Kall til föstu og bæna fram að bænagöngu

ég tek mér hér smá leyfi og ætla að birta tilkynningu sem ég fékk í tölvupósti frá vini, ég tel að fyrir þá sem geta og treysta sér að taka þátt í þessu og hafa köllun til þess munu gera það sem þarf.

Bæn og fasta fyrir Íslandi 

Fastað verður frá 7. nóvember kl. 18:00 til 10. nóvember kl. 18:00 Vegna þess ætlum við að koma saman á bænastund föstudaginn 9. nóvember kl. 20:00 í húsakynnum Ekrons á Smiðjuvegi 4b, Kópavogi  Nú er tími til að fasta og sjá Ísland vinnast fyrir KristBeðið verður sérstaklega fyrir Bænagöngunni 10. nóvember 2007

 www.baenaganga.com

Matt 6:16-18

16Þegar þér fastið, þá verið ekki daprir í bragði, eins og hræsnarar. Þeir afmynda andlit sín, svo að engum dyljist, að þeir fasta. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

    17En nær þú fastar, þá smyr höfuð þitt og þvo andlit þitt,

    18svo að menn verði ekki varir við, að þú fastar, heldur faðir þinn, sem er í leynum. Og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

 

Að fasta er dásamleg fórn, og hver og einn verður að finna hjá sjálfum sér hvernig viðkomandi ætlar að fasta og hversu löng fastan verður hverju sinni.  Sumir geta ekki fastað frá fæði og vökva  sakir sjúkdóms, þetta kemur ekki í veg fyrir að þú getur tekið þátt í þessu, bæn þín er jafnmikilvæg þótt þú getur ekki fastað, Guð veit þínar aðstæður og sækist einfaldlega eftir tíma með þér. Munið einfaldlega að taka Matt 6:16-18 til fyrirmyndar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg

hver er átæðan fyrir því að fasta ?

Ingibjörg, 7.11.2007 kl. 00:39

2 Smámynd: Linda

Sæl Imba og þakka vinarboðið sem ég samþykki með glöðu geði.  Til að svara spurningu þinni þá föstum við til þess að nálgast Guð, að fasta er persónuleg fórn milli þín og Guðs. Iðulega þegar fólk fastar þá er það í bæn á meðan á föstu stendur, íhugun á ritningunni og sækist eftir nærveru Guðs, Jesú fastaði í 40 daga og 40 nætur, hann sótti eftir vilja Guðs m.a. Söfnuðir/trúaðir sem fasta tala um afgerandi og áþreifanlega breytingu í lífi sínu og samfélagi.  Postularnir föstuðu reglulega sem og frumkirkjan, og því er það eitthvað sem trúaðir ættu að hafa í huga að muna að fasta ef líkamlega geta og köllun er til þess.  Jæja, ég vona að þetta hafi svarað einhverju. 

Linda, 7.11.2007 kl. 00:54

3 Smámynd: Linda

Persóna sem fastar hefur sínar ástæðu fyrir því, og er slíkt afar persónu bundið, og persónulegt. En, ritningin er nokkuð skír er varðar kallið til þess að fasta, eins og margt annað þá hefur þetta ekki fengið réttláta áherslu í svo langan tíma. Þetta er ekki hefð, eða kvöð heldur blessun og styrking í trú. Sem lærisveinar er þetta aftur að verða hlutur af okkar trúargöngu. 

Linda, 7.11.2007 kl. 01:08

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ég kemst því miður ekki í gönguna en megi hún vera sem fjölmennust og minni jafnframt á stórtónleikan í laugardagshöllinni.

Guðni Már Henningsson, 7.11.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband