Í síðustu færslu minni talaði ég um hógværð

 Í þessari færslu ætla ég að fara í algjörlega öfuga átt og íhuga "drambsemi" út frá ritningunni.  Hvers vegna þetta orð, það er nú ekki sérstaklega flókið, þetta orð hefur hreiðrað um sig í huga mínum í nokkra dag og þá fer maður vitanlega  nafla skoðun af stað og forvitni svo ég BG-aði   orðið og viti menn þar var úr miklu að taka og mikið að lesa.

Skoðum Sálm 17:9-11 

fyrir hinum guðlausu, er sýna mér ofbeldi, fyrir gráðugum óvinum, er kringja um mig.

    10Mörhjörtum sínum hafa þeir lokað, með munni sínum mæla þeir drambsamleg orð.

    11Hvar sem ég geng, umkringja þeir mig, þeir beina augum sínum að því að varpa mér til jarðar.

 

Orðskv 16:17-19

17Braut hreinskilinna er að forðast illt, að varðveita sálu sína er að gæta breytni sinnar.

    18Drambsemi er undanfari tortímingar, og oflæti veit á fall.

    19Betra er að vera lítillátur með auðmjúkum en að skipta herfangi með dramblátum.

Hvað eiga þessar tvær ritninga greinar sameiginlegt, það er þetta, að varast það að vera með hroka,(drambsemi) að sækjast eftir því að vera hreinskilinn og auðmjúk, réttlát, því ef við gerum það ekki þá er voðinn vís.   

Hér er greinilega líka verð að vara okkur við afleiðingunum ef við göngum ekki fram af einlægni og auðmýkt, þegar ráðist er á okkur, setið um okkur eins og Sálmurinn hér fyrir ofan kveður á um, hvað eigum við þá að gera, við skulum skoða framhaldið: Sálmarnir 17:13-15

13Rís upp, Drottinn! Far í móti óvininum og varpa honum niður, frelsa mig undan hinum óguðlega með sverði þínu.

    14Frelsa mig undan mönnunum með hendi þinni, Drottinn, undan mönnum heimsins, sem hafa hlutskipti sitt í lífinu og þú kviðfyllir gæðum þínum. Þeir eru ríkir að sonum og skilja börnum sínum eftir nægtir sínar.

    15En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni.

Þarna sjáum við svarið til okkar sem trúa, við eigum að ákalla Drottin þegar að okkur er vegið, því eins og ritningin segir "ekki það sem við mengum, heldur það sem Drottinn megnar". Ég mæli eindregið með því að lesa allan 17 kafla Davíðs Sálm sem er hægt með því að smella hér og lesa á netinu.

Það má ekki lesa úr þessu að ég telji að allir sem trúa ekki eins og ég séu drambsamir, það er af og frá, og heldur ekki hrokafullir, þó eru þeir ekki ófáir sem tala gegn orðum Guðs og hafa trú okkar að háði og það er alfarið á þeirra eigin kostnað, því ekki sækist ég eftir þeirra samþykki heldur einungis Guðs.

Þegar við sækjumst eftir því sem er í heiminum, þá fáum við laun heimsins enn ef við sækjumst eftir því sem frá Guði kemur og samfélagi við hann þá fáum við laun sem eru ekki mælanleg á mælikvarða sem heimurinn notar.

Við erum öll svo ófullkomin trúuð sem ótrúuð, enn það þýðir ekki að við getum ekki reynt að lifa í sátt við hvort annað, eins og ég sagði við einn efasemdamann ekki alls fyrir löngu, hvers vegna sækist þú svona í þræði  hjá trúuðum ef það pirrar þig svona mikið?  Ekki sækist ég almennt í síður hjá þeim sem eru vantrúaðir, það þjónar bara engum tilgangi fyrir mig að reyna að rökræða við þá um það sem þeir ekki skilja.

AuðmígtNú, aftur að orðinu "drambsemi" og hversvegna þetta orð hefur vegið  í hjarta mínu í nokkra daga, þetta er jú þörf áminning til mín frá Drottni að íhuga vel og vandlega að trú mín sé ávalt auðmjúk að ég falli ekki í gryfju "drambseminnar", sem ég hef vitanlega gert, því tek ég við þessu sem áminningu til mín og leiðréttingu á mínu hugafari og vonandi stend ég eftir betri fyrir vikið, svo að það sem ég skrifa verði einungis Guði til Dýrðar og blessun fyrir aðra sem lesa þennan þráð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ljómandi fín grein Linda og þú nálgast efnið eins og þér er vísa,ég þakka þér og Drottinn blessi þig og varðveiti kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.8.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Bestu óskir um góðan dag.

Bloggvinakveðja frá Als 

Guðrún Þorleifs, 28.8.2007 kl. 06:36

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð áminning Linda, og í framhaldið vil ég segja að láta ekki sólina setjast yfir reiði okkar, veikleiki mannsins er einmitt vanfærnin til þess að viðurkenna eigin mistök, sérstaklega þau sem gerð eru í reiði - sem endar auðvitað hvar? Í drambsemi og hroka. En biðjum fyrir því að það verði hugarfarsbreyting. Guð blessi þig Linda mín og takk fyrir þessi góðu skrif.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2007 kl. 12:50

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Flott hugvekja og hvorki dramblát né full hroka.

Sigríður Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 21:20

5 Smámynd: halkatla

takk takk

halkatla, 31.8.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband