Dúllurnar mínar, gleðigjafar og krútt

ég á tvær dúllur úr dýraheiminum hund og kött, þessi dýr gefa manni svo mikið þar má m.a. nefna hlátur og gleði.  Ég vildi að allir gætu haft gæludýr, þetta er svo gott fyrir okkur andlega og líkamlega.  Enn snúum okkur að mínum ljósenglum.

Pipp er hugaður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, hann ver mig með mikilmennsku og tjáningu, hingað og ekki lengra ég á þessa(mig semsagt) og ég deili ekki auðveldlega með mannfólki hvað þá öðrum hundum Whistling Pipp hefur gaman af því að eltast og leika við kisu, enn ekki kisur sem eru ókunnugar þær vill hann ekki sjá á lóðinni sinni, tja frekar enn aðra hunda.  Hann er mikil veiði hundur í sér og vill helst fá að eltast við flugur, sem er í lagi því ekki er ég sérstaklega hrifin af flugum, enn ég verð nú að segja alveg eins og er að mér fyndist allt í lagi ef hann mundi hætta að eltast við randaflugur á stærð við krónu og geitunga, til þess stend ég allt of nálægt og er í mikilli hættu stöddWoundering og á meðan maður setur sig í viðbragðstöðu til að gera sig til að hlaupa eins og maður hafið lífið að verja þá getur maður ekki annað enn hlegið af Pipp þar sem hann skoppar í kringum randaflugu risann og reynir að þefa af henni.  Whistling

S sem er kötturinn, hann er verulega kewl náungi, hann lætur hundinn á heimilinu ekkert hræða sig, allt of gáfaður til þess, hann kann jú að forða sér á réttum tíma ef leikurinn verður of kröftugur enn er ekkert að flýta sér í burt, þó það nú væri enda virðulegur kisi.  S. hefur mikla matalyst svo mikla að hann þarf að hafa skálina fulla allan daginn annars heldur hann að hún sé tóm þrátt fyrir að magnið í henni mundi duga til næsta dags.(kisi er í kjörþyngd)Joyful Kisi hefur líka mikla tjáningar þörf, sem fellst í því að mjálma mikið t.d. ef það er rigning þá kemur langt og hávært MJÁ sem er í dýpri kantinum og svo er horft á mig með vesældar svip, eins og ég geti látið hætta að rignaShocking Tjáningar þörfin er líka notuð til þess að kjassa og kela, þá ber mér að taka hans virðulega hátign og halda á honum á meðan ég labba með Pipp.  Kisi hinn virðulegi á það líka til að láta klærnar í mig, það er þó bara ef ég er of lengi að gefa honum harðfisk nammi sem hann dýrkar, klærnar er til þess að ég gefi honum meira enn einn bita af þessu undursamlega konfekti fyrir kisur og hunda. 

Stundum þurfum ég og Pipp að læðast út úr húsi til þess að fara í lengri göngutúra, því ef hans hátign sæi okkur mundi hann fylgja okkur alla leið, sem hefur komið fyrir og hans hátign verður því fyrir árásum af öðrum minni háttar prinsum og prinsessum sem ekki hafa áttað sig á því að hans hátign ræður öllu sem er í okkar hverfi.Grin  Reynið að útskýra fyrir kisum að þær séu komnar út fyrir sitt yfirráða svæði.W00t

Já þau eru dásamleg dýrin okkar.  Elsku dúllurnar sem færa mér svo mikla gleði, þúsund þakkir fyrir að vera til.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Já Linda, dýrin eru frábærir félagar og gleðigjafar. Það hafa fínustu rannsóknir bent á, en hvernig er það með kisuna þína er hún með læti útí aðra ketti ef hún fer inná þeirra svæði, eða eru þeir að ráðast á hann?

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.8.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

æji ég sá svo að þinn kisi fær ekki að fara inná annara katta svæði, sem er náttúrulega mjög eðlilegt þeir eru náttúrulega búnir að hafa fyrir því að berjast um það og pissumerkja landamörkin

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.8.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Linda

Takk Guðrún mín, ég hef svo gaman af þeim, ég mátti auðvitað til með að deila með ykkur hluta af ævintýrum þeirra.  Knús og takk fyrir innlitið.

Linda, 24.8.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband