Maður veit svo sem ekkert um hvað átti sér stað

þetta kvöld, nema tvennt, engin var hjá börnunum og eitt barnanna er horfið.  Mér er spurn? þykir það eðlilegt þegar maður er með börnin sín erlendis að skilja þau eftir á kvöldin svo fullorðna fólkið getur farið út að skemmta sér?  Hvað voru þau að hugsa?  Fréttaheimurinn talar um að börnum sé rænt út um allan heim og svo eru þessi börn skilin eftir án þess að öryggi barnanna sé fullkomlega gætt með viðunnandi gæslu.

Ég fer ekki frá hundinum mínum án þess að vera viss um að hann sé öruggur og allt sé eins öruggt í kringum hann áður enn ég fer að heiman.

Á endanum berum við ábyrgð á gjörðum okkar og þó svo að foreldrar stúlkunnar eiga fullan skilning og samúð skilið þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að barnanna var ekki gætt nægilega vel.

Heimurinn er ekki öruggur fyrir börnin, gætum þeirra betur.  Börnum er rænt dags daglega..


mbl.is Foreldrar Madeleine sæta vaxandi gagnrýni í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er sammála þér hér. Alveg síðan þetta mál kom upp hefur mér fundist svo skrýtið að þau hafi getað skilið börnin eftir svona eftirlitslaus. Sorg þeirra er án efa mikil og án efa nagandi sektarkennd yfir að hafa gert það en það tekur það ekki frá þeim að þetta var vanræksla því miður. Svona bara gerir maður ekki, maður skilur aldrei eftir svona lítil börn eftirlitslaus, sama hversu öruggt maður telur umhverfið vera!

Sunna Dóra Möller, 27.7.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Linda

Nákvæmlega sammála ykkur báðum.  Ég get´ímyndað mér kvölina sem þetta fólk liður fyrir þetta.  Hvað sem skeður þá skilur þetta eftir þarfa áminningu um verndun barna, og að ekkert sé öruggt þó við teljum að svo sé. 

Linda, 27.7.2007 kl. 11:43

3 Smámynd: Linda

ég skrifa hér fyrir ofan "ég get ímyndað".... vissulega á þetta að vera ég get "ekki" ímyndað ....os.f.v

Linda, 27.7.2007 kl. 11:44

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er hið hræðilegasta mál., og sorg foreldranna örugglega ólýsanleg ! fyrir mér er það að dæma , að dæma sjálfan sig ! að benda með einum fingri á annan, bendir maður með þremur fingrum á sjálfan sig ! það er alltaf svo auðvelt að vera fyrir  utan  og horfa gagnrýndum augum á gjörðir annarra ! Ég vil bara senda þessu vesalings fólki allt það ljós sem ég hef í mér og ég vona að englar alheims og almættið sé með þeim á þessari stundu og lini þjáningar þeirra. samviskubit sem þau þurfa að lifa við alla sína æfi. ætli það sé ekki næg refsing þó svo að við hin dæmum þau ekki líka ! Hvað hefði Kristur gert ! "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum" 

Ljós og friður til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 11:56

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

ég held að engin sé beint að dæma þetta vesalings fólk vegna þess að maður skilur hve ólýsanleg sorg þeirra er! En ég held að svona atvik geti verið okkur öllum lærdómur, við getum ekki skilið börnin okkar eftir eftirlitslaus, aldrei. Þau eru bara ekki eins óhullt og við höldum í þessum heimi sem að við lifum í!

Sunna Dóra Möller, 27.7.2007 kl. 12:04

6 Smámynd: Linda

Já Steina það er rétt við eigum ekki að dæma,enn svona mál hefur skelfileg áhrif á okkur öll, og mikil naflaskoðun fer í gang, og maður kemst bara ekki hjá því að setja sig í sporin þeirra, og spyrja svo, hvernig getur fólki dottið í hug að fara út að borða frá börnunum, við vitum nefnilega hversu sjúkur þessi heimur er sem við búum í.  Að sýna þeim samúð og kærleika og fyrirgefa þeim, er vissulega nauðsynlegt  því þau hafa goldið meira enn nóg fyrir þessi skelfilegu mistök.  Engu verður breitt nema fólk sé vakið til umhugsunar og að þetta mál verði öðrum víti til varnar.

GBÞ

Linda.

Linda, 27.7.2007 kl. 12:08

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er á því að allt hafi orsök og afleiðingu ! ef að þessi hlutur verður til þess að við öll hugsum okkur tvisvar um í því sem við gerum og hugsum, þá hafa örlög þessara stúlku og foreldra hennar verið fjölda manns allsstaðar að í heiminum mikil gjöf ! það þarf oft hræðilega hluti til að opna augu fólks  og þá er oft einhverjum fórnað, og kannski var það svo í þessu tilviki !

friður og ljós til ykkar og þeirra ! og góða helgi !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 12:38

8 Smámynd: Linda

ég held að við séum öll frekar sammála ef ekki sammála með öllu, við komum kannski að þessu út frá mismunandi sjónarhorni enn  sjáum samt sama endirinn.

GBY

Linda.

Linda, 27.7.2007 kl. 15:30

9 Smámynd: halkatla

mér finnst þú fjalla um þetta viðkvæma mál á mjög sanngjarnan hátt. Ég get ekki skilið hvað hefði verið best eða sagt hvað ég hefði gert í sporum foreldranna, en ég veit það bara að vinir mínir sem eru foreldrar myndu aldrei taka svona áhættu, og ekki upplifði ég svona þegar ég var lítil, það var alltaf einhver sem passaði uppá mann! Ég vona bara af öllu hjarta að við fáum einhverntíman að vita hvað skeði, og að því fylgi að litla stúlkan finnist heil á húfi. Það er ömurlegt að heimurinn sé svona hræðilega óöruggur staður fyrir þá sem varnarlausastir eru.

Kærar kveðjur til þín Linda, og takk fyrir innlitið hjá mér. Þú ert miklu flottari en Demi M

halkatla, 27.7.2007 kl. 17:33

10 Smámynd: Linda

Takk Anna, bæði fyrir athugasemdina og kveðjuna. 

Þetta er afskaplega erfitt mál, og maður reynir að setja sig í sporin þeirra, enn kemst ekki hjá því að furða sig á þessu öllu saman.  Ég tek undir með þér að vona að litla stúlkan sem og öll börn sem eru tekin frá foreldrum sínum komi heim, það er mín bæn.

Linda, 27.7.2007 kl. 22:17

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta mál hefur sett sín spor í sálina. Í gær sá ég litla snúllu eina á ferli og ... mér fannst það svo óþægilegt. Hún var að labba yfir götu niður í bæ, alein í sumarkjól með ljósa lokka, svo falleg og yndisleg. En... hvar var fólkið hennar, þessa litla engils sem kanski var bara 3ja eða 4ra ára??? æii hvernig er þessi heimur???

Guðrún Þorleifs, 27.7.2007 kl. 23:28

12 Smámynd: Linda

já, enn ef þetta er hérna heima á Íslandi þá tökum við þetta bara sem eðlilegan hlut að sjá krakka labba eina og ég vona að það breytist aldrei. Það er einmitt sem gerir landið okkar svo spes, börnin okkar eru laus við þennan ógeðslega ótta sem ríkir í hinum stóra heimi og þar er það ekki af ástæðulausu

Linda, 28.7.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband