10.11.2007 | 07:58
Ég ákvað að svipta mig lífi
Ég gekk um gólf og grét, ég fékk engu við ráðið, ég var brotin og buguð, ég skildi ekkert í þessu, ég var trúuð, hvernig gat mér liðið svona hræðilega illa. Ég vissi upp á hár hvaða hníf ég ætlað að nota suma dagana, aðra daga vissi ég upp á hár hvaða pillur ég ætlaði að nota, ég valdi mér meira að segja stað sem er í uppáhaldi hjá mér, og fór á staðinn, von mín var eingin, sjálfstraustið ekkert, ég gat engan vegin séð neitt gott í þessu lífi. Ég valdi staðinn, af því hann var afskektur og ég vissi að það færi afar sjaldan fólk þarna um, en nógu oft að ég mundi finnast á endanum.
Í tölvunni minni var bréf, þar sem ég kvaddi alla sem mér þótti vænt um, gaf leiðbeiningar um hvernig ætti að ráðstafa mér sem og öllu sem tengdist mínu lífi, heimili, gæludýr os.f.v..
Dagurinn var fallegur, það var kul í lofti en sólin skein, ég var með hundana með mér, ég batt þá við útiveru borðin á staðnum, tré voru allt í kring og fuglasöngur, allt virtist skarpara, loftið, ljósið, hljóðið. Ég tók fram vatnsflösku settist og fékk mér sopa, ég horfði á dýrin mín þefa og njóta dagsins, en mín áform breyttust ekkert við það, ég gróf on í bakpokan og tók fram pillurnar, vissi að ég ætti nóg, ég hugsaði til fólksins, mömmu, pabba og systkina, vina og annarra ættingja, ég hafði kvatt þau í bréfi, útskýrt að ég gæti einfaldlega ekki lengur lifað, að ég væri gjörsamlega sátt við þessa ákvörðun.
Depurðin hafði mig í heljartökum, kvíðinn, fordæmingin, sjálfhatrið, ég var óverðug,ég var ekki þess virði að taka upp þetta pláss á þessari jörð, ég vildi bara fá að fara, að gleyma, mín yrði ekki saknað, ég var ekki nægilega merkileg til þess.
Ég man eftir honum, hann var dökkhærður, svo fit og hress, hann gekk fram hjá mínum falda stað og sagði ´hressilega góðan daginn, ég hélt áfram að handleika pillurnar. þau voru hjón sjálfsagt á 60tugs aldri, þau voru líka hress og fit, þau litu til mín og hann sagði hæ og kommentaði hvað Dakóta minn væri fallegur hundur. Ég fékk mér sopa af vatninu, gaf hundum líka vatn, og opnaði pillu glasið, það kom önnur persóna þarna í gegn, ég man ekki eins vel eftir henni eða honum, ég var að opna glasið.
Ég heyrði í fólki tala og labba þarna í kringum mig, sá það ekki, en það var miklu nær en oft á tíðum þegar ég hafði verið í dalnum. Í bakpokanum var ritningin, hún var þar, ég ætlaði að lesa nokkur orð áður en ég ..já...
Ég setti vatnsflöskuna aftur í bakpokann, ég lokaði pillu glasinu, ég tók leysti band hundanna og gekk af stað, hér var enginn friður til þess að gera það sem ég vildi, það skrítna er að ég sá ekki aðra sál þegar ég gekk úr dalnum ég var ein, ég var ennþá á lífi.
Baráttan hélt áfram, hún var ekki búin, er ekki búin, stundum er ég breysk og svo sorgmædd. En, það líður hjá.
Skelfilegast áfallið koma svo seinna, þegar ég missti besta vin minn hann Dakóta, hann sem dró mig út þegar ég vildi vera undir sæng,hann sem fékk fólk til að tala við mig úti á götu af því hann var svo einstakur, ég hélt að ég mundi ekki lifa það af, ég átti ekki von á því að ég mundi vilja lifa það af, ekkert skipti neinu máli lengur, ég vildi aftur bara deyja.
En ég lifi ennþá.
Aðal ástæðan eru ekki lyf sem eiga að hjálpa, aðal ástæðan er ekki vinir eða ættingjar, eða læknar, eina ástæðan að ég er hér er Jesú, í honum er von mín, í honum er traust mitt að ég mun lifa áfram að ég mun brosa í dag eða á morgunn eða hinn. Ég gat ekki tekið mitt líf, því ég átti það ekki sjálf, ég á sameigendur, sem eru Guð, Jesú, Heilagur Andi, mamma og Pabbi, systkini mín og vinir og ekki síst litlu fjórfætlingarnir sem eru á heimilinu mínu.
Af hverju skrifa ég þetta núna, vegna þess að í dag er bænaganga, í dag er beðið fyrir fólki eins og mér, í dag er gengið til góðs í dag er gengið svo aðrir megi sjá morgun daginn líka, í dag er gengið svo við getum beðið til Guðs í sameiningu og í kærleika til allra.
Skrifa vegna þess að þegar mín síðasta stund var komin, kom fólk sem ég þekkti ekki og óaðvitandi stoppaði sjálfsvíg, þetta fólk blessa ég og gleymi aldrei, ég efast um að það mun nokkurn tíma átta sig eða vita að það hafa bjargað lífi mínu, ég efast um að það viti að þau voru verkfæri Guðs til þess að bjarga mínu lífi. Þess vegna skulum við aldrei missa sjónir af því að bros okkar og vinsemd gæti bjargað lífi.
Trúar ganga mín í gegnum þetta allt saman hefur oftast verið í djúpum dal og eina sem hefur gert mér kleift að líta upp úr eigin sársauka og sorg.
Engin getur tekið frá okkur Jesú eða Guð, eingin, sama hversu fólk reynir að gera ljótt úr því sem er kærleikur og fyrirgefni, blessun og bæn.
Ástæðan fyrir því að ég skrifi þetta núna, og segi persónulega sögu, ég veit það ekki. Kannski að einhver sem er staddur á sama stað og ég var, oy mun ekki útiloka það sem ég veit, að Guð er hér og hann vill að við vitum það, að við skiptum öll máli að hann er ekki nema bæn í burtu, það verða kannski ekki eldingar og undur við þessa bæn, en, það verður breyting...
Ég er ennþá til, og það er gott, því ég skipti máli, ótrúlegt en satt.
Megi Guð blessa ykkur og varðveita í dag sem og alla daga í Jesú nafni.
Knús.
Bréf Páls til Efesusmanna 1:6-8
6til vegsemdar dýrð hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni.
7Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra.
8Svo auðug er náð hans, sem hann gaf oss ríkulega með hvers konar vísdómi og skilningi.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:20 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Sæl Svandís, þakka þér innlitið og Guð Blessi þig. Takk Skúli minn, þessi reynsla sem ég skrifa um er afar persónuleg, sem ég hef ekki gert hér áður, í stað þess að tala við þá sem hatast út í það sem skeður í bænum í dag, orð þeirra dæma þau sjálf, ekki trúaða, það er sorglegt ef fólk lætur mótast af hatri í stað kærleika, af dómi í stað fyrirgefningar, við erum öll svo lík, við eigum öll okkar sögur og við höfum öll orðið fyrir áhrifum, sjálfsvíga, eiturlífa, veikinda, fátæktar, óréttlætis og vanvirðingu, í þessu fellst bænargangan, að biðja gegn myrkrinu sem sækir alla heim, einhvern tímann á lífs leiðinni.
Linda, 10.11.2007 kl. 10:48
Mig langaði til að senda þér ! Ég vona að þú náir að vera sem mest í ljósinu og myrkrið hverfi frá þér að öllu. Guð blessi þig Linda og farðu sem allra allra best með þig alltaf. Þú skiptir svo sannarlega máli!
Eigðu góðan dag!
Kveðja, sunna dóra
Sunna Dóra Möller, 10.11.2007 kl. 11:09
Takk Sunna Dóra fyrir þín orð, þau eru hvetjandi og gleðja hjarta mitt. Ég vona að þú komir í gönguna, en, hvað sem þú gerir þá bið ég Guð um að blessa þig og þína og eigðu góðan dag.
Linda, 10.11.2007 kl. 11:39
Þú skiptir svo miklu máli Linda, góður hugur þinn er næstum áþreifanlegur í mínu lífi - þú ert ein af þessu fólki einsog zeriaph sem maður þakkar fyrir að er til á hverjum degi
Rosaleg frásögn samt og það þarf hugrekki að birta hana - þú ert svo æðisleg - góða skemmtun í bænagöngunni
Kassandra mín biður að heilsa líka
halkatla, 10.11.2007 kl. 11:39
Vá takk Anna mínog sömuleiðis. Ps. Ég bið að heilsa Kassí líka.
Linda, 10.11.2007 kl. 12:16
Þetta er aldeilis átakanleg reynsla Linda mín og Guði sé lof fyrir að þú tókst þetta skref ekki til enda
Ég þekki af eigin reynslu hvernig það er að horfa á eftir manneskju sem mér þótti vænt um af þessum völdum, það er sárt, sárara en nokkuð sem ég hef upplifað. Ég vil líka þakka þér það hugrekki að opna þig svona fyrir okkur. Guð blessi þig og gefi þér styrk til að fást þessa erfiðleika í lífi þínu
Flower, 10.11.2007 kl. 12:35
Linda mín,því miður þarf ég að bregða mér frá. Nei , EKKI því miður, ég er á leið í BÆNAGÖNGUNA,svo ætla ég að senda þér nokkra línur.Guð Blessi þig á meðan og ALLAR STUNDIR.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 12:45
Þú ert bara hetja, Linda mín! Gleðilega bænagöngu kæru vinir. Hlakka til að yfirheyra Lindu um þetta allt í kvöld. Og svo vil ég líka minna á að eins og Guð er bara bæn í burtu, þá eru góðir vinir bara símtali í burtu. Góður hlustandi er verkjastillandi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.11.2007 kl. 13:45
Elsku Linda mín. Ég var að koma inn. Ég fór í bænagöngu ein míns liðs hér á Vopnafirði. Var með útvarp á eyrunum og hlustaði á ykkur. Þvílík forréttindi að vera með þó ég hafi verið á Vopnafirði. Þökk sé Lindinni.
Ég labbaði fyrst út götuna þar sem ég á heima, meðfram kirkjugarðinum og upp á Bænaklettinn okkar fjölskyldunnar. Mamma var í Danmörku um haust 1966. Hún fór í uppskurð og það var fjarlægt illkynja æxli úr höfði hennar. Það var hringt og sagt að kannski myndum við missa hana þarna. Pabbi dreif sig með okkur börnin þrjú og við fórum norður á tangann fyrir utan og ofan bæinn. Þar höfðum við bænastund. Þegar við komum heim var hringt og sagt að aðgerðin hafi tekist. Við fengum að eiga mömmu okkar í tvö ár í viðbót.
Þegar ég var búin að vera á Bænaklettinum okkar þá labbaði ég meðfram þorpinu og fór inn fyrir þorpið. Á meðan ég var að ganga á göngustíg fyrir ofan innbæinn þá enduðu þið samverustundina ykkar á Austurvelli. Fyrir innan þorpið stoppaði ég á stað þar sem mamma sá bæinn í fyrsta skipti á ævinni. Henni fannst svo fallegt að hún sagðist alveg geta hugsað sér að eiga heima hér. Skömmu fyrir trúboðsferðalagið sem hún var í ásamt 4 öðrum þá dreymdi henni Rauðanhana. Hún hitti hann á Vopnafirði en það er faðir minn í dag!!
Ég gekk svo inní bæinn og gekk um hafnarsvæðið svo að ég gekk umhverfis bæinn. Ég bað gegn myrkri, eiturlyfjum og öllum vímuefnum. Bað fyrir atvinnuvegum og að fólkið hefði þaðgott fjárhagslega. Bað fyrir unga fólkinu. Bað um vakningu og ýmsu fleiru.
Nú þegar ég kom heim rétt fyrir fjögur kíkti ég á bloggið þitt og las greinina þína. Ég er búin að þurfa að stoppa og þurrka augun því þar var fullt af tárum. Mikið vildi ég vera hjá þér og gefa þér styrk eins og þú ert að gefa mér og mörgum styrk hér á blogginu og í gegnum e-mailið.
Guði sé lof að þú ert hjá okkur og ég vona að þú verðir það sem lengst.
Guð blessi þig og varveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 16:28
Hjartans kæra Linda okkar, svona hefurðu átt það erfitt, og við vissum ekki neitt. Vissum það eitt að þú ert einhver mest gefandi og sönn sál hér á netinu sem um getur (Guðrúnu Sæmunds og G.Helgu þykir mér álíka vænt um, hafandi þó hitt enga ykkar). Ég þakka þér alla vitnisburði þína og ekki sízt þennan og vona að þú látir það aldrei á þig fá þótt jafnvel þú getir mætt hvössum andmælum á netinu. Ég þakka Guði forsjá hans með þínu dýrmæta lífi og bið þér allrar hans blessunar. Hann blessi daga þína og dimmar stundir, útgang þinn og inngang, hag þinn og líf og allt þitt fólk. Með þakklæti mínu,
Jón Valur Jensson, 10.11.2007 kl. 16:52
Eitthvað hlýtur þú að skipta Guð miklu máli, fyrst óvinurinn lagðist svona þungt á huga þinn .
Til allrar hamingju tapaði óvinurinn í þetta skiftið, og sem betur fer gastu sagt okkur frá þessu, því nú munum við trúsystkyni þín vernda þig framvegis með bænum . Kveðja : e n o k
enok (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 17:12
Takk Linda fyrir að deila þessu með okkur,það er ekki auðvelt að koma fram með sögu eins og þessa.
Ég náði ekki að hitta á þig í dag í göngunni góðu,en ég hitti reyndar fullt af fólki sem ég hef ekki séð lengi,sennilega vegna þess að ég tilheyri engun söfnuðinum sem slíkum.
Ég sendi þér hér með bara kveðja og verð víst ekki viðlátinn næstu 2 vikur hér á blogginu né á landinu.Megi guð þér fylgja Linda við heyrumst þegar ég kem aftur heim kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 10.11.2007 kl. 20:32
Kæru bloggvinir og trú sistkyni, ég þakka ykkur fallegu orðin í minn garð, Jón Valur, Guð blessi þig og varðveiti þú ert trúbróðir sem berst trúarinnar góðu baráttu. Helga Ljós knús og blessun send til þín, Enok, þakkir fyrir að vera trúbróðir og bænir þínar, Flower, já það er erfitt að horfa á ástvini hverfa úr lífi okkar og vini sem hafa farið þessa leið, hver ástæðan er að ég skuli hafa sloppið er mér ávalt þakkar efni, því það eru svo margir sem hafa kvatt þennan heim allt of fljótt, því er ég afar þakklát, allt mun koma í ljós á hinsta deigi, en, í dag er ég hér og viti menn, engan vegin á sama stað og ég var þarna, allt er þetta að ganga betur, og ég vona að ef einhver les þetta sem e.t.v. í gryfju vonleysis og sorgar, þá get ég lofað því að það betra að vera til, að það er bjartara fram undan, og það er von, ekki gefast upp. Guð blessi ykkur og varðveiti.
ps. Úlafar, vá spennandi fram undan hjá þér, gangi þér rosalega vel og það verður gaman að heira frá þér þegar þú kemur heim.
PSSæl ´Rósa min og gaman að vita að þú gegst með okkur, þrátt fyrir að þú varst á Vopnó. ;) Mér þótti svo innilega vænt um orð þín, og veistu brostu bara með mér, því ég er á miklu betri stað í dag.
Knús til ykkar allra.
Linda, 10.11.2007 kl. 20:52
Elsku Linda!
Ég hef oft íhugað svona og tvisvar gengið fram í að ljúka þessu en mistókst. Eftir að ég frelsaðist fékk ég svona hugsanir til mín og Guð gaf mér skýr skilaboð um Hans vilja til okkar - við eigum hlutverk hérna á jörðinni fyrir Guð sem Hann vill að við förum ekki frá fyrr en því er lokið!! Þetta er ritningarversið:
Filippí 1:
23Ég á úr tvennu vöndu að ráða: Mig langar til að fara héðan og vera með Kristi því að það væri miklu betra. 24En ykkar vegna er nauðsynlegra að ég haldi áfram að lifa hér á jörðu. 25Og í trausti þess veit ég að ég mun lifa og halda áfram að vera hjá ykkur öllum, ykkur til framfara og gleði í trúnni.
Guð blessi þig og umvefji elsku Linda mín!!
Ása (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 21:55
Takk fyrir þetta mikla hugreki Linda að deila þessu. Ég veit satt að segja ekki hvar ég væri án þín. Takk fyrir að vera þú og ég veit og trúi að Guð mun vernda þig og leiða.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2007 kl. 23:17
Þakka þér fyrir að deila þessu með okkur, ég veit hernig það er að hafa svona hugsanir. Þakka þér þú mikli Heilagi Andi fyrir hjálp þína og styrk sem þú gefur. Guð blessi þig Linda í Jesú nafni Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 10.11.2007 kl. 23:54
Jæja,Linda mín. Nú er klukkan er 2 að nóttu og fyrst núna er ég að komast í tölvuna. Þín persónulega frásögn hrærði mikið í mér. Það er svo margt í þinni frásögn sem ég hef getað heimfært uppá mig. ENN ALLTAF kemur einver fyrir hönd Almættisins og leiðir mig burt. ÞETTA get ég alveg verið viss um því það hefur verið oft á tíðum verið með ólíkindum hvernig ÉG hef bjargast. Og var ég ekki farinn að leita DROTTINS Þá.EN það hefur svo margt breyst síðan ég fór að hlusta á hann, kynnast kristnu fólki og lesa ritninguna o,sv, frv. Já, ég er orðinn svo viss. Guð hefur áætlun fyrir okkur, HVERT OG EITT. Ég ætla að þakka þeim sem komu með innlegg í frásögn þína,og stuðning við þig. Mér finnst þú einstök og haltu áfram að vera svona EINLÆG eins og þú ert. ÉG trúi því að GUÐ noti þig til að ná til okkar hinna. LIFÐU Í GUÐS FRIÐI OG MEGI HANN BLESSA ÞIG.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 02:13
Um leið og ég sendi þetta, gleymdi ég að segja þér að ég fór í BÆNAGÖNGUNA í DAG. OG það var meirháttar. Kannski segi ég frá því seinna. ÓGLEYMANLEG STUND.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 02:15
Megi Guð þinn vera með þér vina. O af tilefninu ætla ég að koma þér smá á óvart, svona eftir kýting okkar hér í bloggheimum og senda þér ÞETTA og ÞETTA.
Hafðu það svo sem allra best og ég veit að reynsla þín mun verða öðrum til gæfu, því það er svo merkilegt að það sem við stundum skynjum sem illan hlut er oft skerfið að einhverju góðu og stórkostlegu og vis versa ef því er að skipta.
Kannski skilurðu karlinn líka betur eftir en áður.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 02:56
Elsku Ása mín, þakka þér fyrir þinn vitnisburð. Alli minn, þú ert mikil blessun, knús. Haukur, þú þekkir mig vel, enda persónulegur vinur og veist vítið sem ég gekk í gegnum, og er að standa upp úr. Kæri Þórarinn, þakka þér þín orð, þau eru mér afskaplega kær, ég bið þér sem og öllum hér blessunar.
Jón Steinarorð þín hughreysta mig og ég varð snortin yfir kærleika þínum í minn garð, ég skil þig betur núna, og ég fór á síðuna þína þar sem þú bentir á, og ég táraðist yfir ljóðum þínum, því lík fegurð og gaf mér betri innsýn á þig. Guð blessi þig og varðveiti.
Linda, 11.11.2007 kl. 07:07
Það gleður hjarta mitt að við erum dús mín kæra. Þetta gráa silfur eldast illa og er svo ekki fólki bjóðandi sem kostur eftir allt.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 09:23
Takk elsku Linda fyrir að deila þessu með okkur Þú stiftir svo miklu máli og ert svo dýrmæt sál , Það er ekkert anað eintak til .Guð blessi þig Guð blessi þig og varveiti þig Linda Mín
Þinn vinur
Jói
Jóhann Helgason, 11.11.2007 kl. 14:34
Jóhann Helgason, 11.11.2007 kl. 17:39
Sæll Jói minn, takk fyrir innlitið og þín fallegu orð. Knús og Guð blessi þig.
Linda, 11.11.2007 kl. 18:04
Mikið var það gott að þú og Jón Steinar skulu sættast. Ég tek ofan fyrir Jóni og þér að sjálfsögðu Lifið heil.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 20:06
Elsku Linda mín.
Það er svo yndislegt að sjá alla vini þína hér með uppbyggilegar athugasemdir og þau sýna þér svo mikinn kærleika. Ég var mjög ánægð með versið sem Ása Gréta sendi þér.
Guð blessi þig og varðveiti. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 12:46
Takk fyrir þessa færslu. Hún snart mig mikið. Rósa þú ert bara dásamleg. Og fórst bara í þína Jesúgöngu. Bara frábær vitnisburður.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 17:25
Sæl kæru vinir.
Linda er alveg frábær. Hún er boðberi Guðs. Hún er eins og meyjarnar fimm sem voru hyggnar. Þær höfðu næga olíu á lömpum sínum. Hún felur heldur ekki ljósastikuna sína. Lætur hana ekki undir mæliker heldur notar hún ljósastikuna svo að það lýsi fyrir alla sem eru í umhverfi við hana.
Birna ég fór í Bænagönguna og hlustaði á ykkur og tók þátt í bæninni og söngnum. Þetta var magnað. Kannski hvetjið þið okkur á landsbyggðinni að fara í bænagöngu í heimabæ okkar um leið og þið farið næst í bænagöngu í Reykjavík. Ég er búin að lesa fullt af athugasemdum frá þér. Hnitmiðað og mjög gott. Ég er mjög ánægð hér á hjara veraldar að lesa bæði hvað þú ert að skrifa og öll hin trúsystkinin mín.
Guð blessi ykkur öll og hjartans þökk/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:15
Já, Linda er einstök ,enda sleppi ég því ekki að líta við, þó ég gleymi stundum að láta vita af mér. Ég verð að segja það hér og nú að bænagöngunni mun ég ekki gleyma og samveran niður á Austurvelli var mögnuð.Guð blessi ykkur öll.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 01:16
Kæra yndislega Linda. Ég tók þett allt svo voða voða nærri mér um dagin þegar þú sýndir mér þetta. Á enn erfitt með að lesa þetta...
Nú er ég svo þakklát Guði fyrir að hafa sent þessa "engla" (sendiboða) sem urðu til þess að þú lést ekki verða af þessu.
Takk fyrir að vera sá góð vinur sem þú ert. Gæti hreinlega ekki lifað án þín.
Bryndís Böðvarsdóttir, 15.11.2007 kl. 22:07
Þú ert yndisleg Linda mín og ég vona að ég fái að hitta þig einhverntíman Ég hef verið í þessum sporum og Guð bjargaði mér og gaf mér nýtt líf
Guð blessi þig og varðveiti
Ég veit að vittnisburður þinn mun gefa fleirum von
Ruth, 21.11.2007 kl. 00:17
Sæl Linda mín:Tárin láku niður kinnar mínar við þennann lestur,hef oft ætlað sjálfsmorð og ætlað að benda enda á þetta líf mitt en annaðhvort gugnaði ég á því eða einhver frá almættinu stoppaði mig af en þakka þér innilega fyrir að deila þessari skoðun með okkur.
Ég hef aldrei séð þig nema hér á blogginu en það veit ég að þú ert gull af konu og trú þín ber þig alla leið.
Segi eins og Ruth að mikið langar mig að hitta þig og spjalla við þig um trúmál,en getur verið að við höfum sést á sameiginlegum samkomum KFUM og K eða í Vatnaskógi um verslunarmannahelgi?
Magnús Paul Korntop, 21.11.2007 kl. 11:25
Sæl Bryndis mín, þú ert yndisleg vinkona líka. Ruth og Magnús, ég þakka ykkur hlýleg orð í minn garð, ég vona að ég eigi eftir að hitta ykkur bæði, þið eruð yndisleg Guðs börn. Þessi færsla mín var afskaplega erfið en, hún var líka lausn og slíkt er gott, ég vona svo sannarlega að hún rati í hendur þeirra sem eiga bágt og vilja út úr þessu lífi, ég vona og bið að Guð leysi það á sama hátt og hann gerði mig og aðra sem hafa staðið í þessum þungu sporum. Guð blessi ykkur öll og varðveiti
Linda, 21.11.2007 kl. 11:37
Sæl Linda mín:Það hefur verið tilfiningalega mjög erfitt að skrifa þetta og þú ert kjörkuð að gera þetta,það þarf STÓRT HUGREKKI til að deila svona með öðrum og alls óskyldu fólki.
En þú svaraðir ekki spurningu minni neðst,ég man nefnilega eftir a.m.k. tveim stelpum sem hétu Linda og voru á sameiginlegum samkomum KFUM og K á Holtavegi og allavega eina verslunarmannahelgi í vatnaskógi.
Magnús Paul Korntop, 21.11.2007 kl. 13:15
Æi þessu gleymdi ég að svara mikið rétt. Ég var í KFUM - K af og til þegar ég var barn, hef kikt í 3 gang eftir að ég flutti heim, hef aldrei verið í vatnaskógi að mig minnir, var einu sinni í sumarbúðum í Vináshlíð held ég að það heiti. svo ég á ekki vona á því að við þekkjust svona beint, ef svo má að orði komast.
Linda, 21.11.2007 kl. 13:28
Sá sem er í þér er sterkari en sá sem er í Heiminum. Hann heldur þér í hendi sinni og hefur rist þig í lófa sína. Þó að móðir geti gleymt barni sínu, þá gleymir Faðir þinn á himnum þér aldrei, hann sem að óf þig í móðurlífi og hefur framtíð þér til heilla, en ekki til harms, að veita þér vonarríka framtíð.
Ég þekki myrkrið sem þú talar um, sársaukann, vonleysið, blekkingu hugans og lygar Djöfulsins. Hann er lygari og þjófur, hann vil stela, slátra og eyða, en Jesús kom til að gefa líf og líf í fullri gnægð. Elsku Linda, fylltu alla þína veru af hans nærveru, sogaðu í þig lífið sem hann vill gefa þér og öllum sem til hans leita. Hann biður fyrir mér og þér, sínum trúuðu, dag og nótt, frammi fyrir hásæti Föðurins. Hann sendir út Engla sína, til að berjast fyrir mig og þig, sína trúuðu. Hann hefur þegar unnið fullan sigur.
Ég veit að þú veist þetta, en það er svo gott að vera minntur á, ég þarf stöðuglega á því að halda. Ein get ég þetta ekki, en saman stöndum við!
Drottinn blessi þig ævinlega og alltaf.
G.Helga Ingadóttir, 22.11.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.