Ég datt óvart inn á Ungfrú heimur-Margmiðlunar efni

Ég  bara verð að lýsa hrifningu minni yfir atriði úr þættinum, ballettinum eða öllu heldur fimleikaballettinum, ég hef aldrei séð annað eins, þvílík fegurð, þvílík list, þvílíkt jafnvægi, maður sat hér agndofa af hrifningu yfir þessu  listformi, ég varð eiginlega bara klökk yfir þessu meistaraverki sem Kínverjinn hefur greinilega fullkomnað ef það er hægt! ´

Svo ég fór að leita og viti menn Youtube svíkur ekki, hér er atriðið í annarri sviðsuppsetningu þetta eru rúmar 5 mínútur af list og íþrótt samhæft í undur sem orð fá ekki lýst.  Góða skemmtun.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

alveg sammála þér, ótrúlega fallegt. takk fyrir að deila þessu. gleður mig á laugardagskvöldi.

AlheimsLjós til þínog hafðu góða aðventu á morgun

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 18:41

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Rosalega fallegt og tónlistin líka.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.12.2007 kl. 19:29

3 Smámynd: Linda

Já maður er snortin af svona fegurð og íhugar hversu undursamlega gerður líkaminn okkar er.

Linda, 2.12.2007 kl. 17:11

4 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ótrúlegt! Ég hef aldrei séð svona ballett, sem minnir á eitthvað úr sirkus en hefur samt í sér fegurðina og fínleikann frá belletinum. Ég hef ekki séð neina ballettsýningu frá Evrópu sem jafnast á við þetta.

Bryndís Böðvarsdóttir, 4.12.2007 kl. 13:04

5 Smámynd: Linda

já þessi ballet er flottur, ekki gleyma að sína dóttur þinni hann, ég elska að horfa á þetta atriði

Linda, 4.12.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband