Þarna er lék afi minn sér og systur hans.

Hringsdalur er þar sem ég rek mína ættir til, þarna synti afi minn í sjónum, stökk fyrir borð þegar róið var og synti í land á undan föður sínum.  Þarna léku systur hans og riðu út á glæstum fákum, þarna tók langamma mín á móti gestum á fallegu heimili, þarna skrifaði Afi mín vísur, sem voru t.d. um starfræðireglur og málfræði, þarna á ég mínar rætur, og hver veit nema þetta kuml séu ættfeður mínir, ég vona að ég komist í Hringsdal næsta sumar.


mbl.is Kuml fannst í Arnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Kannski eru við frænkur kæra Linda! En ég á einmitt líka ættir að rekja í Arnarfjörðinn

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.8.2007 kl. 20:04

2 Smámynd: Linda

Enn spennó, það gæti alveg verið.  Mig langar ekki smá mikið að komast á þetta svæði, ég hef ekki komið þangað síðan ég var barn og þá var ekki stoppað lengi.

Linda, 18.8.2007 kl. 20:11

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Stúlkur þið segið nokkuð ég hef komið þarna við um æfina og get vel sagt mjög fallegt og yndislegur staður,sko Arnarfjörðurinn ég man nú ekki sérstaklega eftir Hringdal enda var landafræði ekki mín sérgrein meira Stærðfræði eðlisfræði og íþróttir,og svo var ég svo heppinn að það voru kennd Kristinfræði þegar ég var strákur og þá byrjaði ég að elska guð minn Jesú bestu kveðjur Linda og meðan ég man frábær grein hjá þér um hvað kristnir mega orðið þola vegna trúar sinnar af völdum íslam.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 18.8.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Linda

Takk Úlfar, það er mín bæn að fólk fari að átta sig á því að ofbeldi gegn Kristnum færist í  aukanna á hverjum deigi.  það syrgir mína sál að þetta skuli ekki vera meira í umræðunni, þó það komi mér svo sem ekkert á óvart.  Ég mun koma með aðra grein síðar

Linda, 18.8.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Greinarnar þínar eru snilld, það er enginn áhugi hjá fréttamiðlum að upplýsa almenning um þetta alvarlega mál.

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.8.2007 kl. 21:41

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hey sweety, vildi bara kasta þig kveðju, eins og venjulega hef ég ekkert merkilegt að segja, Guð blessi þig Linda mín.  

Btw, Arnarfjörðurinn rokkar! Kannski voru þeir að finna týndan ættingja hjá ykkur Guðrúnu !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2007 kl. 13:07

7 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Og ekki minnkar fegurðin þegar búið verður að setja snyrtilega og nútímalega olíuhreinsunarstöð þarna!

Hjalti Garðarsson, 19.8.2007 kl. 14:50

8 Smámynd: Linda

Það má bara einfaldlega ekki ske, hver alvita maður veit að þetta er ekkert annað pannik lausn sem er verið að selja Vestfirðingum.  Hvað um að gera út á kyrrðina sem er í vestfjörðum, kyrrðar hótel, þar sem fólk getur komið og sót næði og frið, allt árið í kring þar sem íhugun og slökun er aðal markmiðið, fólk mundi borga fyrir að planta trjám á sumrin.  Sjóstangaveiði, er rosalega vinsælt dæmi fyrir ferðamenn, það er vinna í kringum það.  Koma upp ilrækt, það þarf enginn að segja mér að það sé ekki hægt að koma heitavatni til Vestfjarða eins og annar staðar. (vinkona mín á heiðurinn af ilræktar hugmyndinni)  Ég legg til að þessir ofurríku einstaklingar hér á landi, skoði þessa möguleika og að ríkið komi af stað stuðning og aðstoð við að koma vestfjörðum á fætur aftur án þess að þeir þurfið að fórna stóru lífríki til þess að geta búið áfram á þessu undurfagra svæði. 

Linda, 19.8.2007 kl. 15:48

9 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já þar er ég sammála. Kannski eiga allir þessir fornleifauppkreftir eftir að friðlýsa svæðið fyrir öllum mengunaraðgerðum í bili. Vona það. Vona að það finnist heilu ættaróðölin...

Bryndís Böðvarsdóttir, 23.8.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband