Háð

Þegar fólk er haft að háði sakir trúar verður maður stundum, tja, skulum nota orðið "foy". En, svo hugsar maður þetta lengra og viti menn, ég er þakklát að fólk geti tjáð sig opinberlega, geti skrifað hér inni á netfjölmiðili án þess að eiga yfir sér fangelsisvist eða líkamsmeiðingar sakir skrifa sinna, hversu yndislegt er okkar lýðræði þrátt fyrir að sum skrifa taki stundum á síðustu taugW00t En, viti menn, Drottinn er einfaldlega snillingur og Biblían er dásamlegt rit með svör til þeirra sem vilja sækjast eftir hreinum vitnisburði um líf okkar frelsara Jesú Krist.

Til eru þeir sem happa hrósi yfir eigin visku, þeir stunda vefi trúaðra og gera lítið úr  trú þeirra, þeir nota ritningar sem þeir ekki skilja sem bit bein í nafni réttlætis (í þeirra huga)en eru í raun óréttlátir (oftast), en viti menn þetta er jú líka allt í lagi, þeir mega þetta, hér er tjáningarfrelsi, en ritningin hefur ávalt haft mikið um þá aðila að segja, en Júdasar bréfið er það sem setur punktinn yfir ii´ð.  Svo ég ætla að setja það hér inn aftur í annað skipti ykkur til lesturs og uppörvunar með Guðs blessun og knúsi frá mér.

Hið almenna bréf Júdasar 1 

 1Júdas, þjónn Jesú Krists, bróðir Jakobs, heilsar hinum kölluðu, sem eru elskaðir af Guði föður og varðveittir Jesú Kristi.

    2Miskunn, friður og kærleiki margfaldist yður til handa.

    3Þér elskaðir, mér var það ríkt í huga að rita yður um sameiginlegt hjálpræði vort. En nú kemst ég ekki hjá því að skrifa og hvetja yður til að berjast fyrir þeirri trú, sem heilögum hefur í eitt skipti fyrir öll verið í hendur seld.

    4Því að inn hafa læðst nokkrir menn, sem fyrir löngu var ritað um að þessi dómur biði þeirra. Þeir eru óguðlegir menn, sem misnota náð Guðs vors til taumleysis og afneita vorum einasta lávarði og Drottni, Jesú Kristi.

    5Ég vil minna yður á, þótt þér nú einu sinni vitið það allt, að Drottinn frelsaði lýðinn úr Egyptalandi, en tortímdi samt síðar þeim, sem ekki trúðu.

    6Og englana, sem ekki gættu tignar sinnar, heldur yfirgáfu eigin bústað, hefur hann í myrkri geymt í ævarandi fjötrum til dóms hins mikla dags.

    7Eins og Sódóma og Gómorra og borgirnar umhverfis þær, sem drýgt höfðu saurlifnað á líkan hátt og þeir og stunduðu óleyfilegar lystisemdir, þær liggja fyrir sem dæmi, líðandi hegningu eilífs elds.

    8Á sama hátt saurga og þessir draumvilltu menn líkamann, meta að engu drottinvald og lastmæla tignum.

    9Eigi dirfðist einu sinni höfuðengillinn Míkael að leggja lastmælisdóm á djöfulinn, er hann átti í orðadeilu við hann um líkama Móse, heldur sagði: "Drottinn refsi þér!"

    10En þessir menn lastmæla öllu því, sem þeir þekkja ekki, en spilla sér á því sem þeir skilja af eðlisávísun eins og skynlausar skepnur.

    11Vei þeim, því að þeir hafa gengið á vegi Kains og hrapað í villu Bíleams fyrir ávinnings sakir og tortímst í þverúð Kóra.

    12Þessir menn eru blindsker við kærleiksmáltíðir yðar, er þeir sitja að veislum með yður og háma í sig blygðunarlaust. Þeir eru vatnslaus ský, sem rekast fyrir vindum, tré, sem bera ekki ávöxt að hausti, tvisvar dauð og rifin upp með rótum.

    13Þeir eru ofsalegar hafsbylgjur, sem freyða eigin skömmum, reikandi stjörnur, sem eiga dýpsta myrkur í vændum til eilífðar.

    14Um þessa menn spáði líka Enok, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: "Sjá, Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra

    15til að halda dóm yfir öllum og til að sanna alla óguðlega menn seka um öll þau óguðlegu verk, sem þeir hafa drýgt, og um öll þau hörðu orð, sem óguðlegir syndarar hafa talað gegn honum."

    16Þessir menn eru möglarar, umkvörtunarsamir og lifa eftir girndum sínum. Munnur þeirra mælir ofstopaorð og þeir meta menn eftir hagnaði.

    17En, þér elskaðir, minnist þeirra orða, sem áður hafa töluð verið af postulum Drottins vors Jesú Krists.

    18Þeir sögðu við yður: "Á síðasta tíma munu koma spottarar, sem stjórnast af sínum eigin óguðlegu girndum."

    19Þessir menn eru þeir, sem valda sundrungu, holdlegir menn, sem eigi hafa andann.

    20En þér, elskaðir, byggið yður sjálfa upp í yðar helgustu trú. Biðjið í heilögum anda.

    21Varðveitið sjálfa yður í kærleika Guðs, og bíðið eftir náð Drottins vors Jesú Krists til eilífs lífs.

    22Verið mildir við suma, þá sem eru efablandnir,

    23suma skuluð þér frelsa, með því að hrífa þá út úr eldinum. Og suma skuluð þér vera mildir við með ótta, og hatið jafnvel kyrtilinn, sem flekkaður er af holdinu.

    24En honum, sem megnar að varðveita yður frá hrösun og láta yður koma fram fyrir dýrð sína, lýtalausa í fögnuði,

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innlitskvitt , , kveðja ; Conwoy

conwoy (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 19:19

2 Smámynd: Linda

Takk Conni minn vona að allt sé yndislegt í þínu lífi.

Linda, 23.1.2008 kl. 19:45

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín. Matteus 5 er frábær kafli í þessa umræðu. Hér kemur smá:

Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.` En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Þótt þér elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gjöra ekki tollheimtumenn hið sama? Matt. 5: 10.-11. og 43.-46. Shalom 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.1.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Linda

Yndislegt- takk Rósa min.

Knús

Linda, 23.1.2008 kl. 20:53

5 Smámynd: halkatla

ég ætla nú ekki að ljúga og segja að mér finnist vera nóg af kristilegum bloggum hér um slóðir sko, nei nei, þessvegna er alltaf svo gott að kíkja við hér hjá þér 

halkatla, 23.1.2008 kl. 21:19

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.1.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: Linda

Valli minn gott að vita að þú hafir trú, við eigum von í Jesú slíkt er dýrmæddara en gull.

Takk Haukur

knús til ykkar beggja.

Linda, 23.1.2008 kl. 22:55

8 Smámynd: Linda

Sæl aftur Anna mín, þakka þér þessi orð, ég vona samt að það fari að bætast í ´kristilegu flóruna, það væri náttúrlega bara æðislegt.

Linda, 23.1.2008 kl. 22:57

9 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Amen, þetta er svo satt.  Já Drottinn er snillingur

 Við eigum gott að geta tjáð okkur hér um trúmál, annað en ofsótta kirkjan úti í heimi.  Þurfum að vera dugleg að biðja fyrir henni

Guð blessi þig

Sædís Ósk Harðardóttir, 24.1.2008 kl. 00:52

10 Smámynd: Linda

Takk Sædís mín, Júdasar bréfið er í miklu uppáhaldi hjá mér, það hvetur mig og styrkir á sinn hnitmiðaða hátt.  Við biðjum samt fyrir þeim sem ekki skilja og vonum að þeir eignist von í Jesú Kristi, hann er svo dásamlegur.

knús.

Linda, 24.1.2008 kl. 01:08

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Gleðilegt ár Linda mín, og þakka þér fyrir vinarhug og kærleik á erfiðum tímum

Bloggið er frábær staður til að fræða um góða hlutskiptið í Jesú, Við eflumst nú bara við mótbárur heiðingjanna

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.1.2008 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband