14.8.2007 | 19:59
Kristnu framafólki á Gaza sæta þrýstingi frá Hamas um að skipta um trú!
World Tribune-8 Ágúst 2007, Gaza svæðið.
Leiðtogar Hamas hreyfingarinnar hafa ítrekað að Kristið áhrifa áhrifa fólk [1]á Gaza svæðinu þurfi að snúa til Íslams trúar eða fara frá svæðinu. Þetta tekur erindreki Fatha hreyfingarinnar undir. Samkvæmt upplýsingum frá blaðinu "Middle East Newsline þá hefur þegar einni persónu þegar verið rænt og neydd til þess að gerast Múslími.
Um 3.000 einstaklingar sem eru Kristinnar trúar búa á Gaza, enn 1.5 milljónir Múslíma.
"Hamas hefur á opinberum vettvangi lofað Kristnum að þeir mundu ekki hljóta skaða af, sakir trúar" Hinsvegar (undir leynd)hefur verið haft eftir fulltrúa Fatah, að þeir Kristnu einstaklingar sem hafa unnið fyrir eða vinna fyrir PA (Palestinian Authority) ættu ekki von á góðu í samfélagi Múslíma á Gaza[LRE1] .
Síðan Hamas tók stjórn á Gaza svæðinu í Júní síðast liðinn, hafa þeir unnið hörðum höndum að fá Palestínumenn að samþykkja lög Íslams. Þann 6 Ágúst tilkynnti stjórn Hamas að fangar mundu hlotnast að fá eitt ár af afplánun dóms, ef þeir gætu lært og lagt á minnið 5 kafla úr Qur'an. Opinberir aðilar segja að þetta væri einungis ætlað þeim sem væru í aðal fangelsi á Gaza svæðinu sem hýsir 350 fanga og þar af 30 sem eru undir dauðadómi.
Þessi nýja stefna, er ætluð til þess að kenna föngum að hegða sér í samræmi við Lög Íslams. Að sögn Abu Al Abd Hamid sem er fangelsis stjóri.
Samkvæmt upplýsingum frá erindreka Fatah, þá eiga ógiftar Kristnar konur það sérstaklega að hættu að verða fyrir þrýstingi að snúa til Íslams trúar. Haft er eftir þessu sömu mönnum að Sana Al Sayegh var rænt af Hamas og neydd til þess að yfirgefa sína Kristnu trú.
San Al Sayegh var deildarforseti við Science and Technology Faculty Palestínu Háskólanum á Gaza.Auk þess er haft eftir heimildamanni að Aher Kahil sem er Rektor við Háskólann og aðstoðarmenn Forsætis ráðherrans Ismail Haniyeh eiga að hafa staðið að þessu mannráni og trúarníðslu gegn hinni Kristnu Sana Al Sayegh.
"Mál Prófessors As Sayegh er persónuleg ákvörðun og hefur ekkert með stefnu Háskólans að gera" þegar þeir staðfestu að Sana hafi gerst trúskiptingur.
Haft er eftir erindreka Fatah að Sana Al Sayegh, sem var eina konan sem var hámenntuð í vísindum á Gaza svæðinu þegar hún hvarf seint í Júní. Tveimur vikum seinna fékk fjölskilda hennar tilkynningu um að mæta að heimili stjórnmálamans innan Hamas, þar sem tekið var á móti þeim og þeim tjáð að Sana hefði gert trúarskipti yfir til Íslams.
Vopnaðir hermenn Hamas, umkringdu Fr. Al Sayegh þar sem hún viðurkenndi að hún hafi skipt um trú, auk þess voru pappírar lagðir fram þess efnis að hún hafi gengið í hjónaband með Íslömskum manni sem starfar innan Háskólans, maðurinn heitir Izz al Arab Awur. Stuttu seinna neituðu ættingjar brúðgumans að hann hefði gifst Fr. Al Sayegh.
Þetta litla Kristna samfélag hefur reynt eftir megni að fá Sana Al Sayegh lausa. Hannyeh[2]hefur ítrekað neitað að hitta leiðtoga Kristinna manna á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá erindreka Fatha.
"Hún gerði það sem henni var sagt að gera[3], hún er orðin heittrúaður Múslími". Að sögn Ala Aklouk, sem er hátt settur Klerkur og stuðningsmaður Hamas hreyfingarinnar.
Frétt þýdd með góðfúslegu leyfi World Tribune.
Upprunaleg frétt er dagsett 9 ágúst 2007
Hér er eldri grein sem ég þýddi, því miður hefur ekkert breyst frá fyrri grein.
.
[1] Hámenntaðir einstaklingar sem iðka Kristna trú.
[2]Forsætisráðherra Hamas á Gaza svæðinu
[3]She challengedeveryone and did what she was supposed to do
[LRE1]Þeim átti ekki eftir að líða vel þarna á sævðini.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Ofsótta kirkjan! | Breytt 20.2.2008 kl. 12:34 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Vel þýdd grein hjá þér Linda, ég af öllum ætti að sjá það. En ég er feginn að þú tókst þér tíma til þess að þýða þetta, hér er um vönduð vinnubrögð að ræða og átt þú ekkert nema hrós skilið. Guð blessi þig fyrir að þýða þessa vitneskju og vekja athygli á alvarleika málsins.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.8.2007 kl. 09:41
Islam á líka að vera trú friðarins, rétt eins og kristni, gyðingdómur, hindúismi, búddismi, shaman-trú, ásatrú, rastafarianismi, og raunar flest trúarbrögð veraldarinnar leggja upp með. Það sem Hamas gerir, á hinsvegar ekkert skylt við Islam, heldur afbökun á við það sem harðlínu-Síonistar gera við gyðingdóm og KuKluxKlan við kristni, svo aðeins séu tvö dæmi tekin.
Grunnboðskapur kristni, islam og gyðingdóms er nákvæmlega sá sami, sem er útbreiðsla friðar og ástar fólks á milli. Islam hefur hinsvegar lent í þeirri gryfju að áberandi leiðtogar í heiminum, eins og Ottoman keisari, Saddam Hussein, Ayatollah Khomeini, og Osama Bin Laden hafa afskræmt boðskap trúarinnar í pólitískum og ofbeldisfullum tilgangi.
Í Islam er alveg jafn bannað að drepa manneskju og beita ofbeldi, alveg eins og það er bannað samkvæmt kristnum trúarreglum og raunar flestum öðrum trúarbrögðum sem fyrirfinnast.
Það sem fólk þarf að gera til að forðast fordóma gagnvart Islam er að sjá í gegnum blekkingu hópa eins og Hamas og Al-Qaeda og taka eftir því að þeirra starfsemi og hátterni á jafnmikið skylt með Islam og nauðgun á með kynlífi; ekkert.
Elli (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 12:48
Þakka ykkur fyrir innlitið. Vildi benda Ella á að kenna sér aðeins betur Íslam áður enn hann ber það saman við Kristna trú. Fyrsta ábendingin sem ég fékk um að að þú hafir gleypt við lyginni er þessi samanburður. Önnur ábendingin er að þú segir að leiðtogar gera trúna pólitíska, þetta er líka rangt, trúin er pólitísk fyrst og fremst, þetta er grunnþekkingar atriðið. Þriðja ábendingin er að í Íslam er talað um að rangt sé að bannað að drepa einstakling. Þetta er líka rangfærsla hjá þér, því í Íslam er í lagi að myrða, alla sem trúa ekki eins og Íslam boðar! Ertu Kafir eða Múslími Elli? Qur'an er skipt í tvennt, það sem var áður boðað og það sem kom á eftir sem núllar flest út það sem áður var boðað, það sem var skrifað í Medínu (ef ég man rétt) og það sem var skrifað í Mecca. Er friðarboðskapur í Íslam vissulega, enn einungis til þeirra sem er Íslams trúar. Reyndar er Gyðings trú og Kristni líkt við Svín og Apa og að Guð hafa breytt okkur í slík dýr sakir óhlýnaðs. Enn þetta vita þeir sem hafa ekki látið blekkjast. Ekki misskilja ég veit að mest megnið af Múslímum eru friðsamir, sem er besta mál enda á ég ekkert vankvæði með Múslíma almennt eða Qur'an (mér er nákvæmlega sama um það rit) ég skrifa um Íslamista, þá sem taka allt sem er skrifað í Qur'an og Hadith og framfylgja því. Það er ávöxturinn sem ég skrifa um.
Ég er Kristin, í Quran er ég kölluð svín og eða Api.
Ég er Kafir, í Quran er ég réttdræp
Ég er kona, mér má nauðga, því ég er Kafir og Kristin
Sakir trúar á Jesú er ótal ódæði framin gegn einstaklingum út um heim allan, sem er aldrei talað um í venjulegum fréttum. Enn það er nóg talað um friðar Trúna Íslam á meðan trú systrum mínum er nauðgað kemur fólk eins og þú og snýr málinu út í hina venjulegu própaganda lygi og kemur frá Íslamistum. Á meðan Hindúar og Kristnir í Indlandi og Pakistan fá morðhótanir, eru myrtir, og dætrum þeirra er rænt, tala blöðin um friðar trúnni Íslam. Ég er búin að fá nóg af friðar trúnni Íslam.
Linda, 16.8.2007 kl. 14:32
Íslam er fyrst og fremst pólitískt fyrirbæri, síðan er trú blandað saman. Langflestir múslímar styðja Íslam, þetta er það sem getur núllað út að langflestir Múslímar styðja ekki ofbeldi í nafni Íslams. Jú fullt af yndislegu fólki innan samfélags Íslams, og ég hef ekkert við það að athuga og bið þeim friðar. Enn ég hef stórt vandamál við hið pólitíska Íslam sem kemur beint upp úr Qur'an.
Linda, 16.8.2007 kl. 14:56
Linda, vissulega er rétt hjá þér að boðun Islams, í það minnsta hinn mest áberandi armur hennar, er litaður pólitískri endurskrifun trúarinnar (sem ég kalla afbökun). Þetta er afleiðing af langvinnri rangtúlkun á grunnboðskap hennar af öflugum leiðtogum, eins og undir ógnarveldi Ottoman-veldisins, og af "bókstafstrúarmönnum" 20. aldar.
Ég er hvorki kristinn né múslimi. Ég iðka engin trúarbrögð, en tengi mig kannski helst við ásatrú og önnur náttúrutrúarbrögð. Það skal samt tekið fram að það þýðir ekki að ég sé "aktívisti" eða "hippi", heldur eingöngu að ég er hrifnastur af hugmyndinni um manninn tengdan og órjúfanlegan náttúrunni sem umlykur hann. Ég hef hinsvegar kynnt mér mörg trúarbrögð, og þekki bæði múslima og gyðinga. Þeir eru allir hneykslaðir á þeirri afbökun trúarbragða sinna sem fram fer með svo áberandi hætti í Mið-Austurlöndum.
Grunnboðskapur Islams (eða múslimatrúar) er hinsvegar ekki svo ólíkur grunnboðskap kristni, og það er rangt hjá þér að á einhverju stigi, öðru en með rangtúlkun seinni tíma trúarendurskoðenda. Jihad er eina hugtakið sem felur í sér að leyft sé að beita ofbeldi, og eru ströng skilyrði fyrir því að megi nota það til réttlætingar ofbeldis. Það er aðeins í nauðugustu sjálfsvörn, og aðeins inni á eigin landi. Árásir Osama Bin Laden, skæruhernaður Hamas og Hezbollah, sem eru afmörkuð hryðjuverkasamtök án lands, og flugskeytaárásir á önnur lönd eiga enga réttlætingu í Islam.
Islam bannar einnig niðurlægingu annarra trúarbragða og ofsókna gagnvart fólki með aðrar trúarskoðanir með öllu. Það er annar punktur sem hefur verið afbakaður í gegnum valdníðslu.
Jesús, Móses, Jóhannes skírari og raunar flestir spámenn Biblíunnar eru mikilsvirtir spámenn innan múslimatrúar, og er eini stóri munurinn að Múslimar, eins og gyðingar, trúa ekki að Jesús hafi verið sonur guðs, heldur hafi hann verið mikill spámaður.
Það er gott að sjá að þú setur ekki alla múslima undir sama hatt, eins og ég sé því miður hjá sumum öðrum sem skrifa um múslima. Það er einnig mikilvægt að aðgreina kvenhatur, kynþáttahatur og ofbeldi frá trúarbrögðunum, jafnvel þótt slíkt sé framkvæmt í nafni þeirra, rétt eins og ofbeldi í nafni Guðs er vísað á bug af flestum. Aðeins með boðskap um frið og ást í nafni þessarra trúarbragða, og áherslu á hið góða í þeim er einhver von um að komast hjá hræðilegum atburðum sem maður les alltof oft um, og dafna best í áburði haturs og fordóma.
Jahve og Allah er nú eftir alltsaman sami guðinn, og kristnir, múslimar og gyðingar eru allir börn Abrahams. Það kemur fram í trúarritum þeirra allra.
Elli (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 17:32
Í þriðja paragrafi á eftir "trúarendurskoðenda" á að standa "sé beiting ofbeldis samþykkt"
Elli (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 17:35
Sæll Elli, ég þakka þér fyrir innlitið, ég sé að við erum meira sammála enn ekki, enda þarf engin að vera fullkomlega sammála, það væri bara boring. Múhamad tók að aðhillast Gyðingdómnum og Kristni, og var í raun "semíti" enn eitthvað fór úrskeiðis sem olli því að hann tók það sem Gyðingar og Kristnir áttu í bók bókanna og afbakaði ritninguna úr því varð Íslam. Svo já það er sameiginlegur grunnur enn svo ég taki nú eitt dæmi í Gyðing og Kristnum færðum er það skírt að Abraham ætlaði að fórna Ísak, í Íslam ætlar Abraham að fórna Ismael sem er sonur Hagar sem var hjákona Abrahams, Hagar og Ísmael er semíta tengsl Araba við Gyðinga, blóðlínan beint til Abrahams. Þetta er eitt dæmi.
Ég er að bíða spennt eftir að ég fái að lesa bók sem heitir Íslamistinn hún er eftir fyrrum hryðjuverkamann sem yfirgaf Íslam minnir þó að hann hafi yfirgefið öfga Íslam frekar enn Íslam í heild. (get ekki fullyrt um það) Ástæða fyrir því að ég minnist á þá bók, er sú að mig minnir að þessi rithöfundur hafi sagt að það væri alveg skelfilegt að Arabar væru stoltir yfir því að vera anti-semítar, því Arabar og sýrlendingar væru jú semítar. *Frekari útskýring á orðinu Semite hér .
Ég trúi því líka að við séum tengd nátturinni á mjög merkilegan hátt, ég finn það mjög sterkt þegar ég er að slaka á í nánd við friðinn, enda talar Jesú um að fara út í náttúruna til þess að biðja á nokkur stöðum, ég tel að það sé mikið til í því að njóta hennar og endurnærast.
Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að ég hata engan, og ég skrifa um ofbeldi gegn Kristnum þá er ég vitanlega að tala um Íslamista. (þú áttar þig á þessu, þakka þér fyrir það) Flestir Múslímar í M-Austurlöndum er gjöful, indælt og gestrisið fólk sem gefur af sér góðan þokka og ég hef ekkert við það að sakast.
Hilmar, ég vildi að ég gæti svarað þér "afhverju sumir fara eftir friðarboðskap" enn hinir ekki. Ég get því miður ekki sagt neitt um það, nema kannski að það tengist því að fólk getur ekki sætt sig við ofbeldið, reiðina og hatrið sem Múhamad bjó oft yfir í seinni tíð. Enn, eins og ég sagði, ég get ekki fullyrt um það. Ég veit það bara að ég er þakklát fyrir þann breiða hóp, þessi hópur er þegar byrjaður að segja "nei" ekki í okkar nafni..allt er þetta skref til bóta.
Linda, 16.8.2007 kl. 20:10
Svo er einn mikill munur á Kristni og islam hann er sá að Linda mætti ekki tjá sig né yfirhöfuð hafa skoðun á þessum málum Elli og þar með erum við ekki jöfn í augum islam,Jesú bauð sem og er rétt við erum jú öll jöfn í augum Jahve karl sem og kona.Drottinn blessi öll börn sín Kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.8.2007 kl. 21:09
Takk fyrir góð svör, Linda, og ég vil taka fram að ég er algerlega hneykslaður á þessari meðferð fólks af hálfu Hamas af þeirri einu ástæðu að það stundi önnur trúarbrögð (en sama guðinn, mind you), og mikilvægt að koma þessum hlutum fram í dagsljósið, svo valdníðingar hætti að komast upp með slíka hluti.
Ég trúi því að með aukinni upplýsingu til múslima um nútímamannréttindi nái þeir að brjóta sér leið undan miðaldastjórnarháttum leiðtoga sem vilja halda aftur af framþróun til þess eins að halda völdum, eins og tekist hefur að einhverju leyti í löndum eins og Dubai, þar sem nú þrífst líflegur alþjóðlegur túrismi, og allir kynþættir lifa saman í tiltölulega miklu samlyndi, og það í miðri Arabíu!
Rétt er það, Úlfar, að í Íran, Saudi Arabíu, Afghanistan, Líbanon og Sýrlandi mætti Linda ekki tjá sig svona. En í Dubai og raunar flestum Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, auk Egyptalands og Tyrklands, svo dæmi séu tekin, mætti hún það, þó vissulega sé starf framundan þar við áframhaldandi umbætur. Eina sem hægt er að lesa um kynjamun í Kóraninum er vegna samfélagsins sem hann var skrifaður í, nákvæmlega eins og kynjamunur kemur fram í Biblíunni. Það eru hlutir sem hafa sem betur fer breyst. Við skulum líka muna það að það eru ekki nema rétt rúmlega 100 ár síðan konur fóru að öðlast mannréttindi í námunda við réttindi karla í mörgum kristnum löndum. Ef kristnir gátu það, þá geta múslimaríki, með efnahagsframförum, og aukinni upplýsingu þegnanna farið að stíga sömu skref.
Það er gott að rökræða á uppbyggjandi nótum, og já, það væri nú bara leiðinlegt að vera sammála um allt. Þannig er mannskepnan nú hönnuð, einhverra hluta vegna.
Elli (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 23:37
Það gleður mig að sjá jafnvel Arngrím átta sig á myrkinu sem fylgir íslam, eins og þú bendir sjálfur á Arngrímur - þá er MJÖG mikill munur á kristni og íslam. Saga kristninnar er vissulega ofbeldisfull, enginn er að neita því, en helsti og stærsti munurinn liggur í boðskapnum - það er eitt að boða stríð og dauða og annað að boða frið og kærleik.
Linda, þú hefur þig frammi í að benda á þá staðreynd að það ERU ofsóknir á kristnum í heiminum í dag. EKKI hætta þessari góðu barráttu þótt móti blási, jafnvel trúleysingjar eins og Arngrímur eru að átta sig á hættunni sem stafar af boðskap þeirra. Það verk sem þú ert að vinna er mikið þarfaþing og þú munt sennilega aldrei gera þér grein fyrir hversu mikil blessun hlýst af skrifum þínum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 13:45
Úfff ... ekki hljómar þessi listi vel - kæri Skúli, þetta er einmitt það sem við köllum uppá okkur ef við slökum við í barráttunni, staðreyndirnar tala sínu máli og þarf ekki að orðlengja það meir miðað við þetta innlegg þitt Skúli.
Þess vegna er afar mikilvægt að benda á þær staðreyndir sem fólk verður að fá að vita. Allt bloggið hans Skúla vitnar um það, og svo er kominn einhver sem að boða Íslam og leyfir ekki einu sinni komment hjá sér. Svona vinna þeir, boða en kæra sig ekki um nein mótmæli.
Ég ítreka þessa nauðsyn Linda, ég er sjálfur sekur um sýna ekki nógu mikinn stuðning í þessu, en það stafar aðallega útaf vanþekkingu minni á efninu, breyting skal verða á og skaltu eiga allan minn stuðning í þessu sem og öðru.
Og Skúli, ég vildi koma á framfæri þakklæti mitt við þig og þín skrif, þú hefur stutt Lindu okkar eins og klettur, og einnig hefur þú staðið þig eins og sönn hetja í þessari barráttu og skammast ég mín þegar ég sé verk ykkar Lindu, Helgu og fleiri. Guð blessi ykkur !!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.8.2007 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.