Steinarnir munu hrópa segir í ritningunni - Margmiðlunarefni

ef lærisveinar Jesú þegja, mér dettur þetta oft í hug þegar ég pæli í forleyfagrefti og landinu Helga Ísrael, það er ekki fyrr enn á síðustu árum sem beinar sannanir fyrir hinum ýmsum sögum í biblíunni eru staðfestar með þessum hætti, gömul rit hafa fundist sem gaf okkur vitneskju um hversu vel það hefur tekist að varðveita þýðingu ritninganna í gegnum aldirnar.

Borgir sem áður voru taldar hluti af þjóðsögu Biblíunnar hafa fundist og svona mætti endalaust telja.  Ég er alltaf forvitin, og þó að ég sé trúuð þá þýðir það ekki að forvitni minni séu sett höft, því er af og frá, það er einmitt þetta sem gerir það svo skemmtilegt að grúska og sækjast eftir betri skilningi á því sem maður trúir.

Það má segja að Ísrael og steinar hennar beri vitni þess efnis að Gyðingar hafa í gegnum aldirnar skilið eftir sig vitni um viðveru þeirra í landinu helga, rétt eins og ritningin segir til um.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Takk fyrir flott framtak. Þetta er svo satt hjá þessu manni í þessari mynd, mannkynið hefur aldrei haft jafn sterka ástæðu til að trúa Biblíunni og okkar kynslóð.

Mofi, 12.11.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Þakka þér Linda fyrir þetta. Þegar maður sér þetta þá fer maður að skilja hvað Snorri hefur svo oft verið að tala um. "Sjáumst í Jerúsalem að ári" SHALOM.

Aðalbjörn Leifsson, 12.11.2007 kl. 16:06

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sæl, ég er heldur ekkert mjög langrækin.  Svo auðvita fyrirgef ég þér.  Það er auðvelt að særa, misskilja eða gang yfir strikið þegar maður sér ekki manneskjuna sem maður talar við.  Ég met og virði þig mjög fyrir að biðjast afsökunar og vil biðja þig líka afsökunar ef ég hef skrifað eitthvað sem fór fyrir brjóstið á þér.  Hver sem er getur sært en það þarf hugrekki til að koma fram og biðjast afsökunar og viðurkenna mistök sín.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.11.2007 kl. 17:07

4 Smámynd: Linda

Sæll Mofi, ég er svo innilega sammála þér,  það er svo margt sem hefur verið hulið, varðandi GT og sumt í NT varðandi svæði sem hreinlega höfðu horfið frá okkur, en, í dag er hægt að finna þau, vegna fornleyfa vísinda, fyrir trúaða er þetta bónús, ekki nauðsyn, fyrir þá sem efast er þetta styrking, svo allir vinna.

Sæll Alli já einmitt, hehe Snorri er því miður stundum hrópandi í eyðumörkinni varðandi svona mál, en, maðurinn hefur þetta alveg á hreinu, ég er með annan þátt sem mig langar að setja inn, hann er klt langur og því miður eru gæðin ekki sem best, svo ég býst við að ég setji hlekk hér inn svo fólk getur nálgast hann, ég hlustaði meira en, ég sá í gær og þetta var frekar töff.  Programmið er frá History Ch.

Nanna, sæl vina, gott, ég reyni að hafa þá reglu að svara ekki öðruvísi en, ef að ég væri að tala við persónuna face to face, en, stundum mistekst það hrapalega, þó skapar æfingin meistarann.  Open mouth insert foot er góð lýsing á hvað getur skeð fyrir okkur öll býst ég við, nema kannski hana Bryndísi vinkonu mína, sem ég tel vera engil.

Linda, 13.11.2007 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband