ég skrifaði blogg hér ekki fyrir svo löngu

Um mann sem dreymdi að eldgos væri í vændum á íslandi með tilheyrandi mansföllum, hvort að það tengist þess eitthvað er hinsvegar annað mál.  Þó er ekki hægt að neita því að þetta er einum of tilviljunarkennt. Hér er slóðin á þráðinn sem og það sem hann skrifar upp úr draumi. Ég vona svo sannarlega að hann hann Brian sé ekki sannspár í þessu tilfelli.W00t   Eitt er víst, það er eitthvað mikið um að vera á þessu svæði.
mbl.is 2.300 skjálftar við Upptyppinga frá febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Hjá könum er mánuður alltaf settur á undan í dagsetningum svo dagsetningin 7/9/07 er 9. júlí, sem er liðinn.

Ég man ekki eftir neinu eldgosi þá.

Ef fólk vill endilega halda í þetta þá má svosem segja að hann hafi dreymt dagsetningu heimamanna og þá er það 7 september, þá er bara að fylgjast með eldgosi þá: ekki langt í það!

Tryggvi Hjaltason, 1.8.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: Linda

ekki ég heldur, hinsvegar er þetta dagsetningin sem hann fékk drauminn..svo..ekki vera alveg of viss

Linda, 1.8.2007 kl. 17:03

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

En ef talið væri að eldgos væri mögulegt sem hefði einhverjar alvarlegar afleiðingar, mundi þá ekki fréttin hafa fjallað um það líka? Eða á þetta bara að koma okkur á óvart...  Það væri gaman ef þeir létu fylgja fréttinni hvort maður þyrfti að hafa einhverjar áhyggjur eða ekki. Hvort það sé möguleiki á að þetta geti verið eitthvað stórt, því svona fréttir taka mann bara á taugum.

Bryndís Böðvarsdóttir, 1.8.2007 kl. 17:45

4 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Annars ætti ég ekki að hræða ykkur. En mig dreymdi einhverntíma eldgos hér á Íslandi og ég var labbandi með einhverjum flóttamönnum eldgosins uppi á heiðum og fjöllum með fjölskylduna, búslóðir og hafurtask, innan um glóandi hraunlæki... Creepy.

En þar áður dreymdi mig risa vatnsöldu sem hvolfdist yfir Akureyri. Fyrsta sem ég hugsaði var það að leita skjóls í kirkju því þar væri ég örugg. Skyndilega sá ég hvítasunnukirkju við hlið mér og hlóp inn. Þar voru Vörður og kona hans að biðja eins og þau hefðu vænst þess að þetta mundi gerast. Voru salla róleg en alvöruþrungin á svip.

Skrítnir þessir draumar.

Kannski var flóðadraumurinn fyrir flóðinu á Shri Lanka, en þann draum dreymdi mig áður en það gerðist. Kannski var þetta bara innibyrgður ótti, eða kannski á hann eftir að rætast....

Bryndís Böðvarsdóttir, 1.8.2007 kl. 17:51

5 Smámynd: Linda

Þetta er nákvæmlega afhverju Bryndís er Besta vinkona mín í heimi,hún kemur mér alltaf svo skemmtilega á óvart.

Knús.  Scary draumar samt..jæks

Linda, 1.8.2007 kl. 18:03

6 Smámynd: halkatla

ég man eftir þessari færslu þinni, nú bíðum við bara og sjáum hvað setur...

halkatla, 1.8.2007 kl. 20:12

7 Smámynd: Linda

Já segðu Anna, jörðin á Íslandi er að láta taka eftir sér og við bíðum spennt.

Linda, 1.8.2007 kl. 20:25

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnast svona jarðhæriringar alltaf pínu skerí! Vona samt að það sem er á ferðinni hér sé ekkert slæmt! Jörðin þarf jú að hreyfa sig   !

Sunna Dóra Möller, 1.8.2007 kl. 20:28

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jarðhæriringar=jarðhræringar....ég er bara að verða rugluð af öllu þessu diskói sem ég er að hlusta á !

Sunna Dóra Möller, 1.8.2007 kl. 20:29

10 Smámynd: Linda

góð Sunna, skildi þig alveg. Enn ég skil Diskóið hafi hristandi áhrif á heilastarfsemina.  

Linda, 1.8.2007 kl. 21:01

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Við bíðum og sjáum til hvað gerist í þessu. Við skulum hafa áhyggjur ef Ragnar 'skjálfti' kemur og varar okkur við. Annars er meira að marka draumra sumra sem ég þekki en drauma einhvers Brains. Þú veist alveg hvað ég er að tala um Linda. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.8.2007 kl. 10:52

12 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Margir hafa nú spá því að Reykjanesskagi meni í jarðhræringum og eldgosi hreinlega skilja frá landi,og þar með sökkva og ég bý einmitt í Reykjanesbæ.He hehe svo ég verð þá bara að fara með skaganum þegar minn tími kemur.

Allt hefur jú sinn gang og guð okkar mun ekki horfa endalaust á mannskepnuna þjóna hinu illa afli sínu,án aðgerða og hver veit hvað gerist ekki að ég hafi neinar áhyggjur,lífið er og stutt til að velta sér uppúr eymdinni í dag gleðjumst við því enginn veit hvað morgundagurinn mun hafa í för með sér.Einn er sá er allt veit og verði hans vilji ekki minn eigðu góða helgi Linda kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.8.2007 kl. 06:20

13 Smámynd: halkatla

ég hlustaði á viðtal í útvarpinu í fyrradag við jarðfræðigúrú og hann sagði að þessar jarðhræringar væru á einstaklega óhættulegu svæði - hinsvegar eru flestar aðrar eldstöðvar á miklu verri svæðum svona uppá hættuna að gera... vonum bara það besta, en af nokkrum illum möguleikum er þessi sennilega einn sá skásti 

halkatla, 5.8.2007 kl. 23:08

14 Smámynd: Linda

Það vona ég líka.  Hvenær var síðasta kosið okkar? Var það ekki Hekla bara fyrir hvað 3 eða 4 árum síðan?  Ísland er ávalt að láta vita af sér, lest we forget móðuharðindunum sem gerðu nánast út af við okkur sem þjóð. 

Linda, 5.8.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband