Hundar sína aftur og aftur að þeir

eru einfaldlega besti vinur mansins.  Minn fær að gelta þegar einhver kemur, ég vil ekki kæfa þörf hans til þess að vernda mig, en um leið og hann fer að vera með stæla svona "voff voff" bara til  þessa að gelta þá er það kveðið í kút. 

getur engu treyst smellið á myndina til að fá hana stærri. Fyndin og á vel við.


mbl.is Hundarnir tóku á móti þjófnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, ef ég flytti á jarðhæð yrði að vera hundur....

Gleymi því aldrei hvernig gamli hundurinn okkar verndaði okkur. Hringur var sá gæfasti og hlýðnasti hundur sem ég hef kynnst, en þegar hann taldi okkur heimilisfólkinu ógnað umturnaðist hann. Maður sá þá fólk fölna af hræðslu og manni sjálfum varð ekki um sel.  Þetta gerðist bara ef fólk læddist inn til okkar án þess að banka, eða ef hundurinn skynjaði eitthvað gruggugt við persónu viðkomandi. Undarlega næmir þessir hundar á persónuleika. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 25.1.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: halkatla

mig langar dáldið í hund þótt það verði líklega ekki af því í bráð (get haldið mig við Snoop Dogg þangað til ) knúsaðu hundinn þinn frá mér og kisunum

halkatla, 25.1.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Halla Rut

Mig langar líka í hund en hef víst nóg um að  svo ég fari ekki að bæta hundi við. Fæ mér hund þegar ég verð gömul.

Halla Rut , 25.1.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Linda

Sæll Valgeir - sömuleiðis yndi.  ps. bókin sem ég er að lesa hún er hreint frábær, mun skrifa þér prívat um hana þegar ég er komin lengra.

Bryndís krúttið mitt og yndislega vinkona - er alveg 100% sammála þér, ég gæti ekki lifað án þess að vera með hundinn minn í slagtogi (só to speak)

Anna yndi - um að gera að fá sér hund, ekkert mál að hafa hund og kött í sama húsi, annað hvort dýrið þarf bara helst að koma inn á heimilið sem hvolpur eða kettlingur, í þínu tilfelli hvolpayndi.

Halla yndi - já skil þig vel, þú ert með barn sem þarfnast mikils og þú hefur nóg að snúast án þess að bæta við, hinsvegar eru til rannsóknir sem sína að börn sem eiga við alskins vandamál t.d einhverfu(má nota það orð) hafi rosalega gott af því að eiga spes vin, eins og hund, en vitanlega verður þú að vera tilbúin í slíkt.

knús til ykkar allra kæru vinir.

Pipp og Snúður senda knús líka.

Linda, 26.1.2008 kl. 00:00

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

minn hundur geltir, , ef það er ókunnugur, sest hann á tröppuna við dyrnar og lokar þannig fyrir inngöngu í húsið, en situr þar bara, og gerir ekkert, stundum er hann líka óttalegur kjáni !

Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 14:33

6 Smámynd: Linda

Sæl Steina Ljós ég efast um að hundurinn þinn sé kjáni, hann er bara svona "hippi" eins og þú, peace love and..well hahah (smá grín)þeir eru yndislegir þessir hundar með alla sína mismunandi persónuleika.

Linda, 26.1.2008 kl. 18:53

7 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Linda segir ekki í Biblúnni að úti skuli hundarnir gista og töframennirnir? Eru ekki hundar óhreind dýr????  Ég er "hneykslaður á þér"

BARA GRÍN1!!!!!  Hef sjálfur gaman af hundum. HA ha ha ha

Aðalbjörn Leifsson, 27.1.2008 kl. 08:00

8 identicon

Sæl Linda mín.

Systir mín býr í Albany N.Y.

Þar sem að hún býr í  svona millistéttarhverfi þar er  við hvert einasta hús  skilti sem  á stendur.  BEWARE of DOG. Og fólk var með alls kyns myndir af greyjunum teiknuðum eða almennilegar flennistórar ljósmyndir.Enda er kílometer á milli ljósastaura(liggur við að segja).Smá innlegg.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 08:50

9 Smámynd: Linda

Alli Þó!!! hahah þarna lékstu laglega á mig!   ég var alveg við það að hneikslast og las svo áfram.. 

Þórarinn- mikið rétt, þar eru mikið af hundum sem fá aldrei að fara í göngutúra eru bara sem varðhundar út í garði, ég hef aldrei skilið það, þegar ég bjó úti og þar áttum við hunda og það var farið með þá í göngutrú reglulega, en, sjálfsagt ekki eins oft og þegar maður bjó í íbúð en samt.  En, maður var svo sem ekki oní í hvers manns business þannig að þó maður hafi ekki endilega séð blessuð dýrin með eigendum sínum þýðir ekki að þetta hafi verið hundar sem fengu ekki  að fara að hlaupa og leika sér  á hundasvæðum..hmmm

Linda, 27.1.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband