Til minningar þeirra sem deyja

Píslavotta dauða í dag fyrir Jesú Krist, Þetta göfuga fólk er í Tyrklandi, Afganistan, Írak, Íran, Kína, sem og annar staðar, þetta fólk er fangelsað sakir trúar á Jesú, þetta fólk er myrt sakir trúar á Jesú,  megum við aldrei gleyma þeim.

flying-doveSíðara bréf Páls til Kori 4

 1Með því að vér höfum þessa þjónustu á hendi fyrir miskunn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast.

    2Vér höfnum allri skammarlegri launung, vér framgöngum ekki með fláttskap né fölsum Guðs orð, heldur birtum vér sannleikann, og fyrir augliti Guðs skírskotum vér til samvisku hvers manns um sjálfa oss.

    3En ef fagnaðarerindi vort er hulið, þá er það hulið þeim, sem glatast.

    4Því guð þessarar aldar hefur blindað huga hinna vantrúuðu, til þess að þeir sjái ekki ljósið frá fagnaðarerindinu um dýrð Krists, hans, sem er ímynd Guðs.

    5Ekki prédikum vér sjálfa oss, heldur Krist Jesú sem Drottin, en sjálfa oss sem þjóna yðar vegna Jesú.

    6Því að Guð, sem sagði: "Ljós skal skína fram úr myrkri!" _ hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingunni á dýrð Guðs, eins og hún skín frá ásjónu Jesú Krists.

    7En þennan fjársjóð höfum vér í leirkerum, til þess að ofurmagn kraftarins sé Guðs, en ekki frá oss.

    8Á allar hliðar erum vér aðþrengdir, en þó ekki ofþrengdir, vér erum efablandnir, en örvæntum þó ekki,

    9ofsóttir, en þó ekki yfirgefnir, felldir til jarðar, en tortímumst þó ekki.

    10Jafnan berum vér með oss á líkamanum dauða Jesú, til þess að einnig líf Jesú verði opinbert í líkama vorum.

    11Því að vér, sem lifum, erum jafnan framseldir til dauða vegna Jesú, til þess að líf Jesú verði opinbert í dauðlegu holdi voru.

    12Þannig er dauðinn að verki í oss, en lífið í yður.

    13Vér höfum sama anda trúarinnar sem skrifað er um í ritningunni: "Ég trúði, þess vegna talaði ég." Vér trúum líka og þess vegna tölum vér.

    14Vér vitum, að hann, sem vakti upp Drottin Jesú, mun einnig uppvekja oss ásamt Jesú og leiða oss fram ásamt yður.

    15Allt er þetta yðar vegna, til þess að náðin verði sem mest og láti sem flesta flytja þakkargjörð Guði til dýrðar.

    16Fyrir því látum vér ekki hugfallast. Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður.

    17Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt.

    18Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

i139110073_74277


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þessi grein mætti fara í blöðin. Guð blessi þig fyrir þetta Linda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jón Farið og gerið alla að lærisveinum,sagði Kristur og hvað merkir þessi sögn annað en að boða trúna á þann sem vissulega er hjálpræðið,ég er ekki alveg að skilja hvað þú ert að fara með þessa athugasemd?        Annars falleg grein Linda þinn bróðir í trú Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 31.7.2007 kl. 12:50

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Úlfar, hvernig væri þú myndir lesa þig betur til áður en þú ferð með svona fleipur. Allar þínar fullyrðingar eiga ekki við rök að styðjast, enda eru enginn rök hjá þér, bara fullyrðingar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2007 kl. 16:08

4 Smámynd: Linda

Takk fyrir inlitin.

vildi benda Jón Gréta á þegar Jesú sendi 72 lærisveina út til þess að boða orð hans og fari til borga sem hann sjálfur gat ekki farið til, þegar lærisveinarnir komu til baka sögðu þeir jafnvel illir andar beygðu sig fyrir okkur.  þetta gladdi Jesú mjög mikið og hann sagði þetta

"Á sömu stundu varð hann glaður í heilögum anda og sagði: "Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.

    22Allt er mér falið af föður mínum, og enginn veit, hver sonurinn er, nema faðirinn, né hver faðirinn er, nema sonurinn og sá sem sonurinn vill opinbera hann."

    23Og hann sneri sér að lærisveinum sínum og sagði við þá einslega: "Sæl eru þau augu, sem sjá það sem þér sjáið.

    24Því að ég segi yður: Margir spámenn og konungar vildu sjá það sem þér sjáið, en sáu það ekki, og heyra það sem þér heyrið, en heyrðu það ekki."

Þú kannast eflaust við dæmisögun um matarboðið, og öllum sem gestgjafinn þekkti bauð hann í veisluna, enn þeir gáfu afsakannir eftir afsakanir af hverju þeir gætu ekki komið í veisluna hans.  Gestgjafinn gafst ekki upp heldur sendi þjóna sína út og bað þá um að bjóða ókunnugum og fátækum í veisluna í staðinn.

Þessi dæmisaga er augljós.

Guð blessi þig og ykkur öll.

Linda

ég býst ekki við því að ég þurfi að útlista hver gestgjafin er eða hverjir upprunalegur gestirnir áttu að vera.

Linda, 31.7.2007 kl. 16:09

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég var að beina orðum mínum til Jóns Grétars, ekki Úlfars eins og stendur þarna, og bið ég Úlfar afsökunar á því.  :-/

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2007 kl. 16:14

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Við skulum líka muna eitt,það saurgar þig ekki sem inn um munn þinn fer heldur það sem út af honum gengur,ég tek líka fram allar mínar athugasemdir eru færðar fram eftir hug og hjarta mínu ég er ekkert að leita neitt uppi í Biblíunni heldur orða ég hluti eins og ég sé þetta og á máli sem ég held að fólk skilji.

Ég tel nefninlega að ekki séu allir færir að skilja orð guðs vegna þess að hjarta þeirra er lokað fyrir guði og hugurinn blokkaður vegna neislu okkar,munum líka eitt það voru mjög fáir sem skildu Jesú krist þegar hann og gekk meðal okkar manna því miður.

Annars er mér að mestu sama hverju fólk trúir svo fremi það kemur fram við aðra af virðingu og skilning ég á vini sem eru búddistar mág sem er múslimi o.s.f.v. og mér dettur ekki í hug að dæma þetta fólk neitt fyrir trú þeirra heldur vegna framkomu þeirra til meðsystkinna og guð mun að lokum dæma lifendur og dauða,ég hef bara óbilandi áhuga á trúfræðum og hef stúderað mannskepnuna lengi mér til gamans og fyrir mig persónulega er fyrirmynd mín Jesú og ef ég kæmist með hælana þar sem hann hafði tærnar mun ég glaður deyja.

Maður uppsker eins og maður sáir og Jesú sagði sjálfur þið getið öll orðið eins og ég og gaf þar með fyrirheit um arfleið okkar,ég sætti mig ekki við meðalmennsku ég vill allann pakkann og vonandi verð ég verðugur að fara til hans þegar minn tími kemur.eigið gott kvöld öll sömul og megi guð ykkar fylgja ykkur í leik og starfi.Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 31.7.2007 kl. 19:39

7 Smámynd: Jóhann Helgason

Gaman að lesa bloggið þitt Linda  ferlega skemtilegt   & fallegt frábært Guð blessi þig fyrir þetta Linda   & rosa flott lika

Jóhann Helgason, 31.7.2007 kl. 19:59

8 Smámynd: Linda

Hefur þú heyrt sagt "if you lie down with dogs you get flees" þetta gefur til kinna að það sem þú gerir, segir þá hefur það afleiðingar.  Það er átt við með það sem kemur frá þér (munninum og huganum)sé saurgandi.  Úlfar er ekki þannig persóna sem gerir lítið úr öðrum, svo ég efast um að hann sé að tala til þín,  heldur  einungis almennt. 

Ég á ekki von á því að hjartað þitt sé lokað fyrir Guði, ég reyndar stórlega efast um það, hann lætur ekki loka á sig svo auðveldlega.

GBÞ

Linda.

Linda, 31.7.2007 kl. 20:08

9 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Vil bara svara Jóni varðandi þessa setningu sem hann vísar til í Ritn.  Stundum þarf maður að lesa heildar samhengið til þess að skilja svona. Ekki er hægt að fá nægan skilning á Ritningunni með því að lesa hluta og hluta hér og þar.

Svo ég geri langa sögu stutta, þá er Jesú að tala um það að Ísrales þjóðin var Guðs útvaldi lýður. Kristur var af Gyðingum og trúið á Guð JAHVEH Ísraels manna. Hann vildi boða þeim skilaboðin frá sínum Guði fyrst. Hann ætlaðist síðan til þess að heiðingjarnir fengju að heyra fagnaðarerindið líka, en fyrst skyldi boðað til Ísralesmanna. 

Með þessu var hann að tryggja að ekki kæmu upp villukenningar í trúnni sem ekki væri hægt að rökstyðja út frá hinum gyðinglegu heimildum.  Heiðingjar trúðu á allt aðra hluti og kom það líka á daginn, að þegar trúboð til heiðingjanna hófst, tóku að koma upp einstakir villukenningarhópar, sem kölluðu sig Kristna en voru með allt aðrar kenningar og guðshugmydnir en hinn  gyðinglegi kristindómur kennir. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 31.7.2007 kl. 20:19

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Grétar þú vitnar í:

Matteusarguðspjall 10:5-6

Þessa tólf sendi Jesús út og mælti svo fyrir: Haldið ekki til heiðinna manna og farið ekki í samverska borg.
Farið heldur til týndra sauða af Ísraelsætt.

Þetta er hárrétt, hinni útvöldu þjóð var falið að boða fagnaðarerindið. Þeir boðuðu til sinna fyrst síðan heiðingjanna, sem er rökrétt því þeir þurftu jú sjálfir reynslu áður en farið var út meðal annara þjóða. 

Þú vitnar einnig í: 

Lúkasarguðspjall 12:47-48

Sá þjónn, sem veit vilja húsbónda síns og hefur ekki viðbúnað né gjörir vilja hans, mun barinn mörg högg.
En hinn, sem veit hann ekki, en vinnur til refsingar, mun barinn fá högg. Hver sem mikið er gefið, verður mikils krafinn, og af þeim verður meira heimtað, sem meira er léð.

En svona þér til upplýsinga þér stendur þetta á undan:

Lúkasarguðspjall 12:37-46

37 Sælir eru þeir þjónar, sem húsbóndinn finnur vakandi, er hann kemur. Sannlega segi ég yður, hann mun gyrða sig belti, láta þá setjast að borði og koma og þjóna þeim.
38 Og komi hann um miðnætti eða síðar og finni þá vakandi, sælir eru þeir þá.
39 Það skiljið þér, að húsráðandi léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi, á hvaða stundu þjófurinn kæmi.
40 Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.``
41 Þá spurði Pétur: ,,Herra, mælir þú þessa líkingu til vor eða til allra?``
42 Drottinn mælti: ,,Hver er sá trúi og hyggni ráðsmaður, sem húsbóndinn setur yfir hjú sín að gefa þeim skammtinn á réttum tíma?
43 Sæll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur.
44 Ég segi yður með sanni: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar.
45 En ef sá þjónn segir í hjarta sínu: ,Það dregst, að húsbóndi minn komi,` og tekur að berja þjóna og þernur, eta og drekka og verða ölvaður,
46 þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, er hann væntir ekki, á þeirri stundu, er hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með ótrúum. 

Þetta heitir að lesa þetta í samhengi, það þýðir ekki að rífa úr eina málsgrein og byggja á hana turn sem getur ekki staðist.

Þannig ég skil ekki rök þín, hvað ertu að reyna að segja með þessu? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2007 kl. 21:21

11 Smámynd: Linda

ég vildi líka benda þér á ritningu því til stuðnings sem Kristnum er ætlað að gera varðandi boðskapinn, þegar Jesú reis upp frá dauðum þá mætti hann lærisveinum sínum  þar sem hann segir þetta:

Matt 28 18-19

18Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.

    19Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda,

Þannig að okkur er boða að fara út og segja fólki frá Jesú , trú okkar er ekki eitthvað sem er persónulegt og eða  eigingjörn, hún er til þess gerð að allir fái að njóta nærveru Krists, hún er fyrir alla sem vilja taka á móti honum. 

Enginn er neyddur til þess að hlusta, það er einstaklingsbundið og persónubundið þ.a.s. að vilja að hlusta.

Linda, 31.7.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband