26.9.2007 | 19:55
Auga fyrir auga , tönn fyrir tönn, Réttlát aftaka..
The American way, eða allavega í sumum fylkjum frá því 1976 hafa 1098 persónur verið líflátnar af þessu voru 53 líflátnir árið 2006 og 41 það sem af er ári 2007. Texas er hvað virkastir í sinni ríkisreknu morð maskínu og er þetta þjóðinni til skammar. Enn ég ætla ekki að tíunda það neitt frekar hér, hinsvegar má kíkja á þessa síðu til þessa að sjá tölurnar á svart hvítu.
Enn hvað segir ritningin um hefndina, ef við trúum og lifum samkvæmt trú er svona hefnd réttlætanleg, er hefnd manna yfir höfuð eitthvað sem við eigum að leyfa sakir ofbeldisins sem framið var til að byrja með?
Í annarri Móses bók 21:21-23 er að finna lög um hefndina sem við flest könnumst við, eða, "Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" þegar maður les kaflann í heild sinni sér maður að þarna er hefndar löggmál manna í gangi (mannasetningar) við getum sjálfsagt ímyndað okkur umhverfið sem mennirnir og samfélagið var að kljást við á þessum tímum, að reina ná stjórn á samfélagi sem óstjórn ríkti í, enn við vitum að svona lög eiga ekkert erindi inn í okkar nútímalega samfélag.
Við lesum í annari Móses bók og hugsum, þvílíkt bull, hver gerir svona lagað eins og þarna er skrifað, því miður þá er hefndin enn við lið í okkar heims samfélagi, að slíkt skuli vera í lýðræðisríki eins og BNA er flestum okkar hulin ráðgáta, hvernig getur samfélag sem virðist vera upplýst, samþykkt að morð sé framið í nafni einstaklingsins til þess að koma á hefndum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er gegnum gangandi þráður sögunnar og sem betur fer hefur vestur Evrópa afmáð dauðrefsingar sem og stærsti partur hins frjálsa og siðmenntaða heims.
Þegar ég las þess frétt þá hugsaði ég, hvenær hætta þeir þessu, hver er tilgangurinn með þessu, ekki hefur það haft neitt raunveruleg mælanleg áhrif á glæpatíðni í BNA að það sé dauðarefsing í sumum fylkjum eins og Texas. Síðan las ég þessi orð í greinin "Rannsóknir á aftökum hafa sýnt að í einhverjum tilvikum er dauðdaginn hægur og afar kvalafullur, samkvæmt frétt AP fréttastofunnar" hvernig er hægt að réttlæta svona grimmd, hvað réttlætir að launa hatur með hatri, morð með öðru morði? Svarið er einfalt, "það er ekkert sem réttlætir slíkt".
Í Mattheusarguðspjall 5:37-39 talar Jesú við okkur um þetta, hann bendir okkur réttilega á, að við eigum ekki að launa illt með illu.
37En þegar þér talið, sé já yðar já og nei sé nei. Það sem umfram er, kemur frá hinum vonda.
38Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.`
39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.
við sem trúum höfum fengið skipun um að leggja frá okkur hefndina, í Rómverjabréfi 12:19 stendur"19Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: "Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn".
Þetta þýðir ekki að við megum ekki setja fólk í fangelsi og dæma í málum þeirra sem brjóta lögin, enn enginn hefur rétt til þess að taka líf. Gunnar í Krossinum gerði nákvæmlega það sem orðið bauð honum að gera, að fyrirgefa, hann fyrirgaf morðingja móður sinnar, hversu margir hafa slíkan kærleika, gætir þú gert það sama?
Aftaka í Texas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2007 kl. 22:20 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 127003
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
sammála ykkur!!! ég hugsa alltaf til fólksins sem vinnur við að framfylgja dauðarefsingum, og kviðdómendanna í USA sem þurfa að fella dóminn.
halkatla, 27.9.2007 kl. 13:24
Ég er svo sammála þér.Ykkur ætlaði ég að skrifa.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 15:54
Við skulum ekki gleyma því að Biblían heimilar dauðarefsingu. Og Guð sjálfur beitir dauðadóm (sjá Postulasögu)
Það verður að leiðréttast hjá Önnu Karen að það er ekki kviðdómendur sem fella dóminn, heldur Dómarinn. Kviðdómendur segja einungis til um sekt eða sýknu síðan er kveðin upp dómur samkvæmt lögum. Er þetta leiðrétt hér með.
En síðan er það spurningin hvernig getur ranglátur maður (sekur)kveðið upp réttlátan dóm...Við getum ekki höndlað dauðarefsingu í okkar ástandi. Dead man walking sýndi það mjög vel. Var það punkturinn sem ég skipti um skoðun á dauðarefsingu.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 27.9.2007 kl. 19:36
Enda er þessi frasi: "Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" eitthvað sem nágrannaríkin notuðu, ekki bara Ísraelar. Mig minnir að það komi fyrir í Code of Hammurabi.
Kristur mælti hinsvegar gegn þessum orðum og sagði að menn ættu fremur að fyrirgefa bróður sínum og bjóða hina kinnina. Því tel ég þetta vera eina af mannasetningum þeim sem í Ritningunni leynast.
Við hin Kristnu leitumst við að nota Krist sem túlkunarlykil til rétts skilnings á Ritningunni. Allt það sem hann afnam í lögmálinu og leiðrétti skrifast þá sem mannasetningar.
Bryndís Böðvarsdóttir, 29.9.2007 kl. 15:43
nei Eiríkur, áður en réttarhald byrjar eru kviðdómendurnir spurðir hvort að þeir séu "eindregið á móti dauðarefsingum" og ef svarið er já þá er það tiltekna fólk ekki notað í réttarhaldi þarsem saksóknarinn krefst dauðadóms, ég hef horft á nógu marga lögfræðidramaþætti frá USA til að vita hvernig þetta gengur fyrir sig. Þessir kviðdómarar sem veljast eftir þetta ferli gefa manneskjuna á vald þeim aðila sem mun að öllum líkindum dæma hana til dauða, þeir eiga sök í þessu líka og ég hef oft séð viðtöl við kviðdómara þarsem þeir hafa talað um þetta, sumir eru ánægðir með þátttöku sína og aðrir sjá eftir henni. Auðvitað vorkennir maður fólki sem er svo vitlaust að láta teyma sig útí svona lagað. Það er raunverulegt fólk sem sér um hefndina í öllum tilfellum og það er alveg klárt að það sem var normal og nauðsynlegt á tímum gamla testamentisins er ekki nauðsynlegt ídag og getur ekki liðist meðal þjóða sem vilja í alvörunni fylgja fordæmi Krists.
halkatla, 29.9.2007 kl. 16:16
Það breytir því ekki, sama hvað þú sérð í sápuóperum og lögfræðidrama þáttum, að það er dómari sem dæmir....þess vegna heitir hann dómari.
Þessi spurning um "eindregið á móti dauðarefsingum" er ekki óeðlileg og í eiginlega mjög eðlileg, sér í lagi þar sem dauðarefsing er lögleg. Ef fólk er leggur sitt siðferði ofar lögum þá úrskurðar það ekki samkvæmt gildandi lögum heldur gagnvart samvisku sinni. Sakamaðurinn á rétt á því að fólk í kviðdómi úrskurði sekt eða sýknu samkvæmt lögum og sönnunargögnum en ekki af eigin tilfinningum. Það eru líka aðrar spurningar sem er spurt til að vinsa úr fólk sem ekki kemur til að úrskurða samkvæmt lögum heldur samkvæmt tilfinningu.
En svo að það sé ítrekað þá er ég á móti dauðadóm með öllu. Er það vegna þess að ég átta mig á minni stöðu sem ófullkomin maður hvað þá að einhver annar geti tekið líf í þessu ástandi er mér óhugsandi.
Varðandi hvort Guð sé búin að afnema dauðarefsingu með lögmálinu eða ekki, þá verðum við að horfa til Opinberunarbókarinnar um lokabaráttuna. Sá dómur endar ekki með lífi fyrir alla.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 30.9.2007 kl. 20:14
sem ex-pat frá Bna þá get ég sagt þér að Anna fer með rétt mál. Lögfræðingar velja fólk sem er annað hvort með eða á móti dauðarefsingum þegar valið valið er "jury" þetta skiptir rosalega miklu máli, því ef viðkomandi er á móti dauðarefsingu í máli sem mælt er með slíku að hálfu lögfræðinga ríkisins, þá getur það hafa áhrif á útkomu málsins og öfugt. Sá þegar "jury" hefur fundið afbrotamann sekan hefur þessi sami hópur, samþykkt þyngsta dóm sem lögmenn ríkisins hafa mælt með "dauðrefsingu" þar með er byrðin ekkí ein á öxlum dómarans, heldur þeirra sem fundu manninn sekan sem og lögmönnum ríkisins.
Þessar sápuóperur og lögfræðidrama þættir eru styttri útgáfur af ekki ósvipuðu ferli í hinum raunverulega heimi. Enda vinna oftast lögmenn sem og lögreglur sem tecnical advisors í slíkum þáttum.
Því miður þá eru málin öllu ljótari í raunveruleikanum og öllu átakanlegri þar sem um er að ræða alvöru persónur.
Ég þurfti á sínum tíma að útskýra mína afstöðu sem mótmælandi dauðrefsingar" og það var ekki sérlega flókið, ég kaus að leyfa ekki morð í mínu nafni (hefði ég verið kjósandi)það sem ég hefði geta kosið hafði bein áhrif á líf einstaklings sem mundi koma undir dóm. Svo ég sagði "NOT IN MY NAME".
Linda, 30.9.2007 kl. 20:36
Annað innlegg út frá kristilegu sjónamiði dauðarefsinga
Nick Cave, The Mercy seat
Höfum í huga hvað náðarsætið er og ekki síður hvar... ofan á hverju?
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 30.9.2007 kl. 20:52
"menn eiga ekki að dæma neinn til dauða". Punktur. Guð er ekki refsandi Guð, reynum að vera í orðinu ekki dómnum. Guð sér um það sem þarf að sjá um varðandi hefndina. Jesú kom sá og sigraði í honum er mín von fyrir okkur öll. Guð verði okkur miskunsamur.
Linda, 30.9.2007 kl. 21:06
Afsakaðu ég var ekki búin að sjá þitt innlegg. En allt er þetta nú á málefnalegum nótum.
Anna hefur ekki rétt fyrir sér. Þarf ég ekki að vera ex-pat eða lögfræðingur eða bara Eiríkur. Þarf ég ekki að vitna til míns náms í US eða sápuóperu eða heimildarmyndar á Animal planet.
Síðan er hægt að snúa þessu upp í spurningu...Hvert er hlutverk Dómara í Amerísku dómskerfi? ef ekki til að dæma.
Að sjálfsögðu gera lögmenn kröfu um dóm með vísan í lög. ýmist er það þá dómur eða sýkna. Er kviðdómur ekki hluti af því þar sem þeirra hlutverk er að meta gögnin og segja sína skoðun um sýknu eða ekki. Þannig er það líka hér heima. Menn verða að hafa dóma markmið.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 30.9.2007 kl. 21:08
Vissulega er það "dómsvaldsins" að dæma, hinsvegar eru lög sem eru ómanneskjuleg og grimm sem eiga engan vegin rétt á sér, það er ekki okkar manna að dæma annan mann til dauða, sakir hefnda, dauðrefsing er ekkert annað "hefndarrefsing" við vitum mæta vel hvað ritningin hefur um það að segja.
þó að það séu til lög um að hengja eigi þá sem borða hrossakjöt, þýðir ekki að við notum slík lög. Ákæruvaldið í BNA kýs að fara fram á dauðdóm vegna þess að slíkt má samkv. lögum í viðeigandi ríki, hinsvegar er það alveg á hreinu að að gera slíkt er ekki sjálfsagður hlutur og má segja að ákæruvaldið getur hafnað slíkum meðmælum fyrir framan kviðdóm og dómara.
Ég styð heilshugar að BNA láti af nýtingu slíkra laga og gangi fram og hafni öllu svona barbaraskap sem dauðadómurinn er, og er engan vegin lýðræðisríki sæmandi.
Linda, 30.9.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.