Sammála.

Stöndum vörð um íslenska tungu og menningu.  Sem einstaklingur sem hefur upplifað það að vera útlendingur þá veit ég hvað það er að þurfa læra annað mál.  Ég tel að útlendingar hér á íslandi séu ekki betri enn ég og geta því alveg lært mitt móðurmál.
mbl.is Ólafur Ragnar: Engin efnisrök fyrir því að víkja íslenskunni til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vinur minn talar góða íslensku, með svolitlum hreim ennþá en mjög góða miðað við hversu lengi hann hefur búið hér.  Hann er mjög stoltur af  kunnáttu sinni og notar málið þegar tækifæri gefst.  Hann hinsvegar hefur lent í því oftar en einu sinni og reyndar oftar en mörgum sinnum, að þegar hann notar íslensku er honum svarað á ensku eða sýnd fyrirlitning.  Þetta á sérstaklega við þegar hann hringir inn í fyrirtæki eins og banka ofr.  Hins vegar þegar hann talar enska er honum sýnd allt annað viðmót.  Þetta er eitthvað sem allir verða að taka þátt í.  Allir aðilar verða að sýna þolimæði og umburðarlyndi svo allt gagni upp. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.10.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Hjartanlega sammála þér, Nanna.  Það er fyrst og fremst þörf á viðhorfsbreytingu í þjóðfélaginu.

Kristján Magnús Arason, 1.10.2007 kl. 16:10

3 Smámynd: Linda

þegar ég hringi í banka og önnur þjónustu fyrirtæki þá hefur mér mætt fyrirlitning vandlæting eins og ég væri að gera þeim greiða með því að hringja eða biðja um aðstoð.  Þetta er bara Íslendingurinn sem er dónalegur og ruddi í eðli sínu.

Linda, 1.10.2007 kl. 16:12

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nei ég er að segja þér að þessi vinur minni flutti út vegna þess að viðhorf íslendinga er að breytast gagnvart fólki sem vill flytja hingað inn.  Hann hafði búið hér til fjölda ára en undanfarin ár hefur viðhorfið verið að breytast gagnvart fólki sem ekki er fætt og uppalið hér.  Hann getur ekki hugsað sér að búa lengur á íslandi vegna þessa.  Hann hefur búið víða í heimnum og ekki kynnst svona viðmóti áður. Mér finnst þessi þróun mjög leiðinleg.  Allir þurfa að vinna saman til að gott samfélag myndist.  Ekki bara þeir sem flytja inn.  ÞAð má ekki vera við og þið.  Við verðum að bjóða fólk velkomið svo því líði vel og langi að vera part af þjóðfélaginu og vera stolt af íslandi.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.10.2007 kl. 16:53

5 Smámynd: Flower

Ég þekki þýska konu sem er alflutt hingað til lands og býr með íslenskum manni. Þangað til núna á þessu ári hef ég alltaf talað við hana á ensku. En hún er farin að skilja íslensku það vel að það er hægt að tala við hana á íslensku og hún talar ensku, ef hún skilur ekki eitthvað endurtek ég það á ensku ef ég þekki orðið. Þetta gengur ljómandi vel. Hún er líka að vinna á leikskóla og er farin að æfa sig í að tala íslensku líka.

Þetta virðist vera allur gangur á hvernig útlendingar hér taka málinu. Ég veit að margir pólverjar læra aðeins örfá íslensk orð og telja það nóg. Svo sitja þeir heima og horfa á pólskar stöðvar úr gerfihnetti. Þeir tala kannski takmarkaða ensku líka, það er ekkert auðvelt að fást við þannig fólk. 

Flower, 1.10.2007 kl. 17:24

6 Smámynd: Linda

Þú mátt ekki misskilja mig Nanna, ég er ekki óssammála þér, mér þykir ekkert skemmtilegra enn þegar útlendingar tala íslensku, ég fyllist af stolti fyrir þeirra hönd og þakka þeim fyrir að læra mitt mál.  Ég er þeim afar þakklát sem gera slíkt.  Ég er ekki sammála þjóðarrembu, enn, þetta er bara það sem koma skal ef við tökum ekki á þessu, með íslensku kennslu og menningar kennslu.  

Varðandi Pólverja, þá hef ég heyrt sögur sem fara af þeim og hvað þeir líta niður á íslendinga og okkar menningu.  

Ég er sammála forseta okkar, íslenska tunga er það sem gerir okkur að þjóð, þessi tunga er það sem sameinar okkur.    

Linda, 1.10.2007 kl. 17:49

7 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Við megum heldur ekki gleyma að tungumál okkar er meðal elstu tungumála heims og okkur ber að varðveita það eins og þrekast er unnt.Auðvitað verðum við að gefa fólki tíma og við verðum að hjálpa þeim líka með góðu viðmóti og kurteisi.

Það deyja út fjölda tungumála um heim allann dag hvern því enginn er orðinn eftir til að kenna og við verðum því að passa okkar enda innan við 300 þúsund manns sem málið tala að staðaldri.

Ég ber höfuð hátt enda í heimi sem telur yfir 6 milljarða manna þá tala ég tungu sem hefur lifað í árþúsundir nokkuð vel varðveitt og það er auðvitað vegna minna forvera sem héldu í sagnir sínar og ég vil halda þeim á lofti í þeirra minningu og vil að börn mín haldi þeirri braut áfram megi Jesú yfir ykkur vaka kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.10.2007 kl. 20:31

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er viss um að Pólverjar eru jafn misjafnir og við hin.  Ég hef engar áhyggjur að málið okkar hverfi vegna innflytjenda.  ÞAð er frekar að sjónvarpi hirði af okkur íslenskuna.  Enskan sem er að gleypa íslenskuna.   Ekki heyri ég íslendinga sletta, póslku, rúsnesku eða öðru máli.   Bara Dönsku og ensku og það eru tungumálin sem við leggjum mesta áheyrslu og virðum mest.  Hef heldur enga trú að pína tungumál eða menningu upp á einhvern skili góðum árangri.  Bara smá virðing, þolimæði og skilningur í allar áttir skilar mestu að mínu mati. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.10.2007 kl. 20:57

9 Smámynd: Linda

Þetta er ekki flókið, tungumál íslendinga er íslenska, ef þú vilt vera hluti af þessari þjóð þá er best að læra málið.  Ég á ekki að þurfa að tala við þig á ensku nema í ýtrustu neyð og ef um sé að ræða ferðamenn, enn öllu jafnan ef þú ert komin á vinnu markað þá ætlast ég til þess að þú hafir náð skiljanlegum tökum á málinu og getur sýnt sjálfsbjargarviðleitni með því.  Ég fyrirverð mér ekki að neita mér um þjónustu hjúkrunarfólks eða lækna sem talar ekki íslensku.  Viðskipti eiga að fara fram á íslensku og vitanlega ensku ef þess er þörf, enn ekki á  kostnað þess að íslenskan verði ekki aðal tungumálið í íslenskum fyrirtækjum á íslandi.

Linda, 1.10.2007 kl. 23:31

10 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst þetta nú aðeins flóknara.  Okkur vantar vinnuafl, við fáum það og megum líka vera þakklát.  Ég er viss um að flestir sem ætla að setjast að hér vilji tala málið.  Fólk er bara misjafnlega gert og á misjafnlega erfitt með að læra málið.

Talar um að hafa heyrt sögur af Pólverjum.  Það eru tvær hliðar á öllum málum.  Ég heyrði líka hræðilega sögu.  Af ungum strákum sem tróðu hundi í tösku og spörkuðu þar til hann dó.  Hundurinn hét Lúkas.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.10.2007 kl. 09:44

11 Smámynd: Linda

Nanna, ég held að þú leggir mikið á þig til þess að lesa meira úr orðum mínum enn ég segi.  Því miður með þessa pólverja þá er það staðreynd, annað með Lúkas, ekki hægt að blanda því saman.  Skil ekki af kverju fólk sem þolir okkur ekki, kvartar og kveinar er yfir höfuð á landinu, og nei þetta á ekki við alla pólverja.  Varðandi málið, lærðu Íslensku ef þú ætlar að vinna hér, eða búa hér, þetta er ekki flóknara enn það, það er þér til góða að hafa tungumálið svo þú getur lært að bjarga þér sjálf, og vitað þín réttindi hér á landi, því fyrr sem þú lærir því betur sett ertu.  Svo enga miskunn, ekki frekar enn þegar fjölskilda mín fór til DK og beint á skólabekk til þess að læra Dönsku, fullorðnir og börn ég ætlast ekki til meira af útlending heldur enn mér sjálfri.  Þetta er ekkert flókið. Hinsvegar vantar fleir íslensku kennara og það aftur á móti þurfum við að bæta úr og það þarf ekki heldur að vera flókið, bara viljin fyrir hendi.

Linda, 2.10.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband