Lýðræði og frelsi í andaslitum

Að Kína hafi fengið leikanna til að byrja með er bara sorglegt, mannréttindabrot þeirra eru til á svart hvítu og þeir fá leikanna samt, hvað er að þessum heimi sem við búum í, á ensku kallast þetta að hafa "shit for brains", ekki mjög málefnalagt en hvað um það, hvað er málefnalegt við það að hefta tjáningarfrelsi??

John Stuart Mills (1859) segir að bann við málfrelsi sé "þjófnaður af mannkyninu" Sá sem bannar skoðun mína skaðar ekki aðeins mig heldur einnig þá sem eru ósammála mér. Þeir sem eru ósamþykkir skoðuninni ættu síður en svo að óska þess að hún sé bönnuð!


mbl.is Lýðræði fótum troðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég er geðveikt sammála þér um þetta

halkatla, 13.2.2008 kl. 08:55

2 Smámynd: Linda

Takk fyrir það Anna það er svo auðvelt fyrir marga að fórna hinu og þessu í lýðræði að altari Pólitískrar rétthugsunar og það veldur manni óhug.

Linda, 13.2.2008 kl. 08:58

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já, Steven Speilberg var að rifta samningum vegna óstættis við yfirgangseminni í kínverjum, og tók ég mér bessaleyfi og vísaði í bloggið þitt Linda mín. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Linda

Já hann Stebbi er hreint frábær.  Þú mátt vísa á hvað sem er.

knús.

Linda, 13.2.2008 kl. 10:01

5 Smámynd: Arnar Steinn

Að Kína hafi fengið leikanna til að byrja með er bara sorglegt, mannréttindabrot þeirra eru til á svart hvítu og þeir fá leikanna samt..

Þegar ég sé svona comment, þá verð ég leiður. Stundum er látið eins og Kína sé eina landið sem brýtur mannréttindi, en ég veit ekki betur en að BNA og Bretland geri það líka, auk þess sem þeir heyja stríð í Afganistan og Írak en það er engum sem myndi detta í hug að sniðganga Ólympíuleika í BNA.

Þetta er tvískinnungur og lýsir einna helst vanþekkingu og fullkomnu skilningsleysi á ástandinu í Kína. Mæli með að þú skellir þér á Ólympíuleikana í sumar og athugir hvort verið sé að hefta mál- og tjáningarfrelsi.

Arnar Steinn , 13.2.2008 kl. 10:38

6 Smámynd: Linda

Arnar, farðu með kross og biblíu með þér á leikanna og sjáðu hvort trúfrelsið þitt sé virt. Kína er er margbrotin þjóð, en hún er fyrst og fremst Kommunista ríki, sem slíkt þá er fátt um persónulegt frelsi.

Linda, 13.2.2008 kl. 10:43

7 Smámynd: Arnar Steinn

Trúfrelsi er virt í Kína, upp að vissu marki. Þar eru kirkjur og guðsþjónustur sem öllum er frjálst að sækja. Hvort kínverska útgáfan af kristninni henti öllum er svo annar handleggur, en þér er frjálst að taka þinn kross og þína biblíu á leikanna. Þetta segi ég vegna þess að ég bjó í Kína í mörg ár og veit því hvað ég er að tala um.

Auðvitað er víða pottur brotinn í Kína og ég er alls ekki að reyna að afsaka þau hræðilegu mannréttindabrot sem eiga sér þar stað á hverjum degi, það sem ég er að reyna að koma fram er að mannréttindi eru brotin víða, ekki bara í Kína og því ættum við ekki að kasta steinum úr glerhúsi. 

Arnar Steinn , 13.2.2008 kl. 12:40

8 Smámynd: Arnar Steinn

Og eitt enn, Kína er alls ekki fyrst og fremst Kommúnista ríki. Þar ríkir alræðisstjórn, en hin sósíalíska hugsjón hefur fyrir löngu vikið fyrir kapítalisma, sem stjórnvöld í Kína kalla "markaðshagkerfi með kommúnískum formerkjum" sem er auðvitað frekar skemmtilega þversögn.

Arnar Steinn , 13.2.2008 kl. 12:42

9 Smámynd: Linda

ég verð að benda þér á að það verður ekki leyfilegt að koma með hvorki Biblíu eða krossa eða annars konar trúarleg tákn eða bókmenntir skrifaði færslu um það hér hef ekki fengið neinar staðfestar heimildir þess efnist að það hafi orðið breyting á þessu.

Þær Guðsþjónustur sem eru í Kína eru ekki í samræmi við boðskap Krists, heldur samkvæmt hinu vanhelgu komma stefnu Kína.  Þetta ættir þú að vita þar sem þú bjóst þarna.  Hinar raunverulegu Kristnu kirkjur eru neðanjarðar og það ágæta fólk er kallað andhófsmenn sakir þess að hafa lifandi trú á Jesú Krist.

Öll mannréttindi skipta mig máli, ég hinsvegar tek á þeim sem komast ekki í hinn almenn fjölla og er kveðið niður samkvæm vilja hins "ekki"frjáls vestræna miðils.

Kína er alls ekki fyrst og fremst Kommúnista ríki segir þú.  Það má vel vera, en "if it looks like a rat, moves like a rat and stinks like a rat" my gosh it must be a rat.  Ég er nægilega vel læs til að vita að það er mikill uppgangur í kína, enn þessi uppgangur er því miður ekki að ná til alla veldur því að meira fólk er heimilislaust og lifir við sultarólina enn nokkru sinni fyrr.  En, þetta skiptir vitanlega ekki neinu máli, þar sem Kínverjar eru að halda leikanna og ekkert af þeim sem þjást mun sjást í fjöllanum, því Kínverjar munu ekki leyfa það.

Linda, 13.2.2008 kl. 13:46

10 Smámynd: Arnar Steinn

Ég hafði ekki séð þessa frétt varðandi trúartáknin, en finnst það hins vegar afar jákvætt, enda á trúin ekki erindi á ólympíuleikunum. Get skilið að mikið trúuðu fólki þyki miður að hafa ekki biblíu/kóran eða önnur trúarrit við hönd í ólympíuþorpinu, en trúin er ekki í bókum eða táknum heldur í hjarta og huga þess er trúir, ekki satt?

Þú segir að guðsþjónustur í Kína séu ekki í samræmi við boðskap krists, heldur hinni vanhelgu komma stefnu??Hvaða stefna er það? Eins og þú veist eru nú til ansi margir skólar af kristni sem allir segjast boða hin eina sanna og rétta boðskap krists og sýnist sitt hverjum í þeim efninu. Það er ekki þitt að vega og meta hver er hinn eini rétti boðskapur krists. Þar að auki báru allir þeir kristnu einstaklingar, kínverskir jafnt sem erlendir, sem ég þekkti á mínum árum í Kína guðsþjónustunum vel söguna og minntust aldrei á að þær veru ekki í samræmi við boðskap krists. Trúi ég þá heldur þeirra reynslu heldur en því sem þú hefur lesið varðandi þau efni.

Þú ert án efa vel læs, en það er reginmisskilningur hjá þér að fleira fólk en áður sé heimilislaust og lifi hungur. Bilið milli fátækra og ríkra breikkar ört, en það á líka við um flest lönd í heiminum, þar á meðal á Íslandi. 

Auðvitað munu þeir sem þjást ekki sjást á Ólympíuleikunum, hvernig myndi nokkrum detta það í hug? Það myndi ekki skipta neinu máli hvar leikarnir væri haldnir, það yrði ekki fókuserað á einstaklinga eða hópa sem væru beittir ranglæti, það er ekki hlutverk leikanna.

Að reyna að skilgreina og skilja Kína útfrá vestrænum gildum og normum er eins og reyna að leysa algebru dæmi með málfræði hugtökum eða m.ö.o. ómögulegt. Þetta er elsta menningarríki heims sem fer sínar eigin leiðir og beygir sig ekki fyrir þrýstingi. Það er sama hversu mikið fólk kvartar og kveinar og skammast, þeim verður ekki haggað.

Hafandi sagt þetta, þá er vert að muna að Kína er að breytast, en á sínum eigin forsendum og á sínum eigin hraða. Persónufrelsi í Kína er miklu meira núna en það var fyrir 20 árum og eftir 20 ár verður mun meira frelsi en í dag. Breytingar gerast ekki á einni nóttu og það verður ekki utanaðkomandi þrýstingur sem mun breyta ástandinu í Kína heldur Kínverjar sjálfir, á sínum eigin forsendum.

Ranghugmyndir manna um Kína eru mýmargar og ég hvet þig til að fara til Kína og kynna þér þetta af eigin raun áður en þú heldur áfram að tjá þig um ástandið þar. Það gæti komið þér skemmtilega á óvart.

Arnar Steinn , 13.2.2008 kl. 14:16

11 Smámynd: Linda

Þakka þér fyrir þessa rosa færslu um hvað ég hef rangt fyrir mér og hversu frábært land Kína er, og vænti þessi ekki að ég mundi heimsækja þetta land miðað við núverandi ástand, ég mundi sjálfsagt enda í fangelsi fyrir það hafa neitað að taka af mér Krossinn eða hafa ´NT meðferðis.  og á meðan trúsistkyni mín sitja í fangelsi þá stíg ég ekki fæti inn í þetta land. 

Þar sem lýðræði er  má finna m.a. trúfrelsi og tjáningarfrelsi, slíkt er af skornum skammti í Kína og að þú skulir segja að það sé gott mál að fái ekki að koma það sem gefur þeim frið er í raun sorglegur og lýsandi hugsunar háttur fyrir svo marga í dag, það er allt í einu í lagi að fórna hinu og þessu til þess að einhver einn verði til friðs. Að mínu mati er það ekkert lýðræðislegt og frekar ískyggileg hugsjón. En það er nú bara mitt álit. 

Ég dreg það hinsvegar alls ekki í efa að margt gott komi frá þessu landi, bæði er varðar list og bókmentir sem og undursamlegur ballet og hvað og hvað mætti sjálfsagt endalaust telja, en það dregur hinsvegar ekki úr áhyggjum mínum um infædda sem þjást sakir trúar og þau höft sem eru sett á leika sem eru í eðli sínu lýðræði uppmálað.

Með vinsemd.

Linda, 13.2.2008 kl. 14:59

12 Smámynd: Arnar Steinn

Þetta er einmitt það sem ég er að tala um, þú heldur að þér yrði varpað í fangelsi fyrir að neita að taka af þér krossinn! Fjölmargir Kínverjar ganga með krossa, enda er til Kristin ríkiskirkja í Kína (sem er ekki viðurkennd af Páfagarði því Kínverjar neita að Páfagarði um vald til þess að útnefna biskupa í Kína). Þegar ég bjó þarna átti ég marga vini frá BNA sem m.a. stunduðu kristið trúboð í borginni þar sem ég bjó. Það fengu þeir að gera óáreittir, en lögreglan kom stundum í heimsókn til þeirra og fékk að fylgjast með trúboðsfundunum, en þeir voru ekki reknir úr landi, hvað þá stungið í fangelsi.

Ég er hreint ekki að halda því fram að Kína sé frábært land, ég var bara að reyna að benda þér á að þú hefur ranghugmyndir um þetta land og hvað er að gerast þar. 

Ég sé það hins vegar að þér verður ekki hnikað í þessari skoðun þinni og er það miður, en ég virði þína skoðun og bið þig vel að lifa.

Arnar Steinn , 13.2.2008 kl. 15:16

13 Smámynd: Linda

Ok ok .. ég sé að þín upplifun eru í raun bara mjög jákvæð og ég er þakklát fyrir þína innsýn um málið og dreg ekki úr því að slíkt er hið besta mál.  Ég vona því að ástandið mun batna áfram í þessu landi sem hefur eflaust mikið að færa umheiminum burt séð frá pólitík.

með vinsemd.

Linda, 13.2.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband