15.9.2007 | 12:14
Auðvitað erum við reið!
ég fæ bara ekki skilið svona léttvægan dóm, þurfti maðurinn að drepa hana til að fá 16 ár, var ekki nóg að hann nauðgaði henni og misþyrmdi svo hrottalega að maður fær fyrir hjartað að lesa um slíkt. Munnmök gerðu gæfumuninn fyrir kauða, ég trúi bara ekki svona aulaviðbrögðum dómsstóla, hvað er í gangi, það er alveg á hreinu að dómskerfið er til háborinnar skammar í málum sem þessum, já bara ofbeldis málum yfir höfuð. Er núna verið að nauðga kvennaþjóðinni upp á nýtt með þessum dómi? Ég er nokkuð viss um að svo sé. NEI ÞÝÐIR NEI
Bloggheimar loga vegna dóms yfir nauðgara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:17 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Sammála þér Linda. Ég er farinn að halda, að það þurfi að fara að ráða erlenda dómara í Hæstarétt, svo dómarnir verði í einhverju samræmi við afbrotin. Víða erlendis fá menn að dúsa tugi ára bak við lás og slá fyrir alvarleg afbrot og strita í vinnubúðum. Hér lifa fangar eins og greifar í einkaklefa og með sjónvarp og allar græjur, sem þeir gætu aldrei haft efni á sjálfir. Ekki skrýtið, þótt þeir gerist síafbrotamenn. Það dugði því miður ekki, þótt Morgunblaðið birti myndir af dómurunum nýlega. Þeir halda áfram að milda refsingar héraðsdóms, sem eru nú ekki miklar fyrir.
Stebbi (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:36
Munnmökin virðast hafa gert útslagið með LÆKKUN DÓMSINS. Þetta er hreinn og klár viðbjóður. Refsiraminn er 1-16 ár svo ég skil þennan dóm ekki frekar en svo marga aðra kynferðisbrotadóma.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:50
Ég er farinn að halda að margir dómar hérlendis séu svona vegna plássleysis og ef allir fengu nú dóma í samræmi við brot sín þyrftum við 2 ný hraun strax.
Og við vitum alveg hvernig fangelsismálum er háttað hér,eins og flest annað þjóðfélagslega hagkvæmt að hafa þetta svona svo peningarnir geti jú farið meira í þeirra launa og eftirlaunasjóða og ekki í eitthvað sem skiptir máli.
Ég get hreinlega skít í flestar stofnanir á Íslandi þar með talið Alþingi tómt bull og sýndarmennska frá A til Ö Guð veri með ykkur Kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.9.2007 kl. 16:33
dómskerfið okkar er djók og því miður þýðir það bara eitt, dómararnir sem sjá um það eru líka djók. Ég hef mikið pælt í orðalaginu sem er notað og sem er hægt að lesa á netinu, þvílíkt sjúkur hugsunarháttur oft sem er í gangi, það er allt gert til að sýkna og ef það tekst ekki þá er tekið endalaust tillit svo að refsingin verði eins mild og hugsast getur. Málið er síðan að venjulegt fólk getur ekki hugsað um þetta og verður bara reitt. Það þarf að biðja fyrir þessum dómurum, og fórnarlömbum þeirra. Takk fyrir pistilinn Linda.
halkatla, 16.9.2007 kl. 00:15
Það er spurning hvort að konur hætti ekki að kæra nauðganir því að dómskerfið gerir ákaflega lítið úr þessum glæp. Afleiðingin á linku dómstóla gæti leitt til þess að fólk taki lögin í sínar eigin hendur, og hvar erum við þá stödd? einhverjir lögfræðingar sem beita undarlegri rökfærslu einsog þekkist í amerískum bíómyndum eru farnir að stjórna réttarkerfinu á Íslandi. það var viðtal við Svein Andra lögfræðing í sjónvarpinu vegna þess að lögreglan fann fíkniefni við leit á einhverjum mönnum, og Sveinn Andri taldi leitina á mönnunum varða við lög því að lögreglan hafi ekki haft nægilega vel tilgreinda ástæðu til leitarinnar! Það dugði semsagt ekki til að lögreglan fann dópið heldur er verið að hanka hana á því að hafa ekki tilgreint næganlega vel gruninn. hvar endar þessi vitleysa eiginlega? hvernig á lögreglan að geta unnið sína vinnu með þessa hot shot lögfræðinga að gagnrýna fullkomlega eðlilega leit?
Guðrún Sæmundsdóttir, 16.9.2007 kl. 18:14
Já þetta eru sæmileg skilaboðin sem öðrum ofbeldismönnum eru send.
Halla Rut , 16.9.2007 kl. 22:01
Höfum það í huga að allment séð er dómaniðurstaða sangjörn á íslandi.
Við erum ekki að horfa á að mönnum eða konum sé ekki of eða van refsað.
Hinns vegar erum við með nauðgunardóma og sifja dóma sem virðast ekki vera í samhengi við glæpinn. Það sem verður að skoðast er sönnunargögnin. Við verðum að gera ríka kröfu um sönnunarbyrði sé fullnægt. því er sjaldnast fyrir að fara í málum þar sem 2 eru til frásagnar, annar eða og undir áhrifum áfengis eða lyfja..... Dómarar sitja ekki og velta fyrir sér hvernig get ég lækka þennan dóm.
Ég treysti dómurum til að meta þessi gögn af fylsta hlutleisi og dæma í samræmi við það. Ég er sammála því að dómar eru of léttir. En hvernig á ég að geta sagt að þessi dómur eða hinn sé ekki sangjarn. Ég get lesið dómin en hvaða reynslu ef ég eða hundruðir annara Bloggara með t.d. atriði til refsilækkunar...
Ef einhvernir eru vanhæfir til að fjalla um málið af fagmensku eru það bloggarar. En bloggarar geta gert það út frá tilfinningu. Ekki vill ég verða fyrir þeim dóm ég treysti á dóm þann Hæðsta og til vara, dómstóla Íslands
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 16.9.2007 kl. 22:16
Hvað er Birna að meina þegar hún segir munmök hafa haft áhrif á dóminn?
Halla Rut , 16.9.2007 kl. 22:44
Halla ég segi það með þér! hvaða rugl er þetta eiginlega með munnmök? og Eiríkur, dómarar hafa sýnt algjöra vanhæfni í málum þar sem að börn koma við sögu kynferðisglæpamanna, og þeir eru ekki að standa sig við að dæma dópsala, þetta réttarkerfi er í rúst.
Guðrún Sæmundsdóttir, 16.9.2007 kl. 23:02
ég er eiginlega á því að þessi kona hafa verið svívirt aftur, og að kvenþjóðin hafi fengið það óþvegið hversu mikils okkar orð eru metin.
Linda, 16.9.2007 kl. 23:31
Ef dómarar hafa sýnt af sér vanhæfni þá er það opinbert mál og fer ekki framhjá nokkrum manni. Með vanhæfni dómara fer ferill í gang sá ferill hefur aðeins einu sinni farið í gang. Var það vegna Áfengiskaupa handhafa forsetavalds. Það er ekki vanhæfni að dæma eftir duttlungum götunar. Ég er sannfærður um að dómarar dæma samkvæmt þeim lögum sem löggjafinn setur.
Réttarkerfið er endurspeglun á löggjafanum og ef að réttarkerfið er í rúst þá er löggjafinn það líka...
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 22.9.2007 kl. 10:50
Sæll Velur, skil vel hvað þú ert að segja og geri ekki lítið úr því. Þú má vel vera að dómararnir hafi unnið verkið rétt eftir settum reglum, hinsvegar, þá gefur það augaleið, kerfið er ekki að virka sem skildi, að maðurinn sem nauðgaði þessari konu á svo hrottafengin hátt að það var nánast ógerandlegt að skoða hana, getur þú ímyndað þér það. Aðal ástæðan í mínum huga að fólk er yfir höfuð svona reitt, er sú að dómskerfið og lög landsins varðandi nauðgunar mál og barnaníð eru allt of léttvæg, þegar níðst er á líkama og sál, barna, kvenna og já karla þá er um að ræða nánast sálarmorð, þetta er svo skelfilegt upplifun að fólk fær sjaldnast bata, það lærir að fúnkera í samfélaginu enn sárin hverfa aldrei að fullu.
Núna hefur þessi maður fengið að fara úr landi. Nei, það má vera rétt að dómararnir hafið unnið sín verk, enn konum er nauðgað aftur og aftur í hvert skipti sem nauðgun er ekki tekin eins alvarlega og okkur ber og því er mikilvægt að þessi lög sem dómararnir notuð verði endurskoðuð. Svo já VIÐ ERUM REIÐ, og við verðum það líka í næsta skipti og það næsta, þangað til að grátur kvenna og barna, jafnvel karla verður sem gnístandi óp í huga löggjafa landsins og mun ekki þagna þar til réttæti verður framfylgt og það Eiríkur er þegar nauðgun og barnanið situr sama sæti og önnur morð.
Því miður er ekkert réttlát við þennan dóm
Linda, 22.9.2007 kl. 13:56
Ja, ég verð að segja, að þegar um hrottalega nauðgun er að ræða, sem er hægt að sýna fram á að sá ákærði hafi framið, þá eigi að dæma eftir efri refsiramma og ekki sýna miskunn. Þetta miðjumoð er hrein móðgun við konur, sem eiga að fá að ganga í friði.
Til þess að dómurum sem hafa samúð með nauðgaranum fari að sýna linkind, finnst mér að Alþingi ætti að taka sig saman og hækka lægri refsirammann upp í 10 ár. Og ef það vantar fangelsi fyrir nauðgara, þá er bara að bjóða það verk út hið snarasta.
Hótel Litla-Hraun er víst bara fyrir ferðamenn.
Vendetta, 24.9.2007 kl. 01:52
Það átti auðvitað að standa: "Til þess að dómarar sem hafa samúð með nauðgaranum hætti að sýna linkind, finnst mér að Alþingi ætti að taka sig saman og hækka lægri refsirammann upp í 10 ár.
Vendetta, 24.9.2007 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.