7.11.2007 | 13:56
Kínverjar banna Biblíuna á vettvangi Ólympíu leikanna...
Skipuleggjendur Ólympíu leikanna í Beijing hafa gefið út lista yfir það sem er ekki leyfilegt að vera með innan veggja "Olympic Village" þar sem Íþróttamenn munu búa, það kom mörgum á óvart að Biblían er bönnuð.
Samkv. heimildum frá Ítalska dagblaðinu LA GAzzetta Dello Sport hafa aðstandendur leikanna gefið ástæðuna vera vegna öryggisráðstafanna og hafa því bannað íþróttamönnum að bera á sér trúarleg tákn innan svæði Ólympíu leikanna.
Það var og, þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, í Kína er lýðræði almennt dónalegt orð, hvað þá trúfrelsi. Merkilegt að jafnvel á Ólympíu leikum geta þeir traðkað á lýðræði, hvernig þetta land fékk leikanna er mér hulin ráðgáta því mannréttinda stefna þeirra er engin og mannréttindabrot þeirra er margþætt og skelfileg..
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Ofsótta kirkjan! | Breytt 20.2.2008 kl. 12:30 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Mitt persónulega álit er að það eiga engin trúartákn að vera þarna eða á öðrum álíka viðburðum, þetta eru algerlega ótengd mál og eins og sagan sýnir þá er ekki hægt að treysta trúuðum þegar þeir mætast með sín trúartákn.
DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 17:24
Af þessum sökum mun ég ekki keppa á Ólympíuleikunum. Hef ég nú ákveðið að sniðganga þá með öllu og ekki einu sinni horfa á útsendingar eða lesa blöð á þessum tíma.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 7.11.2007 kl. 18:42
Þetta kmeur alls ekki á óvart. Kínverjar eru ennþá með leyfar af gamla kommúnismanum í landi sínu, síðan Mao foringi var við völd. Eftir fráfall Maos þá hafa kommonísk íhaldsöfl verið við völd. Ég bendi á að ennþann dag í dag er stórhættulegt að vera með trúboð í Kína. Menn eru ennþá húðstrýktir fyrir þær sakir.
En þrátt fyrir allt þetta, þá finnst mér að það eigi að gera undantekningu vegna Ólympíuleikanna og virða skoðannir fólks.
Ég segi samt eins og Eiki, ég hættur við að taka þátt í þessum leikum, og munu samkeppendur mínir í þeirri merku grein "málþófi" sakna mín! ;) Takk fyrir að benda á þetta dúlla, ég vissi ekki af þessu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.11.2007 kl. 20:57
DrE er ekki hissa á þinni afstöðu. Fyrir mér eru Ólympíu leikarnir meira en nokkuð annað sameininga tákn fólksins, óháð trú óháð pólitík, í gegnum árin hefur fólk komið þarna frá hinum mismunandi löndum með sína mismunandi þjóðar einkenni og trú, með sínar Biblíur og Qurans (bænar teppi) sjálfsagt Torah og ég veit ekki hvað og hvað, þetta fólk hefur sameinast um það sem það á sameiginlegt Íþróttir, fengið að iðka sína trú í friði.
Heimurinn taldi enga ástæða að taka af fólki trúar efni jafnvel eftir að fjölamorðin á Ísraelum voru framin á sínum tíma. Á Ólympíu leikunum gat einstaklingurinn verið sá sem hann var, og hitt aðra sem voru ekki eins og hann, en samt nákvæmleg eins og hann, íþróttamður sem var meira en, pólitík lands síns, meira en trúin sem hann iðkaði, hann var einfaldlega maður sem gat, kom og átti séns á því að koma jafnfætis á völlinn eins og hinir íþróttamennirnir, án dóms, án þess að höft væru sett á hvað hann gerði í herb sínu.
Ætlar Kína að banna Múslimum að biðja til Mekka 5x á dag.?Ætlar Kína að láta íþrótta fólk sem er með trúarleg tattú á líkama sínu hætta keppni vegna brot á þeirra lögum varðandi reglur Ólympíu leikanna, nei Kína er eina ferðina en að sína hvað býr að baki þeirra stefnu og skammarlega nota leikanna til þess að gera það.
Linda, 7.11.2007 kl. 21:14
Ég á vinafólk sem að vinnur að kristniboði í Kína og verða þau að passa sig í tölvupóst samskiptum að skrifa ekki nafnið Jesú eða Guð því að tölvupóstur er vaktaður þar í landi. Þau yrðu send úr landi ef að þetta kæmist upp. Ef að upp kemst að Kínverji er að stunda kristna trú þá eru þeir sendir í endurhæfingarbúðir er mér sagt til að hrista upp í þeim eða jafnvel drepnir.
Svakalegt ástandið þarna.
kv sj
Sigríður Jónsdóttir, 7.11.2007 kl. 22:26
það er sjúklegt mannréttindaástandið í Kína, svo mikið er víst.
En ég vissi ekki einu sinni að fólk væri ennþá að spá í þessum ólympíuleikum, þetta eru old news sniðgöngum þá bara!
p.s svo er meiraðsegja verið að breyta veðrinu fyrir þetta, einhverju er skotið uppí skýin svo að þau láti sig hverfa, mjög undarlegt og ábyggilega vafasamara en stjórnvöldin vilja meina...
halkatla, 7.11.2007 kl. 22:43
Takk Sigríður, þetta er einmitt málið, fólk almennt áttar sig ekki því að Kína er ennþá Kommunista Ríki þrátt fyrir að þeir séu búnir að opna fyrir viss viðskipti, þá er þetta ennþá einræðisríki.
Linda, 7.11.2007 kl. 22:44
í eðlilegum og sanngjörnum heimi fengi Kína aldrei að halda ólympíuleikana! (sérstaklega ekki miðað við eitthvað svona)
halkatla, 7.11.2007 kl. 22:45
Ég er svo hjartanlega sammála þér Anna, ég skil ekki hvernig þetta land fékk leikanna, furðulegt alveg.
Linda, 7.11.2007 kl. 22:57
Auðvelt svar. Þeir eiga vetnssprengjur og eru tæpir á geði.
Ég er reyndar á því að eitt eigi að ganga yfir alla þarna og ef eigi að banna trúartákn...
...mitt trúartákn er sverð.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.11.2007 kl. 23:15
Sæl og blessuð.
Gaman að kíkja í heimsókn og kvitta. Ég er sjálf ekki með bloggsíðu svo ég get ekki bloggað hjá sumum af vinum okkar á mbl.blog.is Ég ætla ekki að opna bloggsíðu í bráð en kannski síðar???
Það eru miklar ofsóknir í Kína gagnvart þeim sem eru kristnir. Linda hefur þú lesið bókina : Himnamaðurinn. Bókin var gefin út hjá Fíladelfía-forlag. Ef ekki þá endilega fáðu bókina. Það eru hræðilegar lýsingar í bókinni af ofbeldinu sem þar er framið gagnvart kristnu fólki.
Guð blessi þig Linda mín
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:25
Já J. Einar ég get séð í orðum þinum að þitt tákn er sverð, beittur ertu BTW og takk fyrir innlitið.
Rósa mín en, gaman að sjá þig hér, ég las bókina sem þú bentir á, mér gjörsamlega blöskraði ástandið, maður var eiginlega bara hættur að trúa sumu af þessu, því maður hafði ekki grun um svona mannvonsku.
Það er vegið að öllum sem falla ekki inn í hið fullkomna kerfi í Kína, þ.a.s. kerfi kúgunnar,ofbeldis og tilbeiðslu á ríkinu og þeirra stefnu, að nokkur maður skuli vilja gera business í svona landi sínir hvernig mann maður þarf að hafa til þess að geta stunda business í dag, vera gjörsamlega eigingjarn og siðlaus annað er ekki hægt, því hvernig getur annars horft fram hjá mannréttinda brotunum þar á bæég meina komon ódýrt vinnuafl og nóg af því , í denn kallaðist slíkt þrældómur í dag kallast það smart business.
Kína hefði aldrei átt að fá Ólympíu leikanna, þeir hafa ekki unnið sér inn rétt til þess.
Linda, 8.11.2007 kl. 00:02
Ég er viss um að einhverjar hendur hjá Ólympíunefndinni (IOC) hafa verið smurðar. Fyrir nokkrum árum viðurkenndi einn meðlimur IOC að það land sem mútaði mest fengi yfirleitt leikina að öllu jöfnu. Hann var að sjálfsögðu rekinn úr nefndinni (eða fór sjálfur).
Vendetta, 8.11.2007 kl. 00:41
Eða á að segja að "lófar hafa verið smurðir", man það ekki. Ég meinti allavega mútur, þótt það kæmi út eins og Nivea-auglýsing.
Vendetta, 8.11.2007 kl. 00:45
Já er það Vendetta? Pældu í þessu, það er ekkert sem verður ekki rotið þegar maðurinn kemst í það, rosalega er þetta óþolandi, ég veit að ég á ekki að taka þetta svona inn á mig, en, ég bara þoli ekki óréttlæti og get ekki annað
Linda, 8.11.2007 kl. 00:48
Sæl Linda mín og takk fyrir póstinn í gær.Svona verður þetta oft með áhrif og völd.Við Íslendingar erum ekkert smá upphrifinn af okkar samningum við Kínverja enda stór markaður,þetta er orðið stæðsta hagkerfi heims og enginn smá markaður.Nú fyrir vikið bíða þjóðir í röðum að komast inn.
Auðvitað er þetta allt saman hræsni við hér er löngu fallin í gryfjuna góðu um græðgi og allt orðið söluvara og annað eins og mannréttindi og réttlæti skipta orðið engu.Ég er þér sammála Linda það er fnykur af þessu langar leiðir kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 8.11.2007 kl. 06:42
Sæll Úlli, jám, þetta er allt hið undarlegasta mál, og hefði ég ekki séð þess grein um Biblíuna og bannað þá hefði ég verið gjörsamlega sofandi yfir þessum leikum og hvað er á bak við þá í þetta skipti. Maður fær bara hroll.
Linda, 8.11.2007 kl. 07:43
ALVEG ORÐLAUS, hvað Kínverjar komast upp með. Mig grunar nú samt að Guð alvaldur eigi hér mótleik sem ég vil ekki tjá mig um að sinni. Kannske seinna. Mér finnst það svo augljóst.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:25
Þeir eru hræddir við nafnið JESÚS. Það segir okkur mikið
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 16:32
Blessuð Þórarinn og Birna, nákvæmlega þetta er hið ótrúlegasta mál sem er bara rétt toppurinn á ísjakanum, það er alveg á hreinu. Takk fyrir innlitið þið eruð mikil blessun.
Linda, 8.11.2007 kl. 18:21
Vegna kristnidóms, eru menn að kaupa jólagjafir sem framleiddar eru í Kína, fyrir milljarða ár hvert .
Ættu því kínverjar ekki að fagna kristnidóm ?
enok (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 22:35
Segðu Enok, það er einmitt málið, á ensku kallast þetta to cut of nose to spite face ;). Takk fyrir innlitið.
Linda, 8.11.2007 kl. 22:51
"to spite the face" átti þetta að vera. (sigh) svefn tími kominn held ég bara
Linda, 8.11.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.