Svífur yfir Esjunni rykmökkur grár..

ok, gott og vel, hinsvegar vantar töluvert upp á að þessi frétt skili afgerandi upplýsingum. Það sem ég vil sjá er þetta.

1. hvað sýndu mælingar á sama tíma í fyrra.

2. miðað við að færri bílar séu á nöglum 42% úr 47% hefur það haft áhrif á tölurnar.

3. Svo væri frábært að fá umferðaslysa stats, hvað eru margir bílar negldir og svo ónegldir (þetta skiptir miklu máli vegna öryggisáhrifa dekkja.)

4. Hvers vegna hefur ekki verið skoðað betur sú reynd að Malbik er jú aðal ástæðan fyrir þessari mengun og að það hefur sýnt síg að t.d. í Svíþjóð þá eru steyptir vegir mun hagstæðir og endinga meiri en malbik auk þess sem svifryks myndun er töluvert minni.  (heyrðu þetta í útvarpinu í fyrra, var talað við konu á Bylgjunni sem hafði rannsakað þetta ýtarlega, man bara ekki hvað hún hét, því er nú ver.

 

 


mbl.is Færri á nagladekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín. Væri hægt að fækka bílum á götunni og spara viðhald á götum ef fólk fengi frítt í strætó.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Linda

hæ vinir. 

Rósa þó svo að það væri frítt í strætó þá er þetta allt of mikill tímaþjófur fyrir fólk sem hefur nóg að gera, langar vegalengdir hafa líka sín áhrif, ég þurfti fyrir nokkru að ferðast í strætó, og meðan maður gat farið beint heim úr vinnunni þá var þetta ekki tiltöku mál, en að þurfa far í strætó og útrétta, var algjör martröð. 

Linda, 30.1.2008 kl. 21:30

3 identicon

Ég fór um jólin útá land í hálku á heilsársdekkjum, og gekk það vel .

Keyrði einnig bíl á nagladekkjum á sama tíma, og virtist lítill sem enginn munur vera á aksturshæfni .

Heyrði af manni sem fékk hóstakast undir stýri, vegna svifriks og keyrði á ljósastaur . Niðurstaða : Nagladekk valda slysum frekar en ekki . 

conwoy (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín. Ef þú yrðir ráðinn forstjóri strætó þá lætur þú hanna kerfið þannig að það sé ekki tímaþjófur. Það hlýtur að vera til leiðir til að minnka notkun einkabíla með að bjóða borgarbúum frítt í strætó. Í staðinn fyrir að reka tvo bíla komast hjón þá kannski af með einn. Örugglega í sumum tilvikum væri vel hægt að hægræða og t.d. nota strætó til og frá vinnu fyrir annan makann. Hinn sæi um að koma börnum í skóla og útrétta. Hjónin fara kannski í sitt hvora áttina til vinnu og þess vegna eru tveir bílar. Hef tekið stætó þegar ég bjó í Reykjavík vegna náms og það gekk mjög vel.  Nokkrum árum seinna þegar ég var að vinna á saumastofu þá átti ég heima í Miðtúni og þurfti upp á Ártúnshöfða. Svo auðvita var ég ekki að meina að fólk myndi algjörlega hætta að aka bíl. Fólk þarf bíl til að fara að versla matvöru og það tekur á handleggina ef keyptir eru t.d. 10 lítrar af mjólk og ýmislegt fleira. Strætó er nú ekki alltaf heldur við útgang matvöruverslana.  Myndi ekki bjóða handleggjunum mínum upp á svoleiðis burð. Einn af sjúkraþjálfurum sem ég hef átt hefur sagt mér það að ég megi ekki bera þunga hluti. Yrði á svipinn eins og þessi  ef ég myndi dröslast langar leiðir með mjög þunga hluti og hann kæmist að því. Veit allt um það að vera í Reykjavík með fullt af pokum og þurfa að ganga langar leiðir og fara í strætó. Hörku púl og vefjagigtin mín segir ekki húrra við eigandann sinn s.s. mig. Vona að þú skiljir vinkonu þína á hjara veraldar  Friðarkveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2008 kl. 01:32

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Linda, þessi heimakokkaða hagfræði sem þeir birta er ekki mikið að marka. Það vantar allan samanburð og eru tölurnar varla til þess að tala um ... (segir sá sem er bara á vetrardekkjum án nagla) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.1.2008 kl. 08:40

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég er á nelgdum og verð að hafa það svo,ég treysti ekki öðru barna minna vegna og vil vera öruggur,svo verður þetta bara þannig vetur í ár að mar verður að vera vel skóaður bæði á lappir og bíl.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 31.1.2008 kl. 20:12

7 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Okkur Hauki hefur jú gengið slysalaust hingað til, að keyra um á ónegldum heilsársdekkjum. En það er samt suma daga sem ég finn mikið óöryggi og finn að engar snöggar hreyfingar eru færar. Sérstaklega í moksnjó, þar sem vegirnir verða þurrir og hálir af snjó. 

Ég hefði fremur valið að vera á nöglum, öryggisins vegna, því þó svo að ég standi mig í að keyra varlega get ég ekki sýnt sömu snöggu viðbrögð og áður, þegar einhver ökuhnýðingur tekur sig til og svínar fyrir mig.

Þetta með steyptu göturnar finnst mér afskaplega góður punktur. Til þess þarf ákveðna tækni, því gera þarf ráð fyrir þenslu steypunnar svo að ekki komi sprungur í hana við kuldabreytingar. Það þarf að steypa ákveðna stærð af reitum þannig að smávegis bil komi á milli hinna steyptu reita.  Ef ég man rétt, eru steyptir vegir víða á Akranesi og hefur það reynst  bænum sparnaður til langs tíma, sakir minna viðhalds. Steypan er einfaldlega sterkari en malbikið.

Þarna held ég því að sé að finna lausn málsins. Stofnkostnaðurinn verður kannski dýr ef steypa á helstu götur borgarinnar, en til langs tíma á þetta eftir að spara borginni mikið sakir minna viðhalds. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 1.2.2008 kl. 14:40

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Ekki er thetta eingöngu negldu dekkjunum um ad kenna. Reykjavík er byggd úti á nesi og midbærinn sem öll umferd beinist til er mjög utarlega á nesinu. Thar af leidandi eru stofnbrautir út úr borginni adeins 2 - 3 og umferd um thær gífurleg.

Hér í Danmörku eru flest théttbýlissvædi med 4 - 6 stofnbrautum frá midju svædisins og dreifist thví umferd meir. Ad auki eru svokalladir "omfartsvejer" eda hringvegir sem liggja í kringum midsvædid og draga adeins úr umferdarthunga á stofnbrautum.

Rakastig er um 60% hér í Danmörku en um 40% í Reykjavík. Thar af leidandi svífur ryk betur upp í andrúmslofti í Reykjavík, ekki síst thegar frost er og thurrt vedur eins og er thessa dagana.

Thad sem tharf ad gera til ad draga verulega úr thessari rykmengun er m.a. ad rádast í gerd stofnbrauta undir Videyjarsund og upp á Kjalarnes og svo í sudur yfir til Álftanes og thadan út á Reykjanes. Sundabraut mætti fylgja med til ad draga enn meir úr thessum áhrifum rykmengunar.

Steypa er ekki lausnin. Reykjanesbrautin var upphaflega steypt og their sem muna eftir henni, vilja örugglega ekki slík mistök aftur.

En ad ödrum kosti mætti flytja tjörnina, Rádhúsid, Thjódleikhúsid og Althingishúsid og fleiri byggingar sem draga til sín fólkid upp í Mjódd eda Smárann og mynda thar nýja midborg.

Gangid hægt í rykinu.

Sigurður Rósant, 1.2.2008 kl. 15:57

9 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

En var Reykjanesbrautin þá ekki steypt með rangri tækni?

Annars er margt sniðugt sem Sigurður nefnir, eins og þetta með fjölgun stofnbrauta. En það að færa til borgaraleg sérkenni eins og Ráðhúsið og... Tjörnina? Verðum við þá eins og Gísli, Eiríkur og helgi, þegar þeir reyndu að flytja sólarljósið inn í hús í húfunum sínum... Skil hreinlega ekki hvernig það ætt að vera framkvæmanlegt, hvar finna ætti pláss fyrir allt þetta og hvernig við Borgarbúar ættum að kæra okkur um að eyða peningum (okkar sköttum) í slíkar fokdýrar framkvæmdir.

En sé þarna einhver langtímasparnaður og teljanleg heilsufarsleg úrbót má kannski skoða þetta. Verðum auðvitað að vera opin fyrir möguleikum sem hafa með heilsu og hagkvæmni að gera til frambúðar.

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.2.2008 kl. 21:44

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Trú þín hefur gert þig að "tæknifræðingi" Vegagerðarinnar, Bryndís.

Til hamingju með það.

Hins vegar var ég nú eiginlega að benda á hversu við Reykjavíkurbúar, með miðbæinn langt úti á nesi, erum komnir í slæma sjálfheldu. Ekki bætir úr skák, ef flugvöllurinn yrði lagður niður og þar risi upp 10 - 20 þúsund manna byggð. Allar lausnir á þessum vanda yrðu of dýrar til þess að borgarbúar hefðu efni á því. Svo við verðum bara að halda áfram að anda djúpt að okkur skaðlegum efnisögnunum og sætta okkur við styttri endingu lungnanna.

Sigurður Rósant, 10.2.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband