Fyrirgefning eina ferðina en og ekki vanþörf á.

fyrirgefin Það virðist fara fyrir borð hjá mörgum að skilja í hverju það fellst að fyrirgefa, að þegar við fyrirgefum þá eigum við að fara að hætti Jesú og gleyma því sem var gert í okkar garð.  Ég geri mér grein fyrir því að gleymskan er óraunhæf, en, hinsvegar er hægt að fyrirgefa þannig að minningin veldur manni ekki lengur sárum eða óhug, gangan í gegn um lífið verður léttari þegar minningin fær ekki lengur að festa rætur sínar í gróðurmold sem heitir hatur og biturð, heldur er geymd í skjalsafni sem kallast "búin og lokuð mál".

Jesú var sá sem kenndi okkur hvernig við ættum að fyrirgefa, þetta var gegnum gangandi þráður í starfi hans. Það sem ber honum  sterkast vitni þess efnis að orð og gjörðir fara saman er þegar hann var krossfestur, hann fyrirgaf manni  sem var krossfestur við hlið hans, hann lofaði honum samveru við sig á himnaríki vegna iðrunar mansins, hann fyrirgaf okkur þar sem hann hékk pyntaður og þjáður því hann minntist okkar í orðum sínum til föðurins "Faðir fyrirgef þú þeim, þau vita ekki hvað þau hafa gert".

Ritningin er full af dæmisögum  og kennslu um fyrirgefningu, og ekki af ástæðulausu, Kristnir vita þetta og skilja í hverju fyrirgefningin fellst, Gunnar í Krossinum gerði nákvæmlega það sem honum var boðað að gera, hann fyrirgaf manninum sem myrti móður hans, ég efast um að þau skref hafi verið auðveld, en ég býst fyllilega við því að skrefin sem komu á eftir voru honum mun auðveldari, því hann lagði frá sér tilfinningar sem gátu leitt til biturs og haturs hefðu ræturnar  fengið að gróa og festast.

Það er talað um að dæma syndina, gott og vel, dæmum syndina, en höfum við rétt á því að dæma fólk endalaust fyrir misgjörðir, erum við öll svo fullkomin og réttlát að við getum sett okkur í dómarastól yfir misgjörðar mönnum og konum endalaust, erum við ekki öll sek um misgjörðir sem felast í því að vera syndarbrot gegn lögmáli Guðs.

Jesú vissi og veit að við erum öll misgjörðarmenn og höfum öll brotið gegn vilja Guðs fyrir okkur, því tók hann stöðu fyrir framan okkur svo auglit Guðs mundi beinast að honum sem var fullkomin í augum Guðs, honum sem biður fyrir okkur í dag á himni, sá sem felur okkur í blóði sínu, fórninni sem er fyrirgefning syndanna.  Spyrjum því okkur sjálf, erum við of góð til þess að fyrirgefa eða að efast um að aðrir hafi iðrast og verið fyrirgefið?  Þetta verður hver og einn að eiga við fyrir sig, en, leyfum ritningunni að eiga lokaorðið í dag og höfum í huga að þegar við fyrirgefum ekki þá verður okkur ekki fyrirgefið.

Matteusarguðspjall 6:14 

14Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður.

Markúsarguðspjall 11:25 

25Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yður misgjörðir yðar

Bréf Páls til Efesusmanna 4:32 

32Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður

Bréf Páls til Kólossumann 3:13 

 13 Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra.

Smellið hér til að fá færslur um fyrirgefningu úr Ritningunni sem og hér  þegar orðið er skrifað "fyrirgefið" í stað "fyrirgefning". 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Það er alltaf þarft að minna á nauðsin og gildi fyrirgefningarinnar. Góð grein og búin að kvitta.

Flower, 13.11.2007 kl. 12:19

2 identicon

Góð færsla. Fyrirgefning er líka að sleppa.Ég hef orðið að taka mikið vel til hjá mér hvað varðar fyrirgefninguna. Ég var með svo mikið fyrirgefningarleysi gagnvart sumum en öðrum var ekkert  mál að fyrirgefa. Og fyrirgefningarleysi er mikið helsi. Það er eins og að vera niður njörvaður í beiskju og biturð. Ég er svo sannarlega búin að vera þar og geri allt sem ég get til að forðast þann stað. Það gengur oftast vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:01

3 Smámynd: Linda

Sæl Birna mína þarna fékkstu hugskeyti, þú skilur hvað ég á við innan skamms hahah.  Já það er oft erfitt að fyrirgefa og eins og sumum tilfellum sem eiga sér stað í dag sem við auglýsum ekki frekar hér þá get ég ekki fyrirgefið í eigin mætti, heldur verð ég að sækja í almættið til þess að hjálpa mér og leiða mig til fyrirgefningar.  Engin getur með réttu sagt að slíkt sé auðvelt, en, það er svo miklu auðveldara að geta sleppt biturð og reiði slíkt er svo skelfilega erfitt að bera til lengdar.  Enda finnur maður ávalt til léttleika þegar maður er ekki lengur reiður út í náungan

Sæl Flower,þúsund þakkir fyrir innlitið.

Linda, 13.11.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Amen hjartanlega sammála þér.

Aðalbjörn Leifsson, 13.11.2007 kl. 17:27

5 Smámynd: halkatla

þetta er rosalega falleg grein

en margir vilja bara því miður sitja skilyrði á fyrirgefninu og/eða ráða hverjum hægt er að fyrirgefa og hverjum ekki, þeir eigi það við sig

halkatla, 13.11.2007 kl. 18:00

6 Smámynd: halkatla

díses sko, ég meinti setja ekki sitja

halkatla, 13.11.2007 kl. 18:00

7 Smámynd: Linda

Sæl Anna mín, þarna einmitt bendir þú á skelfilega sorglega staðreynd, þetta er nákvæmega það sem við megum ekki gera, að setja skilyrði við fyrirgefningu. 

BTW ég sá setja ekki sitja "fyndið".

Sæll Alli, þakka þér líka fyrir innlitið.  Guð blessi ykkur bæði.

Linda, 13.11.2007 kl. 18:06

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Linda fyrir góða færslu. Ég vil byrja á að taka fram að ég þekki Biblíuna mjög lítið. En þetta sem þú skrifar finnst mér mjög athyglisvert.  Kristur ólst upp og bjó í landi þar sem lítið var um umburðalyndi og enn minna um fyrirgefningu s.s. auga fyrir auga osf.  En þegar hann er spurður hve oft eigi að fyrirgefa þá er svarið: 7 x 77 sinnum, sem þýðir í raun endalaust.  p.s Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.

Sigurður Þórðarson, 13.11.2007 kl. 21:17

9 Smámynd: Linda

Þetta er alveg rétt hjá þér Sigurður, við eigum að fyrirgefa óendanlega mikið, því okkur er fyrirgefið óendalega mikið, þvílík náð við eigum og sem við getum gefið öðrum.  Hann Jesú átti í ströngu að stríða á þeim tímum sem hann var á meðal okkar, hann þurfti að leiðrétta mannasetningar sem voru í lögmáli Gyðinga, eins og t.d. auga fyrir auga, farísearnir og aðrir kennimenn innan Gyðingómsins, tölu hann vera með Guðlast og töldu hann vera áróðursegg, enn, en raunin var önnur, enda kærleiksmaður mikill og réttlátur í samskiptum sinum við fólkið sem var í kringum hann.

Linda, 13.11.2007 kl. 21:56

10 identicon

SVO SANNARLEGA ORÐ í tÍMA TÖLUÐ,  allavega hvað mig snertir. Þú bregst ekki í því að minna okkur á.  Ég á GÍFURLEGA MIKLA VINNU ÓUNNA   og það get ég sagt þér, beint frá Hjartanu, að þar eru átök,sem ég ætla að VONA að VERÐI til GÓÐS. Mín vegna  SÁLARHRÓSINS vegna .Ég trúi því að þetta takist.                           GÓÐUR GUÐ GEYMI YKKUR ÖLL.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 01:47

11 Smámynd: Linda

Sæll Þórarinn, ég skil vel hvað þú átt við, og ég held að við flest eigum gífurlega mikið óunnið í fyrirgefningu, það er nú þannig að maður er kannski að ganga í gegnum lífið í rosa góðri fílíngu allt bara gott, allir vinir mans og engin sár og svo hittir maður einhvern eða jafnvel einhverja og þá fyllist maður biturð og reiði í garð þeirra, það kemur manni alltaf á óvart þegar það sem er ekki fyrirgefið slær mann´í andlitið.

Ég las bók eftir mann sem heitir Bill Johnson man aldrei allan titilinn enda frekar langur byrjar alla veganna á "Supernatural Power of..."þar talaði hann m.a.  um að fyrirgefning er lykil atriði í göngu okkar með Guði sem og að fyrirgefning/Iðrun er lykil að svo mörgu sem við sækjumst eftir, Jesú sagði að fylgjendum hans mundu fylgja undur og stórmerki, að það sem hann gerði við ættum að gera, hefur þú pælt í því af hverju við erum ekki að upplifa þetta?  Hluti af þessu er fyrirgefningin.

Ég á sjálf langt í land, þetta veit ég og maður vinnur sig bara áfram þar til lausnin er fundin...Það er svo mikil sársauki í öllum, slíkt er óásættanlegt við verðum að byrja að lækna og sækjast eftir fyrirgefningu og veita fyrirgefningu.

Pétur þakka þér innlitið, gaman að sjá að þú er komin aftur :)

Linda, 14.11.2007 kl. 08:47

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er alltaf gott að lesa eftir þig Linda, ég var reyndar löngu búinn að lesa þetta en hef ekki kommentað og hef vanrækt þig og marga aðra!

En fyrirgefning er það sem enginn hefur áttað sig á í þessu guðlausa samfélagi og var þessi grein mjög þörf miðað við aðstæðurnar. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.11.2007 kl. 11:23

13 Smámynd: Linda

Já það er vegið að trúuðum og slíkt virðist vera í lagi, að margra mati, við vitum þó að fordómar eiga aldrei rétt á sér, það skiptir ekki máli í hvaða mynd slíkt er sett upp, það á aldrei rétt á sér að breiða út hatri.  En, slíkt ber okkur að fyrirgefa, þó, þurfum við ekki að umbera slíkt, eins og stendur í ritningunni, við burstum bara rykið af skóm okkar. Haukur minn, þú hefur aldrei vanrækt vini þína

Linda, 14.11.2007 kl. 11:54

14 Smámynd: Jóhann Helgason

Æðisleg grein hjá þér Linda og ekki vanþörf á .

Jóhann Helgason, 14.11.2007 kl. 14:34

15 Smámynd: Linda

Já Jói, við megnum allt með Guði, og það á við fyrirgefninguna líka. Knús til þín.

Linda, 14.11.2007 kl. 16:55

16 Smámynd: Linda

Nákvæmlega eins og þú bendir á við höfum "takmarkaða lögsögu" og engin má misskilja þessi skrif mín sem einhver ábending út á við, ´hún er svona freakr inn á við, því þegar við fyrirgefum þá er slíkt okkur til bóta og öðrum til blessunar, en, hver og einn verður að finna hjá sjálfum sér þörf til þess að sleppa sárum sínum og ganga fram á við, ég sagði við vin minn einmitt í kvöld, "ég verð að fyrirgefa, ég vil ekki að ég hafi ekki fyrirgefið neinum á minni sálu" ég get ekki hugsað mér að mæta skapar mínum og hafa ekki fyrirgefið öllum sem einum fyrir jafnvel minnstu hluti sem hafa verið til þess að ég hafi orðið sár, en slíkt er ekki auðvelt,  það fynda er að ég er ekki langrækin, og vegna þess þá á ég til að gleyma einhverjum vanköntum í samskiptum mínum við aðra, sumt er bare ekki til þess að velta sér upp úr, og lang best að sleppa kannski að það sé fyrirgefning í því líka ..jám maður getur pælt í þessu endalaust frá hinum mismunandi sjónarhornum, og aldrei fengið fullkomna niðurstöðu.

Linda, 14.11.2007 kl. 17:29

17 identicon

Enn og aftur þakka ég þér ábendingar og upplýsingaskrifin. Veistu, þó af litlu sem  ég þekki  FRELSUNINA í GEGN UM FYRIRGEFNINGUNA er ég ekki í nokkrum vafa um hún er EINN STÆRSTI  LYKILLINN EF EKKI SÁ  STÆRSTI í átt til FRELSIS.  Í mínum huga EKKI VAFI. GUÐ GEYMI YKKUR ÖLL ÞESSA HELGI og FRAMVEGIS.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 19:36

18 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Sæl Linda mín. Og takk fyrir góða hugleiðingu um fyrirgefninguna og nauðsyn þess að hún sé til staðar í samskiptum manna. Fyrirgefningin leikur aðalhlutverk í lífi okkar mannanna. Því hún skapar blessun sé hún gefið af hjarta, en ef ekki, þá vanblessun.

Ég þekki fólk sem líður mjög illa því það getur ekki fyrirgefið, hugur þeirra er fullur af biturð. En ég veit að það er erfitt að fyrirgefa þegar einhver hefur gert manni illt og það þekki ég af eigin raun. En svo kynntist ég höfundi og fullkomnara fyrirgefningarinnar, Jesú Kristi, og hann kenndi mér að fyrirgefa og ekki bara það, heldur og sýndi hann mér nauðsyn þess að fyrirgefa. Og í dag, ef mér verður á að geta ekki fyrirgefið, þá get ég farið til hans og fengið kraft til þess.

Og það sem merkilegast er í þessu, þá getum við ekki upplifað fyrirgefningu Guðs ef við getum ekki fyrirgefið mönnunum misgjörðir þeirra.

Það er ótrúleg lausn í því að geta fyrirgefið, það hef ég oft fengið að reyna. Því vil ég benda þeim sem þetta les, og ekki getur fyrirgefið, að snúa sér til Jesú í bæn og biðja hann um hjálp.

Kær kveðja,

Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 14.11.2007 kl. 20:18

19 Smámynd: Linda

Takk Janus, ég er alveg sammála þér sem og Þórarinn, það er hægt að setja samansem merki milli fyrirgefningar og lausnar.  Guð Blessi ykkur báða.

Linda, 15.11.2007 kl. 07:15

20 Smámynd: Mofi

Takk Linda fyrir mjög fína grein og orð í tíma töluð. Hef voðalega litlu við þetta að bæta nema kannski að fyrirgefningin er líka lykilatriðið í Gamla Testamentinu. Auga fyrir auga er aðeins lagaákvæði með hvernig á að refsa og þú getur ekki haft þjóð sem refsar ekki glæpamönnum, þá er verið að gróflega misnota umburðarlindi til hins illa.

Mofi, 15.11.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband