3.8.2007 | 21:37
Pétur síðara bréf,3 kapituli, merkilegt og fróðleg lesning, eins og styttri bréfin eru oft.
Síðara almenna bréf Péturs 3
1Þetta er nú annað bréfið, sem ég skrifa yður, þér elskaðir, og í þeim báðum hef ég reynt að halda hinu hreina hugarfari vakandi hjá yður.2Það reyni ég með því að rifja upp fyrir yður þau orð, sem hinir heilögu spámenn hafa áður talað, og boðorð Drottins vors og frelsara, er postular yðar hafa flutt.
3Þetta skuluð þér þá fyrst vita, að á hinum síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum
4og segja með spotti: "Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu stendur allt við sama eins og frá upphafi veraldar."
5Viljandi gleyma þeir því, að himnar voru til forðum og jörð til orðin af vatni og upp úr vatni fyrir orð Guðs.
6Þess vegna gekk vatnsflóðið yfir þann heim, sem þá var, svo að hann fórst.
7En þeir himnar, sem nú eru ásamt jörðinni, geymast eldinum fyrir hið sama orð og varðveitast til þess dags, er óguðlegir menn munu dæmdir verða og tortímast.
8En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur.
9Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar.
10En dagur Drottins mun koma sem þjófur, og þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna.
11Þar eð allt þetta ferst þannig, hversu ber yður þá ekki að ganga fram í heilagri breytni og guðrækni,
12þannig að þér væntið eftir og flýtið fyrir komu Guðs dags, en vegna hans munu himnarnir leysast sundur í eldi og frumefnin bráðna af brennandi hita.
13En eftir fyrirheiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr.
14Með því að þér nú, þér elskuðu, væntið slíkra hluta, þá kappkostið að vera flekklausir og lýtalausir frammi fyrir honum í friði.
15Álítið langlyndi Drottins vors vera hjálpræði. Þetta er það, sem hinn elskaði bróðir vor, Páll, hefur ritað yður, eftir þeirri speki, sem honum er gefin.
16Það gjörir hann líka í öllum bréfum sínum, hann talar í þeim um þetta. En í þeim er sumt þungskilið, er fáfróðir og staðfestulausir menn rangsnúa, eins og öðrum ritum, sjálfum sér til tortímingar.
17Með því að þér vitið þetta fyrirfram, þér elskaðir, þá hafið gát á yður, að þér látið eigi dragast með af villu þverbrotinna manna og fallið frá staðfestu yðar.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 4.8.2007 kl. 22:19 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
takk Linda, það er akkúrat málið, ef maður nennir ekki að lesa í bókinni góðu en vill það samt, þá er um að gera að kíkja bara aðeins á einhver stutt bréf, og sannleikurinn sem birtist þar festir mann í neti unaðssemda og fróðleiks sem er einfaldlega óviðjafnanlegur.
Allir geta notið þess, ég vona að þeir ólíklegustu fari að fatta þetta - sem fyrst
halkatla, 4.8.2007 kl. 03:53
Já, er gjörsamlega sammála þér. Pétur er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Linda, 4.8.2007 kl. 05:18
Mér finnst reyndar ekkert athugavert við gagnrýni "spottaranna". Oft í Nýja testamentinu er sagt að heimsendir sé rétt handan við hornið. Nú eru liðin 2000 ár. Er skrýtið að fólki finnist það grátbroslegt að kristið fólk skuli enn tala um að Jesús sé rétt ókominn?
Annars finnst mér vers 15 og 16 vera áhugaverðustu versin þarna. Þau gera nefnilega ráð fyrir því að það sé til safn af bréfum Páls. og að það séu einhverjir sem (að mati höfundarins) eru að rangtúlka þetta safn. Mér og fleirum finnst það ótrúlegt að það hafi gerst á æfi Péturs.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.8.2007 kl. 15:09
Hjalti, það er ekki talað um safn Páls, heldur hefur Pétur, sem þekkti Pál (ef maður les Postulasöguna), vitað það að Páll ritaði bréf til söfnuða sinna.
Varðandi endatíma spádómana, þá talaði Jesú sumstaðar um endi alls. Sumir túlka það sem dauða hans sem var í nánd og himnaríki sem þá mundi opnast. Aðrir minna á vers hans þar sem hann talar um að endi alls en lýsir hörmungum sem muni koma, landskjálftum og öðrum náttúruhamförum og þar sem hann talar um þessar hörmungar sem upphafið af fæðingarhríðunum.
Konur sem fætt hafa börn vita mætavel að fæðingarhríðir geta virst mjög langar, en verkirnir (hörmungarnar) hraða alltaf á sér eftir því sem tímanum líður. Þannig á maður að fylgjast með þeim táknum sem hann lýsir og segir að koma muni fram í auknum mæli. Hann segir aldrei hvenær endirinn kemur. Það veit Guð einn.
Bryndís Böðvarsdóttir, 4.8.2007 kl. 19:47
Bryndís, þessi vers gera ráð fyrir því að það sé einhver deila um það hvernig túlka eigi "öll bréf" Páls. Þetta smellpassar við safn bréfa Páls.
Hvernig túlkar þú orð Jesú í Mk 13:30? Þar talar hann um að "allt þetta" (þmt Mannsoninn koma í skýjunum og safna saman hinum útvöldu) muni gerast á tímum "þessarar kynslóðar".
Og er kannski verið að tala um dauða Jesú í 1 Pt 4:7? "En endir allra hluta er í nánd." Flokkast nítján aldir sem nánd?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.8.2007 kl. 20:12
Hæ allir og takk fyrir athugasemdirnar. Þakka þér Bryndís mín, ég þekki huga þinn og var svo að vona að þú mundir svara Hjalta. Í milli tíðinni hef ég verið að grúska áfram (scary huh). Mín nálgun er pjúra ritninga pæling og efni sem tengist ritningunni. Eins og t.d. Nelson Bible dictionary, sem er nokkuð ítarleg í fræðslu og kennslu. Þar segir m.a. eftirfarandi.
Á tímum postulana var útbreytt sú trú/skoðun að það væri ljósa gneistar (sparks of light) lokaðir inn í líkama mansins, Þessi ljós þrá að komast til síns upprunalega heimilis (primal home)(það sem fyrst er) Eina leiðin til þess að komast þangað var með Gnosis (þekkingu). Pétur sá þetta sem villitrú og talar gegn slíku, eina leiðinn fyrir manninn væri jú Jesú sambanber 1:5-6 og 3:18.
Það má segja að Kristnir í dag þurfi á þessari áminningu líka að halda, því nýalda kenningar eru ekki svo nýjar á nálinni.
Vaðrandi 16 og 17 þá er Bryndís búin að svara þér Postulasagan er eitt af bréfum Páls, sem og Rómverja, Gal, Ef o.s.f.v. fólk á tímum Péturs reyndu að snúa út úr þessum bréfum, eins og fólk gerir í dag. Hann er að vara við þessu. Ekki er síður þörf á þessu í dag.
Endatímar Ísraels/Jerúsalem munu fljótlega ske(þegar Pétur skrifar þessi bréf), og eins og í dag þá er margt sem bendir til þess að við erum fallin í sömu gryfju og þeir sem stunduðu það að afbaka ritninguna í sína eigin þágu í stað þess að reyna skilja hana og sækjast eftir þekkingu á Jesú Kristi. Þessi orð eru tímalaus og viðvörun er góð og gild í dag. Enda er orð Guð eilífur sannleikur sem fellur aldrei úr gildi.
Linda, 4.8.2007 kl. 20:44
19 aldir eru nú ekki svo mikil tími, þegar tíma skin Guðs er skoðað. Einn dagur sem þúsund ár og Þúsund ár sem einn dagur. (versi 8 hér fyrir ofan)
Kíktu svo aftur á vers 9-10, auk þess er þér svarað í versi 4, ef svo má að orði komast, ert þú ekki að gera nákvæmlega það sem Pétur skrifar um?
Jæja, Bryndís mun svara þér þegar henni gefst tími til. Ég þurfti bara að fá að vera með.
GBÞ (já þig)
Linda.
Linda, 4.8.2007 kl. 20:51
Þegar þú ert að tala um safn bréfa Páls fannst mér þú vera að tala um saman tekið ritsafn. Það er ekki vitað til þess að búið hafi verið að taka þau saman á tíma Páls.
Hinsvegar þegar menn rituðu bréf sem stíluð voru til safnaðanna, þá voru þau lesin upp á samkomum. Jafnvel er talið að þau hafi gengið á milli safnaðanna, svo að þau hafi getað verið öðrum til uppörfunnar. Það er því ekkert óeðlilegt við það að þekkt hafi verið bréf Páls á líftíma Péturs. Þeir höfðu nú hist samkvæmt Postulasögunni.
Boðun postulanna og Páls þótti spennandi á sínum tíma og margir sem komust til trúar. Ýmsir þeir sem heilluðust af boðuninni, reyndu aðlaga þessa boðun að sinni eigin fyrirfram þekkingu á sviði heimspeki og dulhyggju. Þessu er Pétur að andmæla hérna.
Varðandi hugtakið "kynslóð" = geneá (á grísku) þá þýðir það: space of time, circle of time m.a. = Þarna er því almennt verið að tala um eitthvað tímabil. (þessu fletti ég upp til staðfestingar í: The Complete Word Study New Testament, With Greek Parallel)
Bryndís Böðvarsdóttir, 4.8.2007 kl. 20:53
Ég átti ekki von á því að það mundi spinnast einhver umræða um þennan þráð, enda var ég nú bara að gefa umhugsunarefni á bloggið. Því var einungs 1 dagur fyrir athugasemdir. Ég hef opnað fyrir athugsemdir aftur, sakir réttlætis, Hjalti á auðvitað eftir að svara, ef hann hefur áhuga á því. Umleið og þrætur byrja þá verður þræðinum lokað. Ég þakka fyrir mig.
Linda, 4.8.2007 kl. 22:15
Linda:
"Á tímum postulana var útbreytt sú trú/skoðun að það væri ljósa gneistar (sparks of light) lokaðir inn í líkama mansins,..."
Það er nú líka afar áhugavert að lesa Pétursbréfin og athuga hvað þau hafa að segja um samband líkamans og sálarinnar.
"Endatímar Ísraels/Jerúsalem munu fljótlega ske(þegar Pétur skrifar þessi bréf), ...."
Þegar það er talað um "endi allra hluta" í Pétursbréfunum, þá er hann sem sagt bara að tala um endi Jerúsalem/Ísraels?
"19 aldir eru nú ekki svo mikil tími, þegar tíma skin Guðs er skoðað. Einn dagur sem þúsund ár og Þúsund ár sem einn dagur. (versi 8 hér fyrir ofan)"
Ef þú skrifar "Heimsendir er alveg að koma", hvort ertu þá að tala um að það sé eftir þúsund ár (og ert að hugsa um vers 8), eða þá að heimsendir sé í alvörunni alveg að koma? Hvers vegna heldurðu að höfundur rita Nt hugsi öðruvísi?
Bryndís:
"Þegar þú ert að tala um safn bréfa Páls fannst mér þú vera að tala um saman tekið ritsafn. Það er ekki vitað til þess að búið hafi verið að taka þau saman á tíma Páls."
Já, er er að tala um samantekið ritsafn. Og punkturinn var einmitt sá að það var líklega ekki til á tímum Páls/Péturs.
"Ýmsir þeir sem heilluðust af boðuninni, reyndu aðlaga þessa boðun að sinni eigin fyrirfram þekkingu á sviði heimspeki og dulhyggju. Þessu er Pétur að andmæla hérna."
Ímyndum okkur að einhverjir vilji breyta kristinni trú til þess að laga hanna að sínu heimspekikerfi. Hvers vegna ættu þeir að vísa til bréfa Páls sem eitthvert kennivald og snúa út úr merkingu þeirra? Í stað þess að bara að segja að Páll hafi rangt fyrir sér?
Ef þetta er frá tímum Páls, þá sér maður hversu létt það væri að þagga í svona mönnum. Einhver spekingurinn segir að Páll kenni í einhverju bréfinu að guð Gamla testamentisins sé vondur. Hvað gerir Páll? Skrifar annað bréf.
Þetta gerir ráð fyrir því að Páll sé dáinn og menn séu að rífast um hvernig eigi að túlka bréfin hans.
"Varðandi hugtakið "kynslóð" = geneá (á grísku) þá þýðir það: space of time, circle of time m.a. = Þarna er því almennt verið að tala um eitthvað tímabil. (þessu fletti ég upp til staðfestingar í: The Complete Word Study New Testament, With Greek Parallel)"
Hvernig viltu þýða Mk 13:30? Svona?
"Sannlega segi ég yður: Þetta tímabil mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram."
Það væri ef til vill gagnlegt að skoða hvað þetta orð þýðir annars staðar í Mk.
Raunin er sú að genea þýðir bara kynslóð og þegar það þýðir tímabil, þá er það auðvitað bara tími einnar kynslóðar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.8.2007 kl. 15:58
Sögulega séð þegar við skoðum Ísrael/Jerúsalem, þá vitum við Hvað er í uppsiglingu, það er mikil spilling og læti og villitrú, Róm er að missa tök á svæðinu og svona mætti endalaust telja. Þetta sjáum við á skrifum hans og skynjum ástandið. Enn, við vitum að það er ekki heimsendir í nánd á tímum Péturs, enda talar hann um 1 dagur sem 1000 ár o.s.f.v.
Þú ert sá sem notar 19 aldir, í þínum huga getur ekki verið "heimsendir" nánd þar sem aldirnar eru orðna margar. Þetta skiljanlegt út frá secular sjónarmiði og hefur ekkert með ritninguna að gera. Nánd í þínum huga (menska huga) er bara á næstu grösum. Enn við getum ekki alhæft þannig þegar það kemur að biblíunni. Enda er svarið til þín og þeirra sem hugsa eins og þú í þessu bréfi versi 9 og 10.
Vers 16 og 17 gefa ennþá betur til kinna þá hugsun sem er í gangi á tímum Péturs er alveg sú sama sem er í gangi í dag. Blandast þarna saman endar tímar (heimurinn eins og við þekkjum hann, jörðin mun ekki tortímast)í frásögninni eða er Pétur að tala um framtíðina einungis. ?
Taktu eftir, það ég ég sem set Ísrael/Jerúsalem til þess að gefa þér sögusviðið, það er ég sem tala um að endatímar heimalands Gyðinga sé í nánd af því að ég veit hvað skeði 79AD til þess að þú áttir þig á hvað er gangi þegar Pétur skrifar þessi bréf sem og aðrir postular.
Pétur hinsvegar gefur róminn, 1 dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Við vitum ekki hvenær, enda talaði Jesú um það, að hann vissi ekki einu sinni hvenær enda tímarnir mundu koma, enn hann gaf okkur vísbendingar. Í nánd sem þú vilt hengja þig á er miðað við tíma Guðs, ekki okkar. Jesú talar um þetta líka. Hann talaði líka um að Jerúsalem mundi ekki standa mikið lengur, þetta er líka það sem skeði í kring um 79AD.
Þú ert að túlka bókstafinn, í stað þess að skynja orðið. Hvernig getur maður skynjað það sem maður trúir ekki á, hvernig fær maður skilið það sem maður trúir ekki á?
Trúi ég að endatímarnir (ekki heimsendir)sé í Nánd, margt bendir til þess, enn veit ég hvenær, ekki til í dæminu, geri ég mér grein fyrir því að viss skilirðu eru fyrir í dag sem hafa ekki verið áður. Já það geri ég. Er ég að pæla eitthvað sérstaklega í þessu, sure, kemur fyrir.
Tel ég að Pétur hafi verið að skrifa beint til okkar, jú sem og aðra kynslóða sem fara með villukenningar og vanvirða Guðs orð.
Enn ég er búin að svara þér Hjalti, væntanleg getur þú pikkað þetta í sundur líka, enn látu það ógert, ég er búin að svara og ætla ekki að var út þras. Það þjónar engum tilgangi.
Í lokin "Trú er" alveg eins og "Guð ER" .
Linda, 5.8.2007 kl. 16:37
Linda, fyrst þú lokar á athugasemdir (ég skil orð þín um að ég ætti ekki að svara þér öðruvísi), þrátt fyrir að ég hafi verið kurteis, segir mér mikið um gæði málstaðar þíns.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.8.2007 kl. 06:05
Það þýðir ekki að þræta um ritninguna við þessa vantrúar menn Linda. Það endar bara með málþófi og engri niðurstöðu. Hjalti gerði einhverja grein um mig, og kallar mig "trúvarnarmann", ég er búinn að svara þar einu sinni og geri það ekki aftur.
Ég nenni ekki að standa í málþófi við þig Hjalti. En eitt máttu eiga Hjalti, þú ert kurteis og málefnanlegur, annað mætti segja um aðra hjá þínum samtökum.
Annars vildi ég hrósa þessari grein þinni Linda, mér finnst hún mjög góð.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2007 kl. 11:50
Guðsteinn, þú ert trúvarnarmaður og greinin var ekki um þig heldur var hún um mótsögn í upprisufrásögnum Mt og Jh.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.8.2007 kl. 15:34
Hjalti, ég hef ekki lokað fyrir athugasemdir, ég hef einungis sagt að ég sé búin að svara þér og ég ætli ekki að þrasa við þig. Þú ásakar mig um eitthvað ranglega. Ég hélt þessum þræði opnun í 3 daga aukalega svo að þú gætir svarað. Þráðurinn er ennþá opin enn ég þarf ekki að svara þér. Ég ætla ekki að þrasa við þig um það sem þú ekki skilur.
Ég hef ekkert við þig að sakast enda ert þú að skrifa hér á minni síðu, ekki er hægt að segja það sama um suma félaga þína. Ég bið þig um að virða mína afstöðu. Þetta hefur ekkert með ókurteisi að gera, ég er einfaldlega búin að svara. Ef einhver annar vill skrifa á móti þér þá er það velkomið og þeir mega nota þetta svæði til þess, enn þá þarf að fara fram á að ég lengi athugsemda tímabilið þar sem þetta lokast í kvöld eða á morgun.
kv.
Linda, 6.8.2007 kl. 15:49
Hér er stuð sé ég,Hjalti allt verður jú að fá að koma fram og slíkt stendur skýrt víða í Biblíunni,hefði öllu verið hraðað hefðum við aldrei náð svo langt.Varðandi þrengingarnar tel ég að ekki sé nú héðan svo langt að bíða við höfum í mesta lagi til 2066 þá verður allt komið fram varðandi Burthrifninguna.
Það stendur líka skrifað að þeir tímar sem framundan eru ef þeir dagar hefðu ekki verið styttir kæmist enginn af(skoðum bara þróun mannsins og tækni nútímans hversu oft getum við sprengt jörðina með okkar gereyðingavopnum örugglega 100 sinnum sennilega meir).Hvernig er síðan staðan í heimsmálum Hjalti þó þú á Íslandi og verðir ekki var við mikið ertu heppinn ekki verður sagt það sama um Ísrael Palístínu Súdan Írak Íran Afganistan Kína Tíbet N.Kóreu og svona gæti ég haldið áfram ég verð nú bara að spurja Hjalti ertu hreinlega blindur þó þú sjáir og þú heyrir vissulega ekkert þó heyrn hafir.
Annars er mér nokk sama um hverju þú trúir Hjalti mér er ekki sama um meðbræður mína um heim allann það sem þú gerir mínum minnsta bróður gerir þú mér þetta mælti Jesú og ég vona þú skiljir merkingu orða hans megi guð ykkur öll geyma kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.8.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.