Kristið fangelsi

 Nálægt borginni Sao Jose dos Campos í Brasilíu er að finna stórkostlegan stað.  Fyrir u.þ.b 20 árum  lét Brasilíska ríkið eftir fangelsi í hendur tveggja Kristna einstaklinga.  Þessi stofnun fékk nafnið Humaita og undirbúningur hófst á að reka það með Kristlegu sjónarhorni að leiðarljósi.  Fyrir utan tvær persónur sem unnu í launuðu starfi, var öll vinnan sem koma að fangelsinu  unnin af föngum.  Fjölskyldur fyrir utan fangelsið "ættleiddu" fanga til  þessa að aðstoða og leiðbeina  á meðan afplánum stóð eða eftir að afplánun var lokið.  Chuck Colson sótti stofnunina heim og eftirfarandi er hans frásögn.

"Þegar ég sótti Humaita stofnunina heim, fann ég fanga sem voru brosmildir og morðingja sem héldu lyklum sem opnuðu hliðið til að hleypa mér inn.  Það skipti ekki máli hvert ég fór innan fangelsisins þá var stakasta ró og friður yfir öllum föngunum.  Ég sá hreinlæti sem vari til fyrirmyndar í vistarverum og á vinnusvæðum.  Veggirnir voru skreyttir með ritninga versum úr Davíðs sálmum og orðskviðum.  Sá sem sýndi mér svæðið benti  mér að klefa sem var alræmdur fyrir að þar hafi verið stundaðar skelfilegar pyntingar. Í dag, sagði hann (leiðarstjórinn) er bara einn fangi vistaður þarna inni, við gengum eftir löngum gangi til þess að komast að klefanum og hann setti lykilinn í skránna og spurðu "ertu viss um að þú viljir fara þarna inn"?

"Auðvitað svaraði ég, svona pínu óþolinmóður" Ég hef séð marga svona klefa út um allan heim".  Rólega ýtti hann þessari þungu hurð svo hún opnaðist,  og ég sá fangann sem þarna var vistaður:  Stór fallegur viðar kross sem hafði verið smíðaður af föngunum og á krossinum hékk Jesú.

Þá sagði fanginn og leiðarstjórinn minn mjúkum rómi "Hann afplánar okkar dóm".

 

Íhugun bloggara - hafir þú ekki velt því fyrir þér áður, þá er kannski orðið tímabært að þú gerir það núna "er Jesú að afplána þinn dóm og hefur þú þakkað honum fyrir þig í dag......"?Krossfesting

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband