Hræðilegt, bara hræðilegt

Jæja, þá er þetta komið  á hreint, við erum komin í samfélag hins stóra og ljóta heims, þetta var síðasta stráið sem þurfti til að staðfesta þann ljóta grun sem er búin að vefja sig um okkur á síðustu árum.  Að hugsa sér, maður skotin á Íslandi, myrtur með skotvopni. Svona fyrirsagnir í blöðum Íslands eru ekki það sem við eigum að venjast...

Ég sendi fjölskildu hans og vinum innilegar samúðarkveðjur, og ég bið að algóðan Guð að vefja þau þétt að sér á þessum hræðilega sorgartíma sem og alltaf.

Viðbót

Klukkan er núna 16:30 og ég áttaði mig á því að tvær fjölskyldur eru í sorg og sjokki yfir þessum hræðilega atburði, ég vil votta fjölskildu geranda mína innilegustu samúð, þau bera enga sök á þessu og sitja eftir þjáð og lostin eftir atburð dagsins.  Ég bið Guð um að vernda ykkur og leiða ykkur inn í frið og náð. 


mbl.is Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Við hér erum  orðin Kannar. :(

Andrés.si, 29.7.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: halkatla

já ég hugsa til fjölskyldu mannsins og bið líka til Guðs, hvað annað er hægt að gera? Þetta er hræðilegt

halkatla, 29.7.2007 kl. 15:29

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þetta er hræðilegt. Svo hræðilegt að mér er orða vant. Er borgin okkar litla orðin að Harlem? Já og því miður, eins og ég er á móti vopnum verð ég að taka undir með Skúla. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.7.2007 kl. 16:58

4 identicon

Er mönnum ekki ljóst í dag að "love is such an easy game to play" eins og Bítlarnir sungu en lauslæti þjóðfélagsins og endurgiftingar fólks er ekki öllum þægileg veröld.

Biblían segir: "Því að afbrýði er karlmanns-reiði og hann hlífir ekki á hefndarinnar degi. Hann lítur ekki við neinum bótum og friðast eigi þótt þú ryðjir í hann gjöfum." Orðskv.6:34-35.

Þetta sá Salómon einum 900 árum fyrir Krist og þetta sáum við í dag- því miður og öllum til hryggðar.

Ég votta aðstandendum innilegrar samúðar og bið aðra að fara gætilega í ástalífinu, verið hvoru öðru trú og látið ekkert skilja ykkuð að nema dauðann. Gangiði í gegnum erfiðleikana til að glíma saman að sigri og lausn, þá fáum við ekki svona fréttir!

Guð vaðrveiti okkur því enn hefur Biblían mikið að segja inní okkar veröld!

Snorri 

snorri (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband