Hver erum við sem teljumst til kristinnar trúar?

i159254076_18834sem láta ekki bjóða sér hvað sem er, sem láta ekki níðast á trú okkar, sakir þess eins að okkar viðhorf passar ekki inn í vinsældalista heimsins.  Við erum sökuð um kærleikssvik, þegar við stöndum á óvinsælum ritningagreinum, við erum sökuð um að elska ekki náunga vegna þess að við elsku Guð meira og orð hans meira enn okkur sjálf.

Kærleikurinn er ekki bitlaust sverð, kærleikurinn er beittur í eðli sínu, Jesú sýndi kærleika í verki, þegar hann áminnti farísea og fræðimenn fyrir heimsku þeirra, hann sýndi kærleika þegar þegar hann brást reiður við vanhelgun Gyðinga á húsi Guðs.  Hann gaf okkur dæmisögun um Lasarus svo við gætum lært af syndsamlegri hegðun ríka mansins, í þessu er mjög sterk áminning, svona mætti áfram telja.

Enn, við Kristnir verðum vissulega að gæta hógværðar í öllu sem við tökum okkur fyrir, að muna þegar við áminnum eða leiðréttum að við gerum það til dýrðar Guði enn ekki okkur sjálfum.  Við verðum að muna að vera ekki svo full af sjálfsréttlætingu að við sjáum ekki okkar eigin mistök fyrir okkar eigin ágæti.

Páll postuli hafið mikið um þetta að segja m.a. þetta í síðara bréfi til Kórin 10:1

 1Nú áminni ég sjálfur, Páll, yður með hógværð og mildi Krists, ég, sem í návist yðar á að vera auðmjúkur, en fjarverandi djarfmáll við yður.

Og hér 10:4-6

því að vopnin, sem vér berjumst með, eru ekki jarðnesk, heldur máttug vopn Guðs til að brjóta niður vígi.

    5Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist

ég mæli með þessum kafla í heild sinni með því að smella hér getið þið lesið hann á netinu

 Kristnir mega passa sig á því að vera ekki drambsamir í orðinu þó svo að við eru tilbúin að vera í orðinu og setja undir leiðbeiningu, kennslu og leiðréttingu orðsins,  þá eru ekki allir tilbúnir að takast á við dóminn sem er í ritningunni, því er það  okkar að muna að varúðar skal gætt í nærveru sálar.

Hógværð er orð sem gekk um heilann minn fyrir svefnin  í nótt,(ekki af ástæðu lausu) ég lét BG leita það uppi og fékk ritningarvers mér til leiðbeiningar, ég þakka fyrir áminninguna sem Drottin hefur veitt mér og tek  henni fegins höndum.

Oðrskv. 15:3-5 hafa hér síðasta orðið:

3Augu Drottins eru alls staðar, vakandi yfir vondum og góðum.

    4Hógværð tungunnar er lífstré, en fals hennar veldur hugarkvöl.

    5Afglapinn smáir aga föður síns, en sá sem tekur umvöndun, verður hygginn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Gott þú ert komin til sjálfs þíns á ný ekki efst neitt um það sem þú ert að gera fyrir guð.

Fékkstu mailið mitt um daginn ég skrifaði þér kannski lenti það í draftinu eins og forðum .Set þennann broskall svona til vitnis um hvað Jesú hefur fyrir mig gert það er svo bjart orðið í lífi mínu að ég verð að nota sólgleraugu kveðja þinn bróðir í trú Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 24.8.2007 kl. 20:23

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"þegar við stöndum á óvinsælum riftingagreinum," áttir þú ekki við "ritningargreinum?

Annar finnst mér greinin alveg frábær áminning, þetta er eitthvað sem yfirleitt "tabú" að segja við aðra kristna. Guð blessi þig Linda fyrir þetta hugrekki þitt að segja okkur til syndanna, ég mun taka mig á að minnsta kosti.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.8.2007 kl. 22:20

3 Smámynd: Linda

Takk fyrir innlitið mínu góðu félagar og trúbræður.  Stuðningurinn er ómetanlegur.

Haukur, það er alveg rétt skilið hjá þér þetta á jú að vera ritningagreinog ég laga það hér með.  Takk fyrir að láta mig vita.

Linda, 24.8.2007 kl. 22:27

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Jú svo sannarlega, Kristur sagði líka þetta með kærleikinn á fleiri stöðum í biblíunni en ég get munað.

 Gangið á guðs vegum.

Gunnar Páll Gunnarsson, 25.8.2007 kl. 00:01

5 Smámynd: Linda

Gaman að sjá þig Gunnar Páll-Guð blessi þig og þína trú.

Nei hæ  Gunnar Friðrik bloggvinur, takk fyrir hrósið og gaman að sjá þig aftur í heimsókn þín hefur verið saknað, eins og allra góðra vina sem maður sér ekki nægilega oft.

Linda, 25.8.2007 kl. 15:54

6 Smámynd: Linda

Ágætur gestur skrifaði eftirfarandi í gestabókin og ég þakka honum fyrir að leiðbeina mér, ég móðgast ekki

Heppilegra orðaval á fyrirsögn?

Alltaf gott að vita af fólki sem stendur vörð um hin gömlu og góðu kristnu gildi. En varðandi fyrirsögnina þína: Hver eru við sem til kristinnar trúar teljast? Myndi fyrirsögnin þín hljóma betur svona: Hver erum við sem teljumst til kristinnar trúar?

Þakka þér fyrir Jón, ég breyti þessi strax. rúm 20 ár í BNA lita tungumál mitt enn þann dag í dag.

Linda, 25.8.2007 kl. 17:25

7 identicon

Þetta er einmitt mjög góð spurning hjá þér:

Hver erum við sem teljum okkur kristin?

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að mega kallast kristinn?

Og hver er hæfur til að vega það og meta?

Jón Þórhalls (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 03:05

8 Smámynd: halkatla

þetta er rosalega flott grein, ein þín besta hingað til. Þetta er allt satt og það er það rosalega!

halkatla, 26.8.2007 kl. 04:02

9 Smámynd: Linda

Sæl Anna og þakka þér fyrir þín fallegu orð, já þessi grein er mér huglæg og var mikil kennsla í ritningunni 2  Korin 10, Páll er mælskur og gefur þessu tóninn, Guð á dýrðina fyrir að veita mér þessa leiðissögn.

Jón ef þú lest ritninguna þá kemur þetta allt mjög skýrt fram.  Við megum áminna og leiðrétta , enn við verðum að gæta fylgstu hógværðar, að vera viss um að við séum búin að læra að leiðrétta það sem betur má fara í okkur sjálfum  Það kemur líka mjög skírt fram að Kristnir eiga að áminna og leiðrétta hvort annað.

Linda, 26.8.2007 kl. 13:15

10 Smámynd: Ruth

þakka þér fyrir þessa góðu hugleiðingu og áminningu Linda mín

Ruth, 26.8.2007 kl. 17:16

11 identicon

Takk fyrir. Góð lesning

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 20:56

12 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já ég tek undir með ykkur - trúsystkini mín, að við eigum að vera djörf í fullri hógværð, eða þannig!

G.Helga Ingadóttir, 26.8.2007 kl. 23:00

13 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Takk var gaman að lesa þetta  TAKK

          KV: Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 28.8.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband