25.9.2007 | 01:43
Sumir bloggarar að hneykslast !
enn ein ástæðan til þess að hneykslast út í BNA menn, og hvað eru bloggarar að hneykslast á, jú jú það er jú framkoma BNA manna við gestinn Ahmadinejad.
Mér þætti vænt um að þetta ágæta fólk færi að hneykslast út í þennan mann, sem hengir fólk á götuhornum, þar sem 16 ára stúlka var hengd fyrir það að verða ástfangin út fyrir trú sína, þar sem önnur stúlka var grýtt til dauða fyrir það sama, þar sérstök siðalögregla gengur um borgir Teheran og hótar öllu illu ef konur fari ekki klæðast eins og siður Íslams kveður á um, þar sem menn er hýddir á opinberum vettvangi fyrir það að djamma, hvernig væri að hneykslast á því..hmmmm.
Átti maðurinn von á því að fólk mundi taka honum opnum örmum, því líkt egó að fara og halda að hann yrði ekki að sitja undir dómi orða sinna, um helförina og önnur viðkvæm mál. Sjáið til ég er ekki að segja að ég sé sammála framkomu BNA manna á mótöku þeirra við þessum manni, hinsvegar er ég að segja, ekki láta það byrgja ykkur sín á því sem er í gangi í landi þessa mans, að síðan hann kom til valda hafa hlutirnir versnað til muna, munið hver hann er.
Það er rétt að við eigum ekki að launa grimmd með grimmd, enn við heilsum ekki djöflinum með handabandi ef við komumst hjá því.
tenglar 1´2 3 4 og svo er það Amnesty International
r
Fjandsamlegar móttökur virtust slá Ahmadinejad út af laginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 01:46 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Merkilegt að Vinstri grænir skuli vera helstu bandamenn þessara afla á Íslandi
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2007 kl. 01:50
já því miður lítur út fyrir það að róttækirvinstri menn hér á landi, eru hliðhollir öfgum í þessum heims hluta, mér dettur oft í hug að aðal ástæðan fyrir því ku vera sú að "enemy of mine enemy is my friend" í þessu tilfelli þá eru hatur á BNA mönnum eitthvað sem þeir eiga sameiginlegt. Tek það fram að ég þekki vinstri sinna sem eru ekki að fatta þessa blessun róttækra vinstri manna hér á landi.
Linda, 25.9.2007 kl. 01:57
Alltaf leiðinlegt þegar öfgakristnir ná einhvernveginn að upphefja sínar öfgar, þegar múslimar koma fram með sínar hugmyndir.
"þar sem 16 ára stúlka var hengd fyrir það að verða ástfangin út fyrir trú sína"
Minnir mig einmitt á mál í BNA fyrir um 3 árum, þar sem að drengur og stúlka voru dæmd til fangelsisvistar fyrir barnaklám. Stúlkan 16 ára , drengurinn 17 ára. Hún tók mynd af sér naktri, sendi í tölvu stráksins. Strákurinn dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi og stúlkan fyrir dreifingu. Það var ekkert horft til þess að þau væru kærustupar, eða neitt slíkt. Bara hardcore "....and justice for all"
Það virðist ekki skipta máli hvar við skoðum öfgatrúnna.
"ef að konur fari ekki klæðast eins og siður Íslams kveður á um"
Þú veist væntanlega að það er af nákvæmlega sömu ástæðu og nunnur bera "blæjur" dags daglega.
"Átti maðurinn von á því að fólk mundi taka honum opnum örmum"
Á Gunnar í Krossinum von á því að almenningur telji hann "geta hugsanlega blekkt ómenntaðan almúgann í Söfnuði sínum og að staðhæfingar hans um að ekki væri allt sem sýnist varðandi samkynhneigð, hljóma fáránlega í eyrum upplýsts nútímafólks."
"að síðan hann kom til valda hafa hlutirnir versnað til muna, munið hver hann er"
Þess má til gamans geta að Ahmedinejad er bara handbendi klerkana sem í stjórna Íran. Hann hefur sáralítil völd í landinu. En gaman þætti mér að vita hvað hefði versnað svona svakalega síðan hann tók völd í landinu ?
"enn við heilsum ekki djöflinum með handabandi ef við komumst hjá því."
En bjóðum samt "syndinni" í kaffi !
Ingólfur Þór Guðmundsson, 25.9.2007 kl. 02:14
Ég er nemandi í Columbia og því mikið búin að fylgjast með þessu máli, kíkti aðeins á mótmælin í dag og svona. Þessi heimsókn var hluti af prógrammi SIPA skólans við Columbia að gefa nemendum sínum tækifæri á að tala við umdeilda þjóðarleiðtoga í heiminum.
Það þýðir ekkert að hneykslast á Bandaríkjamönnum sem einni heild fyrir þetta, heldur er háskólinn, sem þykir nokkuð róttækur, ábyrgur fyrir þessu. Og flestir þeirra sem ganga í þennan skóla eru vel menntaðir frjálslyndir kanar, sem ekki styðja dóma eins og þennan sem Ingólfur tekur dæmi um. Fyrir utan það að það er kannski eitt að fangelsa fólk og annað að grýta það til dauða.
Skólinn hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að bjóða Ahmadinejad til sín, en mér finnst það sýna ákveðna trú á grundvallarhugmyndir lýðræðis að standa að umræðum sem þessum. Ahmadinejad fékk þarna að finna fyrir lýðræðinu, að svara spurningum í landi þar sem slíkt er leyfilegt.
Og ég tek undir þá sem segja að hann hefur ekki getað vænst hlýlegra móttaka. Eða getur helfararafneitari búist við hlýjum móttökum í skóla sem er þéttskipaður gyðingum?
Sem þjóðarleiðtogar verða menn náttúrulega að þurfa að svara fyrir sig, ef ekki heima fyrir, þá í löndum þar sem málfrelsi ríkir.l
Erna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 03:04
Hyddir a opinberum vetvangi fyrir ad djamma. hehehe. Thad er ologlegt ad drekka afengi i morgum muslimalondum alveg eins og thad er ologlegt ad reykja gras i okkar heimshluta. Thad meikar bara meira sens ad banna afengi thar sem thad hefur toluvert verri og sterkari ahrif en gras.
Thad bua um 70 milljonir i Iran svo thad er mjog audvelt ad finna daemi um grimmdarverk thar sem litlir krakkar voru myrtir en daemin eru orugglega fleiri i USA, landi gedveikinar. Thetta arodursbragd USA manna um ad muslimar seu svo vondir vid konur er alveg ad virka en ef thid myndud kannski kynna ykkur malin tha kaemi annad i ljos. Profid bara ad horfa a eitthvad annad en FOX news, SKY news og alla islensku frettamidlana thar sem allt er beinthytt fra Fox og SKY.
Jonsi (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 03:19
Mér er sama hvað hver segir... Skólinn bauð honum yfir og skólastjórinn sýndi honum óvirðingu! Mér er sama hvað hann gerði og hvað hann mun gera! Þetta sýnir einfaldlega hvernig hinn almenni ameríkani hugsar!
Það er allt að fara til fjandans í heiminum í dag og við kennum öll aröbum um? er það réttlætanlegt? Þó svo þeir haldi í trúnna yfir valdið, eða réttara sagt valdið samkvæmt trúnni... Ef enginn hefði uppgötvað að við hefðumverið á Íslandi síðustu 1.100 árin værum við enn að drepa hvorn annan einungis svo vð kæmumst til Valhallar.
Ég veit ekki hvert réttlæti kvenna er í kóraninum, en ég býst við það sé meira þeir segja þar sem í mörgum löngum fær kvenfólk ekki að læra arabísku í lestri.
Ameríkaninn kom þessu stríði af stað... og það er allt farið til fjandans eins og ég sagði... Í öllu þá situr kanninn uppi sem feistasti, latasti, "merkilegasti "í eigin merkingu, og bestur í heimi... Ef við stæðum nógu mikið á móti þeim og þeir myndu græða eitthvað á okkur, myndu þeir koma einhverjum andskotanum á okkur, heilaþvo sína þjóð til að trúa því og ráðast á okkur án nokkurra umhugsuna.
Ég er ekki að segja að Forseti Írans sé að segja satt eða ljúga... ég bara á erfitt með að trúa vestrænum fréttum einum og sér þegar kemur að þessum málum, þær fylgja öðrum lögmálum en hinar austrænu.
ViceRoy, 25.9.2007 kl. 04:03
Það var enginn að kenna forseta Íran að koma stríðinu af stað. Og Ahmadinejad sýndi líka sínum gestgjöfum óvirðingu í þessari heimsókn.
Og samfélag Columbia University er nær alfarið á móti íraksstríðinu, er á móti forsetanum og veit alveg hver byrjaði íraksstríðið. Stór hluti Columbia nemenda eru gyðingar, sem þarna fengu tækifæri til þess að reka úr Ahmadinejad garnirnar varðand afneitun hans á helförinni.
Ahmadinejad er þjóðarleiðtogi og ekkert yfir það hafinn að þurfa að svara fyrir sig. Og fyrst hann þarf þess ekki heima hjá sér, er bara alveg í lagi að hann geri það í löndum þar sem málfrelsi ríkir.
Það má ekki rugla hinum almenna Bandaríkamanni saman við háskólasamfélagið sem bauð Ahmadinedjad í heimsókn. Það er langt frá því að endurspegla bandarískt samfélag.
Það er voðalega auðvelt að sitja heima á Fróni og gagnrýna Bollinger og félaga.
Ég er mjög stolt af skólastjóranum mínum fyrir að taka svona á þessum fanti.
Erna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 04:31
gerumst afsnúnar pólitík einsog Tolstoy fyrirskipaði það er langauðveldast!
annars er ég bara sammála þér
halkatla, 25.9.2007 kl. 09:08
Eigninlega er þessi fyrilestur heimsviðburður að einræðisherra,nánast, sem þarf ekki að taka tillit til skoðana eða þarfa annara skuli hætta sér út í mumræðu sem þessa enda blasir það við að Mahomud er gjörsamlega óvanur sona hipurslausum spurningum og enda voru svörin eftir því(hlustaði á fyrilesturinn) hann talar um morðingja, eitulyfjasmyglara og aðra glæðamenn þegar hann var spurður um meðferð á samkynhneigðum eins og það sé það sama. Svo klikkir hann út með því að segaj að samkynhneigt fólk sé ekki til í Íran og afhjúpaði þar með heimsku eða hroka sinn gagnavart öðrum manneskjum.
Sammála því að rótækir vinstri menn séu í klessu yfir þessu og vita ekki sitt rjúkandi ráð hvað þeir eiga að segja, (að samkynhneigð þekkist ekki í Íran fyllti mælinn) Niðurstað mín er sú að þarna er á ferð algjör fáviti um umhverfi sitt eða hrokinn er svo mikill að eitthvað sem heitir samviska er ekki til í hans heilabúi. Við höfum áður kynnst leiðtogum með þann eiginleika.
Guðmundur Geir Sigurðsson, 25.9.2007 kl. 11:13
Góður pistill hjá þér, Linda. Og mikil er umræðan á eftir -- ég verð að komast í að lesa hana seinna. - Með blessunaróskum,
Jón Valur Jensson, 25.9.2007 kl. 11:30
Erna þakka þér sérstaklega fyrir innsýn sem við höfum ekki á heimsóknina. Anna, úff sammála, ég er eiginlega búin að kúpla mig út úr pólitík enn ég varð svo gáttuð að ég gat bara ekki hamið mig.
Mannvonskan er skelfileg út um heim allan og okkur ber að vera vakandi í þeim málum, enn í þessu tilfelli þá má einfaldlega ekki horfa fram hjá því sem er að ske í Íran, óháð einhverju stríðs kjaftæði, þetta hefur bara ekkert með það að gera. Í Íran eru mannréttinda brot svo yfirgnæfandi að við verðum að horfa fram hjá smá hneyksli og takast á við raunveruleikann.
Samkv. Amenesty (sem ég setti hlekk beint á) voru 4 konur settar í fangelsi ásamt börnun þeirra til þess að neyða eiginmennina að játast gegn glæpum, af þessum 4 er enn ekki vitað um bafdrif tveggja kvenna og barna þeirra.
Linda, 25.9.2007 kl. 13:18
Been there, done that... svona hefur kristni líka gert þó forkólfar hennar eigi erfiðara um vik í dag.
Við getum skoðað í nútímanum þegar kaþólikkar stuðla beint og óbeint að dauða milljóna í Afríku vegna fælni þeirra við kynlíf og smokka.
Tómatur tómatsósa ... sé ekki mikin mun, gætum allt eins sagt að Hitler hafi ekki verið neitt slæmur vegna þess að það er svo langt síðan hann var uppi.
Skipulögð trúarbrögð eru óvinur mannkyns númer 1
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 13:27
Awwww, doc..what up. Nei í alvöru talað, þú ert ekki svona grunnhygginn þú hlýtur að sjá að ástandið í Íran er engri þjóð sæmandi. Söguleg afneitun þjónar engum tilgangi, ef við gleymum sögu okkar þá erum við dæmd til þess að endurtaka hana. Sá litli í Íran er svín, ekkert annað, alveg eins og Hitler og Stalín voru svín, og útúrsnúningur á umræðunni fær því ekki breytt.
Linda, 25.9.2007 kl. 13:40
Þó ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þér þyki gott að hafa "andlit" til að beina hatri þínu að, leyfi ég mér að benda þér á að kynna þér dálítið málin áður en þú upphefur raust þína.
Ahmadinejad er fyrst og síðast brúða sem hefur það hlutverk að garga hátt og koma með yfirlýsingar (ekki ólíkt sumum).
Eitt og annað hefur Ahmadinejad reynt, t.d. talað fyrir auknum réttindum kvenna í Íran, en allt hefur það verið stöðvað umsvifalaust af klerkastjórninni.
Hugsanlega ættir þú að finna þér annað "svín" til að beina hatrinu að, því Ahmadinejad er full ómerkilegur til að hljóta þann heiður.
Ayatollah Ali Khamenei er mun fýsilegri kostur.
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:24
Baldur þá mundi ég ef ég væri þú drífa mig í heimsókn til þíns réttláta mans og aðstoða hann eftir bestu getu, því eins og íslendingi er vant þá vitum við meira einn aðrir þ.a.m Amnesty International vegna þess við erum einfaldlega best í heimi. Maður sem lætur út úr sér önnur eins orð og hann hefur er ekki alsaklaus, maðurinn er sekur um mannréttindabrot, áttaðu þig á því, og sá sem afneitar helförinni og að hommar séu yfir höfuð ekki til í Íran gengur ekki heill til skógar. Svo ég stend við orð mitt, maðurinn er svín, enn ég þekki engan nægilega vel til að hata, það eru þín orð ekki mín.
Linda, 25.9.2007 kl. 17:48
Stórgóð færsla hjá þér Linda mín, þú hittir naglann nákvæmlega á höfuðið eins og endranær. Þakka þér svo falleg orð mín megin elskan. Mér þótti afskaplega vænt um þau. x
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2007 kl. 23:05
Laissez-Faire, ég hef talað við íslenzka hægrimenn (Sjálfstæðismenn) sem ég hef hitt, sem neita alfarið helförinni. Það er staðreynd, að á sínum tíma (stríðsárunum) studdu margir íhaldsmenn á meginandi Evrópu leynt og ljóst flutning Gyðinga til gasklefanna, því að kommúnistarnir, sem íhaldsmennirnir hötuðu, fengu að fljóta með. Hvort vinstrimenn afneita almennt helförinni vegna haturs út í bandarísk yfirvöld og leppríki USA, Ísrael, skal ég ekki segja. En það er ekkert erfitt að vera á móti yfirvöldum bæði í múslímskum löndum, Ísrael, USA, Rússlandi, Kína og N-Kóreu og samt trúa á að helförin hafi verið framkvæmd.
Ég hef á ævi minni hitt fullt af fólki sem hefur haft skoðun á málinu, sumir hafa verið nazistar, aðrir sócíalistar, enn aðrir bandarískir og ísraelskir gyðingar og ég ætla ekki að ræða meira um þeirra álit hér, en eitt af spurningum hjá þeim sem efast, er: Hvernig er tæknilega hægt að myrða 6 milljón manns á 5-6 árum? Ef maður hugsar um það og reiknar, þá er það ekki erfitt:
1. Arískar þjóðir (Þjóðverjar, Austurríkismenn) sem loka augunum fyrir því sem gerist og styðja beint harðstjórnina.
2. Ekki-gyðingar meðal hersetinna nágrannaþjóða (Frakkar, Pólverjar, Danir) sem í bleyðuskap eru passífar og gera lítið sem ekkert til að sporna við þróuninni og hjálpuðu jafnvel Gestapo og SS.
3. Þjóðhöfðingjar í öllum múslímskum löndum á stríðsárunum voru ákafir stuðningsmenn nazista, sérstaklega í sambandi við útrýmingarstefnuna (það hefur verið skjalfest, að stórmúftíinn í Bagdad grátbað nazistana um að murka lífi úr öllum GYðingum í heiminum, em Hitler neitaði að ganga svo langt).
4. Amk. ein full lest á dag með fleiri hundruðum gyðingum sem kemur til útrymingabúðanna í Auswich-Birkenau/Sachsenhausen/Dachau og Treblinka. Fljótvirkt gas, Zyklon B, þýzk skilvirkni og hundruð þræla sem í nauðungarvinnu tryggir það, að keppnin um að slátra sem flestum Gyðingum á klst. er skv. áætlun.
Í dag er þýzka þjóðin í algerri afneitun, þótt stór hluti sé enn nazistar, ekki minnst Austur-Þjóðverjar (dreyma um etnísk "hreina" þjóð). Það hefur aldrei verið réttað yfir öllum þeim ebættismönnum, þ.á.m. dómurum, sem gerðu helförina mögulega, og enginn af þeim var rekinn. Margir vísindamenn sem voru meðlimir af Nazistaflokknum, t.d. Werhner von Braun, voru ráðnir í góðar stöður í USA. Engum hefur verið refsað nema handfylli af foringjunum sem voru hengdir. Jafnvel þótt öll þýzka þjóðin og fleiri þjóðir hjálpuðu til við að gera helförina mögulega. En í dag hefur draumur Hitlers um "sameinaða Evrópu undir þýzkri forystu" rætzt (ESB).
Eftir stríðið opnuðu vestur-þýzk yfirvöld í hræsni sinni landamærin fyrir Gyðingum sem voru í útlegð í Sovétríkjunum. Eftir að hafa myrt 6 milljónir. Og gera þau mistök að opna líka landamærin fyrir öllum múslímum sem vilja. Múslímum sem voru eldheitir bandamenn nzista. Nazistaflokkurinn er bannaður í Þýzkalandi í dag en í Egyptalandi er nazistaflokkur ekki aðeins starfandi og löglegur, heldur hafa egypzkir forsetar eins og Gamal Abdul Nasr og Anwar Sadat verið háttsettir meðlimir.
Íran í dag er lítið frábrugðið Þriðja Ríkinu á fjórða og fimmta áratugnum. En það á að breytast innanfrá með gagnbyltingu. Ekki með innrás.
Vendetta, 25.9.2007 kl. 23:28
Merkileg og fróðleg athugasemd hjá þér Vendetta og mér þykir mikið til hennar koma. Ég hefði gaman af því að fræðast meira um þína skoðun á þessu máli, hvort sem það er hér eða á þinni síðu.
Leissez, þú skefur ekki af hlutunum frekar enn fyrri daginn, takk fyrir þína athugasemd.
Helga mín, takk fyrir innlitið ég vona að dagurinn í morgunn verði betri enn dagurinn í dag hjá þér vina.
Linda, 26.9.2007 kl. 00:19
Linda mín bara orðinn pólitísk! hehehe ... kominn tími til! En ég tek heilshugar undir þetta sjónarmið, í dag er árið 2007 og er það veruleika firring algjör að afneita helförinni, hversu mörg lík þarf til sönnunar þess að þessir voðaatburðir áttu sér stað!
Takk fyrir góðan pistil Linda mín.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2007 kl. 10:14
Alveg merkilegt hvað sumir geta hatast út í lítið fólk. Er ekki nóg að þessir litlu hafi táfýlu í hárinu þó við séum ekki að gera þeim upp skoðanir eða eigna þeim einhverja staðlausa stafi. Ég held að vel læsu fólki detti ekki í hug að bera saman ferill Amadínajadsss við herra Hitler. Að segja að Amadíjajadd sé einræðisherra og jafn afkastamikill fjöldamorðingi og Hitler litli er í besta falli haugalygi og í versta falli ávísun á lokaða geðdeild.
Það skemmtilega í allri þessari umræðu um litla kallinn frá Persíu er að þeir sem skamma hann hvað mest virðast vera hræddir við hann. Fullyrða að hann sé satan og leita sennilega að honum undir rúmi áður en þau fara að sofa. Ef Amadílajad væri skrattinn mundi hann ekki vera undir rúmi ykkar heldur vera í viltum ástarleik með ykkur ofan á því. Það er nú bara þannig.
Björn Heiðdal, 26.9.2007 kl. 20:59
Björn þínar skoðanir eiga það til að vera fullar engu, samt nice af þér að kíkja það kallast veruleikafirra að átta sig ekki á ástandinu í Íran, slíkt ku eiga heima á geðdeild, e.tv. ef þú ert real nice færð þú heimsókn frá litla einræðisherranum sem trúir því að samkynhneigð fyrirfinnst ekki í Íran sem og helförin hafi ekki átt sér stað, ég skal borga undir þig taxan.
Linda, 26.9.2007 kl. 22:30
Ég leit við á síðunni þinni Linda og sá afsökun fyrir Ahmadinejad, sem mér finnst sérstaklega merkileg. Talað er um að hann sé "handbendi klerkanna" og hafi lítil völd. Annar skrifari tekur undir þetta og segir að hann sé "fyrst og síðast brúða". Hluti þessara ummæla er hér:
Þetta viðhorf er hrein firra. Ahmadinejad á sér langa sögu í Írönskum stjórnmálum. Hann var forkólfur í Islömsku byltingunni 1979. Hann var einnig borgarstjóri í Teheran, þar sem hann vann sér það til frægðar að láta gera aðskildar lyftur fyrir karla og kerlur, í opinberum byggingum.
Ahmadinejad er enginn undirmáls maður, heldur hefur hann mikil völd og er þekktur fyrir staðfestu. Enginn ætti að efast um að hann er fær um að standa við stóru orðin. Eftir heimsóknina til USA er hann orðinn dáður um allan hinn múslimska heim, fyrir að hætta sér í gin ljónsins. Synir Al-ilah hlæja að hinum barnalegu Bandaríkjamönnum. Sjálfir hefðu þeir verið fljótir að hálshögga forseta Bandaríkjanna, ef færi hefði gefist. Því miður er orðið augljóst að heimboðið var mistök.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.9.2007 kl. 23:37
Kæra Linda.
Herra Amadílajad er mikill persónulegur vinur minn og ég er sár og móðgaður yfir öllum þínum ummælum um hann. Þín ummæli dæma sig algjörlega sjálf og fá mig til að líta í spegil með nýjum augum.
Haltu þig við Jesú Krist, sem er líka mikill persónulegur vinur minn, og látu Almadílajad í friði. Mínir þrír uppáhalds stjórnmálamenn eru í þessari röð. Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sólrun, Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Pétur Blöndal.
Björn Heiðdal, 27.9.2007 kl. 12:34
Baldur Mcqueen segir að M.A hafi talað fyrir réttindum kvenna, það er rangt, hann var á sínum tíma valinn/kosinn í embættið á grunvelli harðlínusjónarmiða, gæinn sem var á undan honum var hinsvegar frjálslyndari og betri að öllu leyti, nánasti bakhjarl Múdda er einn svakalegasti harðlínuklerkur Írans síðan á tímum Komeinis ofurklerks. Rétt skal vera rétt - söguleg afneitun og afneitun yfirhöfuð er mjög hallærisleg og hjálpar engum, síst af öllu fólkinu sem býr við ógnarstjórnun og heilaþvott. Að heilaþvo sjálfan sig er þó langverst af því öllusaman!
halkatla, 27.9.2007 kl. 13:30
Kæri Björn, það er gott að þú eigir einhverja vini, þó tel ég þig geta gert betur enn þann litla í Íran, ég mundi þess þá heldur velja hina félagana af meiri kostgæfni (Jóhönnu Sigurðar undanskildi) svona félagskapur hefur afleiðingar sem ku valda geðveilu, depurð og almennri raunveruleikafirru, slíkt er ekki á bætandi í þínu tilfelli. Jesú er þó trompið sem getur auðvitað leist þig úr viðjum hins illa. Ekki er öll von úti fyrir þig. Boðið stendur þó enn, ég skal borga taxa upp á geggjó þegar það hentar.
Linda, 27.9.2007 kl. 14:51
Anna, þakka þér fyrir þina athugasemd, eins og þér er vant þá hittir þú naglann á höfuðið og lætur ekki blekkingameistara "allah" komast upp með neitt bull. You are my Hero.
Loftur, takk fyrir innlitið og fyrir að afrita þitt svar(sem var á þínu bloggi) yfir til mín, ég kunni einfaldlega ekki við að gera copy paste af öðru bloggi, mér þykir slíkt dónó nema með leyfi viðkomandi.
Linda, 27.9.2007 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.