Auga fyrir auga , tönn fyrir tönn, Réttlát aftaka..

The American way, eða allavega í sumum fylkjum frá því 1976 hafa 1098 persónur verið líflátnar af þessu voru 53 líflátnir árið 2006 og 41 það sem af er  ári 2007.  Texas er hvað virkastir í sinni ríkisreknu morð maskínu og er þetta þjóðinni til skammar. Enn ég ætla ekki að tíunda það neitt frekar hér, hinsvegar má kíkja á þessa síðu til þessa að sjá tölurnar á svart hvítu.

Enn hvað segir ritningin um hefndina, ef við trúum og lifum samkvæmt trú er svona hefnd réttlætanleg, er hefnd manna yfir höfuð eitthvað sem við eigum að leyfa sakir ofbeldisins sem framið var til að byrja með?

Í annarri Móses bók 21:21-23 er að finna lög um hefndina sem við flest könnumst við, eða, "Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" þegar maður les kaflann í heild sinni sér maður að þarna er hefndar löggmál manna í gangi (mannasetningar) við getum sjálfsagt ímyndað okkur umhverfið sem mennirnir og samfélagið var að kljást við á þessum tímum, að reina ná stjórn á samfélagi sem óstjórn ríkti í, enn við vitum að svona lög eiga ekkert erindi inn í okkar nútímalega samfélag.

Við lesum í annari Móses bók og hugsum,  þvílíkt bull, hver gerir svona lagað eins og þarna er skrifað, því miður þá er hefndin enn við lið í okkar heims samfélagi, að slíkt skuli vera í lýðræðisríki eins og BNA er flestum okkar hulin ráðgáta, hvernig getur samfélag sem virðist vera upplýst, samþykkt að morð sé framið í nafni einstaklingsins til þess að koma á hefndum.  Þetta er ekkert nýtt, þetta er gegnum gangandi þráður sögunnar og sem betur fer hefur vestur Evrópa afmáð dauðrefsingar sem og stærsti partur hins frjálsa og siðmenntaða heims. 

Þegar ég las þess frétt þá hugsaði ég, hvenær hætta þeir þessu, hver er tilgangurinn með þessu, ekki hefur það haft neitt raunveruleg mælanleg áhrif á glæpatíðni í BNA að það sé dauðarefsing í sumum fylkjum eins og Texas. Síðan las ég þessi orð í greinin "Rannsóknir á aftökum hafa sýnt að í einhverjum tilvikum er dauðdaginn hægur og afar kvalafullur, samkvæmt frétt AP fréttastofunnar" hvernig er hægt að réttlæta svona grimmd, hvað réttlætir að launa hatur með hatri, morð með öðru morði?   Svarið er einfalt, "það er ekkert sem réttlætir slíkt".

Í Mattheusarguðspjall 5:37-39 talar Jesú við okkur um þetta, hann bendir okkur réttilega á, að við eigum ekki að launa illt með illu.

37En þegar þér talið, sé já yðar já og nei sé nei. Það sem umfram er, kemur frá hinum vonda.

    38Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.`

    39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.

við sem trúum höfum fengið skipun um að leggja frá okkur hefndina, í Rómverjabréfi 12:19 stendur"19Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: "Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn".

Þetta þýðir ekki að við megum ekki setja fólk í fangelsi og dæma í málum þeirra sem brjóta lögin, enn enginn hefur rétt til þess að taka líf.  Gunnar í Krossinum gerði nákvæmlega það sem orðið bauð honum að gera, að fyrirgefa, hann fyrirgaf morðingja móður sinnar, hversu margir hafa slíkan kærleika, gætir þú gert það sama?

 


mbl.is Aftaka í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

sammála ykkur!!! ég hugsa alltaf til fólksins sem vinnur við að framfylgja dauðarefsingum, og kviðdómendanna í USA sem þurfa að fella dóminn. 

halkatla, 27.9.2007 kl. 13:24

2 identicon

Ég er svo sammála þér.Ykkur ætlaði ég að skrifa.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 15:54

3 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Við skulum ekki gleyma því að Biblían heimilar dauðarefsingu. Og Guð sjálfur beitir dauðadóm (sjá Postulasögu)

Það verður að leiðréttast hjá Önnu Karen að það er ekki kviðdómendur sem fella dóminn, heldur Dómarinn. Kviðdómendur segja einungis til um sekt eða sýknu síðan er kveðin upp dómur samkvæmt lögum. Er þetta leiðrétt hér með.

En síðan er það spurningin hvernig getur ranglátur maður (sekur)kveðið upp réttlátan dóm...Við getum ekki höndlað dauðarefsingu í okkar ástandi. Dead man walking sýndi það mjög vel. Var það punkturinn sem ég skipti um skoðun á dauðarefsingu.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 27.9.2007 kl. 19:36

4 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Enda er þessi frasi: "Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" eitthvað sem nágrannaríkin notuðu, ekki bara Ísraelar. Mig minnir að það komi fyrir í Code of Hammurabi. 

Kristur mælti hinsvegar gegn þessum orðum og sagði að menn ættu fremur að fyrirgefa bróður sínum og bjóða hina kinnina. Því  tel ég þetta vera eina af mannasetningum þeim sem í Ritningunni leynast.

Við hin Kristnu leitumst við að nota Krist sem túlkunarlykil til rétts skilnings á Ritningunni.  Allt það sem hann afnam í lögmálinu og leiðrétti skrifast þá sem mannasetningar. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.9.2007 kl. 15:43

5 Smámynd: halkatla

nei Eiríkur, áður en réttarhald byrjar eru kviðdómendurnir spurðir hvort að þeir séu "eindregið á móti dauðarefsingum" og ef svarið er já þá er það tiltekna fólk ekki notað í réttarhaldi þarsem saksóknarinn krefst dauðadóms, ég hef horft á nógu marga lögfræðidramaþætti frá USA til að vita hvernig þetta gengur fyrir sig. Þessir kviðdómarar sem veljast eftir þetta ferli gefa manneskjuna á vald þeim aðila sem mun að öllum líkindum dæma hana til dauða, þeir eiga sök í þessu líka og ég hef oft séð viðtöl við kviðdómara þarsem þeir hafa talað um þetta, sumir eru ánægðir með þátttöku sína og aðrir sjá eftir henni. Auðvitað vorkennir maður fólki sem er svo vitlaust að láta teyma sig útí svona lagað. Það er raunverulegt fólk sem sér um hefndina í öllum tilfellum og það er alveg klárt að það sem var normal og nauðsynlegt á tímum gamla testamentisins er ekki nauðsynlegt ídag og getur ekki liðist meðal þjóða sem vilja í alvörunni fylgja fordæmi Krists.

halkatla, 29.9.2007 kl. 16:16

6 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það breytir því ekki, sama hvað þú sérð í sápuóperum og lögfræðidrama þáttum, að það er dómari sem dæmir....þess vegna heitir hann dómari.

Þessi spurning um "eindregið á móti dauðarefsingum" er ekki óeðlileg og í eiginlega mjög eðlileg, sér í lagi þar sem dauðarefsing er lögleg. Ef fólk er leggur sitt siðferði ofar lögum þá úrskurðar það ekki samkvæmt gildandi lögum heldur gagnvart samvisku sinni. Sakamaðurinn á rétt á því að fólk í kviðdómi úrskurði sekt eða sýknu samkvæmt lögum og sönnunargögnum en ekki af eigin tilfinningum. Það eru líka aðrar spurningar sem er spurt til að vinsa úr fólk sem ekki kemur til að úrskurða samkvæmt lögum heldur samkvæmt tilfinningu.

En svo að það sé ítrekað þá er ég á móti dauðadóm með öllu. Er það vegna þess að ég átta mig á minni stöðu sem ófullkomin maður hvað þá að einhver annar geti tekið líf í þessu ástandi er mér óhugsandi.

Varðandi hvort Guð sé búin að afnema dauðarefsingu með lögmálinu eða ekki, þá verðum við að horfa til Opinberunarbókarinnar um lokabaráttuna. Sá dómur endar ekki með lífi fyrir alla.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 30.9.2007 kl. 20:14

7 Smámynd: Linda

sem ex-pat frá Bna þá get ég sagt þér að Anna fer með rétt mál.  Lögfræðingar velja fólk sem er annað hvort með eða á móti dauðarefsingum þegar valið valið er "jury" þetta skiptir rosalega miklu máli, því ef viðkomandi er á móti dauðarefsingu í máli sem mælt er með slíku  að hálfu lögfræðinga ríkisins, þá getur það hafa áhrif á útkomu málsins og öfugt.  Sá þegar "jury" hefur fundið afbrotamann sekan hefur þessi sami hópur, samþykkt þyngsta dóm sem lögmenn ríkisins hafa mælt með "dauðrefsingu"  þar með er byrðin ekkí ein á öxlum dómarans, heldur þeirra sem fundu manninn sekan sem og lögmönnum ríkisins. 

Þessar sápuóperur og lögfræðidrama þættir eru styttri útgáfur af ekki ósvipuðu ferli í hinum raunverulega heimi.  Enda vinna oftast lögmenn  sem og lögreglur sem tecnical advisors í slíkum þáttum. 

Því miður þá eru málin öllu ljótari í raunveruleikanum og öllu átakanlegri þar sem um er að ræða alvöru persónur.

Ég þurfti á sínum tíma að útskýra mína afstöðu sem mótmælandi dauðrefsingar" og það var ekki sérlega flókið, ég kaus að leyfa ekki morð í mínu nafni (hefði ég verið kjósandi)það sem ég hefði geta kosið hafði bein áhrif á líf einstaklings sem mundi koma undir dóm.  Svo ég sagði "NOT IN MY NAME". 

Linda, 30.9.2007 kl. 20:36

8 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Annað innlegg út frá kristilegu sjónamiði dauðarefsinga

Nick Cave, The Mercy seat

Höfum í huga hvað náðarsætið er og ekki síður hvar... ofan á hverju?

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 30.9.2007 kl. 20:52

9 Smámynd: Linda

"menn eiga ekki að dæma neinn til dauða". Punktur.  Guð er ekki refsandi Guð, reynum að vera í orðinu ekki dómnum.  Guð sér um það sem þarf að sjá um varðandi hefndina.  Jesú kom sá og sigraði í honum er mín von fyrir okkur öll.  Guð verði okkur miskunsamur.

Linda, 30.9.2007 kl. 21:06

10 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Afsakaðu ég var ekki búin að sjá þitt innlegg. En allt er þetta nú á málefnalegum nótum.

Anna hefur ekki rétt fyrir sér. Þarf ég ekki að vera ex-pat eða lögfræðingur eða bara Eiríkur. Þarf ég ekki að vitna til míns náms í US eða sápuóperu eða heimildarmyndar á Animal planet.

Síðan er hægt að snúa þessu upp í spurningu...Hvert er hlutverk Dómara í Amerísku dómskerfi? ef ekki til að dæma.

Að sjálfsögðu gera lögmenn kröfu um dóm með vísan í lög. ýmist er það þá dómur eða sýkna. Er kviðdómur ekki hluti af því þar sem þeirra hlutverk er að meta gögnin og segja sína skoðun um sýknu eða ekki. Þannig er það líka hér heima. Menn verða að hafa dóma markmið.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 30.9.2007 kl. 21:08

11 Smámynd: Linda

Vissulega er það "dómsvaldsins" að dæma, hinsvegar eru lög sem eru ómanneskjuleg og grimm sem eiga engan vegin rétt á sér, það er ekki okkar manna að dæma annan mann til dauða, sakir hefnda, dauðrefsing er ekkert annað "hefndarrefsing"  við vitum mæta vel hvað ritningin hefur um það að segja.

þó að það séu til lög um að hengja eigi þá sem borða hrossakjöt, þýðir ekki að við notum slík lög.  Ákæruvaldið í  BNA kýs að fara fram á dauðdóm vegna þess að slíkt má samkv. lögum í viðeigandi ríki, hinsvegar er það alveg á hreinu að að gera slíkt er ekki sjálfsagður hlutur og má segja að ákæruvaldið getur hafnað slíkum meðmælum fyrir framan kviðdóm og dómara.

Ég styð heilshugar að BNA láti af nýtingu slíkra laga og gangi fram og hafni öllu svona barbaraskap sem dauðadómurinn er, og er engan vegin lýðræðisríki sæmandi.

Linda, 30.9.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband