeins seinna, knús.

Linda, 2.3.2008 kl. 19:15

29 Smámynd: Árni þór

Gott innlegg Theódór há þér...

Kristinn maður án Heilags Anda er eins og olíulaus vél
Það er þessvegna í Mattheus 25 kafla sem við erum vöruð við að hafa olíu/Heilagan Anda á lömpunum okkar, lampinn er orðið

Jesús uppfyllti allt lögmálið og þess vegna líka 7 hátíðirnar, engin tilviljun að hann krossfestist á páskunum. Við getum séð hvernig hann uppfyllti 7 hátíðirnar í Guðspjöllunum.

Hvíldardagurinn er í raun helg samkoma, dagur sem við tökum frá til að hvíla í samfélagi við Guð, koma saman um orð Guðs.

Árni þór, 2.3.2008 kl. 20:15

30 Smámynd: Linda

Svo ég komið að þessu með viðhorf þeirra til Heilags anda þá held ég að þeirra orð séu mjög skír er það varðar. Svo það er best að láta þeirra mission statement svara fyrir sig sjálft. Ég get ekki séð annað en að þetta séu mjög persónuleg tengsl.  En núna skulum við halda áfram með pælingarnar um páskana. knús.

God the Father, Jesus Christ and the Holy Spirit
We believe in one God, the Father, eternally existing, who is a Spirit, a personal Being of supreme intelligence, knowledge, love, justice, power and authority. He, through Jesus Christ, is the Creator of the heavens and the earth and all that is in them. He is the Source of life and the One for whom human life exists. We believe in one Lord, Jesus Christ of Nazareth, who is the Word and has eternally existed. We believe that He is the Messiah, the Christ, the divine Son of the living God, conceived of the Holy Spirit, born in the human flesh of the virgin Mary. We believe that it is by Him that God created all things and that without Him was not anything made that was made. We believe in the Holy Spirit, as the Spirit of God and of Christ Jesus. The Holy Spirit is the power of God and the Spirit of life eternal (2 Timothy 1:7; Ephesians 4:6; 1 Corinthians 8:6; John 1:1-4; Colossians 1:16).

Linda, 2.3.2008 kl. 21:31

31 Smámynd: Linda

Jæja, þá er það "gyðinglegu páskarnir samkv. Ritningunni" 7 dagar samfleitt, undirbúningsdagurinn var Miðvikudagur. Því byrjum við að skoða ritninguna frá þriðjudeigi.

  • Æðstu prestarnir og öldungar lýðsins söfnuðust nú saman í höll æðsta prestsins, er Kaífas hét,

        4og réðu með sér að handsama Jesú með svikum og taka hann af lífi.

        5En þeir sögðu: "Ekki á hátíðinni, annars verður uppþot með lýðnum."

  • 17Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna komu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: "Hvar vilt þú, að vér búum þér páskamáltíðina?"

        18Hann mælti: "Farið til ákveðins manns í borginni, og segið við hann: ,Meistarinn segir: Minn tími er í nánd, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum."`

        19Lærisveinarnir gjörðu sem Jesús bauð þeim og bjuggu til páskamáltíðar

  • 20Um kvöldið sat hann til borðs með þeim tólf.

 Hann vissi að hann yrði handtekin, eins og ritninginn ber vitni um og hann vissi að það yrðu tveir dagar þar til hann yrði deyddur. Því er þriðjudagurinn og kvöldið síðasta kvöldmáltíðin. Prestarnir vilja líka að hann sé tekin "ekki á hátíðinni" því var ekki um neitt að ræða en að taka hann um nóttina aðfaranótt miðvikudagsins. Eða það sem er kalla undirbúningsdagur fyrir "passover" Þetta er að finna í Matt 26.

Miðvikdagur , Jesú er krossfestur, og eins og ritningin vitnar til um, þá er hann tekin niður af krossinum, áður en hin Gyðinglega hátíð hefst, eða á undirbúnings deiginum fyrir myrkur sem er Sabbats, eins og föstudagur en í þessu tilfelli er þetta sabbats hátíð Páska, tveir sabbats dagar falla inn í þetta 7 daga tímabil fyrsta sem er frá miðv.kvöldi til fimmtudags kvölds og svo frá föstudags kvöldi til laugardags kvölds. neðangreint er úr ritningunni þessu til stuðnings.

  • Mark 15:42-4342Nú var komið kvöld. Þá var aðfangadagur, það er dagurinn fyrir hvíldardag.

        43Þá kom Jósef frá Arímaþeu, göfugur ráðsherra, er sjálfur vænti Guðs ríkis. Hann dirfðist að fara inn til Pílatusar og biðja um líkama Jesú.

  • Lúkas 23 52Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú,

        53tók hann síðan ofan, sveipaði línklæði og lagði í gröf, höggna í klett, og hafði þar enginn verið áður lagður.

        54Það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd.

  • Jóhn 20 40Þeir tóku nú líkama Jesú og sveipuðu hann línblæjum með ilmjurtunum, eins og Gyðingar búa lík til greftrunar.

        41En á staðnum, þar sem hann var krossfestur, var grasgarður og í garðinum ný gröf, sem enginn hafði enn verið lagður í.

        42Þar lögðu þeir Jesú, því það var aðfangadagur Gyðinga, og gröfin var nærri

 Miðvikudags kvöld og undirbúnings dagurinn er að líða undir loka, ofangreint ber vitni þess efnis.  Næst er fimmtudagur.

  • Matt 27 - Næsta dag, daginn eftir aðfangadag, gengu æðstu prestarnir og farísearnir saman fyrir Pílatus

        63og sögðu: "Herra, vér minnumst þess, að svikari þessi sagði í lifanda lífi: ,Eftir þrjá daga rís ég upp.`

        64Bjóð því, að grafarinnar sé vandlega gætt allt til þriðja dags, ella gætu lærisveinar hans komið og stolið honum og sagt fólkinu: ,Hann er risinn frá dauðum.` Þá verða síðari svikin verri hinum fyrri."

        65Pílatus sagði við þá: "Hér hafið þér varðmenn, farið og búið svo tryggilega um sem best þér kunnið."

        66Þeir fóru og gengu tryggilega frá gröfinni og innsigluðu steininn með aðstoð varðmannanna.

 Þarna var viðburð fimmtudagsins, næst er hvað ritningin segir um  föstudaginn sjálfan

  • Mark 16.1Þá er hvíldardagurinn var liðinn, keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann.

Þarna er hvíldardagurinn liðin, því þær geta keypt smirls, þetta er föstudagur  og er undirbúnings dagur fyrir hið vikulega sabbat. Næst er það laugardagurinn og hann er Sabbats, því næst segir  Í mark 16:2

  • 2Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni.
  • Luk 24 En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin, sem þær höfðu búið.
  • Matt 28 Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina
  • John 21 Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma, að enn var myrkur, og sér steininn tekinn frá gröfinni.

Jesú er risin, hann reis upp á lokinni síðari föstu (vikulegu)og það var áður en dagur reis á sunnudeigi, líkur á því að það hafa verið á laugardagskvöldi áður en fyrsti dagur vikunnar rís.

Svona er þá þessi skilningur.

Knús

Linda, 2.3.2008 kl. 22:35

32 Smámynd: Flower

Það rifjar það nú upp hjá mér þegar ég les þetta yfir, var búin að steingleyma því einhverra hluta vegna, að ég tek páskana ekki svo alvarlega sem trúarhátíð þannig lagað séð. Gerir Guð einhverjar kröfur að halda sérstaklega upp á upprisuna? Upprisan var í þeim tilgangi að fólk nyti góðs af alla daga en ekki bara einu sinni á ári.

Ég veit allavega að ég fæ mér ekki páskaegg í trúarlegum tilgangi Sá siður er orðinn að einhverju allt öðru en var með tilkomu súkkulaðieggjana. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvernig egg voru notuð í gamla daga, en það voru alvöru egg og fólki þá hefði ábyggilega þótt fáránlegt að breyta þeim í súkkulaði og eyðilegging á hátíðinni  

Nú er Guð búinn að vera að vara mig við einu og öðru sem ég þrjóskast með að halda í, en páskaeggin eru ekki eitt af því. Ég hugsa að Guði sé sama um þau ef maður bara lítur á þau sem nammi og það er ekkert annað að baki. Eins allt þetta krúttlega páskaskraut þá er það allt ljúfir vorboðar og sköpunarverk Guðs og hlýtur að mega fagna sem slíku. Heiðnin tekur sköpunarverk Guðs til sinna nota og ekki gengur að láta það eiðileggja ánægjunna af þeim þar sem þau komu á undan heiðni. 

Flower, 2.3.2008 kl. 23:23

33 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er ekki allt í lagi að blanda saman heiðni og kristni og taka það besta frá báðum? Ýmsir siðir og hátíðir kristninnar koma úr heiðni að hluta til og jafvel sumar helgiathafni einkum kaþólskar.  Það er hægt að finna líkingar með táknum sérstaklega einföld tákn. Ég gæti nefnd mörg dæmi um þetta.  Ég sé ekki vandamálið.  Öll trúarbrögð eiga einhvern streng sameiginlegan. Það er að leita almættisins og æðri tilgangs. 

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 23:25

34 Smámynd: Linda

Easter is Ishtar, (Semiramis, widow of Nimrod, mother of Tammuz) the bare breasted pagan fertility goddess of the east. Legend has it that she came out of heaven in a giant egg, landing in the Euphrates river at sunrise on the first Sunday after the vernal equinox, busted out, and turned a bird into an egg laying rabbit. The priest of Easter would then sacrifice infants (human babies) and take the eggs of Easter and die them in the blood of the sacrificed infants (human babies). The Easter eggs would hatch on December 25th, the same day her son Tammuz the reincarnate sun-god would be born...how convenient!

Linda, 2.3.2008 kl. 23:30

35 Smámynd: Linda

Hæ flower, ég skil þig vel þetta er allt voðalega krúttlegt, þangað til að maður skilur hvað er þar á bag við , þá getur maður ekki alveg horft á þetta með sömu augum. Ég er að glíma við þetta, og því meira sem ég les mig til um þetta því sannfærðari verð ég að við eigum ekki að blanda heiðnum sið og venjum við hið kristilega hátíð, enda er ritningin skír er þetta varðar, það er bara ekki hjá því komist. Svo, hvað er til ráða?  Sjálfsagt að fara eftir því sem ritningin boðar.

Sæll Sigurður - því miður þá er það ekki lagi, slíkt er viðurstyggð, því Guð er eigingjarn Guð og allt sem við tökum fyrir og setjum á stall sem tengist honum ekki er ekkert annað en skurðgoða dýrkun, og heiðið er honum ekki þóknanlegt.  Sjáðu til ég er að skoða þetta út frá minni trú, að hafa hana eins heilsteypta og ígrundaða í ritningunni og hægt er, og það þýðir að ég verð að byrja að taka skref til að henda út falsguðum og mannasetningum. 

Ef þú hugsar út í það, þá erum við mun betur sett í öllum samskiptum og heiðarleika að hafna öllu sem heiðið er, því ekki teljumst við sem trúum á Krist lengur til heiðingjanna, við eru komin undir náð, og sem slíkt verðum við að gæta að okkur.  En þetta er flókið mál, og ég er bara að pæla og reyna að læra og ég vona að það takist. Til þess er jú ritningin, við eigum að nota hana til að reyna allt sem tengist mannanna orði um Guð.

Knús til ykkar beggja.

Linda, 2.3.2008 kl. 23:45

36 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Hvernig heldurðu upp á jólin Linda? Ertu með jólatré? Það hlýtur að vera flókið mál í framkvæmd því siðurinn er rammheiðinn að upphafi og hafði þá ekkert með fæðingu Krists að gera...?

Kristján Hrannar Pálsson, 2.3.2008 kl. 23:50

37 Smámynd: Flower

Það er ógeðslegt að barnsfórnir skuli hafa komið við sögu og beinlínis djöfulegt

En það er löngu gleymt hjá flestum um hvað þetta snerist og súkkulaðieggin eru náttúrulega framleidd til að gleðja munn og maga. Það er kannski umdeilanlegra að mála á egg og minnir meira á heiðnina en súkkulaðieggin, ekki er málað á þau. Þetta er einfaldlega hlutur sem hver og einn verður að taka eigin afstöðu til eins og gengur.

Flower, 2.3.2008 kl. 23:54

38 Smámynd: Flower

Já Linda, gangi þér vel í því. Þetta er ekki auðvelt langt í frá og Guð neyðir mann fyrr eða síðar í að horfast í augu við hlutina, þannig er þessi ganga sem við höfum gengist undir að fara. Guð fer ekki sömu leið með neina tvo heldur er þetta persónubundið með hvern og einn. Guð blessi þig í þinni.

Flower, 3.3.2008 kl. 00:02

39 Smámynd: Linda

Sæll Kristján, ég er að pæla í Páskunum núna og ritningunni í samræmi við það og svo hinni heiðnu arfleið sem hefur ekkert með Krist að gera.  Ég hef ekki haft Jólatré í mörg ár.  Jólin eru ekki síður yndisleg en Páskarnir, en rétt er það hjá þér að þau hafa ekkert með fæðingu Jesú að gera. 

Sæl Flower -  Fínar athugsemdir hjá þér, og máluð egg eða súkkulaði ekki, þetta er jú hvort fyrir sig tvær mismunandi hliðar af sömu heiðnu hefð, og fólk verður að athuga þetta og rannsaka fyrir sig sjálft ekki af því að ég er búin að mynda skoðun, því ég sjálf myndaði ekki skoðun á þessu fyrr en ég var leidd í þess átt eftir að hafa heyrt um þetta og ég vildi rannsaka á mínum forsendum og mynda skoðun út frá því.

Þannig að, þetta er eitthvað sem ég hef fundið út, og þetta er eins og staðan er í dag, ef einhver kemur með ritningu sem segir að þetta sé ekki rétt þá verð ég að taka það líka til greina og skoða málið nánar.  Svo hver og einn verður að taka það sem hér er og læra og meta út frá eigin forsendum og skilningi, rannsaka og sannreyna orðið í þessum málum.  Breyting þarf ekki að koma þrumum og eldingum, hún getur komið hægt og rólega, eins og blíður andvari . Ekkert stress bara anda og íhuga og sannreyna.

Linda, 3.3.2008 kl. 00:46

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Linda ég vil byrja á að þakka velvilja og hvað öll þessi umræða hefur verið kurteis þó fólk sé á öndverðu meiði.  Má ég benda á eftirfarandi ritningu:

Bréf Páls til Títusar 1.15. Allir hlutir eru hreinum hreinir, en flekkuðum og vantrúuðum er ekkert hreint, heldur er bæði hugur þeirra flekkaður og samviska.

Vissulega eru margir kristnir siðir heiðnir að uppruna s.s. jól og páskar.  Innihaldið skiptir mmeira máli en umgjörð.

Góða nótt. 

Sigurður Þórðarson, 3.3.2008 kl. 01:06

41 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tek undir að þessi umræða hefur heppnast vel. Aðeins aftur um heilagan anda í kenningum UCG. Í bæklingi þeirra, sem vísað er til á heimasíðunni, segir: 

The Holy Spirit of God is not identified as a third person in a trinity, but is consistently described as the power of God. The Holy Spirit is given to mankind upon repentance and baptism (Acts 2:38) to serve as an earnest payment on eternal life (2 Corinthians 1:22; Ephesians 1:14 [both KJV]).

Það er ljóst að þeir viðurkenna ekki heilaga þrenningu og skipa sér að því leyti til á bekk með Vottum Jehóva. Það má kannski segja að UCG trúi á Guð sem heilaga tvennd.

Theódór Norðkvist, 3.3.2008 kl. 02:10

42 Smámynd: Linda

Takk Sigurður, já hér er fólkið alveg yndislegt og sýnt mikla visku og og heilsteyptar pælingar án þess að nota uppnefningar eða fjúkyrði til að koma sínu áleiðis.  Það er svo gaman að geta pælt án þess að fara í vörn.  þakka þér fyrir Titus og þarna er merkileg bók á ferð, sem er mjög beitt, hún minnir mig á Jakob sem er mjög beittur líka, en hann talar um að lögmálið skiptir líka máli, þ.a.s. að við erum ekki bara undir náð heldur líka verki.

Þarna er Titus að benda á og taka undir 1 'Tim 4

Andinn segir berlega, að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni og gefa sig að villuöndum og lærdómum illra anda.

    2Þessu valda hræsnisfullir lygarar, sem eru brennimerktir á samvisku sinni.

    3Það eru þeir, sem meina hjúskap og bjóða mönnum að halda sér frá þeirri fæðu, er Guð hefur skapað til þess að við henni sé tekið með þakkargjörð af trúuðum mönnum, er þekkja sannleikann.

Þessi vers hér frá 1 Tim gætu verið töluð inn í okkar tíma ritning er til umvöndunar og kennslu og til að leiðbeiningar.

    4Allt sem Guð hefur skapað er gott, og engu ber frá sér að kasta, sé það þegið með þakkargjörð.

    5Það helgast af orði Guðs og bæn.

Matt 15 8Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér.

    9Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar."

9 versið þykir mér sérstaklega átakanlegt því þetta vekur mann til umhugsunar um þá villu sem hin Rómverska kirkja kom með, þegar hún notaði og  samlagði heiðna siði til að friðþægja heiðingjanna, frumkirkjan var alfarið á móti þessu og þar með kom á klofningur, skiljanlega þegar maður skoðar t.d. Páskana í þessu samhengi.

Ég er einmitt að skoða þetta með "hvort það sé bara ekki í lagi" að blanda heiðnum  siðum við Kristið líferni, og eins og staðan er núna á þessari stundu í þessum skrifuðum orðum finn ég ekkert sem bendir til þess að slíkt sé i lagi, út frá "orðinu". 

Góða nótt og ég vil ítreka að þetta eru pælingar og fólk verður að mynda eigin skoðanir og rannsaka þetta á eigin forsendum.

Knús og Guð blessi ykkur.

Linda, 3.3.2008 kl. 02:11

43 Smámynd: Linda

Því miður hef ég verið knúin að fjarlægja athugasemd, sem var einungis gerð til þessa að stofna leiðindi og þras.  Frekari slíkar athugsemdir verða fjarlægðar, Umræðan er skír, haldið ykkur við hana. Takk fyrir.

Linda, 3.3.2008 kl. 10:45

44 Smámynd: Theódór Norðkvist

Aðventistar segja að kaþólska kirkjan sé hin mikla Babýlon og andkristur, sem talað er um í 7. kafla Daníelsbókar að hafi í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum.

Mér sýnist það vera rétt að laugardagurinn ætti frekar að vera hvíldardagurinn og því hafi Jesús risið upp á laugardegi, alveg eins og mér sýnist niðurdýfingarskírn fullorðinna vera biblíulega réttari skírn en ádreyping á ungabörn.

En eru þetta úrslitaatriði varðandi sáluhjálp? Það er spurningin.

Theódór Norðkvist, 3.3.2008 kl. 11:31

45 Smámynd: Linda

Sæll Theodór má ég kalla þig Tedda, hef notað það pínu en kannski er best að spyrja áður en ég nota styttingu nafns þíns frekar. En, ok höldum áfram.

Varðandi Kaþólsku Kirkjuna og spádóma Daníels þá er það mál sem ég hef ekki sett mig inn í að svo stöddu, þó er margt sem bendir til þess að það sé eitthvað til í þessu, því sérstaklega þegar við skoðum dæmi eins og Páskana, hin rómverska Kirkja "friðþægði heiðingjanna" með því að blanda heiðnum dögum inn í kristið Helgi hald. Obinberunar bókinn sjálf talar um skjækuna og dætur hennar, sumir vilja meina að þetta sé Hin Rómverskja Krikja og mótmælenda hreyfingin ?  En ætli það sé ekki bara annað umræðu efni. Sem Mófster tekur á.

Ég er alveg sammála þér,laugardagurinn ætti að vera hvíldardagur allra Kristinna manna, ritningin boðar slíkt, Jesú sjálfur hélt hvíldardaginn og hann reis upp á 3 deigi sem var "laugardagur" Niðurdýfinga skírnin er rétt, samkv. ritningum, þá er til rit eins og Didache sem tala um að þá sé nóg að drjúpa vatni, þegar lítið er um vatn að finna, en þau rit taka ekki undir ungbarnaskírn frekar en hin almenna ritning.

Það mætti spyrja líka, að þegar við förum eftir ritningunni, sannreynum hana og hendum út heiðnum siðum og hefðum, hægt og bítandi, er þá sáluhjálp okkar ekki þegar komin í betri hendur. "Orð Guðs".

knús og takk fyrir að pæla með mér.

Linda, 3.3.2008 kl. 11:52

46 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jú, kallaðu mig bara Tedda, ég er kallaður það af þeim sem þekkja mig. Ég held að best sé að hafa hlutina eins og Ritningin mælir fyrir um þá og engin ástæða til að víkja út frá því, nema hugsanlega í einhverjum kringumstæðum eins og að vinna kornöx á hvíldardegi, vegna hungurs!

Ég held að kaþólska kirkjan hafi blandað full mikið saman heiðnum siðum og kristilegum, til að innbyrða sem flesta. Lúterska kirkjan tók síðan kaþólskuna í arf að einhverju leyti.

Theódór Norðkvist, 3.3.2008 kl. 12:05

47 Smámynd: Linda

Takk Teddi, já mikið rétt hjá þér.  Enda er ritningin mjg skír á þessu, hún biður okkur um að sannareyna allt með ritningunni.  Það er bara mjög gott ráð.

Linda, 3.3.2008 kl. 13:17

48 Smámynd: Mofi

Gaman að lesa yfir þessa umræðu, allt á mjög málefnalegum nótum; þú ert kannski búin að búa til svona oasis í blogg heimum Linda þar sem ríkir friður og ró.

Sömuleiðis var forvitnilegt að lesa um uppruna páskaeggjanna, dáldið erfitt að sjá þau í sætu saklausu ljósi eftir þetta. Maður óskar eftir því að þau kristnu börn í kirkjunni myndu hafa einhverjar aðrar sterkari minningar frá páskunum en þessi súkkulaði egg. Ég veit að í minni barnæsku þá það sem stóð upp úr á páskunum var súkkulaði eggið.

Varðandi Daníel og Opinberunarbókina og allt það :)   Ég þarf að taka það efni fyrir, það er búið að sitja á hakanum allt of lengi.

Mofi, 4.3.2008 kl. 09:18

49 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Áhugaverðar umræður, en í dag í nútímanum verðum við að skilja af heiðni og kristni, því iett er víst að egg og kanínur eru ekki beinleinins kristilegar. En ef við höldum okkar eigin páskahatíð eins og ritningin segir til um, þá erum við að fylgja orði Guðs eftir bókstafnum. Og væri alveg vert að prófa það.

Ég kíki til þín með ósýrð brauð á páskadag Linda mín !  Og við skulum halda okkar hátíð með glæsibrag! Ef kanína kemst í tæri við mig þá elda ég hana, ef ég fæ egg þá spæli ég það.   ;) Það verður nóg að gera!  :D 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.3.2008 kl. 09:21

50 Smámynd: Linda

Sælt veri fólkið og áður en ég loka þessum þræði langað mig að bæta eftirfarandi við.

Það er ekkert í ritningunni sem mælir með því að við höldum páska heilaga í þeirri mynd sem þeir eru í dag.  Það er hinsvegar alveg á hreinu að Jesú og postularnir héldu upp á hina "gyðinglegu Páska" eða Passover.  Eftir tíma Krists, var ekki vikið frá hans Gyðinglega arfi í hátíðarhaldi og það átti við Páskana líka, hin kirkjulega pólitík sem á rætur sínar í hinni rómversku kirkju er megin ástæða þess að að við höldum upp á Páskana, Gyðinga hatur er líka partur af þessari formúlu, sorglegt en satt.

Þegar við skoðum söguna og ritninguna þá sjáum við hvað er rétt og hvað er rangt, það hefur ekkert með bókstafstrú eða ofstæki að gera heldur lýtt þekkt fyrirbrygði í sumum hornum sem kallast lestur og sjálfstæð hugsun.  Ritningin er skír, við eigum að sannreyna orð manna með orði Guðs, ef það stenst ekki athugun þá ber okkur að leiðrétta slíkt. Það er ekkert sem segir að við verðum sett á vinsælda lista heimsins fyrir vikið, en, það er heldur ekki það sem við sækjumst eftir, eða hvað?

Ef við ætlum að halda upp á Upprisu Jesú, þá eru páskarnir tilvaldir til þess, ef við viljum vita hvenær, þá er það 19 Apríl næst komandi samkvæmt Gyðinglegu dagatali, sem Jesú, Postularnir og frumkirkju menn fóru eftir til lengri tíma, þegar þeir, "Gyðingar" og heiðnir gengu saman inn á samkomu og áttu samverustund með hvor öðrum, vegna orðsins sem kom til að réttlæta manninn.

Hver og einn verður að eiga við sig framhaldið, en það er afskaplega mikilvægt að þið skoðið málið út frá forsendum ritninganna.

Það er ekki það sem kemur inn um munninn sem skaðar manninn, heldur það sem kemur frá honum. Þessi orð sagði Jesú.

það sem kom frá munni hinnar rómversku kirkju á sínum tíma, hefur skaðað okkur...... Tökum við áfram þátt í því...ég eins og þú verð að eiga það við minn Guð og orðið sem hann skildi eftir okkur til halds og trausts.

1 Kor 12

 1En svo ég minnist á gáfur andans, bræður, þá vil ég ekki að þér séuð fáfróðir um þær.

    2Þér vitið, að þegar þér voruð heiðingjar, þá létuð þér leiða yður til mállausra skurðgoðanna, rétt eins og verkast vildi.

    3Fyrir því læt ég yður vita, að enginn, sem talar af Guðs anda, segir: "Bölvaður sé Jesús!" og enginn getur sagt: "Jesús er Drottinn!" nema af heilögum anda.

Kannski er komin tími til að við breytum áherslu páskanna þannig að það sem stendur upp úr er "Upprisan Sjálf" ástæða hennar og afleiðingar, frekar en páskaegg, eins og Mófi vitnaði um og eins og maður þekkir sjálfur..

Við eigum ekki sér Páskahátið Haukur, ekkert í ritningunni sem styður það, þvert á móti er  bara talað um Páska Gyðinga. sjá hér.  Þakka þér samt fyrir þetta með eggið, en ég hafna öllu sem tengist barnafórnum.

Þakka öllum þátttökuna.

Linda, 4.3.2008 kl. 09:30

51 Smámynd: Linda

Þar sem ég las yfir athugsemdina frá Hauki í flyti á meilinu mínu varð mér á og í hraðlestri mínum las ég, lykilorð sem öllu því að ég hélt að hann væri að tala um að páskarnir okkar væru samkvæmt ritningu. Í millitíðinni var ég að skrifa mitt loka orð hér á þessum þræði.  Rétt skal vera rétt og er hér með leiðrétt. 

Linda, 4.3.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband