Heimilislausi maðurinn

Höfundur er óþekktur.

Sunnudagur og bílastæðið við Kirkjuna var farið að fyllast, ég ásamt öðrum kirkjugestum vildi flíta mér inn því norðan áttinn var sérstaklega nöpur þennan dag, á leið minni inn í kirkjunna tók ég eftir því að fólk var mikið að pískra og hvísla sín á milli.

Því nær sem ég kom að kirkjunni tók ég eftir manni sem var sjálfsagt orsök viðbragða sóknarbarna.  Hann hálf lá við veggin, virtist vera sofandi.  Klæðaburður hans var mjög tötralegur, frakkinn var svo illa slitin að hann var næstum því í bútum, hatturinn á höfði hans var dregin vel niður svo ekki var hægt að sjá andlit viðkomandi, skórnir hans litu út fyrir að vera 30 ára gamlir, og allt of litlir fyrir fætur hans, göt voru í skósólunum og það sást í tær mansins.

Ég gerði ráð fyrir því að maðurinn væri heimilislaus og sofandi, samt gekk ég fram hjá honum og inn í kirkjuna. Í nokkrar mínútur ræddu sóknarbörnin sín á milli, þ.á.m um vesalings manninn sem lá fyrir utan kirkjudyrnar, það var hægt að slúðra um hann, en engin íhugaði að bjóða honum inn, ekki frekar en ég.

Eftir nokkrar mínútur var kominn tími á að samkoman byrjaði. Við biðum öll eftir því að presturinn tæki sitt pláss og byrjaði að samkomuna. Allt í einu urðum við var við það að kirkjudyrnar opnuðust, og sá heimilislausi gekk inn um dyrnar lútandi höfði.

Fólk tók andköf og gretti sig  af vandlætingu, en þrátt fyrir það hélt hann áfram inn kirkjugólfið, og tók sér stöðu á altarinu, þar snéri hann sér við tók af sér ljóta slitna frakkann og ljóta hattinn, hann leit yfir sóknarbörnin og ég fann hvernig hjartað í seig niður í maga því þarna stóð presturinn minn, hann hafði verið þessi heimilislausi maður.

Það hefði mátt heyra nál detta í gólfið því svo algjör var þögnin í salnum, hann tók Biblíuna sína og lagði hana frá sér á altarisstólin og sagði. " þið vitið væntanlega um hvað predikunin verður í dag, því ef þið dæmið svona fljót hvenær munu þið hafa tíma til að sína kærleika.."Jesú

 1 Korin 13:1-3

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

    2Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.

    3Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband