hmmmm ég er ekki alveg sátt :0

ég ætla að reyna vera málefnaleg og kurteis, gnísti hér tönnum yfir þessari frétt, það sem mér þykir úti í hött er það að nægilega mikið er af peningum til þess að styrkja m.a. fræðslu barna okkar um samkynhneigð, en ekki til þess að hjálpa fólki með börn sem hafa sérstakar þarfir, t.d. hvað með auka fjárveitingu til leikskóla svo þessi börn fá sérhæfða kennara!!! 1.7 milljón er mikill peningur þegar það kemur að því aðstoða foreldra sem eiga börn með sérþarfir. 

Ísland er furðurlegur heimur.


mbl.is Reykjavíkurborg styrkir listnám og fræðslustarf um samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

þetta er ástæðan fyrir því að ég sendi mín börn í einkaskóla.

Opinberum starfsmönnum er ekki treystandi fyrir mínum börnum og hér er ástæðan.

Ég skora á ykkur að taka ykkur stöðu og taka börninn úr skólanum. Ekki bara kvarta...senda skilaboð og taka sér stöðu.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 16.1.2008 kl. 18:35

2 identicon

Þetta er álíka gáfulegt og að þurfa miljarða Styrk til að iðka og boða trú!

Opinberum starfsmönnum er treyst til að fara í skóla landsins og kenna "rétta" trú og þeir eru náttúrulega á fullum launum við þá iðju sína!         Ég hef heyrt að það fari Miljarðar í þetta trúardæmi!

Virðingaleysi við trúarfrelsi...

Benedikt Jónsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:22

3 identicon

Hvernig boðskap nákvæmlega vilja samtökin færa blessuðum börnunum ?

Að það sem ritað er í Guðs orði um kynvillu, séu gamlir fordómar ?

Menn verða öskrandi - dýrvitlausir ef fræða á börn um Krist í skólanum, en við þessu segir hinn háværi minnihluti ekki neitt !

Ég kæri mig ekkert um að það sé verið að eyða peningum í þessa fræðslu . Hefur akkúrat ekkert fyrir börnin að segja . 

conwoy (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:26

4 identicon

Ætlar Benidikt Jóns að segja að samtökin 78 séu að boða hinu réttu hneigð kannski ?

conwoy (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:28

5 identicon

Væntanleg þann boðskap að samkynhneigð sé alveg ok og að það sé bara allt í lagi að þú sért með þessar kendir. Þú þart ekki að skammast þín og þú getur lifað eðlilegu og hamingjusömu lífi;) og já það sem ritað er í Guðsorði eru gamlir fordómar!  Bíddu! hver er aftur refsinginn við Kynvillu samkvæmt Guðs orði? og hver sér um að fullnæja þeim dómi í dag?                                           

Benedikt Jónsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:53

6 identicon

Það er vissulega bruðlfíla af þessu.

Kannski það ætti að hækka laun grunnskóla og leikskóla starfsfólk upp í "mannsæmandi" launaflokkinn og það er aldrei að vita nema þetta háskólamenntaða fólk geti tekið að sér að kenna börnunum það sem þau þurfa að vita án tilstuðlan utanaðkomandi samtaka.

Muna menn eftir trúboðsfárinu? 

Jakob (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 22:12

7 identicon

Sæl Linda mín.

Ég á ekki orð yfir þetta,en það færir mér sanninn hvernig forgangsröðunin ER.   HVAÐ ER að þessum stjórnendum ?

'

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 00:30

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Siðleysið vex. Nær hefði að nota þessa peninga til að efla varnir fyrir börn gegn mönnum eins og við heyrðum um í fréttum fyrir fáeinum dögum sem voru að reyna að lokka unga stúlku upp í bíl til sín.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 00:40

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Alveg er þetta ótrúlegt, hundruðum milljóna er varið til "fræðslustarfs" á ári hverju til málefnasamkynhneigðra, svona af því einmitt á Íslandi eiga þau hvergi meiri rétt en nokkuð annað ríki í heiminum. Samt er þessu liði "vorkennt" og peningar sem betur hefðu farið t.d. í barnaspítala Hringsins, krabbameins félagið eða eitthvað annað hjálparstarf, þá fá samkynhneigðir meiri pening en flest hjálparstörf samanlagt.

Hvað er réttlætið í því? Æ já, ég er víst að tala illa um samkynhneigða og verð sennilega tekinn af lífi á næsta götuhorni fyrir orð mín. En þessi pólitíski rétthugsunarháttur verður að hætta og menn fari að sjá heildarmyndina. 

Takk fyrir góða umræðu Linda mín.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.1.2008 kl. 09:42

10 Smámynd: Kjartan Guðmundur Júlíusson.

Ég vorkenni því fólki í Reykjanesbæ sem eru með börn í leikskólanum þar sem ein lesbísk er við völdin,svokölluð hjallastefna þar sem frá 2 ára aldri eru börnunum skipt í tvennt þeas stelpur sér og strákar sér.

í mínum augun ekkert annað en að fjöldaframleiða homma og lessur.

og svo á að fara að fræða börn um þennan ósóma líka.

Kjartan Guðmundur Júlíusson., 17.1.2008 kl. 13:18

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Klikkuð þessi stefna að drengir og stúlkur skuli vera aðskilin. Við verðum að undirbúa næstu kosningar og hvetja Guðstein á þing.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 14:11

12 identicon

Svar fyrir Benidikt : Refsingin sem samkynhneigðir kalla yfir sig, með sínu líferni er útilokun frá ríki Guðs, er að því kemur .

conwoy (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 18:38

13 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Öll erum við jú börn Guðs, og persónulega finnst mér það frábært að það sé eytt fé í umræðu um samkynhneigð. Svo má náttúrulega öllum finnast sitt. Það hefur aldrei drepið neinn að ræða samkynhneigð og sérstaklega við börn. Hvernig væri það ef við sussuðum á alla umræðu um kommúnista eða þá rauðhærða?  Það má að sjálfsögðu deila um hvort þörf hafi verið á þessu frekar en hinu en vandamálin leynast víða og umræðan er þörf.

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 20:45

14 Smámynd: Linda

Maður kemur ekkert inn í einn dag og þá bara fjör.  Takk fyrir allar athugasemdirnar, en ég vil taka það sérstaklega fram að varúðar skal haft í nærveru sálar.  Við erum öll óssamála þessari fjárveitingu, en við skulum ekki gera lítið úr þessum hóps fólks, hver sem okkar skoðun er á líferni þeirra, þá eru þetta fólk sem á ekki skilið umræðu sem fer á neikvætt plan slíkt er engum sæmandi.

Fljót á litið virðist sem Samtök 78 fá miklar fjárveitingar, í fyrra að mig minnir voru það 4 millur sem G.Haarde afhenti þeim, það er eini styrkurinn sem ég man eftir og ef einhver man meira en ég að koma þá með það hér, það sem við eigum að krefjast að það forgangsröðun og svona fjárveitingar séu sýnilegri fyrir alla hópa.  Þá er hægt að dæma um þetta, ég hef því miður ekki tölur yfir þetta allt, en fljót á litið virðist þetta vera bruðl, sérstaklega þegar maður heyrir um foreldra sem geta ekki unnið vegna langaveikra bara eða barna með þroska skerðingu og fötlun sakir þess að ekki sér nægileg fjárveiting eða styrkir, svo já þetta er undarlegt fljótt á litið.

Sækjumst eftir réttlæti fyrir alla og samþykkjum aldrei óréttlæti, sama hvað flaggi er flaggað ok. 

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Knús.

Linda, 17.1.2008 kl. 21:32

15 identicon

Vandamálið við fræðslu samtakana 78 er sá, að hún snýst um að segja börnunum að þessi samkynhneigð sé eðlileg .

Þannig að persónulega finnst mér það ekki frábært, að öllu þessu fé sé varið í svona áróðursherferð . 

conwoy (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:34

16 identicon

Í seinasta pósti mínum var ég að svara Gunnari Páli .

conwoy (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:37

17 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Kæri convoy! Að sjálfsögðu finnst þeim það ekkert eðlilegra  en að vera samkynhneigður. Þau þekkja ekkert annað, alveg eins og við sem erum hetro! og munu ekki  gera, svo er þetta bara spurning um umburðarlyndi og það að  geta búið saman í friði og ró þó við séum ólík.

Gunnar Páll Gunnarsson, 18.1.2008 kl. 04:15

18 identicon

Ég skil ekki þennan ótta við fræðslu, eins og hún komi til með að gera ung börn að hommum eða lessum, en þetta virðist fara fyrir brjóstið á mjög mörgum,  og að vera hóta mönnum vist í helvíti! hvað er það fattið þið ekki að flestir eru löngu hættir að láta hræða sig til Guðs trúar. Ég verð stundum mjög þreyttur á því að láta lemja mig með biblíunni og að lesa og hlusta á skítkast frá fólki sem hefur hana sér til stuðnings, margir af þeim virðast leggja sig fram við að nota sem ljótust og mjög særandi orð til að lýsa áliti sínu á samkynhneigð.    Það eru ekki mörg ár síðan ég tók þá ákvörðun að hætta að láta skoðanir annara stjórna mínu lífi og um leið ekki eiða tíma til þess að fá aðra til þess að samþykja mínar skoðanir. Mér sýnist margir kristnir og trúaðir menn og konur eyða alveg ótrúlegum tíma í að sannfæra annað fólk um ágæti kristinar trúar og það að Guð hafi verið til í alvörunni. Og nú skrítið finst mér að heyra í mörgum hinna kristnu vera farna að kveinka sér undan því að þeir verði fela skoðannir sýnar á "Kynvillingum" og að allt sem þeir segja sé túlkað sem fordómar! svei mér þá ef ég á ekki gamlan Skáp sem ég er löngu hættur að nota, hann dugði mér til að fela tilfinningar mínar í mörg ár, það getur einhver fengið hann ef hann vill fela skoðannir sínar ætti alveg að duga í það líka.

Ég hefði alveg þegið smá fræðslu í skólanum mínum um samkynhneigð hefði getað stytt dvölina í skápnum um nokkur ár.

Heyrðu Conwoy þorir þú í sjómann? eða ertu hræddur að tapa fyrir homma.

Benedikt Jónsson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 02:03

19 identicon

Þegar ég var yngri og lenti í því að rökræða menn útí horn, beittu þeir alltaf svona lokaútspili . Þ.e.a.s að bjóða manni í sjómann .

P.s mér er ekkert illa við samkynhneigt fólk eða þeirra hegðann . Það sem mér líkar ekki, er það að kenna skuli samfélaginu að þessi hneigð sé eðlileg .

Frá bæjardyrum sumra þykir hún eðileg, en hverjum þykir sinn fugl fagur . Þ.e.a.s hneigð samkynhneigðra er þeim yndi, og því reyna þeir allt til að fegra hana . En leitt er að þeir skuli hafa náð að koma þessu áliti inn hjá venjulegu fólki .

conwoy (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:52

20 Smámynd: Ingibjörg

mér finnst það ætti að vera verk foreldra, að fræða þau um samkynhneigð

Ingibjörg, 20.1.2008 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband