30.7.2007 | 18:28
Með lögum skal land byggja
Styð lögregluna heilshugar í baráttunni við þessa vá sem er að deyða fólk fyrir aldur fram. Óhugganalegt fyrir foreldra í dag að þurfa að horfa upp á dópið stela sál barna sinna. Ef ég ætti barn á á aldrinum 14-18 ára væri ég búin að plana eitthvað annað enn útilegur um verslunarmanna helgina. Nú svo hafa foreldrar neitunarvaldið á heimilinu, þó það eflaust komi sumum á óvart, "nei" er gott orð.
Öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
"Óhugganalegt fyrir foreldra í dag að þurfa að horfa upp á dópið stela sál barna sinna."
Já þau bera enga ábyrgð á hegðun sinni, það er búið að stela sálinni.
"Styð lögregluna heilshugar í baráttunni við þessa vá sem er að deyða fólk fyrir aldur fram."
Ríkið er stærsti fíkniefnasali landsins, eigum við að berjast gegn því? Er ríkið búið að slátra þúsundum eða bera einstaklingarnir ábyrgð á neyslunni?
Geiri (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 18:57
Ef fólk notar dóp til að flýja veruleikann... hvað heldurðu að gerist þegar vímuefnaneytendur eru sektaðir og fangelsaðir? Heldurðu að þeir hugsi með sér, "ah, hvað það er gott að vera til, best að fá mér vinnu"?
Nei, þeirra aumkunnarverða líf verður aðeins aumkunnarverðara og gefur þeim enn eina ástæðuna til að dópa MEIRA og hata yfirvaldssinna MEIRA.
Og það eru einu áhrifin. Dópstríðið hefur aldrei verið unnið, og verður aldrei unnið. Þetta er eins og að reyna að útrýma sjálfsfróun eða samkynhneigð; það er bara hægt að troða þeim undir yfirborðið vegna þess að það vantar fórnarlambið í summuna.
Löggan má hengja innflytjendur og framleiðendur fíkniefna upp í hæsta gálga fyrir mér, en neytendurnir eru þeir sem eiga við vandamálið að stríða. Það er auðvelt að sitja heima hjá börnunum sínum og hugsa með sér hvað þessir dópistar séu nú miklir vitleysingar, en það er ekki þú sem ert með allt niðri um þig vegna fíkniefnaneyslu, er það? Hvernig dirfist þú að vilja þessu fólki mein, hvernig dirfist þú að dæma það?
Ef þú ert svona trúuð, reyndu nú að púlla smá Jesús á þetta og boðaðu virðingu og umburðarlyndi gagnvart fólki sem á bágt vegna vímuefnaneyslu, ekki að kenna ennþá meira áreiti á þá, ennþá fleiri vandamál og ennþá verri lífsgæði þeirra. Þetta fólk á ekki skilið að komið sé fram við það eins og glæpamenn, hvort sem þau eru að nota vímuefni í hófi eða óhófi.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 19:04
Helgi, hvað sagði ég sem gerir þig svona reiðan, ég vorkenni þessu auma fólki sem ánetjast dópi, hvernig er annað hægt. Eitthvað ert þú að misskilja mig. Ég fæ ekki skilið hvað þú lest út úr því sem ég skrifa, og ég ætti í raun og veru að eyða þér út fyrir óþarfa og heimskulega persónu árás. Ég vænti þess að fá afsökunar beiðni frá þér. Ertu vondur af því að ég kalla foreldra til ábyrgða? Ertu vondur yfir því að ég tala um að dópið steli sál barna landsins? Ertu vondur yfir því að ég segi með lögum skal land byggja.
Þú ert sjálfum þér til skammar með þessum orðum þínum.
Linda, 30.7.2007 kl. 22:11
ja hérna hér það eru aldeilis viðbrögð! ég styð þig Linda í þinni skoðun, mín er sú sama. því er nú þannig farið að fíklar fjármagna oft neyslu sína með því að selja öðrum dóp, og alltof oft eru unglingar fórnarlömb ófyrirleitinna sölumanna dauðans, það getur ekkert réttlætt sölu dóps, ekkert!!! Íslendingar standa meðal fremstu þjóða í meðferðarmálum, öllum stendur meðferð til boða, en lágmark er að fíkillinn vilji bata, annars er ekkert hægt að gera honum til hjálpar.
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.7.2007 kl. 22:28
Takk Guðrún mín, já þetta er merkileg viðbrögð alveg. Eins og einhver mundi segja, gjörsamlega steikt viðbrögð
Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem vilja losna undan þessu víti, og eru að sigrastu á þessu, í meðferð og eftir meðferð. Mér finnst einmitt að samfélagið þurfi að íhuga betri stuðning við þessa sigurvegara, þá sem stunda prógrammið, þá sem segja nei, sem segja ég skipti máli og ég kýs að nota ekki lengur dóp! Það fólk á hrós skilið.
Linda, 30.7.2007 kl. 22:40
Já það er rétt þau þurfa stuðning og sem betur fer er göngudeild hjá SÁÁ sem fólk getur leitað til, og svo er nauðsynlegt að stunda AA fundina. Nokkrir framamenn og konur í þjóðfélaginu eru óvirkir fíklar t.d. Björgúlfur í Landsbankanum og Tommi í Búllunni.
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.7.2007 kl. 22:50
og ekki má gleyma Jóhannesi í Bónus
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.7.2007 kl. 22:51
Hæ Linda svo má nú ekki gleyma honum mér hehehe já ég er búinn að berjast við minn alkóhólisma síðan ég var barn,og get vel sagt það er til lausn og við þurfum ekkert að þjást.Þetta mun vissulega og sannlega vera spurning um að gefast upp og biðja æðrimátt um að taka sig í sínar hendur.
Ég er auðvitað heppinn minn guð heitir Jesú og með honum í för hef ég ekkert að óttast en án hans er ég ekki neitt kveðjur Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 30.7.2007 kl. 23:02
Vá virkilega, þarna sérðu sá sem getur sigrað dópið og vínið getur sigrað heiminn. Ég óska þeim til hamingju með það.
Linda, 30.7.2007 kl. 23:03
Úlfar ég óska þér til hamingju með sigurinn!!
Linda, 30.7.2007 kl. 23:40
Bíddu nú við síðan hvenær er meðferðarkerfið hérna eitthvað betra en í öðrum löndum? Ertu viss um að það sért þú sem ert ekki í lagi ?
Hvernig færðu þetta samt út ? Þetta er alveg útí hróa hjá þér..
björn (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 11:44
Jón Grétar, Það hefur komið fram í Kastljósi og fleirum miðlum hver okkar staða er miðað við önnur lönd. En taktu eftir að hún er engan veginn nógu góð. Auðvitað þarf að veita miklu meiri peningum í meðferðarstarf. Hjálpin sem Samhjálp veitir hefur virkað fyrir marga en ekki alla sama má segja um SÁÁ, en ég er sannfærð um það að ef fíkillinn vill bata að þá takist honum það með hjálp núverandi stuðningskerfi. Það er partur af meðvirkni að halda fíkninni áfram á þeim rökum að meðferðin sé ekki nógu nútímaleg, það þarf enginn að segja mér það að fólk haldi það út lengi að dópa bara annarslagið, og hafi það allt "under control" viðkomandi tekur kanski ekki sjálfur eftir eyðileggingunni en það gera þeir sem umgangast hann/hana, sjálfsblekkingin er helsta skjól fíkilsins.
Blessaður vertu drífðu þig á fund!
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 11:58
hvað er að því að kalla þig fíkil? það talar enginn um þessi efni af slíkri blekkingu nema virkur fíkill. Reykingar eru mjög ávanabindandi svo ef cannabis er jafn ávanabindandi þá er viðkomandi í slæmum málum. fylgni er á milli Cannabisneyslu og geðveiki. Cannabis er gríðarlega skaðlegt og það er lögbrot að vera með það á almannafæri. Amfetamínið er viðbjóður sem og öll önnur fíkniefni, vona bara að fíkniefnalögreglan fái fleiri hunda til þess að hirða sölumenn dauðans af almenningssvæðum.
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 12:46
Má ég benda á mannskepnuna sem slíka hvort heldur er vegna fíknar eður ei,þá er svo farið að maðurinn er oft öfgafullur ekki bara í vímuefnamálefninu heldur allsstaðar,tökum dæmi sumir verða svo gráðugir að ekki er hægt að semja við slíkan mann vegna hann vill allt þú ekkert,hvað með kynlíf matgræðgi svo mætti lengi telja.
Málið er auðvitað að hreinsa sjálfið sitt og lifa ekki bara í egóinu sínu sem auðvitað verður til þess að viðkomandi vill bara meir og meir sér til handa hvort sem viðkomandi á slíkt skilið eður ei,og Fíkilinn ræður enganveginn við sjálf sitt nema með guðshjálp,Sáá er að gera fína hluti en ég tek fram að lausnin er síðan í samtökunum þegar út í lífið er komið gerðu öðrum eins og þú vilt að þér sé gert.Þá fyrst verður breyting á viðkomandi manni þegar hann loks fer að hreinsa sinn skít.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 31.7.2007 kl. 13:01
Afhverju heldur þú uppi vörnum fyrir eiturlyf? Áttu einhverra hagsmuna að gæta?
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 13:19
jahérna hér það er aldeilis að menn vaða. En hvað er að því að uppræta eiturlyf af almannafæri? Eiga eiturlyf eitthvað erindi á skólalóðum verslunarmiðstöðvum veitingahúsum íþróttahúsum og meðferðarstöðum?
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 13:44
Eftir að hafa fylgst með fíkniefnahundum að störfum er mér ljóst að þeir hafa engan áhuga á töskum eða fólki sem ekki hefur komið nálægt fíkniefnum. Svör þín hér að ofan hafa einmitt sannfært mig um ágæti fíkniefnahunda á öllum almennum stöðum, það verður að vernda börn og unglinga fyrir sölumönnum dauðans. Eins og dæmin sanna hafa jafnvel íþróttamenn ánetjast fíkniefnum, svo þessum glæpamönnum sem selja dóp er ekkert heilagt. Oft eru þeir að selja dóp til þess að fjármagna eigin neyslu, reynslan hefur sýnt að þeir geta verið umhverfi sínu hættulegir. Margir fíklar hafa rifið sig upp og náð bata með meðferðum, svo það er um að veita meiri fjármunum til meðferðarúrræða.
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 14:33
Fyrirgefðu Jón Grétar ekki meiningin að commenta svona yfir þig..
Þú ert alveg afskaplega blind manneskja guðrún þó að þú sjáir það ekki sjálf.
Besta leiðin til að halda fíkniefnum frá unglingum er EKKI gæsla, og ekki heldur refsingar né eftirlit. Þetta hefur nákvæmlega engin áhrif á neytendan sjálfan, né fíkniefnasalana því það myndast svo gífurlega mikið framboð meðal neytenda sem myndast við eftirspurirnar þegar sölumennirnir eru teknir.
Það er hægt að berjast gegn mörgu, jafnvel hægt að berjast gegn fíkniefnum líka, en það á að gera með forvörnum og fræðslu en ekki boðum og bönnum sem hafa margsinnis sýnt fram á slæmar afleiðingar innan samfélagsins.
Á meðan lögreglan er líka að henda formúgu af peningum á hverju ári í þetta fíkniefnastríð þá getum við ekki tekist á við fíkniefnavandann nógu vel.
Þess má geta að kannabisneysla meðal unglinga í hollandi er lægri en í öðrum vesturlöndum..
björn (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 14:44
Fornvarnir eru af því góða og þeim er víðast hvar vel sinnt en þær duga ekki einar sér til, það eru líka forvarnir að hefta aðgengi að fíkniefnum. Lögregluna skortir meira fjármagn til þess að finna meira af efnum. Er ykkur Birni og Jóni Grétari ekki kunnugt um það að dópið er ólöglegt á Íslandi?
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 14:55
Hvað veist þú um það hvar verslun með fíkniefni á sér stað?
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 15:15
Hér er þrætt og mismunandi skoðanir. Ef ég man rétt voru lögregluhundar á eyjum í fyrra, og í fyrsta skipti var minna um fíkniefnamál enn á árum áður. Svo ég held að það sé nú bara gott mál. Ég held að engin hér sé óssammála skaðsemi fíkniefna. Björn talar um að með forvörnum, vitanlega, er það rétt hjá honum, enn þegar sprautur finnast á víðavangi á bak við bari og á götum borgarinnar þá er greinilegt að lífi fólks er stefnt í hættu þó sérstaklega óvita, (eða berfættir fætur i sandölum..ein nálastunga og voila möguleiki á HIV og Heb hafa aukist um 100%) væntanlega á engin eftir að þræta fyrir það.
Varðandi forvarnarstarfið, nú hefur verið á síðustu árum mikil auglýsinga og forvarna herferð í gangi gegn sígarettum og skaðsemi þeirra og líka búið að banna reykingar á veitingahúsum sem og á börum. Samkv. fréttum í gær eða fyrradag þá hefur komið í ljós að reykingar hafa færst í aukanna. Þetta er fullkomið dæmi um "ef eitthvað má ekki, þá verða sumir að gera" hvað er þá til ráða.
Hvað varðar Hollendingana og þeirra reynslu, þá fara misjafnar sögurnar af þeim málum, og ekki er allt eins og það sýnist.
þó að sumir vilja ekki gangast við Guði í málefnum fíkla, þá er fullt af fólki sem hefur góða reynslu af tilveru hans í sínu lífi og hefur náð tökum á sínum neysluvenjum með hans náð og hjálp. Ég tel að það sé óþarfi að gera lítið úr því. Enn ef fólk hinsvegar kýs að neyta aftur þá er það þeim að kenna ekki Guði. Bara svo það sé á hreinu. Ábyrgðin byrjar og endar hjá okkur.
Linda, 31.7.2007 kl. 15:16
"Lögregluna skortir meira fjármagn til þess að finna meira af efnum"
Ertu að segja að við eigum að henda enn meiri peningum í þetta ósigrandi og síversnandi stríð ?
Og jú forvarnir einar og sér duga til, það er sannað mörgum löndum.
Það er alveg bókað mál að þú þekkir þetta ekki nógu vel. Mæli með að þú lesir þér aðeins til, sérstaklega um síðustu 36ár bandaríkjamanna eftir að þeir hófu þetta svokallaða "stríð".
björn (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 15:17
Já sígarettureykingar eru gott dæmi..
Bandaríkjamenn byrjuðu á forvarnarstarfsemi gegn reykingum fyrir nokkru.
Hver var árangurinn ? 10árum hefur reykingum fækkað um 50%.
Það er nú frekar gott miðað við að nikotin er eitt mest ávanabindandi efni í heiminum.
björn (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 15:24
Það væri semsagt í fínu lagi að hafa fíkniefnahunda á almenningssvæðum einsog verslunarhúsnæði vegna þess að engar líkur eru á því að fíkniefni finnist þar???? eða hvað???
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 15:33
Reyndar Björn þegar ég benti á Sígó forvarnir hér á Íslandi þá virðist þetta hafa haft öfug áhrif. Því Reykingar hafa aukist. Hvort um sé að ræða tímabundin áhrif á hinsvegar eftir að koma í ljós.
Ég hef heyrt um fólk sem er eins og þú talar um, líka þá sem eltast við drekann af og til og ánetjast ekki, enn ég býst fyllilega við því að þegar kemur að því harða dópinu að það sé frekar óvenjulegt að ánetjast ekki og geta stundað helgar neyslu einungis.
Ég held að við getum öll verið sammála að það er gjörsamlæga óásættanlegt að krakkar niður í 12 aldur eru að fá eyturlif til þess að prufa, við hljótum að vera sammála því að þetta er stór glæpur, hver sem gefur barni dóp sjúkur einstaklingur.
Foreldar mínir gafu mér mín forvörn með því að vita hvað ég var að gera með hverjum ég var og hvenær ég kom heim og svo var kvöldið rætt...kannski að það sé munurinn á þeim sem fara þennan veg og þeirra sem gera það ekki "foreldar sem eru active í lífi barna sinna".
Linda, 31.7.2007 kl. 15:36
Sæll Jón Grétar. Eiturlyf og neysla þeirra ýtir undir ofskynjanir, ofsóknaræði og þunglyndi. Þetta lærir maður í sálfræðiáfanga í framhaldsskóla. Þetta er almenn vitneskja. Sama hvort maður ánetjast eða ekki eru þetta eiturefni sem geta haft langvarandi afleiðingar á geðið og menn fengið ofskynjanir einhverjum árum eftir að lyfjanna var neitt.
Auk þess getur maður ekki vitað hverjir eiga eftir að ánetjast fyrir lífstíð og hverjir ekki og því má kalla það að leika sér að eldinum að vera að leifa þetta. Vissu lega er áfengi og sígarettur líka vand með farið. En hví viljum við bæta fleiri ósóma á lista þess sem leift er.. Viljum við auka vesæld fólks í heiminum?
Þegar ég les ofangreint get ég ekki séð að Guðrún sé að gera lítið úr þér. Hún er einfaldlega með aðra skoðun á því hvernig beri að standa að því að hjálpa þeim sem hafa ánetjast og fyrirbyggja frekari ánetjun...
En af því að þú ert henni ekki sammála, þá tekurðu allt sem hún segir um málið sem persónulega árás? Í reynd kemur þessi umræða hér að ofan út, eins og þú annað hvort hafir misskilið eitthvað í skrifum hennar (og ættir því að lesa ofangreint efni Guðrúnar aftur til að sjá hvar það var sem misskilningurinn kom), eða eins og þú teljir alla vera upp á móti þér persónulega, af algerlega ástæðu lausu, svo að jaðrar við ofsóknaræði....
Ég reikna nú frekar með að hér sé misskilningur á ferð, en gáðu að áður en þú dæmir Guðrúnu frekar, lestu yfir allt sem þú hefur sagt um hana. Ekki er það nú fallegt heldur. Kallandi hana illa og ég veit ekki hvað.
Allir eru hér sammála um að fíkn er hræðilegt fyrir þá sem lenda í því og mér finnst alrangt að loka dópista inni í fangelsi. Mér finnst eingöngu að það megi gera það við sölumenn og handrukkara!
Hinir ættu að fá meðferð, ef þeir eru það illa leiddir að þeir geta ekki og hafa ekki vilja styrk til þess að óska sér þess sjálfir. Sú meðferð verður að vera höndluð til langs tíma (eins og um geðsjúkdóm sé að ræða) = Ekki hætta eftir örfáar vikur eða mánuði.
Og Samhjálp er að standa sig rosalega vel. Bróðir minn hefur eitthvað unnið þar við að spila og er því með smá innsýn yfir starfið. Þar leysist fólk sem hefur ekki fengið lausn annarsstaðar. Það er einfaldlega staðreynd, hvað sem menn telja svo að valdi því. Þeir sem leysast segja þetta vera kraft Guðs. Þeim er sama hvort öðrum þyki það heimskulegt að trúa og að einhver hafi, að mati sumra, troðið einhverri trú upp á þá, því þeir geta bara þakkað þessu fólki í Samhjálp fyrir að leiða sig að endanlegu lausninni. = Guði. Er því ekkert við Samhjálp að sakast hér heldur og ættu menn frekar að meta það góða og ómetanlega lífgefandi starf sem þar hefur farið fram. Fólk hefur þá allavega endurheimt líf sitt! Það hlýtur að vera mikilvægara en spurnigin um það hvort það var trúboð eða ekki sem olli því.
Bið að heilsa og vona að enginn fari að misskilja mig líka þar sem ég hef að öllum líkindum ekki tima til að svara því.... Óska öllum hér Góðs og vona að sumir skilji að hér er einhver stór misskilningur á ferð um fyrirætlanir að baki skrifum Guðrúnar. Hún meinar aðeins vel og er ætið með kærleikann að leiðarljósi,svo vel þekki ég hana og hennar skrif.
Guð blessi ykkur öll og varðveiti.
Bryndís Böðvarsdóttir, 31.7.2007 kl. 16:03
Jón Grétar,
Ég sé ekki betur á orðum þínum en að þú viljir styðja við sölumennina, ég spyr þá, hvers vegna í ósköpunum viltu gera það? þú sakar aðra hér um hroka og mannvonsku, en þín eigin stefna gengur út á að verðlauna gjörandann!? Hvernig í ósköpunum færðu gróða útúr því vinurinn? Eigum við þá að vera góðir við dópsala og klappa þeim á bakið?
Síðan sakar þú stjórnvöld um "illa hugsuð viðbrögð"? Og viðurkennir sjálfur að forvarnir séu besta vörnin! Sem er einmitt það sem stjórnvöld hafa verið að gera! þau styðja við bakið á samtökum eins og SÁÁ
og samhjálp, auk þess að vera með eigin áróður. Sumt má auðvitað betur fara og má gagnrýna ýmislegt, ég viðurkennni það fúslega, en þau hafa þó reynt!
Þetta framtak finnst mér til fyrirmyndar hjá löggunni, eina heimskan er að auglýsa að þetta hafi verið eflt, þeir eiga að efla hana og segja ekki nokkrum manni frá því, þá eiga þeir eftir að koma mörgum á óvart þegar þeir nappa þá.
Síðan segir þú:
"Eina sem samhjálp gerir er að níðast á fíklum með trúboði og álíka siðleysi."
Þetta er alrangt, þeir sem KJÓSA að nýta sér stuðning samhjálpar gera það á eigin ábyrgð, þeir eru fræddir um trúarlega afstöðu áður en lengra er haldið! Þannig þín yfirlýsing er ekki bara röng heldur yfirgengilega fordómafull.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2007 kl. 16:05
Jæja,
útskýrðu þá þessa setningu þína sem þú skrifaðir sjálfur í upphafi:
"Ég hef nú áhyggjur af fólkinu í kringum þetta, þeas. innflytjendur og sölumönnum, heldur en sjálfum lyfjunum verð ég að segja. Þökk sé undarlegum, áhugalausum og illhugsuðum viðbrögðum stjórnvalda þá hefur því miður bæst vð ótrúlega harka í þennan heim hér. Og þessi harka skrifast beint á stjórnvöld."
Þá kannski skilur þú betur af hverju við bregðumst við eins og við gerum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2007 kl. 16:27
Og auk þess, bentu mér á þann stað sem var "ómerkilegur" í máli mínu, eina sem ég gerði var að lesa þín eigin orð.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2007 kl. 16:29
Ég segi fyrir mig, að þetta var einmitt misskilningurinn. Þetta skýrir mun betur afstöðu þína enda var ég ekki alveg að ná tilgangi þínum með skrifum þínum.
En nú þegar ég er búinn að átta mig á afstöðu þinni, þá ert sem sé að mæla gegn lögreglu aðgerðum sem fréttin vísar í. Þú vilt ekki lögregluríki með tilheyrandi boðum og bönnum ekki satt? Þú sérð ekki í gróða í harðneskjulegu aðgerðum yfirvalda? Er þetta rétt skilið hjá mér?
Ef svo er, þá erum við samt ósammála að felstu leyti. Ég get tekið undir að svona aðgerðir mega alls ekki vera of öfgafullar, því þá finna menn önnur ráð og þá sekkur ósóminn dýpra og verður erfiðara að eiga við það.
En við búum á Íslandi og ekki í BNA, þar liggur mjög stór munur á. Sem betur fer eru íslendingar ekki jafn öfgafullir og þeir, þess vegna erum við ekki samanburðarhæf við BNA.
Fyrir mér snýst þetta um traust til yfirvalda að taka rétt á þessu, og um leið bendi á að hvert gramm af dóði sem fyrirfinnst og er gert upptækt, getur jafnvel bjargað mannslífi. Þess vegna eru aðgerðir sem þessar af hinu góða og þú tekur of róttæk dæmi sem eiga sér ekki samanburð hér á Íslandi. Ég allavegna treysti stjórnvöldum til þess að taka rétt á þessu, þeir hafa dæmi BNA manna og eru ekki blindir fyrir vitleysunni þar.
Að lokum, Guð blessi bandaríkjamenn ! ;)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2007 kl. 16:54
Ég skil núna hvað Jón Grétar á við og líkt og með Guðsteini þá er ég ekki sammála hvernig þú vilt að sé tekið á þessu. Hinsvegar er örugglega til hinn gullni millivegur og það er nákvæmlega eitthvað sem stjórnvöld og samfélag þarf að finna aðganginn að.
Það eiga allir rétt á sinni skoðun, við eigum líka rétt á því að vera óssammála þeirri skoðun. Eins mans öfgar eru annars mans réttlæti. Þannig að við skulum láta hér við liggja og skilja við umræðuna í vonandi meiri sátt enn ósætti.
GBY
Linda, 31.7.2007 kl. 17:11
Sæll Jón Grétar
Það má vel vera að ekki sé allt rétt sem kennt er í sálfræðibókum eða öðrum fræðibókum yfirleitt. Þó eru þær það viðmið sem menn styðjast við í fræðiheiminum og byggja á nýjustu upplýsingum hverju sinni. Hefur heldur ekkert með skólann að gera enda þessi bók sem ég las kennd ennþá í öllum skólum.
Hinsvegar kallaði Guðrún þig ekki fýkil beint, en þú ert eflaust að vísa til þessara orða:
Jón Grétar, Það hefur komið fram í Kastljósi og fleirum miðlum hver okkar staða er miðað við önnur lönd. En taktu eftir að hún er engan veginn nógu góð. Auðvitað þarf að veita miklu meiri peningum í meðferðarstarf. Hjálpin sem Samhjálp veitir hefur virkað fyrir marga en ekki alla sama má segja um SÁÁ, en ég er sannfærð um það að ef fíkillinn vill bata að þá takist honum það með hjálp núverandi stuðningskerfi. Það er partur af meðvirkni að halda fíkninni áfram á þeim rökum að meðferðin sé ekki nógu nútímaleg, það þarf enginn að segja mér það að fólk haldi það út lengi að dópa bara annarslagið, og hafi það allt "under control" viðkomandi tekur kanski ekki sjálfur eftir eyðileggingunni en það gera þeir sem umgangast hann/hana, sjálfsblekkingin er helsta skjól fíkilsins.
Blessaður vertu drífðu þig á fund!
Þú nefnilega hljómaðir dálítið eins og þú værir í afneytun en neytandi sjálfur. Ég veit um alkoholisma sem mæta á fundi, ekki vegna þess að þeir geti ekki hætt í vinnu sökum fíknar, heldur vegna þess að þeir geta ekki sleppt úr einni helgi í drykkju eða lyfjanotkun. Það er líka fíkn, þegar maður er að einhverju leiti búinn að missa stjórn á því sem eitt sinn var tímabundin huggun eða afslöppun.
Rétt er hinsvegar það, að við getum ekkert vitað hvort þú ert í þeim hópi eða ekki, en þú virtist vera að verja seljendur dóps og virtist vilja leifa það og efla bara forvarnir...? Forvarnir hafa ekkert að segja ef unglingar eru í uppreisn á annað borð. Það eitt og sér dugar ekki þó gagnlegt sé. Verður líka að hindra sölu, innflutning og eftirlit.
En ég sé að þú hefur útskýrt mál þitt hér að ofan. Ert semsé ekki að reyna að hlýfa og skýla sölumönnum dóps. Kannski er þarna kominn allur misskilningurinn. Vona að allir séu nokkurnvegin sáttir núna.
Óska þér bara alls hins besta.
Bryndís Böðvarsdóttir, 31.7.2007 kl. 17:12
Guðsteinn ísland er að fara nákvæmlega sömu leið og bandaríkin, við erum bara eftirá. Fíkniefnadómarnir eru einu dómarnir sem hafa aukist að undanförnu.
Ég var líka feginn að markaðurinn innhélt ekki mikið af morfín skyldum lyfjum, en þau eru nýlega byrjuð að flæða inn á markaðinn.
Ég get sagt þér eitt um stóra fíkniefnasala, handrukkara, kókaínræktendur í kólumbíu og annarstaðar í heiminum, að þeir treysta á lönd eins og okkur og sérstaklega bandaríkin að við höldum áfram að þrýsta á stríðið gegn fíkniefnum. Jú annars væru "greyin" öll atvinnulaus.
Og þetta með að taka gramm af neytanda geti bjargað lífi, kannast ekki alveg nógu vel við það. Flestir mundu nú bara hlaupa aftur til dópsalans, og þeir sem eiga ekki fyrir neyslunni jafnvel í sumum tilvikum þurft að fá lán eða stunda innbrot til að eiga fyrir lögreglusektinni líka.
björn (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:17
Er líka frekar að tala um commentin hérna meira en fréttina.
Já það er nú gott að það meigi allir hafa sínar skoðanir :) annars væri ekki mikið gaman af bloggum yfir höfuð.
björn (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:22
Ok, hér er tvíþættur misskilningur í gangi, sá sem Guðsteinn bendir á þar sem það virðist vera eins og Jón Grétar sé tja skulum segja að styðja eiturlyfjasölu. Þetta er ekki rétt, þarna var um misskilning að ræða. Út frá þessu verður síðan umræða, sem kemur fólki í til að skrifa hluti sem sem eru særandi og ekki við hæfi, notabeni eins og "helgi" hér fyrir ásakar mig um eitthvað sem er alrangt og engin sannleikur í " Guðrún gefur í skin að Jón Grétar sé virkur Fíkill vegna þess sem hann skrifar og eins og hún skilur hann. Þarna er komin misskilningur númer 2. Jón Grétar hefur sagt að honum hafa sárnað þessi ummæli hennar, líkt og mér sárnaði umæli Helga. Jón hefur sagt að hann sé ekki fíkil og ég trúi honum, því ekki er réttlætanlegt að kalla fólk lygara og þó Jón og ég séum oft ekki sammála þá held ég að hann sé heiðarlegur. Svo, í þessu tilfelli var viðkomandi særður og ég trúi því að afsökunarbeðni sé réttlát hér, og ef Guðrúnu (sem er góð og yndisleg persóna) finnst af sér vegið af hálfu Jón Grétars þá þarf hún að gera eins og hann koma með nákvæmlega það sem henni sárnaði í hans skrifum og svo takið þið á þessu ykkar á milli.
Jæja ég vona að ég hafi ekki móðgað einn né neinn það er ekki ætlunin, heldur einungis að reina koma særindum í burt og undir græna torfu.
GBY.
Linda
Linda, 31.7.2007 kl. 17:47
Skemmtilegar umræður! En ég held því statt og stöðugt fram að enginn aðstandandi fíkils eða fólk sem þekkir viðbjóð eiturlyfja myndi halda þessum málflutningi fram sem að Jón Grétar Borgþórsson gerir nema að hafa hagsmuna að gæta, hvar sem þeir nú liggja. og kærðu mig svo Jón!
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 18:52
ég held að í mér lúri smá friðarsinna hippalingur, enn aldrei hef ég neitt ólöglegra vímuefna til þess að finna til friðar. Sem betur fer er ég laus við það böl. Sígarettan var mín fíkn, ég er laus við hana núna í 15 mánuði..jibbí og vínið hefur aldrei verið ´mér til ama, ég læt þetta oftast vera, fæ mér sopa á Eurotrash kvöldi og skála á gamlaárs.
Linda, 31.7.2007 kl. 19:10
Skil. Já ég hefði líklega ekki viljað vera kölluð fíkill, sér í lagi ekki eftir að hafa haldið öðru fram, en þú virtist samt réttlæta helgar neyslu á eyturlyfjum og í flestra eyrum hljómar það, að réttlæta slíkt, eins og það komi frá einhverjum sem hefur hagsmuna að gæta. = Fíkli.
En ég trúi þér að þú sért ekki fíkill, enda hef ég ekki ástæðu til annars þar sem ég þekki þig ekki betur en svo að vera að draga upp einhverja aðra mynd af þér en þú gefur upp.
Vona bara að þú sért í alvörunni, ekki að reyna að réttlæta helgarneyslu á þessu, því það getur verið stór varasamt. Hei! Ég hef umgengist fýkil og hann var ekkert nema sjálfsréttlætingin og sagðist hafa þetta allt "under control". Hinsvegar festist hann í vítahring og endaði á því að svíkja þá sem studdu hann mest.
Neysla eins þarf því ekki endilega að vera hans einkamál þegar upp er staðið, heldur kemur hún niður á aðstandendum líka. Ég vil bara standa vörð um unga fólkið í dag. Allt umtal um að slaka á í vörnum gegn fýkniefnum hræðir mig.
Ég sjálf á ungling og ég get ekki elt hann út um allt til þess að fylgjast með honum. Ég get hinsvegar treyst honum til þess að fara eftir lögum, en ef neysla yrði leifð til þess að slaka á vítahring ofbeldis í kringum þetta, þá veit maður ekki hvað börnin geta tekið til bragðs innan um þannig vini.
Kærar kveðjur með von um skilning og sátt í þessu máli.
Bryndís Böðvarsdóttir, 31.7.2007 kl. 19:43
Skil. Já ég hefði líklega ekki viljað vera kallaður fíkill . 'Eg styð neitunarvaldið & foreldrar neitunarvaldið á heimilinu útilegur um verslunarmanna helgina NEI Er NEI
Góð grein hjá þér
Jóhann Helgason, 31.7.2007 kl. 20:05
Þú kýst þá frekar 'anarkíu' og enga lögreglu eða dómstóla? Nei, við höfum okkar yfirvöld og ber að treysta þeim fyrir verkum sínum. Það sem þúj ferð fram á er fullkomið samfélag, það er ekki raunhæf krafa. Auðvitað er spilling innan löggunar, hvar sem þú leitar munt þú finna spillingu. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið af mannanna verkum, þannig við skulum treysta þeim sem ábyrgðina hafa, þótt ófullkomnir séu.
Ef þú ætlar endalaust að eltast við duttlunga eins og hneykslis mál, þá endar þú eins og maðurinn í spaugstofunni sem telur allt vera eitt stórt samsæri.
Við erum menn, og ófullkominn í alla staði, en þýðir ekki að við getum ekki borið minnsta traust til þess sem ábyrgðina hafa, þótt ófullkomnir séu. Við verðum að vera jarðbundinn í þessu eins og öðru.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2007 kl. 21:34
Víman af kannabis er öðruvísi en af alkóhóli en hún er ekkert léttari, það hef ég aldrei nokkurn tíma heyrt, en ég veit ekki hve gamall þú ert Jón Grétar en ég er 45 ára og hef umgengist alls kyns fólk um ævina, þegar ég var 16 og 17 ára var ég talsvert í USA og kynntist þar kannabisneitendum sem fljótlega fóru í harðari efni með viðbjóðslegum afleiðingum, einnig hef ég séð afleiðingar kannabisreykinga á fólki sem hefur stundað þær í langan tíma og þær eru engan veginn skaðlausar. íslenska lögreglan stendur sig með prýði þrátt fyrir að hafa ekki nægt fjármagn til umráða, það er nauðsynlegt að verja meiri peningum til forvarna og löggæslu. Stríðið gegn fíkniefnum á Íslandi er langt frá því að vera tapað.
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 21:41
Mig langar að koma með eitt hér sem gæti komið fólki á óvart. Kannabis er frábært efni, jám, krabbameins sjúklingar, Aids sjúklingar sem og gláku sjúklingar finna fyrir verulegum og bættum lífskjörum við notkun efnisins sem lyfjaseðilsskylt efni. Er þetta ekki leyft á Íslandi? Veit að það er verið að berjast fyrir þessu í BNA að nota jónur í læknismeðferðum sjúklingum til betri líðann.
Linda, 31.7.2007 kl. 21:57
Þetta er vitanlega klikkun, ég veit það að ef ég væri veik mig hræðilegan sjúkdóm og þjáð, og ég vissi að jónur hjálpuðu mér að þrauka og berjast áfram ég mundi sækjast eftir því að fá þetta á lyfjaseðli. Ég sé ekki að það sé réttlætanlegt að neita fólki þessu efni í læknisskyni og ef það er gert hér á Íslandi þ.a.s. "neitun" þá er það rugl. Kannabis er jurt sem er með öllu náttúrleg ég geri mér fyllilega grein fyrir því og vil fá hana fyrir fólk gegn lyfjaseðli.
Hitt verða svo aðrir að kljá út um hvort að lögreglan eigi að hætta að eltast við jónur í vösum fólks eða herða beri baráttuna. Hver sem okkar afstaða er, þá held ég að við viljum öll að sjúklingar hafi aðgang að þessari jurt.
Please nobody hate me.
Linda, 31.7.2007 kl. 22:52
ég skrifa hér fyrir ofan "ef ég væri veik mig" þá á þetta að vera "með"
Linda, 31.7.2007 kl. 22:53
Cannabis er valkostur sem verkjalyf fyrir mjög langt leidda sjúklinga eins og krabbameinssjúklinga með sjúkdóminn á lokastigi, sem væru annars á morfínlyfjum sem er líka mjög ávanabindandi. það er engin bataverkun af kannabis heldur er þar um að ræða verkjameðferð. Mig minnir að það sé hafin þróun á verkjalyfi úr kannabis. Veit ekki hvernig kannabis virkar á gláku, en það er annað mál.
27 ára gamall "you ain't seen nothing yet"
Jú ég átti mjög breiðan vinahóp þegar ég var stelpa, en sennilega hafa fyrstu kynni mín af fíkniefnum og neitendum verið þegar ég var tólf ára sem sagt fyrir 33 árum síðan. þá varst þú Jón Grétar ekki einu sinni til elsku kallinn hvað heldur þú að svona kettlingar viti um alvöru lífsins?
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 22:54
Oh ég er ansi hrædd um að kettlingarnir í dag viti of mikið um alvöru lífsins því er nú ver. Þessi heimur er svo miklu verri enn þegar ég var táningur, eiturlyf voru eitthvað sem voru í einu húsi einhverstaðar út í bæ. (bjó fyrir vestan) og maður fór ekki þangað inn. Breyttir tímar.
Ok, svo þeir fara ekki á eftir jónum í vösum þarna sérðu hvað ég nánast ekkert um þetta. Ég skrifaði bara þráð sem tengdist frétt um eftirlit með stærstu ferðamanna helgi landans og styðja lög og reglur og voila..ég fær rosalega umræðu. Svona er heimurinn skrítinn hehe
Linda, 31.7.2007 kl. 23:17
enn sem expat frá BNA þá er skoðun mín pínu lituð af þeirra baráttu, eins og ber að skilja.
Knús.
GBY
Linda, 31.7.2007 kl. 23:19
Veistu það Linda að ég er hálf orðlaus yfir þessum viðbrögðum, og er núna virkilega orðin áhugasöm um fíkniefnaheiminn á Íslandi.
Guðrún Sæmundsdóttir, 1.8.2007 kl. 13:45
Hvar fyrir vestan bjóstu? þegar ég var stelpa á Flateyri bjuggum við um tíma á verbúð og þar var allt vaðandi í dópi, það var fyrir 33 árum síðan, en ég þekkti allt þetta fólk ágætlega, var ofboðslega félagslyndur krakki og spjallaði við alla.
Guðrún Sæmundsdóttir, 1.8.2007 kl. 13:49
Hæ Guðrún mín, gott að þú sért með áhuga fyrir þessu, það sama skeði fyrir mig þegar ég skrifaði um Boðorðinn 10 og fór í endalausa vörn vegna þess sem ég trúði varðandi hvíldardaginn, svo fór ég að rannsaka þetta betur og viti menn, ritningin svaraði því sem svara þurfti.
Í þínu tilfelli á ég ekki von á því að ritningin tala beint um dópið hehe er ekki að segja það, heldur er ég einfaldlega að styðja þig í því að læra meira um þennan heim og þú getur þá frætt mig í leiðinni. Maður þarf að vita meira. Það er sko alveg á hreinu.
Varðandi "vestan" ég átti heima nálægt Ísafirði. Móðir mín var afskaplega ströng, og þó ég hafi verið félagslynd þá hefði hún aldrei tekið það í mál að ég ætti vini sem væru og eða tengdust dópinu. Hún vissi nákvæmlega upp á hár hvar ég var hverju sinni ahahahah. Svo mínar vinkonur og vinir komu ekki nálægt þessum heimi.
Knús og Guð blessi þig.
Linda, 1.8.2007 kl. 14:03
Vinir mínir fyrir vestan komu ekki nálægt dópi, en ég sat löngum og spjallaði við fólk af verbúðum þar af dópista , því mamma var ráðskona í möturneiti og ég var mikið þar. Síðar meir kynntist ég fólki sem var að gera ýmislegt miður hollt.
Guðrún Sæmundsdóttir, 1.8.2007 kl. 14:22
Já, það hefur verið mikil upplifun. Þetta fólk er ágætisfólk, sem er í vanda, vegna þess að það tók ákvörðun um að nota efni, alveg eins og ég þegar ég kveikti í fyrstu sígarettunni. Maður er jú sjálfsábyrgur. Enn böl þeirra er skelfileg og afleiðingar eru oftast miður góðar. Ég er búin að fá mig fullsadda að sjá ungt fólk deyja vegna neyslu, eða fremja sjálfsmorð vegna neyslu
Linda, 1.8.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.