Auðvitað erum við reið!

ég fæ bara ekki skilið svona léttvægan dóm, þurfti maðurinn að drepa hana til að  fá 16 ár, var ekki nóg að hann nauðgaði henni og misþyrmdi svo hrottalega að maður fær fyrir hjartað að lesa um slíkt.  Munnmök gerðu gæfumuninn fyrir kauða, ég trúi bara ekki svona aulaviðbrögðum dómsstóla, hvað er í gangi, það er alveg á hreinu að dómskerfið er til háborinnar skammar í málum sem þessum, já bara ofbeldis málum yfir höfuð.  Er núna verið að nauðga kvennaþjóðinni upp á nýtt með þessum dómi? Ég er nokkuð viss um að svo sé.  DevilDevilCrying NEI ÞÝÐIR NEI

 

nauðgun

 


mbl.is Bloggheimar loga vegna dóms yfir nauðgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Linda. Ég er farinn að halda, að það þurfi að fara að ráða erlenda dómara í Hæstarétt, svo dómarnir verði í einhverju samræmi við afbrotin. Víða erlendis fá menn að dúsa tugi ára bak við lás og slá fyrir alvarleg afbrot og strita í vinnubúðum. Hér lifa fangar eins og greifar í einkaklefa og með sjónvarp og allar græjur, sem þeir gætu aldrei haft efni á sjálfir. Ekki skrýtið, þótt þeir gerist síafbrotamenn. Það dugði því miður ekki, þótt Morgunblaðið birti myndir af dómurunum nýlega. Þeir halda áfram að milda refsingar héraðsdóms, sem eru nú ekki miklar fyrir.

Stebbi (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:36

2 identicon

Munnmökin virðast hafa gert útslagið með LÆKKUN DÓMSINS. Þetta er hreinn og klár viðbjóður. Refsiraminn er 1-16 ár svo ég skil þennan dóm ekki frekar en svo marga aðra kynferðisbrotadóma.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:50

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég er farinn að halda að margir dómar hérlendis séu svona vegna plássleysis og ef allir fengu nú dóma í samræmi við brot sín þyrftum við 2 ný hraun strax.

Og við vitum alveg hvernig fangelsismálum er háttað hér,eins og flest annað þjóðfélagslega hagkvæmt að hafa þetta svona svo peningarnir geti jú farið meira í þeirra launa og eftirlaunasjóða og ekki í eitthvað sem skiptir máli.

Ég get hreinlega skít í flestar stofnanir á Íslandi þar með talið Alþingi tómt bull og sýndarmennska frá A til Ö Guð veri með ykkur Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.9.2007 kl. 16:33

4 Smámynd: halkatla

dómskerfið okkar er djók og því miður þýðir það bara eitt, dómararnir sem sjá um það eru líka djók. Ég hef mikið pælt í orðalaginu sem er notað og sem er hægt að lesa á netinu, þvílíkt sjúkur hugsunarháttur oft sem er í gangi, það er allt gert til að sýkna og ef það tekst ekki þá er tekið endalaust tillit svo að refsingin verði eins mild og hugsast getur. Málið er síðan að venjulegt fólk getur ekki hugsað um þetta og verður bara reitt. Það þarf að biðja fyrir þessum dómurum, og fórnarlömbum þeirra. Takk fyrir pistilinn Linda.

halkatla, 16.9.2007 kl. 00:15

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er spurning hvort að konur hætti ekki að kæra nauðganir því að dómskerfið gerir ákaflega lítið úr þessum glæp. Afleiðingin á linku dómstóla gæti leitt til þess að fólk taki lögin í sínar eigin hendur, og hvar erum við þá stödd? einhverjir lögfræðingar sem beita undarlegri rökfærslu einsog þekkist í amerískum bíómyndum eru farnir að stjórna réttarkerfinu á Íslandi. það var viðtal við Svein Andra lögfræðing í sjónvarpinu vegna þess að lögreglan fann fíkniefni við leit á einhverjum mönnum, og Sveinn Andri taldi leitina á mönnunum varða við lög því að lögreglan hafi ekki haft nægilega vel tilgreinda ástæðu til leitarinnar! Það dugði semsagt ekki til að lögreglan fann dópið heldur er verið að hanka hana á því að hafa ekki tilgreint næganlega vel gruninn. hvar endar þessi vitleysa eiginlega? hvernig á lögreglan að geta unnið sína vinnu með þessa hot shot lögfræðinga að gagnrýna fullkomlega eðlilega leit?

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.9.2007 kl. 18:14

6 Smámynd: Halla Rut

Já þetta eru sæmileg skilaboðin sem öðrum ofbeldismönnum eru send. 

Halla Rut , 16.9.2007 kl. 22:01

7 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Höfum það í huga að allment séð er dómaniðurstaða sangjörn á íslandi.

Við erum ekki að horfa á að mönnum eða konum sé ekki of eða van refsað.

Hinns vegar erum við með nauðgunardóma og sifja dóma sem virðast ekki vera í samhengi við glæpinn. Það sem verður að skoðast er sönnunargögnin. Við verðum að gera ríka kröfu um sönnunarbyrði sé fullnægt. því er sjaldnast fyrir að fara í málum þar sem 2 eru til frásagnar, annar eða og undir áhrifum áfengis eða lyfja..... Dómarar sitja ekki og velta fyrir sér hvernig get ég lækka þennan dóm.

Ég treysti dómurum til að meta þessi gögn af fylsta hlutleisi og dæma í samræmi við það. Ég er sammála því að dómar eru of léttir. En hvernig á ég að geta sagt að þessi dómur eða hinn sé ekki sangjarn. Ég get lesið dómin en hvaða reynslu ef ég eða hundruðir annara Bloggara með t.d. atriði til refsilækkunar...

Ef einhvernir eru vanhæfir til að fjalla um málið af fagmensku eru það bloggarar. En bloggarar geta gert það út frá tilfinningu. Ekki vill ég verða fyrir þeim dóm ég treysti á dóm þann Hæðsta og til vara, dómstóla Íslands

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 16.9.2007 kl. 22:16

8 Smámynd: Halla Rut

Hvað er Birna að meina þegar hún segir munmök hafa haft áhrif á dóminn?

Halla Rut , 16.9.2007 kl. 22:44

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Halla ég segi það með þér! hvaða rugl er þetta eiginlega með munnmök? og Eiríkur, dómarar hafa sýnt algjöra vanhæfni í málum þar sem að börn koma við sögu kynferðisglæpamanna, og þeir eru ekki að standa sig við að dæma dópsala, þetta réttarkerfi er í rúst.

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.9.2007 kl. 23:02

10 Smámynd: Linda

ég er eiginlega á því að þessi kona hafa verið svívirt aftur, og að kvenþjóðin hafi fengið það óþvegið hversu mikils okkar orð eru metin.

Linda, 16.9.2007 kl. 23:31

11 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ef dómarar hafa sýnt af sér vanhæfni þá er það opinbert mál og fer ekki framhjá nokkrum manni. Með vanhæfni dómara fer ferill í gang sá ferill hefur aðeins einu sinni farið í gang. Var það vegna Áfengiskaupa handhafa forsetavalds. Það er ekki vanhæfni að dæma eftir duttlungum götunar. Ég er sannfærður um að dómarar dæma samkvæmt þeim lögum sem löggjafinn setur.

Réttarkerfið er endurspeglun á löggjafanum og ef að réttarkerfið er í rúst þá er löggjafinn það líka...

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 22.9.2007 kl. 10:50

12 Smámynd: Linda

Sæll Velur, skil vel hvað þú ert að segja og geri ekki lítið úr því.  Þú má vel vera að dómararnir hafi unnið verkið rétt eftir settum reglum, hinsvegar, þá gefur það augaleið, kerfið er ekki að virka sem skildi, að maðurinn sem nauðgaði þessari konu á svo hrottafengin hátt að það var nánast ógerandlegt að skoða hana, getur þú ímyndað þér það. Aðal ástæðan í mínum huga að fólk er yfir höfuð svona reitt, er sú að dómskerfið og lög landsins varðandi nauðgunar mál og barnaníð eru allt of léttvæg, þegar níðst er á líkama og sál, barna, kvenna og já karla þá er um að ræða nánast sálarmorð, þetta er svo skelfilegt upplifun að fólk fær sjaldnast bata, það lærir að fúnkera í samfélaginu enn sárin hverfa aldrei að fullu.

Núna hefur þessi maður fengið að fara úr landi.  Nei, það má vera rétt að dómararnir hafið unnið sín verk, enn konum er nauðgað aftur og aftur í hvert skipti sem nauðgun er ekki tekin eins alvarlega og okkur ber og því er mikilvægt að þessi lög sem dómararnir notuð verði endurskoðuð.  Svo já VIÐ ERUM REIÐ, og við verðum það líka í næsta skipti og það næsta, þangað til að grátur kvenna og barna, jafnvel karla verður sem gnístandi óp í huga löggjafa landsins og mun ekki þagna þar til réttæti verður framfylgt og það Eiríkur er þegar nauðgun og barnanið situr sama sæti og önnur morð.

Því miður er ekkert réttlát við þennan dóm

Linda, 22.9.2007 kl. 13:56

13 Smámynd: Vendetta

Ja, ég verð að segja, að þegar um hrottalega nauðgun er að ræða, sem er hægt að sýna fram á að sá ákærði hafi framið, þá eigi að dæma eftir efri refsiramma og ekki sýna miskunn. Þetta miðjumoð er hrein móðgun við konur, sem eiga að fá að ganga í friði.

Til þess að dómurum sem hafa samúð með nauðgaranum fari að sýna linkind, finnst mér að Alþingi ætti að taka sig saman og hækka lægri refsirammann upp í 10 ár. Og ef það vantar fangelsi fyrir nauðgara, þá er bara að bjóða það verk út hið snarasta.

Hótel Litla-Hraun er víst bara fyrir ferðamenn.

Vendetta, 24.9.2007 kl. 01:52

14 Smámynd: Vendetta

Það átti auðvitað að standa: "Til þess að dómarar sem hafa samúð með nauðgaranum hætti að sýna linkind, finnst mér að Alþingi ætti að taka sig saman og hækka lægri refsirammann upp í 10 ár.

Vendetta, 24.9.2007 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband