Kærleikur í orði - bréf sem blessaði mig sem blessa mun ykkur.

Kæru vinir.

Guðjón Ólafsson heiti ég, þið þekkið mig líklegast best úr starfi ný kynslóð á Íslandi. Það er nokkuð sem liggur mikið á hjarta mér þessa dagana og síðustu vikur og langar mig að deila því með ykkur, vonandi getið þið gefið ykkur nokkrar mínútur til að lesa orð mín.

Það orð sem ég hef fengið til mín aftur og aftur, svo oft að ekki er eðlilegt, er EINING. Við lifum á tímum á Íslandi í dag að eining líkama Krists hefur aldrei verið mikilvægara en akkúrat núna. Það er eitthvað stórkostlegt framundan, andi minn vitnar svo sterkt með því, að allt fer á fleygiferð innra með mér þegar ég leiði hugann að því.

 

Alltaf þegar Guð hrærir við ákveðnum stöðum í heiminum, þá hefur undanboðinn alltaf verið einmitt EINING líkama krists. Þannig eining að við baktölum ekki hvort annað, milli kirkna, milli einstaklinga eða skoðana, heldur blessum hvort annað í sannleika, með orðum, verkum og kærleika. Öll erum við ólík, með ólíkar áherslur í kirkjum okkar, en KJARNINN ER HINN SAMI. Drottinn Jesús, endurlausnarverk hans, upprisa og eilíft líf með honum.

Við höfum öll okkar sögu, slæma reynslu kannski af hvoru öðru eða öðrum kirkjum, jafnvel klofning og erfið sár. Þrátt fyrir sár, þá gefur Drottinn okkur enga heimild fyrir því að geyma gömul særindi í hjarta okkar.  Kæru vinir, fyrirgefum í sannleika og umvefjum sárin í kærleika Guðs. Það er Hann sem við elskum öll og þjónum. Það er Hann sem er eigandi okkar allra og það er hans vilji að við göngum í takt. Og þrátt fyrir slæmar reynslur af hvoru öðru þá erum við systkyni í Kristi. Að halda einhverju gömlu gegn hvort öðru er synd sem alltaf þarf að uppræta.

Rómverjabréfið 12.kafli talar um mikilvægi þess að við upphefjum hvort annað. Því öll erum við sami líkami, þótt við tilheyrum ólíkum samfélögum. Mig langar að nefna þessi 2 vers sérstaklega:

"Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur."( v.12)

"...til þess að ekki yrði ágreiningur í líkamaum, heldur skyldu limirnir bera sameinginlega umhyggju hver fyrir öðrum. Og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með honum, eða einn limur er í hávegum hafður, samgleðjastt allir limirnir honum". (v.25)

"Líf og dauði er á tungunnar valdi" segir í Orðinu. Ef við gómum okkur á því að hæða, spotta eða baktala aðra, þá erum við að tala dauða til þeirrar manneskju/kirkju sem við beinum orðum okkar til. Elsku vinir, þetta er svo mikilvægt. Minn líkami væri sjúkur og óstarfhæfur til fulls, ef líffærin mín bölvuðu hvoru öðru. Blessum hvort annað stanslaust og "blessum óvini okkar" (... í öðrum kirkjum)

 

 

Vakningar hafa oft fjarað út, vegna þess að innbyrðis átök tóku yfir í líkamanum og við misstum sjónar á því að þetta snýst allt um RÍKI HANS... en ekki okkar kirkjudeild. Guð fer alltaf nýjar leiðir, verum opin fyrir því hvað hann vill gera, það er vanalega eitthvað nýtt (Sjáiði til dæmis Ármúla vakninguna) Við megum ekki klikka núna og láta sundrung eða öfund komast að í líkamanum.

 

Þú getur haft áhrif í kringum þig!  Ég bið þess að við öðlumst öll náð til þess að gæta tungu okkar og tala blessun til hvors annars í hvívetna.

Drottinn blessi ykkur öll!

Kærleiks kveðja.

Guðjón Ólafsson.

Bréf birt með leyfi Guðjóns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég tilheyri reyndar engu samfélagi en ég bið á sama hátt og þið, mikið vildi ég óska þess að ég gæti farið í bænagönguna miklu - ástar og hjartans kveðjur til ykkar frábæru kristnu systkyni

halkatla, 8.11.2007 kl. 10:13

2 Smámynd: Linda

Takk Anna mín, þú ert svo mikil blessun, ég vildi þakka þér fyrir að vera þú og vera til.  Þú tilheyrir Jesú eins og ég og aðrir, það er þinn söfnuður.  Guð blessi þig og varðveiti.

Linda, 8.11.2007 kl. 10:17

3 Smámynd: Mofi

Takk fyrir að benda á þetta bréf, margar mjög góðar hugsanir sem koma þarna fram. 

Kær kveðja,
Halldór

Mofi, 8.11.2007 kl. 17:02

4 identicon

Mikið er ég sammála að sundrung kristins fólks má ekki ráða ferðinni  .Og mitt mat af minni takmörkuðu visku er.  Mér finnst ekki við hæfi að hafa svoleiðis á borðum.     KÆRLEIKURINN ER ÞAÐ AFL SEM KRISTIÐ FÓLK Á AР HALLA SÉR AÐ.   GUÐ VERI MEÐ YKKUR.

   KÆRLEIKSKVEÐJA

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 22:29

5 Smámynd: Linda

Sæll Þórarinn, já, þegar ég fékk þetta  bréf þá hreyfst ég gjörsamlega, mér fannst það svo fallegt og mikill kærleikur í því.

Kærleikur og fyrirgefning eru svo mikilvæg, og því er það óskiljanlegt þegar fólk heldur að slíkt sé eitthvað val þegar maður er Kristinn, það er vegna þess að það er ekki val sem slíkt er stundum erfitt. 

Linda, 8.11.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband